Bændablaðið - 27.02.2001, Síða 15
Þriðjudagur 27. febrúar 2001
BÆNDABLAÐIÐ
15
að norrænir víkingar í Danmörku
fláðu dýrin lifandi... ítalskur
ráðherra hélt því líka fram að í
minkabúrum þyrfti að vera lítið
baðkar... Að lokum má nefna
norska sjónvarpsmenn sem tóku
upp um 60 klukkustundir af efni í
loðdýrabúum í Noregi. Þeir
bjuggu til tíu mínútna þátt sem
sýndi aðeins það versta sem hægt
var að finna. Myndin gaf alranga
mynd af ástandi mála í Noregi en
hún var vatn á myllu þeirra sem
eru andsnúnir atvinnuvegnum.
Bara pláss fyrir þá sem eru
bestir...
I öllum löndum Evrópu er förgun
úrgangs að verða vandamál. Búið
er að setja reglur um notkun tanka
undir minka- og refasaur í Dan-
mörku svo dæmi sé tekið en Norð-
menn eiga tankvæðinguna eftir.
„I loðdýrarækt er bara pláss
fyrir þá sem eru bestir. Ekki fyrir
hina,“ sagði gestur á uppboðinu í
Kaupmannahöfn. Líklega er
nokkuð til í þessum orðum.
Markaðurinn er harður húsbóndi.
Gífurleg samkeppni leiðir til þess
að loðdýrabændur leita stöðugt
leiða til að verða betri. Miðað við
að tvöhundruð krónur danskar fáist
fyrir minkaskinn er talið að 65
krónur fari í fóður, 25 í skinna-
verkun, 40 í aðkeypta vinnu og 25
krónur fari í ýmsan kostnað. Fram-
leiðslukostnaður á undan íjár-
magnsliðum og eigin vinnu er því
um 150krónurdanskar.
Forsvaismenn uppboðshússins
sögðust ekki líta á íslenska fram-
Ieiðendur sem keppinauta - þvert á
móti. „Við viljum veita ykkur alla
þá aðstoð sem við getum,“ sagði
forstjóri uppboðshússins. „Hér
getið þið fengið tæknilegar og fag-
legar upplýsingar." Hann bætti því
við að af hálfu uppboðshússins
væru gæði ætíð lögð til grundvallar.
Danskir loðdýrabændur eru ekki
skyldugir til að leggja afurðir sínar
inn hjá uppboðshúsinu. Það sagði
forstjórinn að væri gert í þeim til-
gangi að starfsmenn uppboðs-
hússins yrðu að láta gæði, vöru-
þróun, tækniaðstoð og. leið-
beiningar - og ekki síst gott verð -
seiða til sín bændur.
Norðmenn feta í fótspor Dana -
m.a. í gæðastjómun en fram kom
hjá Norðmönnum að áhersla er lögð
á að greina rekstur hvers bónda og
finna styrkleika og veikleika í
búskapnum. Auðvitað leiðir þetta
til betri búskaparhátta en á Islandi
má e.t.v. finna hliðstæðu í
markmiðstengdum búrekstrar-
áætlunum og í Sunnuverkefninu.
Við höldum áfram umfjöllun
um ferðina til Danmerkur í næsta
blaði, en þá kemur grein eftir
Hjálmar Arnason, alþingismann.
Gleðilegt að
Danir hafa áhuga
á að styðja
íslenska
loðdýrarækt
„Auðvitað hljótum við að velta
fyrir okkur hvaða möguleika við
eigum til þess að taka meiri þátt í
starfsemi DPA. Það er reyndar
mjög gleðilegt að Danir hafa
mikinn áhuga á því að fá okkur
með í auknum mæli. Þannig bjóða
þeir fram alla aðstoð á sviði tækni
og faglegra upplýsinga. Sömu-
leiðis getum við notað sölu- og
markaðskerfi Dana en segja má að
í raun geti íslenskir bændur komið
að þessu á sama grunni og þeir
dönsku. Þetta tilboð DPA er ekki
alveg nýtt af nálinni en spurningin
er fyrst og fremst sú hvort ís-
lendingar geti framleitt á sama
verði og Danir. Fleiri spurningar
sækja einnig að; hvernig og þá
hvort styðja eigi loðdýrarækt á Is-
landi,“ sagði Ari Teitsson for-
maður Bændasamtakanna.
Ari sagði athyglisvert að fá
tækifæri til að sannreyna það hve
Danir væru miklir rekstrarmenn.
„Þeir horfa mjög nákvæmlega í
allan kostnað og það er auðvitað
ástæðan fyrir því að þeir stóðu
betur af sér síðustu kreppu en aðrir
loðdýrabændur. I raun og veru
veltur framtíð loðdýraræktar á ís-
landi á því hvað okkur tekst að
læra af Dönurn. Hvar hægt sé að
draga úr kostnaði og hvernig megi
framleiða skinnin ódýrt. Þegar því
skrefi er náð er rétt að svara
spurningunni um hvort það sé í
raun og veru skynsamlegt að
styrkja loðdýrarækt á íslandi í ljósi
umhverfis- og byggðamála eins og
Norðmenn gera,“ sagði Ari.
Ari gerði byggðastyrki Norð-
manna að umtalsefni og sagði að
markmið með þeim væru tvenns-
konar. Annars vegar að halda
byggð á svæðum og hins vegar að
nýta loðdýrarækt til að eyða úr-
gangi frá laxeldi og sláturhúsum.
„Það er Ijóst að Norðmenn telja
það þjóðhagslega hagkvæmt að
nýta úrganginn á þennan hátt,“
sagði Ari og benti á að í Noregi
væri víða illmögulegt að grafa úr-
ganginn í jörð.
- I þeim upplýsingum sem við
höfum fengið kemur fram að lík-
lega búi fáar þjóðir við jafn ferskt
og gott hráefni í loðdýrafóður.
„Já, það hefur lengi verið vitað
en söfnunarkostnaður er mun hærri
á Islandi. Norðmenn hafa reynt að
leysa þetta með beinum stuðningi
sem nemur um þremur til fjórum
krónum á hvert fóðurkíló. Danir á
hinn bóginn taka málið öðrum
tökum. Danskur landbúnaður er
geysilega umfangsmikill og þeir
hafa litið svo á að þeir hefðu enga
möguleika á að styðja sinn
landbúnað. Það er kannski svipuð
staða og við erum í varðandi
fiskinn, þ.e.a.s. að svona stóran
atvinnuveg er ekki svigrúm til þess
að styðja."
- Ymsir þeirra sem ræddu við
íslenska hópinn höfðu orð á að
dýraverndunarsamtök hefðu oft
farið offari.
,Já, um langt skeið hafa dýra-
og umhverfissamtök gagnrýnt íoð-
dýrarækt. Danir virðast ekki hafa
umtalsverðar áhyggjur en þeir hafa
ætíð reynt að vera á undan um-
hverfissinnum í því að bæta að-
búnað loðdýra. Danskur loð-
dýraiðnaður hefur sett sínar eigin
reglur sem eru í raun og veru
strangari en reglur ESB. I Dan-
mörku og Noregi ríkir almennt
skilningur á því að loðdýraræktin
er ekki óvinveitt dýrum. Danir
hafa t.d. lagt áherslu á opna um-
ræðu og að bændur séu ófeimnir
við að sýna almenningi að þeir búi
vel að sínum dýrum. Þetta er
vísasta leiðin til að eyða tortryggni
og neikvæðri umræðu en Danir eru
líka praktískir og mjög raunhæft
hugsandi á öllum sviðum."
- Framtíðin?
„A Islandi er fáanlegt gott hrá-
efni í verulegum mæli. Við hljót-
um því að spyrja okkur hvort við
getum ekki gert meira og betur en
við gerum nú um stundir."
„Þessi ferð skilar miklu en
hér fengu nienn að sjá það svart
á hvítu hvað loðdýrarækt er
umfangsmikil atvinnugrein.
Vonandi finnunt við leið til þess
að við getum tekið þátt í
leiknum,“ sagði Jón Sigurðsson,
loðdýrabóndi og varafomaður
SIL. Hver er framtíð
loðdýrarcektar á íslattdi?
„Eg tel að hún sé björt. Við
höfum öll skilyrði hér heima en
það þarf að hlúa betur að henni.
Greinin er mjög skuldsctt núna
og virðist ekki komast upp úr
skuldunum. Það er okkar
stærsta vandamál.“
Peysur úr blöndu
af minkahári og
merinóull
Rétt fyrir norðan Kaupmannahöfn
er SAGA Design Center - eða
hönnunarsetur SAGA sem er rekið
af uppboðshúsum loðdýraskinna á
Norðurlöndum. Markmið setursins
er að koma með hugmyndir að
nýjum vörum sem síðar eru fram-
leiddar af frægum fyrirtækjum, en
hönnunarsetrið tekur ekki beinan
þátt í framleiðslu. Athyglisvert er
að setrið býður til sín nýjum og
óþekktum hönnuðum - yfirleitt
ungu fólki - sem er að stíga sín
fyrstu skref á hönnunarbraut.
Einar Einarsson loðdýrarækt-
arráðunautur sagði að þarna hefðu
ýmsar vörur sem tæplega hefðu
annars orðið til séð dagsins ljós.
Hann tók sem dæmi að ungir
hönnuðir hefðu gert tilraunir í litun
skinna og einnig peysum sem
prjónaðar eru úr blöndu af minka-
hárum(30%) og ull af merinófé
(70%). Einnig mátti sjá band sem
var úr refahárum (50%) og ull
(50%). „Þetta er náttúrlega alveg
ótrúlegt," sagði Einar og bætti við:
„Eg lít á þennan þráð nú eins og
þeir sem sáu fyrstu lituðu skinnin
fyrir tæpum tíu árum síðan. Þetta
er eitthvað nýtt og þarna getur átt
eftir að þróa einhverjar nýjar vörur
- við vitum það ekki - og þetta er
spennandi.“
„Mér finnst gaman að sjá hvað
er mikið hugsað um markaðs-
setningu á hönnunarsetrinu. Þetta
er sérstaklega áhugavert fyrir
bændur. Hafi þeir ekki áttað sig á
styrk DPA og hönnunarsetursins
hljóta þeir að sannfærast þarna,“
sagði Einar ráðunautur.
„Það er gott að sjá hvernig
aðrir gera hlutina enda er alltaf
hægt að læra af öðrum,“ sagði
Ólafur Friðriksson, dcildarstjóri í
landbúnaðarráðuneytinu. A
liðnu ári kom út umfangsmikil
skýrsla um stöðu og horfur í
loðdýrarækt og sagði Ólafur að
ferðin út hafi styrkt þá trú hans
að loðdýrarækt eigi rétt á sér á
íslandi. „En menn þurfa að ná
betri tökurn á kostnaði og
einbeita sér að framleiðslu
stærri og betri skinna,“ sagði
Ólafur og bætti því við að með
aukinni sainvinnu bænda og
betri rannsóknum ættu
Islendingar að geta náð því að
vera jafnfætis Dönum.
Það er ekki á hverjum degi sem menn fá tækifæri til að skoða uppboðshús DPA og margt vekur forvitni. Þarna er forstjórinn, Torben Nielsen, að ræða við
hluta af hópnum um verðmæti lagersins sem er mikið eins og kemur fram í fyrirsögn. Lengst til vinstri eru þeir feðgar Einar E. ráðunautur og Einar Gíslason
bóndi, þá Torben, Gestur Þorsteinsson útibússtjóri Búnaðarbankans á Sauðárkróki, Guðmundur Stefánsson framkvæmdastjóri Lánasjóðsins, Ólafur
Friðriksson deildarstjórh' landbúnaðarráðuneytinu, Hjálmar Árnason alþingismaður, Jón Sigurðsson varaformaður SÍL og Björn Halldórsson, formaður SÍL:
UnÉlsverðir styrkir Sl loððýrsræklar íHloregi
Odd Harald Nordsveen stjómarformaður í
félagi norskra loðdýrabænda sagði að í
Noregi væri litið á loðdýrarækt sem
byggðamál. Heildarvelta greinarinnar þar er
um þrír milljarðar íslenskra króna. Stjóm-
völd vildu dreifa framleiðslunni þannig að
þessi atvinnugrein væri stunduð jafnt við
sjávarsíðuna og inn til dala. Norskir loð-
dýrabændur geta sótt um fjárfestingarstyrk
sem nemur 1,5 milljónum íslenskra króna
þegar þeir heíja byggingu nýrra húsa fyrir
loðdýr sín eða ráðast í endurbætur á eldri
húsum. Einnig stendur þeim til boða
vaxtalaust lán með hagstæðum afborgunar-
skilmálum til fimmtán ára að upphæð kr.
fimm milljónir. Athygli vekur að þetta lán
kom á síðasta veðrétt. Þessir tveir liðir mega
nema um 40% af kostnaði við byggingar og
jarðfastan vélbúnað. Gerð er krafa um 20%
af eigin fé.
Norsk loðdýrarœkt er aukabúgrein
Þá kom fram hjá Odd að norsk stjórnvöld
líti á loðdýrarækt sem aukabúgrein og því
hafi ekki verið gerðar jafn miklar fram-
leiðnikröfur til hennar og margra annarra
búgreina. Til þess að loðdýrarækt hafi getað
gegnt umræddu byggðahlutverki hafa
stjómvöld veitt henni umtalsverðan
stuðning en kostnaður við flutning á fóðri er
greiddur niður. A síðasta ári nam þessi
niðurgreiðsla 25 milljónum norskra króna,
en ársnotkun á fóðri er um 60-90 þúsund
tonn. Norðmenn gera ráð fyrir að árlega séu
eknir 1,6 milljónir km með fóður í Noregi!
Nánar tiltekið nemur heildarstyrkurinn um
350-380 milljónum eða sex til sjö krónum
íslenskum á hvert kg af fóðri.
Þess má geta að í Noregi er kjamfóður-
skattur sem fyrst og fremst er hugsaður til
að vernda norska kjamfóðurframleiðslu. Þar
sem loðdýrarækt framleiðir fyrst og fremst
til útflutnings fær hún kjarnfóðurskatt
endurgreiddan. Einnig fá loðdýrabændur,
a.m.k. á stundum. greiðslu vegna nýtingar
sláturúrgangs. I Noregi eru fjórtán fóður-
stöðvar. Norskir loðdýrabændur framleiða
um 320 þúsund minkaskinn á ári og 400
þúsund refaskinn. Áætlanir eru uppi um að
auka loðdýrarækt í Noregi en fyrir röskum
áratug framleiddu þeir tvær milljónir
minkaskinna.
Tiltölulega lítil bú
Alls em um 1000 bændur sem eitthvað
kveður að í loðdýrarækt. Að jafnaði em um
hundrað refalæður á norskum búum eða
tæplega 400 minkalæður. Um 80% loðdýra-
ræktar í Noregi er rekin sem aukabúgrein.
Fagleg leiðbeiningaþjónusta er kostuð af
greininni.
Athygli vakti að norskir loðdýrabændur
reka verðjöfnunarsjóð (sem sumir vildu
nefna sveiflujöfnunarsjóð) sem er séreignar-
sjóður. Bændur greiða í sjóðinn þegar vel
árar og skinn em í háu verði. Hámarks-
greiðsla pr. refaskinn em tvöhundruð krónur
norskar. Skattlagningu á greiðslur
bændanna er frestað en ef verðið er lágt fá
þeir greitt úr sjóðnum og þá eru þær
greiðslur taldar fram til skatts. Að hámarki
fá bændur greiddar hundrað krónur norskar
pr. refaskinn úr sjóðnum. Þá geta þeir tekið
20% af inneign út úr sjóðnum án þess að
gera grein fyrir notkun og standi þeir í fjár-
festingu geta þeir tekið 40% úr sjóðnum.
Miklar kröfur til landbúnaðar
Rétt er að geta þess að stjómvöld gera afar
miklar kröfur til landbúnaðar í Noregi og
nefna má að t.d. em reglur um bústærð og
búsetu.
Norðmenn fullyrða að ofangreind
aðstoð sé þeim nauðsynleg og án hennar
væri illmögulegt að stunda búskap. Öfugt
við Norðmenn styrkja Danir ekki
loðdýrarækt en í Danmörku líta stjórn-
málamenn ekki á loðdýrarækt sem byggða-
mál. Þess má geta að samkvæmt reglum
ESB eiga finnskir loðdýrabændur á Vasa-
svæðinu rétt á samskonar styrkjum og
norska ríkið greiðir norskum loð-
dýrabændum. Norðmenn fullyrtu að
finnskir bændur fengju einhverja styrki frá
ESB en vissu ekki hve háar fjárhæðir renna
úr sjóðum í Brussel til Finnlands.
^ I »