Bændablaðið - 13.11.2001, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 13.11.2001, Blaðsíða 10
10 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 13. nóvember 2001 Sláturhúsarisi í Danmörku: Verfiup eitt stærsta sláturfélag í heimi Tvö stærstu sláturfélög Danmerkur, Danish Crown og Steff- Houlberg, hafa ákveðið að sameinast. Ef félagsmenn þeirra sam- þykkja sameininguna og samkeppnistofnun framkvæmdastjórnar ESB leggur blessun sína yfir hana verður nýja sláturfélagið meðal tíu stærstu sláturfélaga í heimi. Ef aðeins er litið á svínaslátrunina verður það þriðja stærsta sláturfyrirtækið í heimi og að minnsta kosti Iang stærsta sláturfélag Evrópu. Fækkað úr 50 í 2 Fyrir 30 árum voru rekin 50 sláturhús eða félög víðs vegar í Danmörku. Nú eru hins vegar aðeins þrjú eftir og ef sameiningin nú gengur eftir verða sláturfélögin aðeins tvö. Sameining sláturhúsa tók þó kipp þegar Danish Crown var stofnað 1990 með sameiningu þriggja sláturfélaga og seinna voru fleiri sláturfélög innlimuð í félagið. Danish Crown er nú lang- stærsta félagið og slátrar árlega tæplega 16 milljónum gripa sem er um 78 prósenta markaðshlutdeild. Svínaslátrun er að sjálfsögðu um- fangsmest. Félagið er með 20 sláturhús á sínum snærum og starfsmenn eru um 13 þúsund. Höfuðbækistöðvamar eru í Randers á Jótlandi. Steff-Houlberg er næststærsta félagið með 16 prósenta hlutdeild og slátrar árlega rúmlega þremur milljónum gripa. Það rekur tvö sláturhús og starfsmenn eru um 2.700. Höfuðbækistöðvar þess eru í Ringsted á Sjálandi. Þriðja félagið er svo Tican sem er staðsett í Thisted og sem verður annað af tveimur sláturfélögum Danmerkur ef sameining hinna tveggja verður samþykkt. Tican er lítið félag miðað við hin. Rekur eitt sláturhús og er með 6 prósent af markaðinum. Starfsmenn eru um 700 talsins. Styrkir samkeppnisstöðuna Meginrökin fýrir sameiningun er að styrkja samkeppnisstöðu danskra sláturfélaga og kjötfram- leiðenda á heimsmarkaði. Tals- menn fyrirtækjanna benda á að 85 til 90 prósent af framleiðslunni fari til útflutnings. Samkeppnin sé gríðarlega hörð og þess vegna mikilvægt að dönsk sláturfélög sláist á heimsmarkaði undir sama hatti. Steff-Houlberg hefur viðurkennt þetta. Félaginu var reyndar boðið að sameinast Danish Crown 1998 en tók ekki tilboðinu þá. Nú segja talsmenn fyrir- tækisins að þetta hafi verið röng ákvörðun og að auki hefur reksturinn ekki gengið vel síðustu þrjú árin. Ef velta fyrirtækja sem sam- einast er yfir 450 milljörðum króna í íslenskum krónum talið og útflutningur þeirra er umtalsverður til annarra landa innan Evrópu- sambandsins, fer sameiningin fýrir samkeppnisstofnun Evrópusam- bandsins. Sameiginleg velta fyrir- tækjanna tveggja sem nú vilja sameinast var í fyrra um 530 milljarðar króna. Búist er við svari frá ESB innan fjögurra mánuða. Þegar Danish Crown sameinaðist Vestjóska sláturfélaginu 1998 fór Evrópusambandið fram á að fyrirtækin seldi frá sér hluta af slátruninni sem fer á heima- markað. Stofnað var nýtt fyrirtæki sem slátrar vikulega 5000 svínum. Danish Crown munaði ekki mikið um það því um var að ræða aðeins um 1,5% af slátrun félagsins. Sameiningunni er almennt vel tekið innan landbúnaðarins. Bændur sætta sig við hana og óttast ekki að verð til þeirra lækki eftir sameininguna. Sláturfélögin er samvinnufélög og verða það áfram eftir sameininguna sem þýðir að bændur eiga hlut í félaginu eins og áður. Starfsmenn sláturhúsanna eru líka sáttir og telja að þetta muni efla starfsemina þegar til lengri tíma er litið. Hins vegar er ljóst að einhveijum verður þó sagt upp, en talsmenn fyrirtækjanna eru ekki tilbúnir að segja hve umfangsmiklar upp- sagnimar verða. Höfuðbæki- stöðvamar verða í Randers á Jótlandi sem þýðir að skrifstofa Steff-Houlberg verður lögð niður í Ringsted. Starfsmönnum í Ringsted verður því væntanlega sagt upp og einnig má búast við hagræðingu við sameininguna sem hefur í för með sér uppsagnir. Ekki ásœttaniegt Fulltrúar neytenda eru hins vegar ekki mjög bjartsýnir og óttast einokun og fákeppni á kjöt- markaði í Danmörku. " Það gefur auga leið að félag með 95 prósent af markaðinum er í einokunar- aðstöðu og það er algjörlega óásættanlegt," segir Jeppe Juul formaður DAF neytendasam- takanna. Talsmenn samkeppnis- yfirvalda viðurkenna að um ein- okunarstöðu geti verið að ræða. Þeir segja hins vegar að markaðurinn í Danmörku sé aðgengilegur erlendunt kjötfram- leiðendum og þess vegna sé mögulegt að santþykkja sam- eininguna. Jeppe Juul bendir hins vegar á að danskir neytendur kjósi í flestum tilvikum að kaupa kjöt sem er framleitt undir dönsku eftirliti. Það þýði að með sameiningunni verði þeir nánast neyddir til að kaupa mestallt kjöt frá einum framleiðanda. Hann segir að ef núverandi sam- keppnislög geti ekki tryggt frjálsa samkeppni verði hreinlega að breyta þeim. Ef sameiningin verði að veruleika muni neytenda- samtökin hvetja danska stór- markaði til að kaupa meira af kjöti frá erlendum framleiðendum. /APH Kaupmannahöfn. LANDSTÓLP11« - Fjós eru okkar fag - • Tæknibúnaður í fjós: > Flórristar - galvaniseraðar > Stcinbitar - framleiddir eftir ströngum gæðastöðlum > Loftræstikerfi - einföld og ódýr. > Weelink fóðurkerfi - hámarks vinnusparnaður > Innréttingar og básadýnur - dýravelferð í fyrirrúmi > Flórsköfukerfi - vönduð framleiðsla á góðu verði > Fóðurvagnar > Fjósvélar / liðléttingar Lárus Pétursson Arnar Bjarni Eiríksson s: 437 0023 / 869 4275 s: 486 5656 / 898 9190 SkagBriliiigar é bæmlalunÉin Á myndinni til hægri eru þeir Arnór Gunnarsson Glaumbæ og Ragnar Gunnlaugsson Hátúni. En hér fyrir neðan eru þeir Sigfús Steindórsson hagyrðingur og fyrrv. bóndi í Steintúni og Magnús Indriðason bóndi í Húsey í Vallhólmi. Þessir mætu menn voru á bændafundum sem haldnir voru í Skagafirði fyrir skömmu./BBL Örn. KIA 250 240 230 220 210 200 190 180 170 160 150 Grís IA 300 200 100 0 Janúar2001 Júní 2001 Desember 2001 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 Janúar2001 Júní2001 Desember2001 UNIA 350 300 250 Janúar2001 Júni 2001 Desember2001 FOIA 260 Janúar2001 Júní 2001 Desember2001 Meðalverð í fyrstu viku nóv. 2001 FOIA HRIA Grís IA UNIA KIA kr/kg 157 70 255 308 206

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.