Bændablaðið - 13.11.2001, Side 16
16
BÆNDABLAÐIÐ
Þriðjudagur 13. nóvember 2001
Lengsti túrinn var
1200 kílómetrar
„Að mínu áliti gengu þessir fjárflutningar
að vestan vel. Nýi vagninn sem rúmar
liðlega 400 lömb reyndist ágætlega. Það
gekk betur að athafna sig heima á bæjum
en ég hafði þorað að vona og þessi tækni að
lyfta gólfínu en bara allt önnur og þægilegri
vinnuaðstaða en maður hafði kynnst
áður" sagði lngólfur Hclgason bílstjóri á
Dýrfinnustöðum í Skagafirði. Ingólfur sá
um fjárflutninga af Vestfjörðum í
sláturhúsið á Sauðákróki í haust og notaði
m.a. við það gripaflutningavagn sem
fjallað var um hér í blaðinu á dögunum.
Alls voru liðlega 12 þúsund fjár flutt úr
Norður-ísafjarðarsýslu, Strandasýslu og
Vestur-Húnavatnssýslu til Sauðákróks í
sláturtíðinni í kjölfar lokunar sláturhússins á
Hólmavík og óvissu um rekstur á öðrum
sláturhúsum sem tilheyrðu Goða langt ffam
eftir suinri.
Ingólfur sagði að veðráttan hafi verið
sérlega hægstæð varðandi fjárflutningana og
aðeins í einni ferð hefði verið smávægileg
hálka. Síðasti túrinn vestur var sá lengsti, þá
voru eknir 1200 kílómetrar og tekið fé á 13
bæjum á svæðinu frá Dýrafirði í Kaldrananes-
hreppi. Þó svo að sauöfjárslátrun sé nú lokið
er vagninn enn í notkun. þegar fféttamaður
talaði við Ingólf var hann nýkominn af
Suðurlandi með 38 nautgripi sem fóru til
slátrunar á Sauðákróki og sagðist hann telja
að vagninn hentaði ekki síður til flutninga á
stórgripum en sauðfé. /ÖÞ.
Kúabúskai) lokiB í
BroúúaaBsbrepiil
Síðasti kúabóndinn í
Kollafirði, Guðfmnur
S. Finnbogason bóndi
á Miðhúsum í Brodda-
neshreppi á Ströndum,
rekur hér kúna Beru,
kálfínn Júní og nautið
Flekk þegar þau fóru
til nýrra heimkynna í
Barðastrandasýslu og
lýkur þar með kúa-
búskap í Brodda-
neshreppi sem verið
hefur viðvarandi frá
upphafí byggðar í
hreppnum. /GF.
Haustvinnslu kynbntamats i nautgriparækt árið 2001 lokið
lllánast öll nantin standa
áfram með þann gáða dóm
sem paufengu i febrúar
Eftir að núverandi kynbótamat í
nautgriparækt var tekið upp
hefur kynbótamat verið unnið
tvisvar á ári. Aðalvinnsla fer
fram í lok febrúar á hverju ári.
A grundvelli þeirra niðurstaðna
sem þá fást eru unnir
afkvæmadómar fyrir þann
árgang nauta sem kemur til
dóms hverju sinni. Þá er unnið
kynbótamat fyrir alla þá eigin-
leika sem slíkt mat er gert fyrir
hér á landi. í októbcr er síðan
unnið nýtt mat á grunni þeirra
upplýsinga sem þá hafa bæst við
frá því í febrúar. Það mat er að
vísu aðeins framkvæmt fyrir þá
eiginleika sem tengjast afurðum,
þ.e. mjólkurmagn og efnainni-
hald mjólkur.
Á síðasta ári var ákveðið, á
grundvelli þeirra niðurstaðna sem
þá fengust um nautin sem fædd
voru árið 1994, að taka stóran hóp
þeirra strax í notkun. Ljóst var að
yfirburðir þeirra umfrarn þann
nautakost sern þá stóð bændum til
boða sem reynd naut voru umtals-
verðir.
Nýjar upplýsingar
Nú liggja fyrir niðurstöður úr
haustvinnslunni 2001. Það sem er
forvitnilegast í þeim niðurstöðum
er staða nautanna frá 1994. Hjá
þeim hafa bæst við hlutfallslega
rniklar nýjar upplýsingar. Bæði er
um það að ræóa að enn eru að
bætast við nýjar dætur þessara
nauta sem komu síðla inn í ffani-
leiðsluna og það að hjá öðrum kúm
hefur bæst við hálft ár í ffam-
leiðslu. Nánast öll nautin standa
áfram rneð þann góða dóm sem
þau fengu í matinu í febrúar.
Nokkur þeirra hreyfast um eitt eða
tvö stig til hækkunar eða lækkunar
í einkunnum.
Galsi lœkkar í mati
Einu breytingamar sem eru
það miklar að eðlilegt er að nefna
hér eru að Galsi 94034 lækkar
nokkuð í mati, en stendur samt
áfram með mjög góðan dóm. Þessi
niðurstaða kemur vart á óvart því
þegar niðurstöður voru kynntar i
febrúar var því spáð að þetta
mundi gerast, á gmndvelli þess
sem niðurstöður fyrir framlengdar
afurðir kúnna sýndu. Þrátt fyrir
þessa lækkun er Galsi eftir sem
áður rnjög áhugavert naut til
frekari notkunar. Sveipur 94016
lækkar einnig í mati og stendur nú
aðeins með 90 fyrir mjólkurmagn,
en er áffam mjög hár í mati um
próteinhlutfall mjólkur, þannig að
kynbótamat hans er 100. Miðað
við hópinn í heild er hann því vart
injög áhugaverður valkostur til
notkunar áfram.
Eitt naut úr þessum árgangi
sem ekki er í almennri notkun sem
stendur virðist hækka talsvert i
mati eftir því sem meiri upp-
lýsingar koma um dætur og er það
Prúður 94030 frá Dýrastöðum sem
kemur nú meó 110 í kynbótamati
fyrir afúrðir og hækkar enn í
niðurstöðum úr framlengdum
gögnum. Þeir sem hafa kynnt sér
niðurstöður afkvæmadómsins frá
síðasta vetri þekkja hins vegar að
hjá dætrum þessa nauts voru
vísbendingar um veikleika i sam-
bandi við júgurhreysti.
Ekki sania flóðbylgjan
Með þær niðurstöður í
höndunum sem nú liggja fyrir er
nokkuð orðið hægt að skapa sér
hugmynd um hvemig nautin frá
1995 muni reynast um afurðahæfni
dætra. Fljótsagt er að mikið vantar
á að þar komi fram sama úrval
nauta og úr árganginum á undan.
Af þeirri ástæðu þykir engin
ástæða né þörf til að taka naut úr
þeim hópi til notkunar fyrr en
afkvæmadómur þeirra liggur fyrir í
febrúar. Því skai samt bætt við að
úr árganginum frá 1995 mun koma
eðlileg endumýjun í nautakostinn
af álitlegum kynbótagripum, þó það
verði ekki sú flóðbylgja sem þar
kom á síðasta ári./JVJ.
Látið vita um nautkálfa
undan úrvalskúm
Niðurstöðurnar úr haustvinnslunni nýtast einnig til endur-
nýjunar á nautsmæðraskrá. Sérstakt tilcfni er til að biðja bændur
sem eiga ungar úrvalskýr að vera vakandi fvrir að láta vita um
nautkálfa sem fæðast undan slíkum kúm og þeim nautum, einkum
frá árinu 1994, sem núna eru í notkun sem nautsfeður. Aldrei hefur
verið á ferðinni í kúastofni bænda jafn mikið úrval af álitlegum
ungum kúm. Fyrir ræktunarárangur skiptir miklu máli að þessar
kýr nýtist sem fyrst í ræktunarstarfinu. Miklu áhrifin frá þeim fást
ef tekst að finna strax ungar og betri nautsmæður en við höfum áður
haft. /JVJ
Sigurlína Tryggvadóttir og
Magnús Skarphéðinsson við
skólahúsið í Bárðardal.
M var ekki
bíltúraveður í
sumar"
samt svipnO og undantarið.
„Þrátt fyrir sólariítið sumar hér
í Bárðardalnum var aðsóknin
svipuð og undanfarin sumur.
Ferðir yfir hálendið færast
sífellt í vöxt en að þessu sinni
var þó minna um að hestamenn
kæmu til okkar," sagði Magnús
Skarphéðinsson. Magnús hefur
undanfarin þrjú sumur rekið
Gisti- og greiðasöluna Kiðagil í
Bárðardal. Með honum að
rekstrinum standa systir hans
Ásta og unnusta hans Sigurlína
Tryggvadóttir. Greiðasalan
Kiðagil er starfrækt í skólahúsi
Bárðdælahrepps. Opnað er um
20 júní og hætt í lok ágúst þegar
skólastarf fer í gang á ný.
Kiðagil er fyrsti þjónustu-
staðurinn þegar kornið er niður af
hálendinu og margir sem staldra
þar við, enda áfanga náð þegar
ferðamenn koma af Sprengisandi í
byggð jafnvel þótt hásumar sé. í
skólahúsinu er pláss fyrir um 20
manns i rúmum og 15-20 í svefn-
pokaplássi. Veitingar eru á boð-
stólum frá morgni til kvölds. Ásta
og Magnús eru fædd og uppalin á
Ulfsbæ i Bárðardal og Sigurlína
er einnig úr dalnum, frá Svartár-
koti. Þau þekkja því öll vel til á
þessum slóðum og hafa sumar-
vinnu við ferðaþjónustureksturinn.
Raunar koma ijölskyldur þeirra til
aðstoðar þegar mest er að gera t.d.
er boðið uppá kaffihlaðborð á
sunnudögum sem notið hefúr
mikilla vinsælda. Aðsókn að því
var þó heldur minni í sumar en
áður og segir Magnús að helsta
skýring á því sé að í sumar hafi
alls ekki verið veður til að fara í
sunnudagsbíltúr. Sumarið var
bæði frekar kalt og úrkomusamt
og alls ekki það veðurfar sem
ferðamenn óska sér./ÖÞ.
Eit þú etnmana?
Ertu í vanda?
VinaWnaitv
öfeeypis stntaþjönusta
f/rír 18 ára 09 eldri, er opin
á hvetju kvöUi fra 20-23.
100% tninaði heitíá.
•L&L
ujQ/9!C>e|qepuæg