Bændablaðið - 13.11.2001, Side 15
Þriðjudagur 13. nóvember 2001
BÆNDABLAÐIÐ
15
skoðun er sú að við þurfiim að
endurskoða það enn frekar með
tilliti til þess að þetta gjald lækki.
Við þurfum að koma því þannig
fyrir að sem mest af þeim
fjármunum sem bændur fá frá
markaðnum fari til þeirra sjálfra
og að hliðarstofnanir séu ekki að
bólgna út af þessum svokölluðu
sjóðagjöldum. Ef við tökum
garðyrkjuna sem dæmi þá hef ég
oft bent á að það væri miklu
heilbrigðara að menn færu út af
markaðnum og greiddu ekki þetta
gjald inn í Lánasjóð landbúnaðar-
ins. Bændastéttin á þar inni veru-
lega mikla fjármuni og ég vil að
það fé verði nýtt til að niðurgreiða
lán til bænda en hætt verði aó
borga inn í sjóðinn. Þessi
hugmyndafræði, að það væri
miðlun á lánum til bænda sem
væru að byrja og þeir sem eldri
væru borguðu, var góðra gjalda
verð hér á árum áður. En ég held
að miðað við þær nýjungar sem
er orðnar á markaðnum í dag þá
eigi þetta ekki við í nútíma-
þjóðfélagi og þess vegna eigum
við að leggja þetta af, ekki í einu
vetfangi heldur á löngum tíma."
Landbúnaðarskólana til
nienntaniálaráðuneytisins
-Þú hefur ákveðnar skoðanir á
stöðu landbúnaðarskólanna
þriggja?
„Við erurn með þrjá land-
búnaðarskóla á íslandi; Hólaskóla
Landbúnaðarháskólann á Hvann-
eyri og Garðyrkjuskólann. Miðað
við þær miklu breytingar sem
orðið hafa á hinu almenna
menntakerfi í landinu tel ég rétt
að huga að því núna hvort ekki sé
rétt aó menntun í landbúnaði
færist nær hinu almenna skóla-
kerfi. Því vil ég skoða það hvort
ekki sé rétt að þessir þrír
landbúnaðarskólar færist undir
menntamálaráðuneytið og að
námið samtvinnist meira annars
vegar grunnnáminu í fjölbraut-
askólunum og hins vegar fljóti
það meira saman við Háskólann.
Landbúnaðarins vegna tel ég að
eigi að skoða hvort ekki fari best á
því að landbúnaðarskólamir færist
undir hið almenna menntakerfi."
-Þú vilt ltka breytingar
varðandi skógrækt og
landgræðslu, ekki satt?
„Þar er, eins og annars staðar í
þjóðfélaginu, svo margt að
breytast. Aður fyrr sá Skógrækt
ríkisins nánast um allar
framkvæmdir í skógrækt. Nú eru
komin sérlög um landshlutabund-
in skógræktarverkefni. Þar eru
sérstjómir, sérlög og sérreknar
verklegar framkvæmdir og það
eru bændur sem sjá utn það. Hlut-
verk Skógræktar ríkisins er að
breytast frá því að vera aðal-
framkvæmdaaðili í það að vera
ráðgefandi. Þess vegna tel ég
nauðsynlegt að endurskoða nú lög
um bæði skógrækt og land-
græðslu. Ríkisvaldið á að leita
leiða til að sameina þessar
stofnanir, enda eru þær að vinna í
svipaðri grein, og nteð tilliti til
þess að ná fram meiri hagkvæmni
og skilvirkni. Ég tnun beita mér
fyrir því sem ég hef verið að tala
hér um á þingi en eins og allir vita
ganga mál hægt fyrir sig í
pólitíkinni. Það þarf líka víðfeðma
sátt um flestar breytingar þannig
að ekkert af þessu gerist í einu
vetfangi."
-Að lokum Kjartan, ætlarðu að
gefa kost á þér áfrani sem
þingmaður þegar þessu kjörtíma-
bili lýkur?
„Það er nú þannig að við emm
að fara inn í nýtt kjördæmi sem er
Suðurkjördæmið. Það er vissulega
ögrandi og spennandi að takast á
við það. Og að því gefnu að ég
kunni vel við þingmennskuna
þetta eina og hálfa ár sem eftir er
af kjörtímabilinu, þá sé ég ekki
annað en að ég muni gefa kost á
mér áfram," segir Kjartan
Ólafsson alþingismaður.
i.il'l i v! V,-;f i i’jficj
Fjós
Náttúruleg loftræsting
Fjósinnréttingar
Básadýnur
Flórsköfur
Haugtankar
Mykjudælur
Plastristar
VÉLAVAL-Varmahlíö m
Simi 453 8888 Fax 453 8828
Veffang www.velaval.is
Netfanq velaval@velaval.is
Skeramtíleg heimsúkn
Starfsmenn bú-og vinnuvéladeildar Ingvars Helgasonar
hf fengu skemmtilega heimsókn á dögunum þegar
Böðvar Ingi Sigurðsson renndi í hlað á nýuppgerðum
Massey Ferguson TEA 20 traktor árgerð 1955. Að sögn
Böðvars var vélin lengst af í eigu Hallgríms Stefánssonar
á Kjarvalsstöðum í Hjaltadal. Þegar hann keypti vélina þá
hafði hún staðið í 4 ár, en verið notuð ár hvert fram að
því. Vélin fór í gang eftir 4 ára stöðu og segir Böðvar að
hann hafi ótrúlega lítið þurft að gera fyrir vélina annað en
laga útlitið, og gaf hann varahlutadeild IH góða einkunn
fyrir að eiga og útvega varahluti í 46 ára gamla vél. En
þetta er ekki fyrsta dráttarvélin sem þessi 19 ára piltur
gerir upp því að fyrir 2 árum gerði hann upp Fordson
Major árgerð 1953.
Laust. Verð
23.460 kr. pr. tonn.
800 kg stórsekkir.
Verðkr. 19.368.
35 kg sekkur.
Verð kr. 926 kr.
Verð án VSK
Úrvals fóður á mjög
hagstæðu verði. Fóðrið
er gefið í einn tii þrjá
mánuði fyrir slátrun.
Skammturinn er yfirleitt
eitt til þrjú kíló á dag.
Nauta
eldis
FÓÐURBLANDAN HF.
Korngöróum 12, 104 Reykjavík. Sími: 568 7766
kögglar
Eldisfóður fyrir
nautgripi til
kjötframleiðslu
Kynntu þér efnainnihald, f
Efnainnihald Fóðursamsetning
FEm 98/100 kg Hveitiklíð 50%
Prótín 11,0 % Maís 41,75%
Aska 5,0 % Sykurreyrmelassi 5%
Fita 3,0 % Skeljakalk 2%
Tréni 5,0 % Fóðursalt 1%
FB302E* 0,25%
Fosfór 0,6 % 100%
Kalsíum 0,8 %
Magníum 0,2 %
Natríum 0,4 % *)FB302E
Inniheldur uppgefin
vítamín og snefilefni
íblöndun:
Kobalt-Co
Kopar-Cu
Járn-Fe
Mangan-Mn
Selen-Se
Joð-I
Sink-Zn
A vítamín
D3 vítamín
Alfa-tókóferól (E-vítamín)
105
PBV
g/kg þe.
2 mg/kg
30 mg/kg -35
25 mg/kg
100 mg/kg
0.35 mg/kg
5 mg/kg
100 mg/kg
10 a.e./g
2,5 a.e./g
50 mg/kg
og íblöndun!
AAT
g/kg þe.
iifnihfefl'
i i