Bændablaðið - 27.02.2001, Síða 10

Bændablaðið - 27.02.2001, Síða 10
10 BÆNDABLAÐIÐ Þríðjudagur 27. febrúar 2001 Kröfur Obyggðanefndar í Austur-Skaf tafellssýslu vekja gremju heimamanna Þriðjudagskvöldið 13. febrúar sl. var haldinn fundur í félags- hcimilinu Mánagarði. Fund- urinn var boðaður af sveitar- félaginu Hornafirði og Búnaðar- sambandi Austur-Skaftafells- sýslu. Tilefni fundarins var að óbyggðanefnd hefur tekið Austur-Skaftafellssýslu til með- ferðar og nú eru fram komnar kröfur fjármálaráðherra. Talið er að um 180 manns hafi sótt fundinn og telja heimamenn að svo fjölmennur fundur liafi ekki verið haldinn áður í Austur- Skaftafellssýslu. Frummælendur voru Geir Haarde fjár- málaráðherra, Ólafur Björnsson lögfræðingur og Örn Bergsson bóndi á Hofi í Öræfasveit. Fjármálaráðherra gerði grein fyrir kröfugerðinni og lögum um þjóðlendur og nokkrum forsendum fyrir þeim. Fram kom að kröfu- gerðarnefnd ráðherra telur að þinglýsingar séu ekki nægar for- sendur til eignarréttar. Einnig legg- ur nefndin mikið upp úr Landnámu sem frumheimildum. Fjármálaráð- herra gerir ráð fyrir að öldur muni lægja þegar úrskurður fellur í Arnessýslu, en hann á von á því í mars nk. Athugasemdir búnaðarþings voru að engu hafðar Ólafur Bjömsson fór yfir málin og gagnrýndi kröfugerð ríkisins harkalega. Þá benti hann á að í þjóðlendulögum væri gert ráð fyrir að hægt væri leita sátta. Það var ekki rætt á neinu stigi málsins í Arnessýslu. Örn Bergsson ræddi um lagasetninguna og þær breytingar sem á lögunum vom gerðar á sl. ári. Jafnframt fór hann yfir þær athugasemdir sem búnaðarþing gerði við frumvörpin, en þær athugasemdir voru að engu hafðar. Ennfremur gagnrýndi hann skipun kröfugerðamefndar fjármálaráð- herra. Öm sagði m.a: „Krafan kom mönnum í opna skjöldu, nú er meira að segja miðhálendið komið niður á slétta sanda og það alla leið til sjávar. Stór hluti fjalllendisins er innan þjóðlendukröfu ríkisins, einnig Skeiðarársandur og Breiða- merkursandur. Nánast allt land milli sjávar og jökuls er innan þinglýstrar landamerkja hér um slóðir og hefur ekki verið deilt um eignarrétt á þessu landi fyrr en nú. Meira að segja hafa ríkið og sveit- arfélagið viðurkennt þennan beina Vl.VSAMLEGASI HAJKIÐ SAMBAND VIH SÖLLMLNN' OKK.VR OG F.álD NÁNAItl LPPLÝSINGAR Þekktir fyrir þjónustu Járnhálsi 2 ■ no Revkjavík ■ Sími: 5-800-200 w Fax: 5-800-220 ■ www.velar.is ÓSEYRI 1a ■ 603 AKUREYRI « SÍMI: 461-4040 ■ FaX: 461-4044 Selfoss, pakkiiús v/Tryggvatorg ■ 800 Selfoss ■ SÍMI: 482-1501 « Fax: 482-2819 HELLA, PAKKHÚS ■ 850 HELLA ■ SÍMI: 487-5886 OG 487-5887 ■ FaX: 487-5833 Alltaf skrefi framar Æs RITCHEY TAG6 • Við bjóðum hin vinsælu eyrnamerki fyrir búfénað ffá Ritcey Tagg • Sérpöntum númeruð merki í allt að tólf litum • Frí merkitöng fylgir fyrstu 100 Snapp Tagg merkjunum • Eigum einnig merkipenna, úðabrúsa og krítar VELAR& HF , ,Þj óðlendukröfur ríkisins snúast ekki um lögfræði. Þær snúast um pólitík og siðfræði. Ríkið er með landakröfum sínum að marka stefnu gagnvart fámennum hóp þegna sinna sem eru land- eigendur. Fyrir eignarrétti bænda á landi ríkir hefð og aldargamall hefðar- og eignarréttur. Jörð bóndans er í mörgum tilfellum aleiga^ fjölskyldunnar. I jörðinni á bóndinn sitt lífsstarf eins og for- feður hans, mann fram af manni“, sagði Örn Bergsson á fundi í Mánagarði. eignarrétt með því að leggja á viðkomandi landeigendur skatta og skyldur á viðkomandi land.” Síðar sagði Örn: „Þjóðlendukrafa ríkisins er þinglýst kvöð á Flórristar úr pottjárni VÉLAVAL-Varmahlíd hf Sími 453 8888 Fax 453 8828 Veftang www.velaval.is Netfang velaval@velaval.is viðkomandi jarðir. Sama dag og þetta er gert er viðkomandi jörð felld í verði. Eignaupptaka fer raunverulega fram strax, síðan er það bóndans að reyna að sanna óréttmæti þessarar eignaupptöku”. Síðar vitnaði Örn í stjórnarskrána og mannréttindasáttmála Evrópu. Að lokum sagði hann: „Þjóð- lendukröfur ríkisins snúast ekki um lögfræði. Þær snúast um pólitík og siðfræði. Ríkið markar með landakröfum sínum stefnu gagnvart fámennum hóp þegna sinna sem eru landeigendur. Fyrir eignarrétti bænda á landi ríkir hefð og aldargamall hefðar- og eignar- réttur. Jörð bóndans er í mörgum tilfellum aleiga fjölskyldunnar. A jörðinni á bóndinn sitt lífsstarf eins og forfeður hans, mann fram af manni”. Mikill þungi ífólki vegna þeirra krafna sem lagðar liafa verið fram Á eftir ræðum fundarmanna hófust almennar umræður. Athygli vakti hversu margir alþingismenn voru mættir. Engum duldist að nú voru menn í stærra kjördæmi en áður. Þingmenn tóku til máls hver á fætur öðrum og voru fundarmenn orðnir í vafa um hvort þeir væru á almennum fundi eða hvort þeir væru staddir við utandagskrár- umræðu á hinu háa Alþingi Is- endinga. Halldór Ásgrímsson sagði m.a: „Við sem erum í stjórn- málum stöndum frammi fyrir því að geta þurft að endurmeta stöðuna þegar úrskurður óbyggðanefndar fellur í Árnessýslu”. Fjöldi heimamanna tók til máls og var mikill þungi í fólki út af þeim kröfum sem lagðar hafa verið fram. Sigrún Sigurgeirsdóttir á Fagurhólsmýri rifjaði upp að þegar Ragnar bóndi í Skaftafelli seldi Skaftafell á sínum tíma ásamt Skaftafellsfjöllum, hefði enginn efast um að hann væri að selja sína réttmætu eign, ekki heldur kaup- andinn, sem var ríkið. Sigurgeir Þorgeirsson fram- kvæmdastjóri Bændasamtakanna og Gunnar Sæmundsson stjórnar- maður BI sátu fundinn og fylgdust með umræðum. Náiruleg loftræsOng Loft- og ljósmænir + vindnet eða vindgardínur er ekki alveg nýtt fyrirbæri á Islandi. Loft- og ljós- mænirinn er af svokallaðri ISO- Amtjen tegund og er þýsk fram- leiðsla. Þegar hafa nokkrir bændur sett upp þessa „náttúrulegu loft- ræstingu”. Þau fyrstu til þess vora Sigurður og Ingibjörg í Vík í Skagafirði. Reynsla þeirra af þess- ari nýstárlegu loftræstitækni er með eindæmum góð. Þar er loftræstimænirinn opinn allan ársins hring og sífellt loft- streymi út um mæninn svo ekki snjói inn um hann. Þessi loft- ræsting hefur valdið því að kýrnar í Vík eru með þeim heilbrigðari. Þar hefur frumutalan lækkað svo um munar, „þeim líður bara svo vel við þessar aðstæður" segir Ingibjörg. Nokkrir bændur í Eyjafirði hafa sett upp svona mæna nú þegar og fleiri eru í startholunum. Vind- gardínur og vindnet er eitt það nýjasta sem bændur nota til að bæta hjá sér loftræstingu og heil- brigði á búum. Á Ytra-Felli í Eyjafirði er búið að breyta hlöðu og gömlu fjósi í kalt legubásafjós. Þar er 35 metra mænir á þakinu og ein langhliðin að miklum hluta klædd með loftræstineti. Mænirinn ásamt net- inu kemur í veg fyrir að þakið héli að innan. Að sögn Valdimars bónda er hann með óeinangrað þak og hann er mjög ánægður með þakið. Ný fjósbygging að Miklaholti í Biskupstungum er með slíkan ISO-mæni. ISO-Arntjen mænir ásamt net- um og gardínum eru flutt inn af Vélaval-Varmahlíð hf. Jóltann P. Jóhannson

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.