Bændablaðið - 13.03.2001, Page 16

Bændablaðið - 13.03.2001, Page 16
16 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 13. mars 2001 Kanadísk ráðstefna um lífrænan landbúnað Ráðstefna um lífrænan landbúnað er árlegur viðburður í Guelph og var þetta í tuttugasta skipti sem hún er haldin. Þama koma saman bændur, vinnslu- dreifingar- og markaðsaðilar, fulltrúar félaga- samtaka auk fjölda áhugafólks um lífrænan landbúnað og lífræna ræktun. Undirbúningur og framkvæmd ráðstefnunnar er sam- starfsverkefni ýmissa félagasam- taka og stofnana, þar á meðal Háskólans í Guelph en hann er einn rótgrónasti landbúnaðarhá- skóli Kanada. Áhugi fyrir líf- rænum landbúnaði fer mjög vax- andi í Kanada og sóttu um 1500 manns ráðstefnuna að þessu sinni. Dagskrá hennar var afar fjölbreytt. Boðið var upp á námskeið, fyrir- lestra og umræðufundi auk um- fangsmikillar vöru- og þjónustu- kynningar. Um 500 lífrœnt vottuð bú í Ontario Ann Clark prófessor við jarð- ræktardeild Háskólans í Guelph greindi í opnunarræðu ráðstefn- unnar frá hröðum vexti lífræns landbúnaðar í Ontario undanfarin ár. í dag eru um 500 lífrænt vottuð bú í fylkinu sem alls nýta um 24.300 ha. undir sinn búskap. Vinnsluaðilar með lífræna vottun eru 84. Vöxtur í öðrum fylkjum Canada hefur einnig verið mikill og má nefna að í Saskatchewan eru nú um 630 lífrænt vottuð bú sem nýta um 283.400 ha. undir sinn bú- skap. Sala lífrænt vottaðra mat- væla í Kanada hefur einnig aukist mikið og eykst enn. Árið 1999 var söluvirði (retail sales) lífrænt vottaðra vara 674 miljónir US$ eða um 1% af heildarsöluvirði matvara í Kanada það ár. Áætlað er að salan hafi náð 843 miljónum US$ árið 2000 eða 1,5% heild- arsöluvirðis matvara. Það skal þó ítrekað að þetta eru áætlaðar tölur þar sem sölutölur fyrir 2000 liggja ekki fyrir. Togstreita aðila á milli Ljóst er að staða og aðstæður hefð- bundins landbúnaðar í Ontario eru ákaflega ólík íslenskum aðstæðum. Verksmiðjubúskapur, notkun skordýraeiturs, hormóna og erfða- breyttra lífvera í landbúnaði hefur verið áberandi um margra ára skeið og hefur að margra mati gengið of langt og raskað náttúru- legum lífkeðjum í vistkerfinu. Líf- ræna landbúnaðarhreyfingin og vitund fólks um hreinleika mat- væla hefur eflst vegna þeirra vandamála sem matvælafram- leiðsla sem byggir á hefðbundnum framleiðsluháttum hefur þurft að takast á við. I fyrirlestri Clark kom margsinnis fram að hún lítur á hefðbundna búskaparhætti og lífrænan búskap sem tvær andstæðar hreyfingar. Virtist á stundum að í orðum hennar gætti ákveðinnar andúðar á hefðbundn- um búskaparháttum. Ljóst er að á síðastliðnum áratugum hefur þeim verið gefinn meiri gaumur í umfjöllun og rannsóknutn en lífrænum landbúnaði. Svo virtist sem Clark væri bitur yfir þessari stöðu og hún nefndi einnig í ræðu sinni að borið hefði á rangtúlkun- um og áróðri gegn lífrænum bú- skaparháttum. Þetta vekur spurn- ingar um hvort í Kanada hafi skap- ast ákveðin togstreita milli þeirra sem aðhyllast hefðbundna búskap- arhætti og þeirra sem kjósa fremur w þá lífrænu. Þannig líti þessar hreyfmgar, ef nota má það orð, á hvor aðra sem keppinaut hvort sem litið er til fjármagns til rannsókna, almennrar umfjöllunar um land- búnað í þjóðfélaginu svo ekki sé minnst á samkeppni á markaði fyr- ir landbúnaðarvöru. Það, að aðilar í landbúnaðargeiranum skiptist í hreyfingar sem finni hvor annarri allt til foráttu, hlýtur að vera ákaf- lega neikvætt. Á þeim stöðum sem umræða um lífrænan landbúnað er skemmra á veg kornin en í Ontario er þetta því sannarlega eitthvað sem menn ættu að reyna að varast. Utflutningur í andstöðu við grundvallarsjónarmið Einn markverðasti dagskrárliður ráðstefnunnar voru pallborðs- umræður um stöðu og framtíð líf- ræns landbúnaðar í alþjóðlegu til- liti. Meðal frummælanda var Bemward Geier framkvæmdastjóri IFOAM (The Int- ernational Federa- tion of Organic Agriculture Move- ments). Mikið var rætt um markaðssetn- ingu lffrænna vara og voru menn sammála um að a.m.k. í Vesturálfu hefði slík markaðssetning verið nokkuð ómarkviss gegn- um árin. Þar hefði ýmislegt komið til, svo sem lítil samstaða fram- leiðenda og van- traust aðila á milli. Bernward Gei- er tók undir þetta og sagði að ein stærsta spurningin sem fram- leiðendur lífrænna landbúnaðar- vara stæðu frammi fyrir væri hvort markaðssetning, sérstaklega hvað varðar útfiutning, væri yfirhöfuð í samræmi við grundvallar- sjónarmið lífræns landbúnaðar um sjálfbæra nýtingu þess sem jörðin gefur af sér. Að mati Geier er flutningur matvara um langar vegalengdir ekki byggður á þeim sjónarmiðum þar sem slíkir flutn- ingar krefjist mikillar orkunotkun- ar. Því ættu framleiðendur sem starfa undir lífrænum formerkjum að einbeita sér að heimamörkuðum fremur en mörkuðum fjarri fram- leiðslustað. Þetta vekur upp spurningar um þann þankagang sem nokkuð hefur borið á heima á íslandi þar sem líf- ræn sauðijárrækt hefur jafnvel verið nefnd sem leið til að hækka virði þess hlutfalls íslenskrar kindakjötsframleiðslu sem gerð er krafa um að sé flutt út. Virðist slík- ur hugsunarháttur í nokkurri andstöðu við þau viðhorf sem hér voru nefnd á undan. Með þessum orðum er þó ekki verið að gera lítið úr þeirri viðleitni að bæta af- komu sauðfjárbænda. Ef einungis er litið til lögmála markaðarins er ekkert athugavert við að reyna að nýta eftirspum á erlendum mörkuðum eftir íslensku kjöti ef það getur skilað bændum betri af- komu. Hins vegar má setja spurn- ingarmerki við það hvort slíkar að- gerðir séu í raun í anda þeirra grundvallargilda sem liggja að baki hugmyndinni um lífræna framleiðsluhætti. Ákvörðun um að stunda lífrœnan búskap œtti að byggja á grundvallarlífssýn I pallborðsumræðum var nokkuð rætt um það hvort ýmsar neikvæðar afleiðingar hefðbund- inna búskaparhátta sem borið hef- ur á í Kanada, svo sem ofnotkun eiturefna, grunnvatnsmengun og önnur heilbrigðisvandamál, köll- uðu ekki hreinlega á meiri áherslu á lífræna búskaparhætti. Frum- mælendur tóku flestir undir þetta. Berward Geier vildi þó leggja áherslu á að það væri ekki rétt leið fyrir framleiðendur lífrænna vara að nota hræðsluáróður sem tæki til frekari markaðssigra. Fremur ætti að efla vitund neytenda um lífrænt vottaðar vörur með því að beina athygli manna að víðara samhengi, þ.e. því að með því að velja lífrænt vottaðar vörur séu neyt- endur að stuðla að sjálfbærri nýtingu náttúrunnar með framtíð komandi kynslóða að leið- arljósi. Geier vildi einnig leggja áherslu á að viðhorf sem byggja á þeirri grundvallarlífsýn að jörðina beri að nýta á sjálfbæran hátt yrðu að vera grundvallarfor- senda ákvörðunar bænda um að stunda lífræna búskaparhætti. í því samhengi nefndi hann að sérstakur fjárhagslegur stuðningur í formi opinberra styrkja til bænda í lífrænum búskap væri sérstaklega varhugaverður. Líta mætti á slíkan stuðning sem hvatningu eða hrein- lega mútur til að fá menn lil að framleiða á lífrænan hátt og slíkt væri ekki það sem bændur ættu að byggja ákvarðanir sínar á. Víða finnast Islandsvinir Einn vinsælasti þáttur ráðstefnunn- ar var efalaust vöru- og þjónustu- kynningin. Þar gafst aðilum í landbúnaði tækifæri til að leigja bása og kynna vöru sína og þjónustu. Einn vinsælasti básinn var frá búinu Mapleton Organic Dairy Inc. Bú þetta reka og eiga hjónin Ineke Booy og Martin de Groot. Þegar undirrituð gaf sig á tal við hjónin kom í ljós að Ineke er mikill Islandsvinur. Snemma á áttunda áratugnum dvaldi hún í eitt ár á ís- landi og kynntist landi og þjóð. Meðal annars bjó hún um tíma hjá Jóni Eiríkssyni og ijölskyldu í Vorsabæ auk þess sem hún ferðaðist víða, m.a. um Suður Þingeyjarsýslu. Þau hjón eru hollensk að upp- runa en hafa stundað búskap á búi sínu í Ontario síðan 1980. Á búinu eru sextíuogfimm Holstein kýr auk þess sem þau stunda ýmiss konar akuryrkju og garðrækt. Búið hlaut lífræna vottun 1993 og fyrir tveim- ur árum hófu þau síðan að fram- leiða rjómaís úr hluta mjólkur- framleiðslu sinnar. Mapleton rjómaís er sá eini á kanadískum markaði með lífræna vottun. Sala á ísnum hefur gengið vel og er hann nú seldur víðs vegar um Kanada. Ineke og Martin bjóða einnig ferðamönnum að skoða bú sitt og hafa opnað ísbúð á bænum. Þau blanda því ferðaþjónustu inn í reksturinn. Mapleton Organic Da- iry Inc. er gott dæmi um búrekstur á lífrænum forsendum þar sem mjög góður árangur hefur náðst. Áhugavert er að sjá hverju koma má til leiðar ef saman fara góðar hugmyndir og drifkraftur. Fyrir þá sem hafa ahuga á aö kynna sér nánar lífrænan landbunað í Kanada er bent á eftirfarandi heimasíöur: Canadian Organic Growers: http://www.cog.ca/ The Ecologiacal Farmer's Association of Ontario: http://gks.com/efao/ Mapleton Organic Dairy Inc.: http://www.mapletonorganic.on.ca Frá bás Mapleton Organic Dairy Inc. Bændurnir Ineke Booy og Martin de Groot gefa gestum kynningarinnar að smakka af framleiðslu sinni. vinnubrögð í matjurtagörðum á húsþökum, svölum eða á jörðu niðri. Margir þeirra lýstu einn- ig yfir að þeir væru að íhuga búferlaflutninga út í dreifbýlið þar sem þeir gætu stundað lífrænan tómstundabúskap. Samsetning nemendahópsins sem hér hefur verið lýst vekur upp þá spurningu hvort sú lífs- sýn eða sú félagslega hreyfing sem felist í lífrænum búskapar- háttum muni í Ontario auka búferlaflutninga út í dreifbýli? Með öðrum orðum, getur lífrænn búskapur sem lífsstíll orðið áhrifavaldur í byggðaþróun? Haldið var námskeið um grunnatriði vistvænna og lífrænna búskaparhátta sem eins konar inngangur að hinni ciginlegu ráðstefnu. Það sem meðal annars vakti athygli und- irritaðrar á þessu námskeiði var samsetning hópsins sem það sótti. Hann samanstóð af sextán einstaklingum. Aðeins voru sex þeirra bændur og leggja þrír þeirra nú þegar stund á lífrænan búskap en þrír stunda hefðbundinn búskap. Meiribluti annarra sem námskeiðið sóttu voru þéttbýlisbúar frá Toronto svæðinu en Guelph er aðeins í um klukkustundar akstur- Þáttur í búsetu- þróun fjariægð frá miðborg Toronto. Flestir þessara þéttbýlisbúa stunda garðrækt og eru að prófa sig áfram með lífræn I byrjun árs var haldin ráðstefna um lífrœnan landbúnað í Háskólanum í Gu- elph í Ontario, Canada. Elín Aradóttir sótti ráðstefnuna greinir hérfrá ýmsu athyglis- verðu.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.