Bændablaðið - 13.03.2001, Qupperneq 8

Bændablaðið - 13.03.2001, Qupperneq 8
8 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 13. inars 2001 HugleiOlngar um framtíí loðdýraraiklar á Islandi Loðdýrarækt á íslandi hefur átt misjöfnu gengi að fagna. Miklar væntingar voru bundnar við búgrein þessa fyrir um 20 árum og hófu margir bændur búskap í loðdýrarækt. Eftir „hrunið mikla“ hætti fjöldi bænda loðdýrarækt, aðrir reyndu að þrauka og nokkrum hef- ur gengið ágætlega. Ýmsir hafa lýst efasemdum um að greinin eigi framtíðarmöguleika hér á Islandi. Þær efasemdir byggja á reynslu fyrri ára og óbreyttum forsendum. Hins vegar má segja að ýmis rök mæli með því að loðdýrarækt geti verið arðvænleg búgrein á íslandi. Þess má geta að í Danmörku einni saman eru framleidd loðskinn fyr- ir um 30 milljarða króna á ári hverju og hluti fóðursins er framleidd- ur á íslandi en fluttur til Danmerkur. Hvað veldur því þá að Dönum tekst að reka loðdýrabú með góðum árangri en ekki íslendingum? að breyttum forsendum. Fyrsta spurningin sem svara þarf í þeim efnum er um heiminum. markaðsaðstæður í Heimsmarkaður stœkkar Að mati innlendra og erlendra sérfræðinga voru meginmistök Islendinga þau að hafa búin of mörg, of smá og of dreifð. Þá virðast fóðurstöðvar á íslandi hafa verið alltof rnargar með tilheyrandi kostnaði. Ennfremur bendir margt til þess að gæði fóðursins hafi ekki alltaf verið sem skyldi. Eðlilegt er að menn kanni hvort loðdýrarækt geti átt framtíð fyrir sér á Islandi Tií afareiðslu strax: á verði frá síðasta ári: Fjósvélar (minivélar). Álrampar fyrir minivélar. Kornmylla með blandara. Sturtuvagnar. Þrítengiskúffur. Lyftut. hjólrakstrarvélar. Dragt. hjólrakstrarvélar. Hnífatætarar. Pinnatætarar. Fjaðraherfi. Flagjöfnur. Kílræsaplógar. Snjóblásarar. Haugsugudælur. Barkar + tengi. 6" lokar + stútar. Mykjudælur. Brunadælur. Vökvayfirtengi. Snjókeðjur. Sagarblöð 800 mm. Plöntunarrör. Upplvsinaar í síma: 5876065. Samkvæmt upplýsingum frá dönsku loðdýrasamtökunum er full ástæða til bjartsýni á heirns- markaði loðdýraskinna. Með batn- andi efnahag í Rússlandi stækkar markaðssvæðið stöðugt. Hraður hagvöxtur í Kína opnar stærsta markað veraldar en þar í landi er löng hefð fyrir notkun fatnaðar úr loðskinnum. Þá er að opnast stærri markaður á hefðbundnum slóðum með frekari úrvinnslu og hönnun á vörum loðskinnum. samstarfi loðdýrafram- leiðenda og tískufrömuða hal'a sjónir manna beinst að litun skinna, notkun þeirra í nytja- hluti á borð við töskur, sem hluta af öðrum fatnaði og þar fram eftir götun- um. Niðurstaðan er sú að heims- markaður í loðdýraframleiðslu er sístækkandi. Verð á skinnum að undanförnu hefur hækkað. Afmörkuð svœði Islendingar þurfa að kynna sér athyglisverða reynslu Dana og til- einka sér eitthvað af þeirra vinnu- brögðum ef takast á að skjóta traustum stoðum und- ir loðdýrarækt hér. Talsmenn dönsku loðdýra- samtak- 5 anna bjóða Islend- ingum alla þá aðstoð . . sem þeir w geta veitt enda telja þeir að ytri skilyrði á íslandi séu í raun betri en í Danmörku, jJiLl,ÍJjjJiEÍ+ JjJiJiJJjIlJ' UiJ J ÍlJJ ■JJ' A/'uciigci/'eynjlii iiéríendiu ÞOR HF REYKJAVÍK - AKUREYRI REYKJAVÍK: Ármúla 11 - sími 568-1500 - AKUREYRI: Lónsbakka - sími 461-1070 ekki síst vegna hráefnisöflunar og hreinleika. Hvaða skilyrði þurfa þá að vera til staðar? 1. Afmarka þarf þau svæði sem loðdýrarækt verður stunduð á fyrsta kastið. Miðað við stöðuna nú er eðlilegt að líta til Skaga- fjarðar, svæðisins frá Vopnaf- irði að Fljótsdalshéraði og Suðurlands út frá Árnessýslu. 2. Á þessum svæðum verði ein fóðurstöð á hverju svæði og frá henni verði fóðri ekið til einstakra búa í nágrenninu. 3. Stöðug þróun, eftirlit og rannsóknir fari fram á gerð fóðurs. Það verði m.a. undir yf- irumsjón loðdýraráðunauts í samstarfi við dönsku loðdýra- samtökin, Hvanneyri og ELALA. Kanna má möguleika á stofnun fóðurráðs loðdýraræktar með aðild ofangreindra samtaka. 4. Loðdýrabændur í samstarfi við Dani setji sér gæðaviðmið sem grundvöll einstakra búa. Sérhverj- um bónda verði gert að uppfylla þau skilyrði og fá viðurkennd, t.d. af ráðunaut. 5. Leitað verði eftir fjárfestum í greinina, einkum framleiðend- um hráefnis s.s. útgerðarmenn, fiskvinnslufyrirtæki eða sláturhús. 6. Utfærðar verði reglur um jöfnunarsjóð loðdýrabænda með þátttöku bænda sjálfra, opinberra aðila og/eða bankastofnana. Bændum verði gert að greiða á „góðum tímum“ ákveðinn hluta söluandvirðis inn í jöfnunarsjóð en greiði ekki skatt af þeim tekjum fyrr en kernur að útgreiðslu úr sjóðnum. Til þessa þarf lagabreyt- ingu. 7. Meðan greinin er að koma fótum undir sig komi af fjárlögum fóðurstyrkir frá fóðurstöðvum til einstakra bænda á fyrrgreindum svæðum. 8. Loðdýrabændur leiti eftir sam- starfi við starfsfélaga sína í Noregi um tryggingar á rekstrinum. 9. Reglulega verði gefið út vandað fréttabréf með helstu nýjungum í greininni með sam- starfi við danska og aðra loðdýrabændur. 10. Lögð verði áhersla á nýjustu upplýsingar um fóðurrannsóknir og þeim komið til einstakra bænda. 11. Áhersla verði lögð á að miðla upplýsingum frá einstökum bændum til annarra um jákvæðan árangur í starfinu. Stöðugt verði skoðuð skynsam- leg lágmarksstærð loðdýrabúa. 12. Loðdýrabændur taki frumkvæði í samstarfi við dýra- verndunarsamtök um aðbúnað á búum. 13. Árlega verði veitt verðlaun fyrir besta búið, miðað við rekstur og/eða vöxt dýra. 14. Skoðað verði hvort þörf sé á lagasetningu um bólusetningu gegn plasmacytose. 15. Stoðkerfi landbúnaðar taki mið af þeirri svæðaskiptingu sem hér hefur verið nefnd og veiti ekki aðstoð til loðdýrabúa utan þeirra svæða fyrr en grein- in hefur komist vel á legg og ákvörðun hefur verið tekin um stækkun svæða. Hér er varpað fram nokkrum hugleiðingum í framhaldi af ágætri lærdómsför til danskra loðdýrabænda og umræðum sern urðu í hópunt í þeirri för. Mik- ilvægt er að menn komi sér saman um heildarstefnu á þessu sviði og sýni kjark og styrk til að fylgja þeirri stefnu með það að markmiði að byggja upp loðdýrarækt með þeim faglega hætti sem fullur vilji virðist vera til meðal forystusveitar loðdýrabænda á Islandi nútímans. Hjálmar Arnason, alþingismaður og stjórnar- formaður Lánasjóðs landbánaðarins.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.