Bændablaðið - 13.03.2001, Qupperneq 7

Bændablaðið - 13.03.2001, Qupperneq 7
Þriðjudagur 13. mars 2001 BÆNDABLAÐIÐ 7 Umdeildar úlfaveiðar í Noregi Ákvörðun norskra stjórn- valda að heimila að skotnir verði níu úlfar hefur vakið athygli út um allan heim. Náttúruvemdarsamtök hafa mótmælt kröftuglega og sömuleiðis sænsk stjórnvöld sem fordæma úlfaveiðarnar. Fyrst og fremst hafa norskir sauðfjárbændur krafist þess að heimilt verði að fækka úlfum vegna þess að þeir leggist á fé og valdi miklu tjóni. Upphaflega stóð til að drepa yfir 20 úlfa en vegna mikilla mótmæla var að lokum samþykkkt að fella níu. Veiðar hafa fram að þessu gengið fremur treg- lega og notaðar hafa verið þyrlur til að finna varginn. Norðmenn og Svíar deila Ulfur er friðaður og hefur verið það um langan tíma bæði í Noregi og Svíþjóð. Það kemur ekki á óvart að náttúruverndarsamtök og dýraverndunarsamtök mótmæli úlfaveiðunum sem nú standa yfir í Nor- egi. Ulfamir halda sig að mestu leyti í Austur-Nor- egi eða í Heiðmerkurfylk- inu sem liggur að landmærum Svíþjóðar. Eitthvað eru tölur á reiki um stærð úlfastofnsins en almennt er talið að hann telji 60 til 70 dýr. Þeir lifa saman í flokkum og í hverjum flokki eða fjöl- skyldu eru fimm til átta dýr. Úlfar ráfa um í leit að fæðu og rannsóknir sýna að þeir geti ferðast yfir eitt þúsund kílómetra á einum mánuði. Það gefur því auga leið að erfitt er að tala um norska og sænska úlfa. Svíar líta svo á að um sam- eiginlegan stofn sé að ræða og að Norðmenn hafi ekki rétt til að ákveða einhliða að fækka úr honum. Úlfur- inn var friðaður 1966 í Svíþjóð en þá var talið að aðeins tíu dýr væru eftir. Fram að því fengu veiðim- enn greiðslur fyrir hvern úlf sem þeir drápu. Eins og náttúruvemdarsinnar telja sænsk stjómvöld að úlfa- stofninn sé enn í útrýming- arhættu og þess vegna hef- ur umhverfisráðherra Sví- þjóðar formlega mótmælt veiðunum í Ijósi þess að urn sameiginlegan stofn sé að ræða. Svíar vilja fjölga úlfunum og telja ekki óeðlilegt að stofninn kom- ist upp í að minnsta kosti 200 dýr. Norðmenn hlynntir veiðunum Skoðanakannanir sýna að meirihluti Norðmanna styð- ur veiðamar. I Gallup könnun kom fram að um 65% væru hlynnt eða mjög hlynnt því að úlfum yrði fækkað og 35% vom á móti. Samt sem áður telja um 76% að úlfar eigi að vera hluti af náttúmnni og fá að vera á afmörkuðum svæðum. Andstaðan við veiðar er mest í þéttbýlinu. I annarri könnun kom fram að átta af hverjum tíu íbúum Osló vilja að úlfurinn sé algjörlega friðaður. Varpað var fram hugmyndum um að flytja stofninn nær höfuðborginni eða til Norðurmerkur, sem er skógarsvæði fyrir norðan Osló. Viðhorf Oslóarbúa til úlfsins breyttist töluvert þegar spurt var hvort þeir væri hlynntir því að hann fengi að vera í Norðurmörk. Þá kom í ljós að rösklega 30 af hundraði sögðu að það væri í lagi en um helmingur var mótfallinn því. 15% vom óákveðin. Dýr rándýr Norsk stjórnvöld verja um einum milljarði íslenskra króna á ári til að bæta fyrir þann skaða sem rándýr valda og í fyrirbyggjandi aðgerðir. I fyrra fengu sauðfjárbændur bætur vegna tæplega 32 þúsund kinda og lamba sem lentu í klóm rándýra. Sótt var um bætur vegna dauða mun fleiri, eða um 50 þúsund, en ekki fengust bætur fyrir allan þann fjölda. Nú er að svo að það er langt í frá að úlfurinn sé einn að verki. Fleiri kjötætur er að finna í Noregi. I fyrra er talið að úlfar hafi aðeins drepið um þrjú prósent af þeinl lömbum sem rándýr lögðu sér til munns eða um 900 ær. Talið er að birnir hafi drepið þrisvar sinnum fleiri lömb en úlfar, gaupa um tíu sinnum fleiri og jarfar um helminginn. Sumir fullyrða að rándýrin í Noregi séu þau dýmstu í heimi, eða norska sauðféð, eftir því hvemig litið er á málið. Síðustu fjögur ár hafa stjómvöld t.d. varið um 340 milljónum íslenskra króna í bætur og fyrirbyggjandi aðgerðir vegna úlfafjölskyldu sem hefur hreiðrað um sig í Rendalnum í Heiðmörk. Með hliðsjón af því að aðeins eru 46 sauðfjár- bændur í dalnum þykir mörgum upphæðin full há. Á þessum fjórum árum hefur hver bóndi kostað ríkissjóð um 1,9 milljónir króna á ári. Um 8500 kindur eru á beit þarna á sumrin og í fyrra var til- kynnt að rándýr hefðu drepið 835 kindur og þar af höfðu úlfar gripið 236. Á þessu ári er gert ráð fyrir að 400 milljónum króna verði varið í fyrirbyggjandi aðgerðir og aðstoð til bænda sem vilja breyta um búskaparhætti vegna tjóns af völdum rándýra. Þá er ennfremur gert ráð fyrir að greiða um 800 milljónir í bætur vegna sauðfjár og hreindýra sem falla fyrir rándýram. Arnar Páll Hauksson. ARSHATIÐ KÚABÆNDA ! Félag kúabænda á Suðurlandi stendurfyrirárshátíð kúa- bænda laugardaginn 31. mars nk. á Hótel Örk. Húsið opnað kl. 19.30, samkoman hefst kl. 20.30. Vegleg skemmtiatriði verða í boði auk þess sem Búnaðarsamband Suðurlands verðlaunar afurðahæstu bú ársins 2000. Veislustjóri verður Snorri Sigurðsson, framkvæmda- stjóri LK. Sigurður Sigurðarson, dýralæknir verður með gamanmál í lausu og bundnu máli. Heiðursgestir kvöldsins verða Þórólfur Sveinsson og Sigríður I. Kristjánsdóttir. Verð á skemmtunina með 3ja rétta veislumat er kr. 4,590,- pr. mann. Verð á skemmtun og gistingu í tvíbýli eina nótt er kr. 8,890,- pr. mann. Aukagjald fyrir einbýli er kr. 1,800,- Þeim sem hafa hug á að vera tvær nætur gefst kostur á sértilboði sem er: Léttur tvíréttaður kvöldmatur á föstudagskvöldinu, gisting og morgunmatur á 2,450 kr. pr. mann í tvíbýli en 3,600 kr. í einbýli. Aðgöngumiðinn gildir sem happdrættismiði. Miðapantanir tilkynnist fyrir 17. mars en þeir sem ætla að fá gistingu láti vita sem fyrst. KÚABÆNDUR GERUM ÞETTA AÐ MESTU HÁTÍÐ ÁRSINS OG MÆTUM ÖLL OG SKEMMTUM OKKUR SAMAN. Þátttaka tilkynnist til okkar: Ásta Biarnadóttir s: 486 6080 Baldur Sveinsson s: 482 1057 Jón Viðar s: 486 6648 Katrín Birna Viðarsd. s. 487 8989 Kjartan Maanússon s. 487 4702 Nýr landbúnaðaráðherra í Þýskalandi vill marg- falda lífræna Nýr landbúnaðarráðherra í Þýskalandi hefur lýst því yfir að markmið hennar sé að auka hlut lífrænnar framleiðslu úr2,l% af heild- arframleiðslu þýsks landbúnaðar í 10% á næstu fjórum árum og upp í 20% árið 2010. Gangi þetta eftir er um verulega breytingu að ræða því að Þýskaland er sennilega mesta landbúnaðarland Evrópu og þar er framleiðsla ákaflega iðnvædd. Því hefur lengi verið haldið fram að iðnvæðing landbúnaðar hljóti að enda með ósköpum og að fyrr eða síðar neyðist menn til að snúa við blaðinu og tileinka sér náttúrulegri fram- leiðsluhætti. Svo gæti virst að þær hörmungar sem gengið hafa yfir evrópskan landbúnað að undanförnu - nautafárið, gin- og klaufaveikin í Bretlandi, listeríueitrun í osti, díoxínmengun í kjúklingafóðri og svo framvegis - muni rnarka þau tímamót sem margir hafaspáð að séu óumflýjanleg. Víða urn Iönd hafa ntenn verið að þreifa sig áfram með lífræna framleiðslu og notið við það mismikils stuðnings stjórnvalda. Af Evrópuþjóðum eru Svíar lengst á veg komn- -----• • t ti framleiðslu ir eftir þessari braut en þar er hlutur lífrænna afurða 11,2% af heildinni. í Austurríki 10%, Danmörku 6% og í Bretlandi 3%. Frakkland og Þýskaland eru skemmra á veg komin en það gæti breyst á næstu árum. Stefnubreyting hjá bœndum? Sá er í það minnsta vilji Renate Kúnast sem tók við embætti landbúnaðarráðherra Þýska- lands í ársbyrjun. Hún er úr flokki Græningja og þess vegna kemur varla á óvart að hún skuli boða breytta stefnu. Flestir áttu hins vegar von á því að hún myndi að vanda mæta ákafri andstöðu hags- munasamtaka í landbúnaði sem hafa ekki viljað slaka á iðnvæðingarstefnunni. En þegar hún hélt stefnuræðu sína í byrjun febrúar og boðaði ofannefndar breytingar brá svo við að forystumaður bændasamtak- anna, Helmut Born, lýsti yfir fullum stuðningi við ráðherrann og sagði að undan- gengnar hremmingar hefðu sannfært rnenn um að stefnubreytingar væri þörf. Það væri ekki hægt að neyða neytendur lil að éta allt sem að þeim er rétt, bara í skjóli þess að það væri ódýrt. Vissulega setti bændaleiðtoginn ýmsa fyrirvara við því að nýja stefnan væri raunhæf, þann helstan að stjórnin þyrfti að tryggja bændum nauðsynlegan stuðning þann tíma sem það tekur þá að breyta um framleiðsluhætti. Þar standa ýmsir hnífar í kúnni, ef svo má segja, þvf að opinber stuðningur við landbúnað er ekki sjálfsagt mál í heiminum nú um stundir. Stuðningur við slíka umbreytingu þyrfti að standast ákvæði GATT-samninganna og reglur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO. Síðast en ekki síst þyrfti hann að samræmast landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins. Varðandi það síðastnefnda er það mjög í anda þeirra breytinga sem gerðar hafa verið á stefnunni á undanförnum árum að auka hlut lífræns og vistvæns landbúnaðar. Hins vegar er landbúnaðarstefnan viðkvæm skepna, orðin til í erfiðum samninga- viðræðum aðildarríkjanna. Það er því ekkert gefið að Frakkar og Bretar taki því fagnandi ef Þjóðverjar ákveða að breyta stuðningi sínum við landbúnað og taka hluta þeirra styrkja sem þeir fá frá ESB til hefðbundins landbúnaðar og breyta þeim í styrki til lífrænnar framleiðslu. Dýrar breytingar Tíminn á eftir að leiða í ljós hvort stefna nýja ráðherrans er raunhæf en hitt er víst að hún nýtur mikils og vaxandi stuðnings hjá þýskunt almenningi sem er orðinn langþreyttur á því að þurfa stöðugt að vera á varðbergi gagnvart því sem gefur að líta í kæliborðum stórmarkaðanna. Og bændur virðast líka áhugasamir því að þeir hringdu þúsundum saman á skiifstofur samtaka lífrænna framleiðenda fyrstu vikurnar eftir ræðu ráðherrans til að leita upplýsinga um það hvernig best væri að standa að breyting- um. En það er ekki hlaupið að því að breyta úr iðnvæddri framleiðslu í lífræna, það vita þeir sem reynt hafa. Það getur tekið fimrn ár og kostar mikla vinnu og fjármuni. Reynsla þýskra bænda sýnir að kostnaður við breyt- inguna nemur 18.000-24.000 krónunt á hektara, ntismikið eftir því hversu mikil nýtingin hefur verið. Það ríður því á miklu að stjórnvöld styðji við bakið á þeim bændum sem vilja stíga þetta skref. Þótt það gangi vel er björninn ekki unn- inn því að vinna þarf mikið markaðsstarf til að venja neytendur á að velja lífrænar af- urðir og sætta þá við að þær séu dýrari en hinar hefðbundnu. Þar standa Þjóðverjar verr að vígi en margar aðrar þjóðir. Bæði er hlutur lífrænnar ræktunar lítill og svo er dreifikerfi hennar sérhæft. Lífrænar afurðir eru yfirleitt ekki til sölu í almennum matvömverslunum heldur þurfa neytendur að gera sér ferð í sérverslanir með heilsufæði til að finna þær. Mikill vöxtur hefur verið í eftirspurn eft- ir lífrænni framleiðslu í Evrópu á und- anförnum misserum. Þýskir bændur hafa að sjálfsögðu veitt því eftirtekt en viðbrögð bændasamtaka hafa til skamrns tíma verið þau að þetta sé bóla sem muni hjaðna þegar rnenn hafi náð tökum á þeim erfiðleikum sem framleiðslan á við að stríða. Sá tónn gæti verið að breytast því að hættan er sú að þýskir bændur sitji eftir ef lífræn matvæli frá nágrannalöndunum flæða yfir landið og neytendur taka þeim fagnandi en snúa baki við iðnvarningi sem heimamenn hafa upp á að bjóða. -ÞH

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.