Bændablaðið - 13.11.2001, Page 4

Bændablaðið - 13.11.2001, Page 4
4 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 13. nóvember 2001 HELODIP Gluggað í nýtl kynbótamat í nýjustu niðurstöðum úr kyn- bótamati í hrossarækt má m.a. sjá hvaða hross em líkleg til þess að eiga rétt til þess að koma fram með afkvæmum á Landsmóti hesta- manna á Vindheimamelum á næsta sumri. Reglumar segja eftir- farandi: 1. verðlaun fyrir afkvæmi Stóðhestar þurfa að ná a.m.k. 120 stigum eigi þeir 15 til 29 dæmd afkvæmi en séu afkvæmin 30 eða fleiri þá duga 115 stig. Heiðursverðlaun fyrir afkvæmi Stóðhestar: Þurfa að ná 120 stigum hið minnsta og eiga 50 eða fleiri dæmd afkvæmi. Hryssur: Þurfa að ná 120 stigum og eiga a.m.k. 5 dáemd afkvæmi. Ef litið er á stóðhesta sem koma til greina til heiðursverð- launa þá ber fyrst að nefha Odd frá Selfossi. Hann kom reyndar ffam á Fjórðungsmóti Vesturlands sl. sumar en á áfram rétt til að koma ffarn á landsmóti með afkvæmum. Þetta er eini hesturinn sem hefúr þegar náð lágmörkunum og ekki hefúr verið sýndur áður til þessa verðlaunastigs á landsmóti. Reyndar er Baldur ffá Bakka einnig kominn yfir lágmarkið en hann er farinn úr landi og kemur því ekki ffam. Aðrir hestar sem eru mjög nálægt takmarkinu eru Gustur ffá Hóli II, Kraflar frá Miðsitju og Þorri ffá Þúfú. í flokki stóðhesta með 15-49 dæmd afkvæmi eru nokkrir at- hygliverðir nýjir hestar. Þama koma inn þeir Galsi ffá Sauðárkróki, Kormákur frá Flugu- mýri II og Andvari ffá Ey sem allir ná þessu lágmarki. Hestar með meiri afkvæmafjölda á bak við sig og ná stigafjölda eru Logi ffá Skarði, Tvistur frá Krithóli og Platón ffá Sauðárkróki. Þessir hestar gætu því, ef fer sem horfír, átt þátttökurétt með afkvæmum til 1. verðlauna á landsmóti að ári en einnig gætu skotið upp kollinum fleiri hestar að aflokinni dóma- vertíð næsta vor. Hvað hryssumar varðar þá má fastlega reikna með því að Þrenna ffá Hólum feti í fótspor móður sinnar og komi ffam með afkvæmum til heiðursverðlauna næsta sumar en hún situr efst á hryssulistanum eins og hún hefúr gert um nokkurt skeið. Þrennu vantar einungis eitt afkvæmi í dóm til að uppfylla skilyrðin. Svipaða sögu má reyndar segja um systur hennar Þóm sem hæglega gæti líka komið ffam og sýnir vel hver styrkur þessa ættboga er. Erfiðara er að spá í mögulegar nýjar hryssur því afkvæmafjöldinn er þama mun minni og margt getur gerst á einu vom auk þess sem misjafnlega stendur á til afkvæmasýninga. Þó má geta sér til um að Kolskör ffá Gunnarsholti og Vakning ffá Ketilsstöðum séu líklegar. Það er því deginum ljósara að það er ekkert lát á nýjum affeks- hrossum í íslenskri fu-qssarækt - framfarir em stöðugar. Áhugafólk um hrossarækt getur því farið að skipuleggja mikla skemmtiför á Vindheimamela næsta sumar. Athugið að allar upplýsingar um kynbótamatið má nálgast í gagnabanka og á vef Bændasam- takanna www.worldfengur.com og www.bondi.is./ÁS ii h RT1 m'ip rofl rn is ÚTSÖLUSTAÐ8R: ÖLL HELSTU MJÓLKURBÚ LANDSiNS Matreiðslu RJOMI Hann er bara 15%! Njóttu þess að borða góðan mat. Prófaðu fituminni rjóma en þó með ekta rjómabragði! Hann er kjörinn til notkunar hversdags við matargerð, með eftirréttum og út í kaffi en hann hentar ekki til þeytingar. Hann er aðeins 15% og hitaeiningarnar eru helmingi færri en í venjulegum rjóma! "mr MJÓLKURSAMSALAN j..n .. /.i-'mhii 'mvmé? • ,'jjiiiii.i i yistvœn a árangursrík Ferðaþjónustubændur Iáta ekki deigan síga Sigla inn í nýja öld undir merkjum samstarfs og samvinnu Nú er að ljúka úttekt sem Ferðaþjónusta bænda og Hólaskóli gerðu á ferða- þjónustubæjum. Úttektin var styrkt af Framleiðnisjóði. Þetta verk hefur nú þegar orðið til þess að búið er að leggja drög að nýjum gisti- og afþreyingar- flokki sem lýtur þeim stöðlum sem gerðir hafa verið. Ástæðan fyrir nýja flokknum er mikil og stöðug þróun þjónustu og gistingar sem ferðafólk getur fengið í sveitum landsins. Til þess að búa bændur enn betur undir framtíðina, og kynna drög að nýja flokknum, hafa Fb og Hólaskóli ákveðið að efna til námskeiðs sem ber heitið "Sam- starf og samvinna - lykill að sókn á nýrri öld". Námskeiðið verður hinn 22. nóvember í Síðumúla 11, Reykjavík. Þarna verður fjallað um svæðisbundna hópvinnu og umhverfisvæna ferðaþjónustu. Sævar sagði að Fb hefði skapað ferðaþjónustu í dreifbýli ákveðna sérstöðu og margt bendi til að þeim muni fjölga sem fara um sveitir landsins og notfæri sér þjónustu félaga í Fb. Mikilvægt sé að bændur styrki sérstöðu sína með samstarfi í sinni víðtækustu mynd. Á umræddu námskeið verður einmitt lagður grunnur að svona samstarfi."Umhverfísmálin verða til umræðu en ferðamenn framtíðarinnar munu gera ríkar kröfur til bænda í þeim efnurn," sagði Sævar. "Hreint og tært umhverfí, vel umgengið land og virðing fyrir náttúrunni eru þau atriði sem eru grundvöllurinn fyrir tilveru bænda. Á þessu er góður skilningur meðal ferðaþjónstu- bænda - sem og bænda sem stunda hefðbundnar búgreinar." Elín Berglind Viktorsdóttir, kennari á Hólum, sagði að á nám- skeiðinu yrðu myndaðir sex hópar og unnið út frá hugmyndum þátt- takenda um vandamál og drauma í þessari tegund ferðamennsku. Síðar í vetur verða haldnir vinnu- fundir með hverjum svæðishópi þar sem leitað verður lausna á þeim þáttum sem fram munu koma á námskeiðinu. Sérstök áhersla verður lögð á vöruþróunarverkefni varðandi náttúrutengda afþreyingu annars vegar og hins vegar skipu- lagningu ferða þar sem íslenskri matarmenningu er gert hærra undir höfði en nú er raunin. Þá er æskilegt að geta fléttað þessi tvö vöruþróunarverkefni saman. Árangur þessarar vinnu á að skila sér í nýrri tegund markaðsvöru sem mun verða auglýst í ferðabæklingi Ferðaþjónustu bænda 2003 en auk þess munu verða gefnir út sérstakir svæðis- bundnir kynningarbæklingar. Bændablaöið Áskriftarsíminn er 5630300 HELODIP SPENADÝFAN

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.