Bændablaðið - 27.02.2001, Qupperneq 7

Bændablaðið - 27.02.2001, Qupperneq 7
Þriðjudagur 27. febrúar 2001 BÆNDABLAÐIÐ 7 Hollenskir bændur hafa hafið innreið sína í danskan landbúnað. A síðustu fimmtán árum hefur þeim fjölgað ár frá ári og nú hafa um 600 Hollendingar sest að á dönskum bújörðum. Það er ekki nýtt að hollenskir bændur sæki til annarra landa til að hefja búskap. I langan tíma hafa þeir flutt til Frakklands, Kanada og Nýja-Sjálands. Holland er þéttbýlt land og þar í landi er frekar þröngt um bújarðir. Af þeim sökum er erfitt fyrir unga bændur að byrja búskap og að auki eru jarðir mjög dýrar. Nú hafa þeir fengið augastað á Danmörku. Flestir hafa sest að á Suður-Jótlandi. Það helgast líklega af því að stutt er að skjótast heim, tekur aðeins fjórar til fimm klukkustundir í akstri. Danskar jarðir ódýrar Það sem freistar Hollendinga er að danskar bújarðir eru mun ódýrari en þær hollensku. Danskar jarðir eru í mörgum tilfellum fjórum sinnunt ódýrari en í Hollandi. Jörð með um eitthundrað mjólkandi kúm er seld á um eitthundrað milljónir íslenskra króna. Danskir bændur hafa hins vegar töluverðar áhyggjur af þessari þróun og segja að Hollendingar pressi verðið upp úr öllu valdi, svo að ungir bændur í Danmörku sem vilji hefja búskap ráði alls ekki við að kaupa jörð. Hollenskir bændur komi með seðlabúntin í vösunum og kaupi jarðir fyrir framan nefið á Dönum. Könnun bendir hins vegar til að þetta sé ekki alveg satt. Skýringuna sé miklu heldur að finna í því hve Hollendingar eru duglegir bæði í vinnu og að spara. Hollenskir bændur taka stefnuna á Danmörku: FramleiOa h'u prúsent al aflri mjúlk I Danmttrku Þeir eru búnir að leggja fyrir í mörg ár áður en þeir ráðast í bújarðakaup. Þeir eru líka reiðubúnir að vinna myrkranna á milli til að ná endum saman. Það á ekki við um alla danska bændur. Þeir fara reyndar á fætur um klukkan fintm til að mjólka en eru hættir klukkan sex á kvöldin. Hollendingamir eru líka árrisulir en þeir em að langt fram á kvöld. Sumir vinna í átján klukkustundir á degi hverjum. Þá er það líka stað- reynd að Danir hafa ekki eins mikinn áhuga á bústörfum og Hollendingar. Þeir ern ekki tilbúnir að leggja fyrir sig starf sem krefst jress að þrælað sé allar stundir og þar sem lítill tími vinnst til að sinna öðmm hlutum. Þeir segja að lífið sé nteira en stöðug vinna. Einangraðir ogfá aðföng að lieiman Nú er svo komið að meirihluti bænda í sumum landbúnaðar- þorpum á Jótlandi er frá Hollandi. Danir segja að vegna mikillar vinnu blandi Hollendingarnir ekki F landbúnaOarins á árinu 2000 Á árinu 2000 hafði Fram- leiðnisjóður landbúnaðarins 270 millj. króna til ráðstöfunar. Þar af voru 170 mkr. af fjárlögum ríkis- ins og 30 mkr. til endurráðstöfunar af eldri framlögum sem ekki hefur verið hafnað. Auk þess hafði Framleiðnisjóður 45 mkr. til ráðstöfunar frá ríkissjóði til stuðnings loðdýrarækt. Samtals vom því til ráðstöfunar 315 mkr. Helztu flokkar viðfangsefna vom þessir: Þróunarverkefni búgreina 26 mkr., þróunarverkefni búnaðar- sambanda 12 mkr., samfjár- mögnun verkefna með Tæknisjóði Rannsóknarráðs Islands 18 mkr., önnur rannsóknar- og þróunar- verkefni 38 mkr., endurmenntun 23 mkr., markaðsöflun 27 mkr. og atvinnunýsköpun í dreifbýli 108 mkr. auk ráðstöfunar úr Garð- ávaxtasjóði rúmlega 2 mkr. Rekst- ur sjóðsins kostaði 15,7 mkr. Hafa ber í huga þegar þessar tölur em skoðaðar að þær lýsa ákvörðunum stjórnar sjóðsins um væntanlega ráðstöfun. I mörgum tilvikum koma þær ekki til fullnuslu fyrr en síðar, ýmist að fullu eða að hluta til, og sumt aldrei. Þess vegna end- urspegla þær ekki nákvæmlega uppgjör sjóðsins innan ársins. Á þessu ári er gert ráð fyrir að Fram- leiðnisjóður hafi u.þ.b. 272 mkr. til ráðstöfunar. Aðalfundur stjómar Framleiðnisjóðs landbúnaðarins verður haldinn 27. febr. nk. og árs- reikningar sjóðsins og ársskýrsla verða lögð fram á Búnaðarþingi í byrjun marz. Eftir það verður hvort tveggja aðgengilegt á heima- síðu sjóðsins, veffang www.fl.is. Jón G. Guðbjörnsson miklu geði við innfædda. Þeir mæti hvorki á fundi né samkomur sem Danir halda, enda í fjósinu þegar slíkt fer fram. Hollendingar segja að þeir séu vanir að taka sér frí í kringum sunnudagsmessu og að í Hollandi sé sá tími notaður til fundahalda. Þó að Holland sé þekkt fyrir frjálslynda stefnu í flestum málum hefur komið í ljós að hollenskir bændur eru afar trúræknir. Þá eru Danir heldur ósáttir við að þessir nýbýlingar versla ekki í kaupfélaginu og nýta sér ekki danska landbúnaðarráðunauta. Þess í stað kaupi þeir nær allt fóður og vélar frá hollenskum fyrirtækjum og fái einnig hjá þeim alla ráðgjafaþjónustu. Á sumum stöðum er ástandið svo slæmt að samvinnufyrirtæki bænda riða til falls vegna minnkandi viðskipta. Það er ljóst að danskur vinnutaktur er allt annar en sá í hollenski og að Danir eru ekki tilbúnir að fóma sér fyrir of mikla vinnu. Þeirra venjur virðast vera allt aðrar, enda segja þeir í gríni að hollenskir bændur sofi í stígvélum. Kýrnar mjólka meira Það er ekki nóg með að dugnaður sé meiri rneðal hollenskra bænda því að tölur sýna að meiri nyt er í þeirra kúm en danskra bænda. Mcðalkýr hjá Hollendingum gefur af sér um 9500 lítra af mjólk á ári en meðaltal hjá dönskum bændum er urn 8000 lítrar. Hollendingar hafa fyrst og fremst einbeitt sér að mjólkurframleiðslu og nú er svo komið að um tíu prósent af allri ntjólk í Danmörku kemur frá „hollenskum" mjólkurbúum. Danir gera sér grein fyrir að erfitt er að sporna við þessari þróun. Þeir vita að þeir búa í Evrópusambandslandi þar sem auðvelt er að fara yfir landamæri og festa kaup á jörðum. Danskir bændur eru sjálfir á faraldsfæti. Stöðugt fleiri danskir bændur hefja búskap í Póllandi, Kanada og á Nýja-Sjálandi. Fjós Náttúruleg loftræsting Fjósinnréttingar Básadýnur Flórsköfur Haugtankar Mykjudælur Plastristar VÉLAVAL-Varmahlíd hf Sími 453 8888 Fax 453 8828 Veffang www.velaval.is Netfang velaval@velaval.is A' DeLaval HITAVATNSKÚTAR Lágmúli 7 108 Reykjavík. Sími 588 2600, fax 588 2601. Dalsbraut 1, 600 Akureyri. Sími 461 4007. Ryðfríir að utan og innan Sér úttak í þvottavél Hamarkshiti 95°C Áreiðanlegir, öruggir og endingargóðir Sérhannaðir fyrir mjólkurframleiðendur Stillanlegur blöndunan/entill Sér heitavatnsúttak þvottavél „95°C” Umskiptanleg _ tæringarvörn ! Ttra byrði ur“ ryðfríu stáli „Polyuretháne” einangrun t án umhverfisevðandi efna Innra byrði úr ryðfríu stáii Hitaelement " ___________ Oryggisventill' P/óffsr 3, 4 off 5 s/cera Pí/j/iatætsrsr 2,5- Sm //n/fstætarar /,3 - ffSSm Stvrti/t/affoar 4,5 - /S to/tn G.SKAPTASON & CO. TUNGOHAtS 5 • RFYKJAVfK 577 2770

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.