Bændablaðið - 13.11.2001, Qupperneq 2
2
BÆNDABLAÐIÐ
Þríðjudagur 13. nóvember 2001
TóircMi-
bœndnr greiöa
ekkl trygginga-
gjaldaf
dröttarvélum
Bændur verða sem kunnugt er
að greiða tryggingagjald sem
nemur 5,23 af taunum þeirra og
rennur 0,48% þess til Vinnu-
eftirtitsins til þess að standa
undir kostnaði við skoðunar
tækjum og vélum hjá bændum.
Á þeim býlum þar sem ekki er
búrekstur, það er að segja hinir
svo költuðu hobbý-bændur,
greiða ekki tryggingagjald. Þar
með greiða þeir ekkert fyrir
skoðanir á dráttarvélum sínum,
sem og öðrum tækjum sem eru
framkvæmdar með ærinni
fyrirhöfn því þeir eru ekki alltaf
við á býlum sínum og helst að
hitta þá þar um helgar. Bændur
una þessu illa og kalla ójöfnuð
og vilja að þessu verði breytt.
Sólrún Ólafsdóttir, á Kirkju-
bæjarklaustri, sem sæti á í stjórn
Bændasamtakanna og stjóm
vinnueftirlits í landbúnaði, hefur
barist fyrir því að fá þessu breytt
og segir stjóm Bændasamtakanna
mjög ósátta við núverandi fyrir-
komulag. Hún bendir á að bændur
verði að greiða tryggingagjald
vegna þess að þeir séu með bú-
rekstur, en „hobbý-bændur“ em
ekki rukkaðir vegna þess að þeir
em ekki með búrekstur. Þeir eru
samt með dráttarvélar, heyvinnu-
vélar og annan vélakost, alveg
eins og bændur. Hún segir það
sína skoðun að á þá eigi að leggja
sérstakt gjald, því það gangi ekki
að þeir greiði ekkert til Vinnu-
eftirlitsins fyrir eftirlit þess.
„Við höfum óskað eftir því að
þetta mál verði kannað og má
segja að þannig standi það núna,"
sagði Sólrún Ólafsdóttir.
ÍMÉMfMM/
GeitJJárfélag íslands 10 ára
Á aðalfundi Geitfjárræktarfélags íslands sem haldinn var í Bændahöllinni
2. nóvember sl. var þess minnst að nú eru liðin 10 ár frá stofnun þess. i
því tilefni flutti Stefanía Sigurðardóttir frá Vorsabæ á Skeiðum yfirlit um
starfsemi félagsins frá upphafi. Félagar eru nokkuð á fjórða tug en sam-
tals eru nú 44 geitaeigendur í landinu og síðastliðinn vetur voru geiturnar
alls 375 að tölu. Geitfjárræktarfélagið hefur sinnt ýmsum hagsmuna-
málum, svo sem sölu kjöts og verndun kollóttra geita í samvinnu við
Bændasamtök islands, embætti yfirdýralæknis o. fl. aðila. Stjórn
félagsins skipa - talið frá vinstri, Jóhanna B.Þorvaldsdóttir, Háafelli í
Hvítársíðu (gjaldkeri), Hinrik Ó.Guðmundsson, Bóli í Biskupstungum
(formaður) og Stefanía Sigurðardóttir, Vorsabæ á Skeiðum (ritari).
Heyrúllurnar og plasfit hafa útrýmt hepæði
í næsta hefti af Frey er viótal
við dr. Gunnar Guðmundsson
lungnasérfræðing sem skrifaði
doktorsritgerð um heysótt eða
heymæði eins og
sumir kalla þennan
sjúkdóm. Dr. Gunnar
segir m.a. í viðtalinu:
„Svona til gamans má
geta þess að heysótt
var fyrst lýst í
heiminum á íslandi
árið 1790. Og það var
Sveinn Pálsson læknir
sem það gerði. Síðan
skrifar annar læknir,
Jón Pétursson, um
heysótt árið 1794.
Bretar tala gjaman um að sjúk-
dómnunt hafi fyrst verið lýst í
Bretlandi 1932 en það er ekki
rétt. Lýsingin er skráð fýrst hér á
landi, sem fyrr segir, árið 1790
og það eru til fleiri en ein lýsing
á sjúkdómnum frá þeim tíma.
Þetta eru ótrúlega nákvæmar
lýsingar á því hvemig fólkinu
leið, nánast eins og þetta væri
skrifað niður í dag. Hins vegar
vissu læknar þess tíma ekki af
hverju sjúkdómurinn stafaði.
Síðar kom fram vaxandi skiln-
ingur á því að það sem ylli
heysótt væm dauðar hitakærar
bakteríur sem vaxa í illa
þurrkuðu heyi. Þær sitja
síðan eftir í heyinu og
þegar svo farið er að
gefa heyið þyrlast
bakteríurnar upp í loftið
og fólk andar þeim að
sér. Það kveikir upp
bólgusvömn í lungun-
unt, sem var lítið skilin
;jj lengi vel..."
Dr. Gunnar segir að
heyrúllumar og plastið
hafi bjargað öllu:
„Sérstaklega á síðustu
10 árum, eftir að farið var að
rúlla upp heyi og setja plast utan
um, hefur heysótt næstum því
verið útrýmt. Það sem gerðist
þegar menn vom með illa
þurrkað hey i hlöðum sem
myglaði og hitnaði er nú að
mestu úr sögunni því þessar
bakteríur myndast ekki í
rúllunum." Margt fleira fróðlegt
kemur fram í viðtalinu sem
birtist í næsta hefti Freys eins og
áður segir.
Þóróltur Sveinsson,
forraaOur LK
Málefnalegar
umræOur á
bændafumfum
Bændasamtök íslands hafa í
samvinnu við Landssamband
kúabænda staðið að Bænda-
fundum síðustu daga. Þegar
Bændablaðið fór í prentun voru
flestir fundirnir búnir og blaðið
spurði Þórólf Sveinsson hvort
miklar umræður hefðu orðið
um kosninguna sem fram fer
síðar í mánuðinum á þeim
fundum sem hann hefði farið á.
Þórólfur kvað það vera mjög
misjafnt milli funda.
Á fundunum á Hvanneyri,
Hvolsvelli og Þingborg var til-
raunainnflutningurinn lítið ræddur,
en á fúndunum á Breiðumýri,
Akureyri og Varmahlið varð tals-
verð umræða um málið, einkum á
Akureyri. „Þetta hafa verið
málefnalegar umræður og markast
af því að nú standa bændur sjálfir
frammi fyrir þvi að segja JÁ eða
NEI við tilrauninni. Þá er tilkoma
NRFl ný staðreynd og vissulega
setur það rnark á umræðuna, því
ljóst er að áform þess eru önnur en
tilraunaverkefnið gengur út á.
Einnig eru kúabændur nú að lesa
RANNÍS-skýrsluna sem nýlega er
búið að senda út, og leiða hugann
því líklega meira að framtíðinni
þessa dagana en oft áður,“ sagði
Þórólfur urn leið og hann hvatti
kúabændur eindregið til þess að
taka þátt í kosningunni.
Verðmætasköpun í naut-
griparækt var um 8 milljarðar
króna á árinu 1999. Hlutur
búgreinarinnar er um 47% í
íslenskum landbúnaði og er
mjólkurframlciðsla stunduð á
um 1.000 búum á landinu. Velta
mjólkuriðnaðarins á sama ári
var um 8,5 milljarðar króna og
önnuðust 12 vinnslustöðvar
úrvinnslu mjólkurinnar. Heildar-
cfnahagsáhrif nautgriparæktar-
innar eru talin hafa numið
rúmlega 30 milljörðum króna
(1998) og er talið að greinin hafi
skapað ígildi nær 4.700 starfa.
-Sjá skýrslu
Rannsóknarráðs á blaðsíðu 6.
Vilja efla íerðafljönustu
á norfiaushirhorni
landsins
Ossur Skarphéðinsson er
fyrsti flutningsmaður að
þingsályktunartillögu um að
Alþingi feli samgönguráðherra
að láta gera áætlun um að
styðja og efla ferðaþjónustu á
norðausturhorni landsins. í
áætiuninni verði meðal annars
skilgreind þau verkefni sem
nauðsynlegt er að ráðast í svo
tilgangi tillögunnar verði náð,
metinn kostnaður við cinstaka
liöi átaksins og bent á
fjármögnunarleiðir. Gerð
áætlunarinnar verði lokið fyrir
árs lok 2003 og hún kynnt á
almennum borgarafundi í
héraði
blaðið
Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Þvi
er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra
annarra er tengjast landbúnaði. Bændablaðinu
er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en
þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að
blaöinu. Árgangurinn kostar kr. 4.200 en
sjötugir og eldri greiða kr. 2.000.
Síml: 563 0300 - Fax: 552 3855 - Kt: 631294-2279
Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.)
Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason
Blaðamaður: Sigurdór Sigurdórsson
Netfang blaðsins er bbl@bondi.ls llmbrot:
Prentsnið - Prentun: Isafoldarprentsmiðja
Nr. 144
Blaðinu er dreift í 6.400
eintökum.
Dreifing: íslandspóstur.
1025-5621