Bændablaðið - 26.02.2002, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 26.02.2002, Blaðsíða 12
12 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 26. febrúar 2002 Eins og áður hefur komið fram er unnið að gerð nýs tölvu- kerfis fyrir skýrsluhald í sauð- ijárrækt. Núverandi tölvukerfí fyrir skýrsluhaldskerfi í sauð- ljárrækt á landsvísu er með því elsta sem þekkist, sennilega í heiminum öllum, en það er að grunni til um 30 ára gamalt. Með síaukinni tölvu- og netnotkun bænda hefur krafan um aðgengi að gögnum orðið háværari. Beintenging bœnda og búnaóarsambanda Meðal annars af þeirri ástæðu var ákveðið að byggja hið nýja tölvukerfí þannig að það byði upp á beintengingu bænda og búnaðar- sambanda í gegnum Intemetið. Þannig geta búnaðarsambönd þjónað betur bændum í návígi með nýjustu upplýsingar við hendina og þeir bændur, sem eiga þess kost geta nálgast gögn sín milliliðalaust í gegnum netið. Margvíslegir kostir fylgja því fyrir bændur að nota kerfi á netinu i stað hefðbundins forrits sem hlaðið er upp í einkatölvunni. Ekki þarf aó hafa áhyggjur af nýjum útgáfum (nýjasta útgáfan kemur alltaf upp á netinu), pláss- leysi á tölvu, brothættri inn- setningu forrits á tölvu, eyði- leggingu gagna, tölvuvírusum, o.s.frv. Þá verður kostnaður minni við gerð á nýjum útgáfum þar sem enginn kostnaður verður í út- sendingum o.þ.h. Endurbætur og nýjungar á kerfinu munu eiga sér stað jafnvel daglega hjá notendum. Þetta mun þýða lægra verð til notenda sem á að vega að nokkru leyti upp á móti þeim kostnaði sem hlýst af net- notkuninni. Styrkur að upphæð kr. 6.000.000,- fékkst frá Rann- sóknarráði ríksins til þessa verk- efnis, sem er ætlað að stuðla að netvæðingu bænda í hinum dreifðum byggðum. Tölvur Sauöfjárræktarkerfi Jón Baldur Lorange Finnn bundriið sauðfjárbœndur nota Fjárvís Sauðfjárbændur hafa verið mjög fljótir að tileinka sér tölvu- tæknina en urn 500 sauð- íjárbændur nota Fjárvís í dag. Fjárvís kom á markað árið 1994 og nú 8 árum seinna er um 55% af öllum skýrsluhaldsgögnum skilað á tölvutæku formi í gegnum Fjár- vís. Þegar Fjárvís kom á markað höfðu sauðljárbændur áfram val um að skila skýrsluhaldinu i bókarformi. Á sama hátt verður Fjárvís haldið við þannig að þeir bændur sem ekki geta eða vilja munu hafa þann kost að nota Fjár- vís áfram. Tölvutækninni fleygir fram og þeir sem þróa hugbúnað verða að horfa ffam á veginn þegar ráðist er í umfangsmikla hug- búnaðargerð. Það er óumdeilt að Netið er framtíðin. Ég tel það skyldu Bænda- samtakanna að hvetja bændur til að tileinka sér möguleika Inter- netsins á sama hátt og þau hvöttu bændur til tölvuvæðingar á sínum tíma. Landsbyggðin á allt undir að hún búi við viðunandi samband við Intemetið. Loforð Landssínians Við verðum að treysta því að stjómvöld sjái til þess að Lands- síminn hf. standi við loforð sitt um að tryggja öllum lands- mönnum a.m.k. ISDN netsam- band fyrir árslok. Bændasamtökin eiga jafnframt að þrýsta vel á Landssímann og stjómvöld í þessu máli. Það styrkir okkar stöðu gagnvart Landssímanum að geta bent á að Bændasamtökin em af fullum krafti að þróa hugbúnað fyrir netið. Fyrsta útgáfa af nýju sauð- fjárkerfi verður opnuð á netinu í byrjun næsta árs. Miðað við reynslu bænda af notkun kerfisins og ntiðað við stöðu á netsambandi fyrir bændur verður staðan metin að nýju og þá hvort nauðsynlegt verður að ráðast i gerð Windows forrits, sem yrði ótengt Intemetinu. Skólabúðirnar að Reykjum í Hrútafirði: Heimsúknin í sveiflna flestum ógleymanleg Sala á nautakjöti árið 2001 í ljós hefur komið að á síðari hluta ársins 2001 var vantalin sala á nautgripakjöt um rúmlega 200 tonn (7,5 t. af kálfakjöti, 50,5 t. af kýrkjöti og 147 t. af ungnautakjöti). Af þessu leiðir að í staó 4,2% sölusamdráttar á síðasta ári var í raun söluaukning um rúmt 1%. Þessar nýju upplýsingar gera það að verkum að ekki er enn hægt að birta nákvæmar tölur um flokkun gripa, meðalfallþunga og þ.h., en gert er ráð fyrir að þessar upplýsingar liggi fyrir er næsta Bbl. kemur út. Nýr vefur LKl Nú hefur LK opnað nýjan vef: www.kjot.is, en tilgangur vefsins er að hafa á aðgengilegan hátt allar upplýsingar um nautakjöt, eldun þess og neyslu! Á þessum vef er að finna ýmis konar upplýsingar um nautakjöt, uppskriftir og ýmis góð ráð. Ritstjóri vefsins er Kristín Linda Jónsdóttir, kúabóndi í Miðhvammi í Aðaldal. Aðalfundir uðildarfélaga LK Nú líður að aðalfundum flestra aðildarfélaga LK og em kúabændur landsins hvattir til að mæta á fundina og taka m.a. þátt í vali á aðalfundar- fulltrúum félaganna á aðalfund LK. Eftir breytingar á samþykktum LK frá síðasta aðalfundi verða fulltrúar í ár 33. Gisting í Reykjavík Að gefnu tilefni er bændum bent á að nú er hægt að fá leigða íbúð (í eigu BÍ) í Reykjavík á góðu verði. íbúðin er staðsett í Bogahlíð 10 (skammt frá Kringlunni) og geta allt að 7 manns gist þar í einu. íbúðin er fullbúin og fá leigjendur sængurfot og handklæði við komu. Ibúðin er leigð í sólarhring, yfir helgi eða i eina viku og kostar dagurinn kr. 3.000,-, en auk þess em rukkaðar kr. 500,- á hvem mann. Ef íbúðin er í útleigu á sama tíma og óskað er eftir leigu, hafa bændur einnig aðgengi að á þriðja tug íbúða í Reykjavík. Allar nánari upplýsingar gefur Katla í síma 897 4246 á milli kl. 9-17. Þá geta bændur einnig gist ódýrt á Hótel Sögu (kr. 6.660,- í tveggja manna herb.) eða Hótel Islandi (kr. 4.725,- í tveggja manna herb.), en eins og flestum mun kunnugt eru bæði þessi hótel í eigu BÍ. Bókun á hótelherbergjum er í síma 525 9900. Forntannafundur LK Miðvikudaginn 27. febrúar verður haldinn formanna- fundur LK. Aðalefni fundarins verður stefnumörkun nautgriparæktarinnar, en auk þess verða rædd ýmis önnur mál. Umsjón: Snorri Sigurðsson •4« Ai*qu«0«4 (O mufiM iú po ut}(i«y*0 mu Við leiki og störf ,,Hér dvelja bömin við ýmsa leiki og störf. Við byggjum þetta mikið upp á umhverfinu og náttúmnni hér að Reykjum. Þau fara í fjömferð og fá sögufræðslu um héraðið og staðinn sjálfan, Reykjaskóla. íþróttir eru líka stór þáttur í starfinu hjá okkur. Þá er farið á Byggðasafnið á Reykjum, en þar emm við með sérstaka sýningu um hákarlaveiðar forðurn daga. Einnig er bömunum kennd matargerð og tóvinna fyrri tíma. Og síðast en ekki síst er farið með bömin í heimsókn á bóndabæ, Tannstaðabakka, þar sem Skúli Einarsson býr og má segja að sú heimsókn sé hápunktur dvalarinn- ar hér fyrir flest ef ekki öll bömin," segir Þorvarður. Á myndunum hér fyrir neðan má sjá börn úr Álftanesskóla í heim- sókn á Tannstaðabakka. Heinisóknin að Tannstaðabakka Hann segir að þegar það sé nefnt að fara í heimsókn á bónda- bæ korni stundum neikvæður svipur á krakkana. En eftir heimsóknina bregðist það ekki að allir em ánægðir og kátir. Austum'ki veOjar á lifrænan landbúnaO Landbúnaðarráðherra Austur- ríkis, Wilhelnt Molterer, hefur tilkynnt að ríkisstjóm landsins stefni að því að lífræn ræktun verði aukin um 50% í Austurríki á næstu fimm árum. Landið hyggst þannig verða í forystu í lífrænum landbúnaði í Evrópu. Veittar verða 36 milljónir evra í þessu skyni og mun féð verða notað til að auka rannsóknir, leiðbeiningaþjónustu, menntun og markaðsfærslu lífrænna afurða. Þá standa bændum sem taka upp lífræna búskaparhætti til boða styrkir til byggingar útihúsa sem hönnuð em til nota við líffænan landbúnað, en litið er á það sem mikilvægt atriði þegar breytt er yfir í líffænan búskap. Við markaðsfærslu er ætlunin að leggja aukna áherslu á milli- liðalausa sölu til kaupenda, en nú eru um 80% líffænna matvæla seldar í stórmörkuðum. Nú em í Austurríki um 18.000 býli þar sem stundaður er lifrænn landbúnaður og um 8,5% af ræktunarlandi í Austurríki er í líffænni ræktun. Meira en helmingur neytenda i Austurríki kaupir reglulega lífrænt framleiddar búvörur. Vinsælastar eru ávextir og grænmeti, mjólkur- vömr og kjöt: (Landsbygdens Folk). „Skúli Einarsson hefur einstakt lag á að taka þannig á móti krökkunum að þau heillast af öllu sem hann sýnir þeim og segir frá. Hann sýnir bömunum ekki bara dýrin í húsunum hjá sér, heldur fræðir hann þau líka um líf og starf bóndans og landsbyggðina. Kennurum sem farið hafa með hópa til hans héðan frá Reykjum ber öllum saman um að Skúli sé einstakur kennari sent haft lag á að fanga hug bamanna og gcra þessa dvöl þeirra að Tannstaðabakka ógleyman- lega. Hann sýnir þeim fjósið, fer í gegnum mjaltahúsið og sýnir þeim hvemig bóndinn vinnur að rannsóknum á fmmutölu i mjólk og fleira. Hann sýnir þeim einnig heyið í hlöðunni. Hann sýnir alltaf tvær tegundir af heyi og útskýrir muninn á því. Síðan fá börnin að gefa nautum sem hann er með í fjósinu. Hann sýnir þeim hestana og loks fer hann í fjárhúsin. Að lokum endar hann með allan hópinn í samverustund inni í her- bergi sem hann hefúr innréttað til hljómsveitaræfinga og fleira. Þar er hann með trommusett og spilar fyrir þau lag sem hann samdi sjálfur og áður en samverustundinni lýkur fá allir að prófa að leika á trommuna. Undir þessum lið ræðir hann um gildi tómstunda þannig að hann er ekki bara að ræða við bömin sem bóndi heldur líka sem uppalandi. Mörg að kýnnast sveitinni í fyrsta skipti Þegar krakkamir eru famir til síns heima sendir Skúli þeim kort óg þakkar þeim fyrir komuna," segir Þorvarður.og bætir því við að þama kynnist mjög mörg bamanna sveitinni i fyrsta sinn. Mörg hafi komið í sveit yfir sumarið en ekki á þeim tíma sem öll dýrin em í húsi. „Það er afskaplega gaman að sjá hve mikil upplifun þessi heimsókn er fyrir bæjarbömin. Heimsókn til Skúla er án vafa eitt það vinsælasta í skólabúðastarfinu. Annars hefur starfið gengið af- skaplega vel og víð verðum vör við jákvæðni þeirra sem heimsækja okkur, þannig að rnaður getur ekki annað en verið ánægður með þetta," segir Þor- varður Guðmundsson. -íJO 013/ JlUiljlUCl .Uj go ?.nb icngio IrJ tznæl zrftote kólabúðirnar að Reykjum í Hrútafirði ^ hafa verið starfrœktar síðan 1988 og KJ hafa vinsældir haldistfrá upphafi. Þangað koma 11 og 12 ára gamlir nemendur af öllu landinu og dveljast í skólabúðunum ásamt kennurum sínum frá hádegi á mánudegi til hádegis á föstudegi. Þorvarður Guðmundsson skólabúðastjóri segir að í vetur muni á milli 2400 og 2500 börn heimsœkja staðinn. Börnin koma alls staðar að aflandinu en flestþeirra af þéttbýlissvæðinu á S-Vesturhorni landsins.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.