Bændablaðið - 13.03.2001, Side 4

Bændablaðið - 13.03.2001, Side 4
4 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 13. mars 2001 Bændablaðið - málgagn Bændasamtaka íslands Búnaðarþing Starfsömu Búnaðarþingi lauk sl. laugardag. Afar mörg og efnismikil mál voru lögð fyrir þingið sem var líka málefnalegt og jákvætt. í lokaorðum Ara Teitssonar, formanns Bændasamtaka Islands, kom fram að skýringin á því væri sú að íslenskur landbúnaður væri í betri stöðu nú en um langt árabil. S auðfj ársamningurinn Fram kom í ræðu sem formaðurinn hélt við upphaf þinghalds að merkasti „áfangi í málefnum landbúnaðarins á liðnu ári er án efa sauðíjársamningurinn sem undirritaður var í lok síðasta búnaðarþings. Kemur þar margt til. Samningurinn færir sauðfjárbændum vemlegan tekjuauka á árinu 2001, hann skapar þeim, sem af ýmsum ástæðum kjósa að hætta sauðfjárbúskap, ijárhagslegt svigrúm til þess, harui leggur gmnn að nýrri og faglegri hugsun í greininni og síðast en ekki síst eyðir hann þeirri tortryggni sem skapst hefur varðandi landnot bænda og áhrif sauðfjárbeitar á landgæði. Samningurinn og sú fagvinna, sem markmið hans krefjast, gefa fagstofnunum landbúnaðarins einstætt tækifæri til að sýna hvemig stofnanimar geta stutt framþróun landbúnaðarins og þannig eiga þær möguleika á að efla tengsl sín við bændur landsins.“ Verðlagsgrundvöllur mjólkur Ari fjallaði einnig um nýjan verðlagsgmndvöll mjólkur, sem tók gildi um síðustu áramót, en hann er afar mikilvægur fyrir mjólkurframleiðendur. „Það að sátt náðist innan verðlagsnefndar um nýjan verðgmnn sem tryggði bændum ekki lakara mjólkurverð en eldri gmnnur var ekki sjálfgefið og eiga þeir, sem að málinu komu, þökk fyrir mikla og málefnalega vinnu. Verð á greiðslumarki til mjólkurframleiðslu lýsir ef til vill best væntingum bænda til mjólkurverðs og afkomu næstu ára. Sífellt fleiri bændur skynja þó annmarka gildandi fyrirkomulags á aðilaskiftum að greiðslumarkinu og áhrif þess á nýliðun og afkomu. Engin einföld lausn er til en því fyrr sem fjallað verður um það fyrirkomulag stuðnings sem við tekur eftir 2005 því betri færi gefast til aðlögunar." Aukin sala búvara En hver er staða íslensks landbúnaðar í íslensku þjóðfélagi? Um það fjallaði formaður Bændasamtakanna og sagði að besti mælikvarðinn væri hvorki fjölmiðlaumræða eða sýnileiki bændaforystunnar eða árangur í skoðanakönnunum. Mælikvarðinn, sagði Ari Teitsson, er miklu fremur sala búvara. „Mælt á þann kvarða getum við verið stolt af árangri liðins árs. Sala mjólkurvara jókst um nálægt 3 %. Sala á kjöti hefur aukist um nálægt 5 % og nær sú aukning til flestra kjöttegunda. Sala á grænmeti og garðávöxtun hefur einnig aukist. Ætla má að þessi söluaukning svari til yfir 100 ársverka á bændabýlum landsins auk margra starfa við úrvinnslu afurðanna." Tekjulægsta stéttin Ætla má að afkoma margra bænda hafi batnað á liðnu ári í kjölfar aukinna afurða og söluaukningar margra búvara. Það breytir þó ekki því að bændur eru enn tekjulægsta stétt þjóðfélagsins og sú kjarabót sem þeir hafa náð á liðnum árum er minni en hjá mörgum öðrum stéttum. En hvemig má þá bæta afkomuna? Ari benti á að á liðnum árum hafa bændur náð miklum árangri í kynbótum búfjárstofna, í sumum greinum með innfluttu erfðaefni en einnig með öflugu innlendu ræktunarstarfi. „Áfram þarf að halda á þeirri braut. Við höfúm einnig náð að hagræða á mörgum sviðum, ekki síst í afurðavinnslunni, en þar hefur á liðnu ári orðið meiri samþjöppun og hagræðing en um langt árabil. Fjárfestingar úti á búunum em hins vegar miklar og kostnaðarsamar og bæði stjóm íjárfestinga og fjármála er víða ekki nægilega traust. Þar við bætist að raunvextir af skammtímalánum em mjög háir og aðgengi að rándým lánsfé auðvelt. Við þessu er erfitt að bregðast en það hlýtur að vera forgangsverkefni fagstofnana landbúnaðarins að auka upplýsingaflæði og ráðgjöf um fjárfestingar og fjármögnun.“ Vaxtastefnan áhyggjuefni „Sú vaxtastefna sem rekin hefur verið undanfarna mánuði er sérstakt áhyggjuefni, henni mun ætlað að draga úr þenslu í þjóðfélaginu, en ekki verður betur séð en hún sé að snúast í andhverfu sína með því að færa fjármuni frá atvinnulífinu og skuldsettum heimilum til þeirra sem fé áttu fyrir. Þessi mikla tilfærsla viðheldur þenslu í fjárfestingum og neyslu sem vaxtaokrinu er ætlað að spoma gegn. Hér verður að verða breyting á þvf ella þrengir um of að undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar," sagði formaður Bændasamtaka íslands á Búnaðarþingi. nýtBr möguleikar ■ w Silungsveiði og nýsköpun Mörg héruð búa að ríkulegum auðlindum náttúm og sögu sem ekki hafa nema að litlu leyti verið nýttar til lífsviðurværis. Fjölmörg silungsveiðivötn em á landinu og eru aðeins sum þeirra nýtt að ein- hverju marki, auk laxveiðiáa. Mik- il umræða hefur verið um það meðal íbúa margra byggðalaga, ekki síst bænda, hvaða möguleikar séu á nýsköpun á viðkomandi svæðum sem skapað geti ný at- vinnutækifæri. Af mörgum er talið vænlegast til árangurs að nýta bet- ur þær auðlindir og sérstöðu sem héruð búa yfir. Víða em ríkulegir möguleikar á silungsveiði, bæði hefðbundnar nytjar og svo stang- veiði. Sú náttúruauðlegð sem fólgin er í silungsveiðivötnum hérlendis og umhverfi þeirra hefur verið stórlega vannýtt. Ásókn í stang- veiði og útivist henni tengda hefur þó aukist á undanförnum árum. Mikill vaxtarbroddur er einmitt í ferðaþjónustu, tengdri silungs- veiði. Ef vel á að takast til þarf að safna nauðsynlegum upplýsingum um lífríki vatnanna, bæta aðstöðu við þau og standa að öflugri og vandaðri kynningarstarfsemi. Samvinna og samhœfing skapar öflugri sóknarfœri Við skipulag veiðinýtingar og veiðiráðgjöf er yfirleitt unnið með einstök vötn og veiðiréttarhafa. Það, að gera samræmda úttekt á nýtingarmöguleikum fjölda vatna á sama svæði, gæfi hins vegar kost á að miða ráðgjöf og stefnumótun um nýtingu við hagsmuni viðkom- andi byggðalags sem einnar heild- ar. Þannig verði staðið að slíkri uppbyggingu sem svæðisbundnum atvinnuþróunarverkefnum. Byggðarlagið allt mun njóta afrakstursins Til að ná árangri í markaðsstarfi getur verið skynsamlegt að aðilar við veiðiár eða veiðivötn á sama svæði standi saman að stefnu- mótun og kynningu og hafi þannig meira bolmagn til þess að ná til hugsanlegra veiðimanna utan svæðisins, jafnvel erlendra veiði- manna. Erlendir stangveiðimenn sem hingað hafa komið í silungs- veiði vilja gjarnan reyna sig í lleiri en einni á eða vatni. Þannig er einnig líklegra að veiðimenn fari ánæSðÍr Félagar á braut því að gæftir eru misjafnar eftir veiðivötnum og tímabilum. Annar kostur við slíkt samstarf er að þar sem um göngufiska er að ræða nýtast sömu stofnar að ein- hverju leyti, þótt í fleiri ám sé. Áð markaðssetja stangveiði eða afurðir hennar í byggðalögum sem heild, er mun vænlegra til árangurs en að einstakir veiðirétt- arhafar reyni að koma vötnum sínum og þjónustu þeim tengdum á framfæri hver í sínu lagi. Ef tekst að auka straum ferðamanna um svæði til útivistar og stangveiði skilar það ekki ein- ungis tekjum til seljenda veiði- leyfa, heldur ekki síður til þeirra sem bjóða upp á hvers kyns þjónustu fyrir ferðamenn, svo sem verslun og gistingu. Ónefnd eru þá Reynir Þorsteinsson sveitarstjóri á Raufarhöfn gerir að bleikju. þau margfeldisáhrif sem slfk upp- bygging hefði fyrir aðra íbúa héraðanna. Upplýsingar um fjölbreytt vatnalíf og veiðimöguleika má nýta á marga vegu Upplýsingar um lífríki í ám og vötnum skipta ekki aðeins máli fyrir árangursríka og arðbæra nýtingu ólíkra vatna. Aðgengilegar upplýs- ingar um lífríki ein- stakra svæða og sérstöðu þeirra gefa þeim aukið gildi í hugum fólks og eru nauðsynlegur þáttur í því að skapa byggðalögum og vötnum sem þar eru sameiginlega ímynd. Því er bæði hægt að nota vitneskju um lífríki vatnanna og sérstöðu þeirra til að skipuleggja veiði- nýtingu og til að kynna svæði sem eftirsóknarverð til útivistar og veiða. Slrkur þekkingargrunnur skapar tækifæri sem einstaklingar einir og sér geta ekki skapað en samfélagið getur stuðlað að í sam- einingu. Rannsóknir eru forsenda skipulegrar og vel heppnaðrar nýtingar Við vatnanýtingu skiptir miklu máli að átta sig á stofnsamsetningu nytjastofna í viðkomandi vötnum. Enn vantar hins vegar mikið á þekkingu okkar á því hvemig ein- stakir stofnar bregðast við og laga sig að mismunandi nýtingu. Þar ráða mestu margvíslegir umhverf- isþættir og eiginleikar og fjöl- breytileiki innan stofna. Aukinn skilningur á eðli og orsökum breytileikans auðveldar mönnum að sjá fyrir hvaða áhrif mismun- andi nýting hefur á stofnsamsetn- ingu og nytjagildi fisktegunda. Þannig verður hægt að koma við mun heildstæðari ráðgjöf um vatnanýtingu og vatnavemd, sem um leið tekur mið af sérkennum stofna og samspili þeirra við það umhverfi sem þeir lifa í. Greina þarf möguleika á nýtingu áður en ráðist er í uppbyggingar- og markaðsstarf Gera þarf nákvæma greiningu á möguleikum á nýtingu hvers veiðivatns fyrir sig, byggða á fiskifræðilegum upplýsingum, og móta sameiginlega stefnu um nýtingu veiðivatna í héraðinu. Líf- fræðilegum upplýsingum verður einnig að koma á aðgengilegt form þannig að þær megi nýta við gerð kynningarefnis. Á gmndvelli þess- arar forvinnu er hægt að hrinda af stað átaki til að kynna ár og vötn fyrir væntanlegum veiðimönnum heima og erlendis og ráðast í nauð- synlegar úrbætur vegna ýmiss kon- ar annarrar þjónustu. Markaðssetn- ingu á stangveiði þarf síðan að tengja annarri afþreyingu og þjónustu á svæðinu. Lokaorð Silungsveiði á íslandi er vannýtt auðlind. Allar líkur eru til að veiði á silungi muni í framtíðinni skila mun meiri verðmætum í stangveiði en markaðsvirði afla segir til um, lfkt og raunin er í laxveiði. Fmmkvæðið þarf að koma frá heim- amönnum sjálfum. Með sameigin- legu nýtingar- og markaðsátaki veiðiréttarhafa, ferðaþjónustuaðila og sveitarfélaga er auðveldara að ná til þessara veiðimanna og leggja gmnn að nýjum atvinnuvegi í mörgum hémðum; öflugri ferðaþjónustu í tengslum við stangveiði. Bjarni Jónsson Norðurlands- deild Veiðimála- stofnunar að Hólum

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.