Bændablaðið - 13.11.2001, Page 7
Þríðjudagur 13. nóvember 2001
BÆNDABLAÐIÐ
7
Knattspyrnufélag Búnaðarfélags fslands. 1980 -1981
Fyrr á árum átti Búnaðarfélag íslands sér öflugt knattspyrnulið. Nú er öldin önnur og meðlimir liðsins annað
hvort farnir í önnur störf eða hafa tekið upp önnur og rólegri áhugamál. Á myndinni má sjá i efri röð frá v: Erlend
Jóhannsson nautgriparæktarráðunaut, (nú fóðurfræðingur hjá Fóðurblöndunni h/f,) Óttar Geirsson
jarðræktarráðunaut, Gylfa Þór Orrason, bókara Stéttarsambands bænda (nú aðalbókari Bændasamtakanna og
knattspyrnudómarij.og Ómar Jónsson , fulltrúa hjá Framleiðsluráði (nú fulltrúi hjá Bændasamtökunum). Neðri
röð frá v: Sigfús Ólafsson , jarðræktarráðunautur (nú héraðslæknir á Hólmavík), Eiríkur Helgason, vara-
hlutafulltrúi, (nú auglýsingastjóri Bændablaösins) og Þorvaldur Björnsson aðstoðarmaður Veiðistjóra (nú starfs-
maður Náttúrufræðistofnunar.). Þess skal getið að Eiríkur Helgason átti boltann.
Bœndahátíð
Bændahátíð var haldin á Egilsstöðum
í lok siðasta mánaðar. Þótti hátíðin
takast vel en um 200 manns mættu á
hátíðarkvöldverð og hlýddu á
skemmtidagskrá. Skemmtiatriðin voru
í höndum heimamanna , en
veislustjóri var Guðmundur
Halldórsson skordýrafræðingur, og
hátíðagestur Ari Teitsson, formaður
Bændasamtaka íslands. Þetta er
fjórða hátíðin frá því að þær voru
endurvaktar, en hátíðir sem þessar
tíðkuðust um árabil á Héraði. Árlega
eru veitt verðlaunin „Kjarkur og þor
sveitanna“ einhverjum þeim sem
skarað hefurfram úr. Að þessu sinni
voru verðlaunin veitt Egilsstaðabúinu,
en þar á bæ hefur á árinu risið eitt
fullkomnasta fjós landsins, búið öllum
helstu tækninýjungum í landbúnaði í
dag. Egilsstaðabúið er einnig einn
stærsti nautakjötsframleiðandi á
Austurlandi og hefur nautakjötð
þaðan verið í hæsta gæðaflokki. Þeir
sem reka búið eru: Jón Egill
Sveinsson, Magna Gunnardóttir,
Gunnar Jónsson, Vigdís
Sveinbjörnsdóttir og Róbert Jónsson.
Hátíðinni lauk með dansleik, þar sem
hljómsveitin Nefndin hélt uppi fjörinu
fram eftir nóttu.
Huiidar leiha
stdii hlutverk j
næstumynd
FriOriks Þérs
Hundarnir á myndinni bafa
vakið talsverða atliygli þeirra
seni hafa átt leið um
Skagafjöróinn undanfarnar
vikur. Þegar leitað var skýringa
kont í ijós að þeir ent í eigu
Denis og Berglindar i Bolholti á
Rangarvöllum. Ástœða þess að
þeir félagar voru í
Skagafirðinum er sú að þeir eru
„leikarar“ í nœstu kvikmynd
Fríðriks Þórs Friðrikssonar.
Myndir lieitir Fálkar og var hún
að talsverðu leyti tekin upp við
Hofsós og konta hundar verulega
við sögu í myndinni, en í
myndinni eru hundarnir í eigu
aldraðs bónda. Þess má geta aó
þetta erþriðja ntynd Friðriks
Þórs sem er að nokkru leyti tekin
upp í nágrenni Hofsóss. Hittar
eru Bíódagar og Börn
Náttúrunnar. Ástceðan fyrir að
leikstjórinn kemur þangað til að
gera síit listaverk er m.a. sú
aó hanit dvaldi sem barit i sveit á
bœnuin Höfða á
Höfðaströnd./ÖÞ.
Hvererá
myetím.
•jepie njsnpis Bnjeje epunofs
buoas uueq ;|9| ec| e;|A iwa uias
ecj jmáj ug jipujaseBniue jeu;aq
ujnuoq ejj pjBuaj ejeq Jjejo Bo
- ipuesojq ue |SjA njpo ujnuoq j|ya
jn>|>|ou |>|>|e ueui j)so>| ejsuujiu pv
•uujujjeq i !pueræ|qj||a>|s p;uio>| uos
-suejais Jnpunuipno jn;aq e6a|>jn
Ég fann fyrir stuttu gamalt blað í
fórum mínum þar sem efst var
ritað með stórum stöfum: Hvað
er sveitafólk? - greinilega
fyrirsögn að tímamótaverki.
Meira stóð ekki á því blaði.
Þegar til átti að taka hef ég að
líkum áttað mig á því að þetta
var nauðaómerkilegt efni -
sveitafólk er fólk sem á heima í
sveit og sagan öll. Ekki má skilja
þetta sem svo að sveitafólk sé
ómerkilegt, þvert á móti. Hver
einstaklingur í sveitinni hafði sín
sérkenni og sinn hátt á að lifa
lifínu og fleiri heimsborgarar
fundust oft í afdal en á
umferðargötu stórborgar. En á
sínum tíma þegar penni var
uppreiddur til að skrifa um
hópinn sveitafólk kom enginn
texti á blað. A þeim dögum var
lífið einfalt - flest, ef ekki allt,
fólk i sveitum vann við það sem
seinna hefur verið kallaður
hefðbundinn landbúnaður.
Mjólkin var borin á brúsapallinn
og fé var rekið til slátrunar. En
heimurinn er ekki lengur svona.
Nú býr margt fólk í sveit sem
veit lítið meira um kýr og kindur
en kaupstaðarbúinn. Og nú rís
önnur spuming sem hugkvæmni
var ekki til að spyrja fyrrum:
Hvað er landbúnaður? Er það
bara amstur við kýr og kindur
(áður fyrr voru hestar hjálpartæki
við þennan búskap eða gaman
einstakra manna)? Væntanlega
ekki. Búskapur með önnur dýr;
loðdýr, hænur, svín, hesta, físka,
kanínur og hvað þær nú heita
allar þessar skepnur, er
væntanlega líka landbúnaður. Og
er það nauðsynlegt að einhverjar
skepnur séu með í spilinu til þess
að það heiti landbúnaður? Orðið
sjálft segir eitthvað um að búa á
landinu og er það ekki kjami
málsins? Landbúnaður er nýting
landsins og sú nýting er á okkar
tíma býsna víðtæk. Að ferðast
um landið og sýna
það er partur af
þessu. Að hafa
atvinnu og tekjur af
framannefndu
verður að kallast
landbúnaður. Að
nota landið til
ræktunar og/eða
nytja á skógi og
fleiri jurtum
(fjallagrös, hvönn
o.s.fr.) sem ekki
tengist hinum
gamla hefðbundna
búskap er einnig að
nýta landið. Eitt
stendur þó óhaggað
enn: Sveitafólk býr
i sveit og
kaupstaðarfólk í
kaupstað. En það
sem hefur breyst er
að margir í sveitinni
sinna ekki lengur
landbúnaði en aftur
á móti er á vorri tíð
til fólk í kaupstað
sem stundar
landbúnað af kappi.
Jóhannes
<
5
<
(D
■■■
3
3
Lífsins lykill
Um það verður tæplega deilt að
Vatnsenda-Rósa var einhver
mesti meistari ferskeytlunnar
sem uppi hefur verið hér á landi
og þarf ekki annað en að benda
á „Vísur Vatnsenda-Rósu" í því
sambandi. Hún var talin góð
yfirsetukona og var oft kölluð
til sem slík. Eitt sinn var hún
kölluð til aðstoðar sængurkonu.
Veður var vont og yflr fjöll að
fara og fékk hún því
fylgdarmann. Allt gekk vel og
þegar Rósa snéri heim á leið
fylgdi sami maður henni til
baka. Þá hafði veður gengið
niður og einhverju sinni þegar
þau settust niður til að hvíla sig
orti Rósa þessa vísu til
fylgdannannsins:
Veðraslátt fyrst vægja fer,
vopna sátti álfur,
lífínu mátt'upp ljúka á mér,
lykilinn áttu sjálfur.
Mannskipti
Lítil stúlka sem átti heima nærri
Háteigskirkju kom eitt sinn að
máli við sóknarprestinn eftir
bamamessu. Hún var
alvömgefin á svipinn þegar hún
sagði: Það er sniðugt að hafa
svona kirkju eins og þessa þar
sem konur geta bara komið og
skipt á eiginmönnum. „Hvað
áttu við bam," spurði presturinn.
„Jú," sagði stúlkan. „Ég hef
margoft séð ungar konur í
brúðarkjól vera leiddar upp
kirkjutröppumar af gömlum
mönnum og svo koma þær út
aftur eftir hálftíma með miklu
yngri mönnum."
Tapað tœkifœri
Þegar þáverandi biskup íslands
var ásakaóur um að hafa strokið
konu um lendamar sautján árum
fyrr dundu ásakanir og skammir
á honum fyrir kvensemi. Hákon
Aðalsteinsson skáld og
skógarbóndi sá þetta í öðm
ljósi:
Hann strauk henni létt um læri,
hún lét eins og ekkert væri
en svo varð hún sár
eftir sautján ár
yfir töpuðu tækifæri.
Socialdemokrat Jónsson
Einhverju sinni sat séra Jakob
Jónsson norrænt prestaþing. Á
fýrsta degi þingsins gekk til
hans einn þingfúlltrúinn, rétti
honum höndina og kynnti sig
sem „komminist Hanson". Séra
Jakob vissi ekki að
framangreindan titil nota
sænskir aðstoðarprestar. En þar
sem séra Jakob vildi ekki vera
neinn eftirbátur í titlatogi kynnti
hann sig um leið og hann tók í
framreidda hönd hins sænska:
„Socialdemokrat Jónsson."
Að leiðarlokum
Hákon Aðalsteinsson kallar
þessa vísu Að leiðarlokum:
Þegar við Ásmundur dag
nokkum deyjum,
á dymar í helviti knýjum.
Þá verður oss fagnað af
frændum og vinum
og félögum gömlum og nýjum.
Hverfisteinar
Isokrates var spurður: Hvemig
ferð þú, sem ert enginn
ræðumaður, að því að kenna
öðmm ræðumennsku?"
„Hverfisteinar skera ekki
heldur, þótt þeir skerpi hnífana,"
var svarið.
Umsjón
Sigurdór Sigurdórsson
ss@bondi.is