Bændablaðið - 13.11.2001, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 13.11.2001, Blaðsíða 14
14 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 13. nóvember 2001 Kjartan Ólafsson fram- kvæmdastjóri er nýr þingmaður Suðurlandskjördæmis. Hann tók við þegar Ami Johnsen sagði af sér þingmennsku í sumar er leið. Kjartan hafði áður komið inn á þing sent varamaður og setið á Alþingi í tvær vikur áður en hann tók við 1. október síðasttiðinn. Hann var fyrst spurður hvort það hafi ekki kornið honum á óvart að verða að taka við þingmennsku af Ama. „Mikil ósköp, það kont ntér mjög á óvart að vera kallaður inn. Ég gaf kost á inér í prófkjör sem haldið var fyrir síðustu kosningar. Það voru tíu aðilar sem gáfu kost á sér í það fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Suðurlandi á þeim tíma og ég náði 3ja sæti. I raun munaði mjög litlu að ég færi inná þing sem uppbótarþingmaður. Það varð þó ekki og því gerði ég ekki ráð fyrir að fara inn á þing á þessu kjörtímabili nema þá sem var- amaður í stuttan tíma í einu." Óviðbúinn -Þú rekur fyrirtæki og ert athafnamaður. Varstu i raun viðbúinn því að taka sæti á Alþingi, þurfa menn ekki einhvern umþóttunartíma? „Ég var engan veginn viðbúinn því. Sá atburður sem varð til þess að ég settist á þing kom mjög skjótt upp á eins og alþjóð veit. Þegar þetta gerðist í sumar var ég framkvæmdastjóri Steypustöðvar Suðurlands, sem ég er búinn að reka síðan 1998, og að auki rak ég litla garðyrkjustöð ásamt eiginkonu minni en þá stöð hef ég leigt núna. Þá hef ég undan- gengin 10 ár verið fonnaður Sam- bands garðyrkjubænda en ég reikna með að losa mig úr því starfi í vetur. Það er gríðarlega tímafrekt starf og rnikil vinna sem því fylgir. Ég myndi samt áfram vera í nánu samstarfi við mina fyrri félaga þar." -Hvemig líka þér þingstörfín? „Enda þótt ég haft komið inn á þing i tvær vikur í fyrra og sé búinn að sitja í um það bil þrjár vikur núna, þá er maður enn að komast inn í þingstörfin. Alþingi er stór vinnustaður og það tekur sinn tíma að komast inn í öll þau störf sem þar eru unnin. Þess vegna er betra að stíga skreftn hægt og rólega í stað þess að hlaupa." -Er þingmennska meira starf en þú áttir von á? „Það held ég ekki. Ég hafði gert mér grein lyrir því að þing- ntennskan er mikið og fjölbreytt starf. Hversu mikið menn hafa að gera fer nokkuð eftir því í hvaða nefndum viðkomandi lendir. Ég kem inn á þing fyrir hið gamla Suðurlandskjördæmi en kjördæmabreyting hefur átt sér stað og við í Sjálfstæðisflokknum höfum stofnað nýtt kjördæmisráð. Við erurn þegar farin að vinna í þessu nýja kjördæmi sem nær ffá Höfn í Hornaftrði og suður á Suðurnes. Þetta er alveg ný vídd og breytir miklu." Þingfundir ekki mesta vinnan -Er eitthvað í þingstörfunum sem hefur komið þér á óvart? „Það væri þá helst það hvað þingfundir eru miklu minni þáttur í starfinu heldur en almenningur telur vera. Þau störf sem þing- rnenn taka að sér í hinum ýmsu nefndum eru miklu stærri þáttur í starfi þingmanna en þingfundimir. Þá má heldur ekki gleyma því rnikla starfi sem unnið er úti í kjördæmunum og með öðrum þingmönnum. Almenningur heldur gjaman að þingfundimir séu aðal- starf þingmanna. Það er kannski ekki nema von vegna þess að þeg- ar eitthvað sent kallar á deilur, eins og óundirbúnar fyrirspurnir eða umræður utan dagskrár, eru á ferðinni þá em allir fjölmiðlar mættir og fólk fær þá sýn á Alþingi að það séu fundirnir og deilurnar sem þeim fylgja sem séu aðalatriðið. Menn vita ekkert um Kjartan Ólafsson nýr þingmaður Sunnlendinga: Smðsöluverslunin misnotar aðstðdu sína fá þeir ntikla fjárfestingarstyrki sem við höfurn ekki fengið. Mér finnst útilokað af islensku samfélagi að ætlast til þess að garðyrkjubændur á íslandi geti lækkað þessa tollavemd sem er eini styrkurinn sem þeir hafa og keppt á heimsmarkaði. Það á ekki við um neina aðra atvinnugrein. Ef lækka á þessa tolla þarf einhver annar stuðningur að koma til garðyrkjunnar í landinu. Það yrðu þá að vera beinar greiðslur til bænda eða einhverjir grænir styrkir, svipað því sem er í Évrópu. Þá emm við líka um leið að breyta um pólitík í þessari grein. Ef um þetta yrði sátt í samfélaginu þá er það i sjálfu sér ekkert verra fyrir framleiðendur en að hafa yfir sér þessa ólgu sem alltaf er." úr því skipaði Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra nefnd sem í vom aðilar vinnumarkaðarins ásamt fulltrúum Bændasam- takanna og landbúnaðarráðu- neytisins. Ég er fulltrúi Bænda- samtakanna í nefndinni ásamt Sigurgeiri Þorgeirssyni framkvæmdastjóra þeirra. Þessi nefnd hefur enn ekki lokið störfum en hefúr skoðað það mál mjög víð- tækt hver sé munurinn á rekstrar- aðstöðu íslenskrar garðyrkju og þeirra tímum er heimilt að flytja inn allar garðyrkjuvömr en með ákveðinni tollvemd sem sett er á þann innflutning, sem gerir það að verkum að oftast nær er ódýrara að kaupa íslenskar vörur. Aðra vemd hefur þessi grein aldrei fengið. Nú er komin gríðarleg pressa frá almenningi í landinu, aðilum vinnumarkaðarins og fleirum um að þessir tollar verði lækkaðir. Menn tala um að þeir séu neyslustýrandi og því þurfi að lækka þá þannig að þessar afurðir verði ódýrari á markaðnum. Mikfir styrkirytra I vor er leið var ntikil umræða um þetta en það er einmitt á vorin sem þessir tollar eru lagðir á. Upp sem framleiða garðyrkjuvömr í Evrópu. Það liggur ljóst fyrir að það eru miklir styrkir til frum- framleiðslunnar í Evrópu. Við höfum skoðað Danmörku sérstaklega og líka Noreg. Það eru mun meiri styrkir í Noregi en í Danmörku enda eru Norðmenn í EES umhverfinu eins og við og eru með sömu vemd. Enda þótt Danimir séu í Evrópubandalaginu Myndi lækkun á raforku leysa ein- hvem vanda? „Að einhverju leyti en það er ijarri því að það myndi leysa allan vanda enda er raforkan aðeins nýtt yfir vetrartímann við þær greinar sem þá er hægt að rækta. Hins vegar þarf útiræktin ekkert rafmagn. Staða bœnda -Hvernig metur þú, sem þingmaður stærsta landbúnaðar- héraðs landsins, stöðu bænda um þessar mundir? „Ef við ræðuin fyrst um lands- hlutann Suðurland, þá er ljóst að þar er rekinn fjölbreyttasti landbúnaður í landinu enda er þetta það svæði sem heppilegast er að tímunum saman eru umræður um mál án nokkurra deilna, þar sem menn ræða saman í róleg- heitum og málefnalega." skyldu Innflutningur á grœnmeti -Miklar deilur hafa verið í þjóðfélaginu um verð á grænmeti, vemdartolla á innflutt grænmeti og fleira þessu tengt. Sjálfur hef- urðu rekið garðyrkjustöð og nú ertu þingmaður fyrir mesta garðyrkjuhérað landsins. Hvert er þitt álit á þessu rnáli? „Þetta mál er þannig vaxið að garðyrkjan er eina atvinnugreinin innan landbúnaðarins sem býr við það að leyfilegt er að flytja inn garðyrkju- afurðir hluta úr ári án nokkurra tolla eða annarra tak- markana. Það er EES samningur- inn sem gerir þá laga- til landbúnaðarframleiðslu. Þar hafa menn líka verið mjög heppnir með sín félagasamtök. Þar á ég þá við Búnaðarsamband Suðurlands og Mjólkurbú Flóamanna, sem er langstærsta og öflugasta fyrirtæki á landinu í sinni grein. Stofnun þess var rnikið gæfuspor. Og ekki má gleyma Sláturfélagi Suður- lands, sem er öflugt fyrirtæki og í forgöngu á þeirn markaði. Sama gildir um bændur í grænmeti og blómum. Þeir hafa staðið þétt saman að sinni afurðasölu. Allt þetta styrkir grunninn að aðstöðu þeirra bænda sem búa á Suður- landi. Landshlutinn sem slíkur er afar heppilegur til landbúnaðar. Heitt vatn er að finna víðast hvar í Ámessýslu og raunar víðar, sem er afar heppilegt fyrir landbúnað. Auk þess er Suðurland afar gjöfult svæði og liggur vel samgöngulega séð og félagslega líka. Fjölbrauta- skóli Suðurlands hefur styrkt stöðu menntunar og félagslega þáttinn verulega. En ef við tölum um bændur almennt í landinu þá eru fjölmörg mál sem þarf að horfa til. Eitt af þeirn málum sem standa illa fyrir bændur eru lífeyrissjóðsmálin. í þjóðfélagi okkar sem breytist gríðarlega ört, ekki síst hvað varðar peningamálin, hafa bændur því miður setið eftir í þvi sem heitir réttindi til lífeyris. Lífeyris- sjóður bænda hefur ekki búið við þær reglur að hann hafi getað styrkst og eflst eins og aðrir lífeyrissjóðir. Sú staðreynd blasir við að bændur sem nú fara að njóta greiðslna úr þessurn sjóði fá lægstu greiðslur sem lífeyrissjóðir greiða út. Ég hef hvatt bændur innan garðyrkjunnar til að greiða inn í ffjálsu lífeyrissjóðina, sem þeir verða að gera á sínum eigin forsendum og greiða þar inn öll þau aukaprósent sem til þarf. Ég hvet alla bændur til að gera þetta. Lögin eru nú orðin þannig að menn þurfa ekki að greiða skatta af þeirn fjármunum sem fara inn í lífeyrissjóðskerfið í dag." Smásöluverslunin misnotar aðstöðu síita -Eitt af stóru málum bænda- stéttarinnar í haust hafa verið sláturhúsamálin og uppgjöf Goða og það sem því fylgir. Hvað segir þú um þessa stöðu? „Auðvitað er hér um afskap- lega erfið mál að ræða. Ég held að grunnurinn að því sé að mestu sá hve gífúrleg samþjöppun hefur orðið í smásöluverslun á Islandi undanfarin misseri. Það hefúr leitt til þess að smásalan ræður orðið markaðnum. Þess vegna hafa þessar litlu einingar vítt og breitt um landið orðið undir. Þær hafa verið þvingaðar til niðurboða og verðlækkana. Þessar þvinganir leiddu til þess að litlu einingamar fóru í eina sæng undir merkjum Goða, sem heitir Kjötumboðið í dag, en því miður hefur það verið of seint því nú er þetta fyrirtæki komið í greiðslustöðvun. Ég óttast að það sem gerist í framhaldinu verði að það spretti upp litlar einingar í landinu. Ég óttast stofn- un þessara litlu samvinnu- bændafélaga um afurðastöðvar vítt og breitt um landið. Ég óttast líka að ef menn ná ekki nógu fljótt saman um að stofna annað stórt afúrðasölufyrirtæki til mótvægis við þá tvo smásöluaðila sem em að kaupa á þessum markaði geti illa farið. Garðyrkjubændur hafa náð mótvægi og verið hundeltir af Samkeppnisstofnun fyrir. Þeir vom aðeins að bregðast við því sem gerðist á smásölumarkaðnum en smásöluverslunin er alltaf látin óáreitt og hún þjappar sér bara saman enda þótt vitað sé að hún misnotar sína aðstöðu. Hún eykur sína álagningu, sína hlutdeild af verði neytandans og ekkert er gert. -Þú er gagnrýninn á búnaðar- gjald og Lánasjóð landbúnaðarins. „Búnaðargjaldið, sem er tiltölulega nýtilkomið, er arftaki búnaðarmálasjóðsgjaldsins og lækkaði þegar það kom inn. Mín

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.