Bændablaðið - 13.03.2001, Page 14

Bændablaðið - 13.03.2001, Page 14
14 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 13. mars 2001 tekjufærsla. Ef skuldir eru hærri en eignir fellur tekjufærslan niður. Eignir 31/12 2000 Veltufjármunir eru í þessu dæmi 2.148.881 kr„ sjá mynd 2. Þeir myndast af birgðum, helmingi matsverðs bústofns, inneign v/bús, inneign í banka og útistandandi skuldum. Það rekstrarfjármagn sem bundið er í búrekstrinum á að mynda veltufjármuni og er litið svo á að það fé sé óverðtryggt og myndi, að frádregnum skuldum, „stofn til verðbreytingafærslu" eins og áður hefur verið skýrt frá. Það skiptir því töluverðu máli að veltuijármunir séu ekki vantaldir. Vaxtatekjur af innistæðum færist til tekna á bls. 2 og staðgreiðsla af vöxtum færist í reit neðar á síðunni. Um áramótin eru afurðir fyrir desembermánuð í sumum tilfellum færðar á reikning ársins 2001 og í þeim tilfellum þarf að færa þá upphæð sem viðskipta- kröfu. Ógreiddar afurðir um áramót, sem taldar eru til tekna á af- urðamiða, skal færa sem viðskipta- kröfu í lið 1.4. Sama er að segja um beingreiðslu á lítra mjólkur fyrir nóv. og des. sem greiddir eru í janúar og febrúar 2001. Fastafjármunir Þar færasl allar fasteignir (úti- hús, land, hlunnindi og ræktun), sem búrekstrinum tilheyra, á fast- eignamatsverði 1/12 2000 en ekki bókfærðu verði samkvæml fyrning- arskýrslu. Búvélar færast hins vegar á bókfærðu verði samkvæmt fyrn- ingarskýrslu. Helmingur af mats- verði bústofns færist undir fasta- fjármuni en hinn helmingurinn und- ir velluljármuni eins og áður er lýst. Keyptur framleiðsluréttur færist á bókfærðu verði. Fymanlegur bústofn færist þar einnig á bókfærðu verði. Skuldir Áður hefur verið vikið að færslu vaxta og vaxtabóta. Skuldir færast eins og kvittanir segja til um þ.e.a.s. „eftirstöðvar eftir síðustu greiðslu". Rétt er að benda á að færa ógreidd- an virðisaukaskatt sem skuld um áramót. Innistæðu sem mynduð hef- ur verið til að standa straum af þess- ari greiðslu VSK 1. mars 2001 skal færa í veltufjármuni. B. Uppgjör hreinna tekna af búrekstri, bls. 5 (Mynd 4) Árlega birtir ríkisskattstjóri við- miðunarreglur til ákvörðunar á end- urgjaldi bænda, maka þeirra og bama. Eins og fram kemur í leið- beiningum ríkisskattstjóra skulu bændur að jafnaði færa á landbún- aðar- og skattframtal þau reiknuðu laun sem staðgreiðsla á árinu 2000 hefur verið miðuð við. 1 hjálögðu dæmi, sjá mynd 5, er hagnaður af búrekstrinum að upphæð 2.429.832 kr., eftir að hvort hjónanna hefur reiknað sér í laun 780.000 kr. og börnum yngri en 16 ára 220.000 kr. Yfirfæranlegt tap frá fyrri ámm er 1.378.274 kr. hjá hvorum aðila. Að frádregnum hagnaði frá árinu, 1.214.916 kr„ er yfirfæranlegt rekstrartap til næsta árs 163.358 kr. hjá hvoru hjóna. Eg vil ráðleggja bændum að loka framtali sínu og gera sér grein fyrir þeim vinnuregl- um sem í gildi em og hér er fjallað um. Almennt séð er ekki ástæða til þess að reikna sér lægri laun en viðmiðunarreglur segja til um. Ef búið gefur ekki þær tekjur, er það rekið með halla en tapið geymist í átta ár og er verðtryggt. Þegar síðan batnar í ári má nota tapið til þess að lækka hagnaðinn eins og í þessu til- felli. Þó að það virðist í sumum til- fellum tilgangslítið að safna upp tapi ár eftir ár, getur sú staða komið upp að tapið nýtist. Eldri bændur sem famir em að draga saman segl- in sýna oft tap af búrekstri sínum ár eftir ár. Ef sú staða kemur upp að þeir selja jarðir og fá mikinn sölu- hagnað, nýtist tapið og getur komið sér mjög vel. Nýlega hefur verið gerð sú breyting á skattalögum að tapið fymist eftir átta ár. Tap áranna 1988 - 1992 má nota á þessu fram- tali en sé það ekki gert fellur það niður. Ef búreksturinn gengur illa, eða mikið tap er til, er full ástæða til þess að að fyma allar eignir um lágmarksfymingu. Það þarf líka að bæta reksturinn, ekki satt? F. Yfirlityfir ónotað tap (Mynd 4) Neðst á bls. 5 er sett upp í dálka tap fyrir árin 1988 og síðar. Nú þarf að fara í gömlu skýrsluna og færa töpin fyrir hvert ár, séu töp fyrir hendi. Þessar tölur em fram- reiknaðar með verðbreytingarstuðli (1,0418) og færðar í dálk 3. Af þessu má sjá að halda þarf utan um eldri töp þar til þau eru notuð. Alltaf er notað elsta tapið á móti hagnaði. I þessu dæmi klárast tapið frá 1991 og 1992, sjá mynd 4. Búnaðargjald (inynd 5 og 6) Framtal til búnaðargjalds gerir kröfu um að skiptingu tekna á milli búgreina eins og eyðublað segir til um. Landbúnaðarfraintal er ekki beinlínis byggt upp með það í huga. Mynd 6 sýnir tekjuhlið og hvernig tekjur em lagðar saman fyrir hverja búgrein. Á þessu búi em fjórar búgreinar, nautgripir, sauðfé, hross og ferðamannaþjónusta. Auk þess em tekjur af veiðileigu. Ferða- mannaþjónusta er ekki búnaðar- gjaldskyld og ekki heldur veiðil- eiga. Tekjur af ferðamannaþjónustu færist því í línu 2, 659.236 kr. sjá mynd 6. Samkvæmt samanburðarblaði virðisaukaskatts er skattskyld velta og undanþegin velta 8.043.075 kr„ sjá mynd 6. Til þess að finna stofn til búnaðargjalds þarf að draga frá virðisaukaskattskyldum tekjum tekjur af ferðamannaþjónustu, tekj- ur af fiskeldi, sölu á vélum, véla- leigu, vömbílaakstur, rúllupökkun, vinnu við rúningu og þess háttar starfsemi. I þessu dæmi er stofn til búnaðargjalds 7.383.839 kr. (Sjá mynd 6). Síðan þarf að sundurliða þennan stofn á milli búgreina eins og áður er getið. Til þess að reikna út búnaðar- gjaldið er margfaldað með 0,0255 og útkoman verður 188.288 kr. Fyr- irframgreiðslan var 160.116 kr. og þá er skuld við ríkissjóð 28.172 kr. Sjá mynd 6. Að síðustu þarf að færa búnaðargjaldið á gjaldahlið land- búnaðarlTamtals, búnaðargjald, 188.288 kr. Rétt er að geta þess að þeir bændur sem selja afurðir sínar sem heildsalar eða smásalar eiga að lækka gjaldstofn til búnaðar- gjalds. Verð skal niiða við sania verð og þeir mundu selja á til af- urðastöðvar eða til heildsala. Þetta á einkum við í eggjaframleiðslu, garðrækt, kartöflurækt o.fl. búgrein- um. Bændur í þessum búgreinum selja margir afurðir sínar beint í verslanir og í sumum tilfellum beint til neytenda. Það er ekki réttur gjald- stofn því að hann á að miða við verð til afurðastöðvar eða heildsala. Samanburðarskýrsla virðisaukaskatts Árssundurliðun, (sjá mynd 7). Hér er óskað eftir samanburði á þegar innsendum virðisaukaskatt- skýrslum við bókhald eða afurða- miða. Komi fram mismunur, skal fylla út leiðréttingarskýrslu RSK 10.26. Hjálagt sýnishom er frá bónda í hefðbundnum búskap. Beingreiðslan fyrir mjólk og kindakjöt færist í dálkinn „und- anþegin velta“. Nú er það svo að landbúnaðar- framtal er ekki sett þannig upp að tekjur samsvari virðisaukaskatt- skyldri veltu. Nefna má vaxtatekjur, endurgreiðslur ýmiss konar, bú- stofnsaukningu o.fl. Nú gæti sú staða komið upp að við gerð land- búnaðarskýrslu uppgötvist villa í færslubókinni yfir virðisaukaskatt- inn og þar með virðisauka- skattskýrslu. Þá þarf að gera grein fyrir þessum mistökum. Það er gert á leiðréttingarskýrslu virðisauka- skatts (RSK 10.26). Ef VSK hefur verið vanreiknaður, skal greiða það sem á vantar hjá sýslumanni. Inn- eignarskýrslu skal senda beint til skattstjóra. Sundurliðun skattskyldrar veltu eftir skattalilutfalli, tegund sölu og atvinnugrein. Afurðir til heimilis nema 55.900 kr. samkvæmt teknamati. Innlagðar afurðir erú 4.492.495 kr. í 24,5% þrepi en 461.111 kr. í 14% þrepi (seld gisting). Þessi sundurliðun gefur einnig til kynna hvort veltan sé vegna sölu afurða eða sölu eigna. Sundurliðun annarrar veltu Undanþegin velta. I þessa línu færist útflutningur á t.d. loðskinn- um, hrossum og fiski. þ.e.a.s. bú- rekstri sem fær endurgreiddan inn- skatt af aðföngum. Allur innskattur af loðdýrafóðri er endurgreiddur svo að dærni sé tekið. Allur innskattur af fjárfestingum í skógrækt er nú end- urgreiddur samkvæmt VSK skýrslu. Beingreiðslur á mjólk og kindakjöt færast hér, 3.033.569 kr. Undanþegin starfsemi í þessa línu færast allar tekjur af búrekstri eða öðrum umsvifum sem falla utan við VSK kerfið. Innskatt- ur af aðföngum er ekki endurgreidd- ur eða færður til frádráttar útskatti. Sem dæmi má nefna veiðileigu 510.000 kr. og t.d. skólaakstur. Sundurliðun innskatts Með þessari skýrslu er verið að aðgreina innskatt vegna fjárfestinga og aðfanga af árlegum rekstrar- kostnaði. Innskattur vegna kaupa á vélum færist undir liðinn: Kaup á fastafjármunum. I þessu dæmi eru vélakaup og bústofnskaup og inn- skattur nam 575.750 kr. Allur annar innskattur er vegna búrekstrar. Byggingaframkvæmdir voru engar á þessu ári, en innskattur vegna viðhalds útihúsanam 17.451 kr. Þannig er innskatturinn sundur- liðaður í fjóra hluta í þessu dæmi. I þessu dæmi er ekkert fært undir liðinn Kaup á vöru og þjónustu til endursölu. Bændur eru mjög sjaldan með umboðssölu heldur eru þeir fyrst og fremst framleiðendur. Sam- anlagður innskattur er í þessu dæmi 1.269.984 kr. og á að vera sama upphæð og kemur í B lið, sjá mynd. Sjá ennfremur leiðbeiningar aftan á þessu eyðublaði. (RSK 10.25). Viðiniðunarreglur í staðgreiðslu 2000fyrir bœndur og ntaka þeirra Ársiaun 780.000 kr á ári eða 65.000 kr á mánuði. Bóndi sem stendur fyrir búrekstn með eða án aðkeypts vinnuafls. Nái bústofn á býli ekki 420 ærgildum má lækka reiknað endurgjald í hlutfalli við bústærðina. Sé starfið einungis að hluta til við búreksturinn skai ákveða viðmiðun- arlaunin hlutfallslega. 1. (Gl) Bóndi, sem stendur einn fyrir búrekstri. 2. (G2) Maki bónda sem vinnur með honum að búrekstrinum. 3. G(3) Maki bónda sem stendur ásamt honum fyrir búrekstrinum. 4. G(4) Bóndi sem stendur fyrir búrekstri með öðrum en maka. Hámark reiknaðs endurgjald sem skattstjóri getur ákvarðað tak- markast við það að fjárhæð þess má ekki mynda tap sem er hærra en sem nemur samanlögðum almennum fymingum og gjaldfærslu. Hjá elli- og örorkulífeyrisþegum takmarkast ákvörðun skattstjóra á reiknuðu endurgjaldi við það að ekki myndist tap á búrekstrinum. Reiknað endurgjald barna Lækka má reiknað endurgjald um 14.360 kr. fyrir hveija viku sem bami (bömum) er reiknað endur- gjald. Samtals má þessi lækkun ekki nema hærri fjárhæð en sam- anlögðum vikufjölda marg- földuðum með 14.360 ki'. og teljast 16 vinnustundir á 14.360 kr.eða í heild 229.760 kr. vera hámark. Reikni bóndi bömum sínum á aldrinum 13-15 ára á tekjuárinu endurgjald fyrir vinnuframlag þeirra, skal við mat á hámarki miðað við meðaltímakaup frá 325 til 383 kr. eða frá 13.400 til 15.320 kr. á viku. Þessar leiðbeiningar em engan veginn tæmandi, en ég vona að þær komi að gagni. Lestu aðeins þær leiðbeiningar sem Qalla um þann þátt sem unnið er í hverju sinni, en ekki allar leiðbeiningar í einu. Að lokum má benda á að sækja má um lækkun á skatti vegna menntunarkostnaðar bams eldra en 16 ára. Reglan er sú að ívilnun er veitt ef tekjur bams em undir 498.000 kr. á árinu 2000. Einnig má sækja um lækkun á skatti vegna veikinda eða eignatjóns, sjá leiðbeiningar RSK„ sem fylgja skattframtali. Læt þetta nægja að sinni og vona að lesandinn verði einhvers vísari. Sé eitthvað ntissagt í þessum skrifum skal hafa það sem sannara reynist. Ketill A. Hannesson, hagfrœðiráðunautur Bœndasaintaka Islands. A Rekstraraðili Nafn rekstrpraðila Kennitala rekstrarai <?■//? 3 7 r=?°> SveiíSrTelay > ' Pústnúmor oy póststóð Pósthóllsnúmer oy póstnúrner Atvinntigrein Korinilala einstaklingsfyrirtaekis B Samanburður virðisaukaskattsskýrslna við bókhald og ársreikning Samkvæmt Skattskyld velta án VSK (24,5% þrepi Skattskyld velta ánVSKf 14% þrepi Undanþegin velta bókhaldi og ársreikningi sno// 3233 Ucí {1-730*3 /■2éH 9W viröisaukaskattsskýrslum S 4ca SU-o // 3.0 33. 561 //73.0*3 /26 í?n<f>y Mismunur o O C Sundurliðun skattskyldrar veltu eftir skatthlutfalli, tegund sölu og atvinnugrein Tegund sölu Atvgr.: Atvgr.: Atvgr.: Samtals 1. Skattskyld sala á vöru og þjónustu (án VSK í 24.5% þrcpi) 7f\ 2. Innborganir fyrir afhendingu (án VSK i 24,5% þrepi) •F . 7^X \ 3. Eigin úttekt, eigin not (dn VSK í 24.5% þrepi) + A + + 4. - Tapaðar viðskíptakröfur (án VSK 124,5% þrepi) _ - / y 5. Skattskyld sala á vöru og þjónustu (dn VSK í 14% þrepi) * W/// n -V' + ¥6/ /// 6. Innborganir fyrir afhendingu (dn VSK í 14% þrepi) + + / + 7. Eigin úttekt, eigin not (dn VSK í 14% þrepi) + 5S.°>co + / + + 55 °>ocj 8. - Tapaðar viðskiptakröfur (án VSK 114% þrepi) _ - X T _ 9. Sala á fastafjármunum (án VSK 124,5% þrepi) + \ \ / + + 10. Önnur skattskyld sala (án VSK í 24.5% þrepi) + + \ + + 11 Samtals skattskyld velta = úo 9. So6 a = = 3 Oó 9 Oúé D Sundurliðun annarrar veltu Tegund sölu Atvgr.: Atvgr.: 1. Undanþegin velta (12. gr.) hvaða: 73-z< rl ý rtz ftti t 30 33. ■ Jó)33. S&3 Z. Undanþegín slarfsemi (2. gr.) hvaöa: : (juZiíWyn §/D . oco 5!ó- oöc E Sundurliðun innskatts 1. Innskattur í 24,5% þrepi vegna kaupa á vfiru og þjónustu til endursölu 2. Innskattur í 24.5% þrepi vegna annars rekstrarkostnaöar S62. 6W 3. Innskattur í 14% þrepi vegna kaupa á vöru og þjónustu til endursölu 4. Innskattur í 14% þrepi vegna annars rekstrarkostnaðar M /42 5. Innskattur vegna kaupa á fastafjármunum (24,5% VSK) 5 /5. / So 6. Innskattur vegna byggingarframkvæmda. viðhalds og endurbóta (24.5% VSK) 1/ 45! 7. Leiðréíling innskatts af varanlegum rekstrarfjármunum +/- 8. Samtais innskattur { Z67 W Undirrítaður slaðíostír að skýrsla þessi er geíin eltir bestu vitund og eð hún er I fullu camrœmi við fyridiggjandi gðgn. Dagsetnfng Undirsknlt RSK 10.25 0101 25.0000 • STEINDÓBSPneNTKSUTENSEnO Lelðbelningar eru á bakhlið 2. samrits. Ef fram kemur mismunur í staflið B skai sundurliða þann mismun eftir uppgjörs- tímabilum með útfyllingu leiðréttingar- skýrslu RSK 10.26. Frumrít Eintak skattstjóra

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.