Bændablaðið - 26.02.2002, Blaðsíða 18
18
BÆNDABLAÐIÐ
Þriðjudagur 26. febrúar 2002
Framleiðslukerfi
í sauúfiámækt
Anýafstöðnum ráðunautafundi fjölluðu undir-
rituð um mismunandi framleiðslukerfi í
sauðijárrækt og var lögð áhersla á mis-
munandi sláturtíma. Grundvallaratriði er að fram-
leiðsla sauðíjárafurða skili sem mestum tekjum til
framleiðenda og taki mið af því markaðsumhverfi
sem við búum við. Tekjur sauðijárbænda hafa
verið óásættanlegar en jafnframt eru ákveðin
sóknarfæri sem vert er að nýta.
Likan fyrir mismunandi fram-
leióslukerfi
Sett er upp reiknilíkan til að
skoða mismunandi framleiðslu-
kerfi í sauðfjárrækt og hagkvæmni
þeirra. Tekin voru fyrir sjö fram-
leiðslukerfi þar sem sauðburður og
slátrun er á mismunandi tímum.
Gert er ráð fyrir 400 vetrar-
fóðruðum kindum i hverri leið og
1,7 lömbum til nytja eftir vetrar-
fóðraða á en 0,7 eftir vetrarfóðraða
gimbur. Endumýjunarþörf er 17 %
á ári og eru því settar á 68 gimbrar
árlega og 537 lömbum slátrað.
Reiknað með meðalburðardegi á
hefðbundnum sauðburði um 20.
maí en um 20. apríl þar sem
sauðburði er flýtt (leið 2). Í
töflunni er tekjum og kostnaðar-
liðum deilt á öll innlögð lömb.
Hafa verður í huga að
staðhættir og aðstæður fram-
leiðenda ráða mjög miklu um
hvaða leiðir eru færar.
Tekjur
Notað er meðalverð 2001 hjá
nokkrum afurðastöðvum í út-
reikningum afurðaverðs og tekið
mið af skilyrðum þeirra til álags-
greiðslna. Reiknað með álags-
greiðslum Markaðsráðs kindakjöts
eins og þær voru sl. haust.
Fallþungi og verð (kr/kg) í hverri
leið kemur fram í töflunni. í
leiðum 5-6 er reiknað með að rýja í
október lömbin sem slátrað er í
desember og fást þá um 450 kr/kg
fyrir ullina.
Kostnaður
Heyið er reiknað á 16 kr/FEm
og miðaö við að markaðsverð sé
3.500 kr/rúllu og 220 FEm í
rúllunni. 1 raun er kostnaður við
heyöflun meiri, en hér er litið á
þessa viðbótarheyöflun sem eins
konar jaðarkostnað. Þegar metinn
var kostnaður við grænfóðuröflun
voru ekki reiknuð vinnulaun við
ræktun þess, en áburður, fræ og
dráttarvélavinna. Reiknað er með
að fá 3000 FEm af repju á hektara
og að sumarafbrigði repjunnar sé
dýrara í ræktun en vetrarafbrigðió,
þar sem fræið er nokkuð dýrara.
Kjamfóðurverð er áætlað 40 kr/kg
enda sé um að ræða próteinríkt
kjamfóður með tiltölulega háu
fiskimjölshlutfalli. Kostnaður við
geldingu hrútlamba er áætlaður
150 kr/lamb og orma- og hnísla-
lyfsgjöf lamba sem tekin eru á hús
áætluð 30 kr/lamb. Gert er ráð
fyrir að í öllum leiðum nema leið 7
sé borið á 6 ha af há, 100 kg/ha af
Magna 1.
I öllum leiðum er sauóburður á
hefðbundnum tíma nema leið 2,
þar er sauðburður um 20. apríl. Í
leiðum 3-7 er lambfé rekið/flutt á
afrétt og smalað þaðan um 10.
september.
Vinnuþáttinn er mjög erfitt að
meta í öllum tilfellum en hér var
tekin sú ákvörðun að undanskilja
hann, þ.m.t. launakostnað við
heyöflun og grænfóðurrækt, vinnu
við flýtingu sauðburðar og gjafir
vor og haust.
Leið 1
Am og lömbum er beitt á
heintalönd frarnan af sumri en á
sumarrepju og tún í 30 daga frá
miðjum júlí. Lömbum sem ná 35
kg lifþunga er slátrað um 10. ágúst
og þau sem ekki ná þeim þunga
eru bötuð áfram til loka ágúst-
mánaðar. Gert er ráð fyrir álags-
greiðslum frá markaðsráði kind-
akjöts 500 kr/dilk fyrri hluta ágúst
og 200 kr/dilk í lok mánaðarins.
Álagsgreiðslur sláturleyfishafa eru
áætlaðar um 35 kr/kg að meðaltali
í fyrri slátrun og 16 kr/kg í seinni
slátrun. I leiðum 1 og 2 er gert ráð
fyrir það góðri flokkun að greitt
verði álag á allt innlagt kjöt og
útflutningsskylda sé 10% 13,-
31 .ágúst.
Leið 2
Ám og lömbum er haldið í
heimalöndum og beitt á góðan
úthaga fram til mánaðamóta júlí-
ágúst, en þá tekin á tún. Um
helmingi lamba slátrað í byrjun
ágúst og afganginum í lok
mánaðarins. Gert er ráð fyrir álags-
greiðslum frá markaðsráði kinda-
kjöts 600 kr/dilk í fyrri slátrun en
200 kr/dilk í seinni. Álagsgreiðslur
sláturleyfishafa í byrjun ágúst 50
kr/kg en 16 kr/kg í lok ágúst.
Utflutningur á sömu forsendum og
í leið 1.
Leiðir 3 og 4
Lömbuni er beitt á vetrarrepju
nteð aðgang að túni og úthága í 30
daga fram í október, minni lömb
eru bötuð frant að hrútafellingu.
Gert er ráð fyrir að meðalslátrunar-
dagur sé um 10. október. í leið 4 er
slátrað á 2ja vikna fresti og
sláturlömbin valin eftir þunga og
átaki, fæst þar með betri flokkun
og hærra meðalverð en í leið 3 þar
sem slátrað er tvisvar.
Leið 5
Lömbum er beitt á vetrarrepju
með aðgang að túni og úthaga í 30
daga. Hrútum og einlembings-
gimbrum er slátrað um 10.
október. Aðrar sláturgimbrar
teknar á hús um 10. október, rúnar
og fóðraðar á góðu heyi að vild og
100 g fóðurblöndu á dag fram til
slátrunar, um 10. desember. Gert
er ráð fyrir að útflutningsskylda sé
engin á seinni hópnum en 21% á
þeim fyrri. Álagsgreiðslur slátur-
leyfíshafa i desember eni áætlaðar
að meðaltali 24 kr/kg og reiknað
með að þær fáist á helming inn-
leggsins. Einnig fást 19 kr/kg í
vaxta- og geymslugjald í desember.
Reiknað er með að fyrir lömb sem
slátrað er í september-október fáist
274 kr/kg en aðeins 260 kr/kg fyrir
þau sem slátrað er í desember
vegna meiri fitufellingar, þ.e.
nteðalverð um 270 kr/kg.
Leið 6
Lömbum er beitt á vetrarrepju
með aðgang að túni og úthaga í 30
daga frá því í byrjun september
fram í byrjun október. Þau eru
tekin á hús og rúin um 10. október,
hrútar geltir og þau fóðruð á góðu
heyi og 100 g/dag af fóðurblöndu
og slátrað urn 10. desember.
Miðað við meðalflokkun í
desember 2001 má reikna með
meiri fitufellingu en í hinum
leiðunum. Álagsgreiðslur slátur-
leyfishafa 24 kr/kg á 20% inn-
leggsins. Vaxta- og geymslugjald
frá markaðsráði kindakjöts er 19
kr/kg og reiknað á allt innlegg en
engin útflutningsskylda.
Leið 7
Lömbum beitt á óáboma há og
úthaga að hausti og slátrað um
mánaðamót september-október.
Meðalverð áætlað 274 kr/kg í
samræmi við meðalverð í september-
október 2001.
Umrœður
Ljóst er að það framleiðslu-
kerfí sem skilar mestum tekjum er
sumarslátrun með sauðburð i apríl.
Á það skal minnt að ekki er
reiknuð inn aukin vinna við mis-
munandi aðferðir.
Fyrir þá bændur sem geta látið
æmar bera í apríl eða hluta þeirra
getur það verið hagkvæmt.
Þar sent hægt er að ná 15 kg
fallþunga eða meira án þess að
leggja í kostnað við haustbötun
lamba er það ekki síður hagkvæm
leið en hinar.
Bændur sem fá létt lömb af
afrétti og geta bætt fallþunga um 2
kg eða meira án þess að það bitni
verulega á fituflokkun eiga að
auka tekjur sínar með haustbötun.
Eldi lamba fram i desember er
óhagstætt rniðað við þær forsendur
sem gefnar em. Hagkvæmast er að
slátra lömbunum eins snemma og
kostur er miðað við vænleika og
flokkun. Misjafnt er milli af-
urðastöðva hve háar álagsgreiðslur
eru í boði og taka þær mið af fitu-
flokkun. Bændur verða að taka til-
lit til þessa þegar ákveðið er
hvenær senda á lömbin til slátrunar,
þ.e. að senda þau áður en þau falla
fyrir fitu. Væntanlega skapar ný
tækni við pökkun og geymslu kjöts
frekari sóknarfæri og möguleika á
auknu framboði á ferskvöru.
Skilaboð sláturleyfishafa frá
markaðnum em óljós. Æskileg
þyngd dilka til fersksölu er 13-15
kg, til vinnslu um og yfir 18 kg en
bóndinn fær yfirleitt hlutfallslega
mest fyrir þyngstu skrokkana.
Líkur benda til þess að verðlagning
dilkakjöts verði meira í þá átt að
greiða hærra verð fyrir lægri fitu-
flokkana en hlutfallslega minna
fyrir hina, miðað við það sem
tíðkast í dag. Væntanlega verður
lögð aukin áhersla á sumarslátmn
og hún styrkt með álagsgreiðslum.
Öllu skiptir í framtíð íslenskrar
sauðQárframleiðslu að framleidd
sé á sem hagkvæmastan hátt
markaðsvæn vara sem skili bæði
framleiðendum og úrvinnsluaðilum
viðunandi tekjum.
Anna Margrét Jónsdóttir
Ráðunautaþjónustu Húnaþings og
Stranda,
Fanney Ólöf Lárusdóttir
Búnaðarsambandi Suðurlands,
María Svanþrúóur Jónsdóttir
Búnaðarsamböndum Norður- og
Suður-Þingeyinga og Eyfirðinga
og Þröstur Aðalbjarnarson
Búnaðarsambandi Suðíiriands.
T ekjuforsendur Leið 1 Leið 2 Leið 3 Leið 4 Leið 5 Leið 6 Leið 7
Meðalþungi dilka kg. 15 15 16,5 16,5 16,5 17 15
Meðalv. innanl. kr./kg. 280 280 274 278 270 260 274
Meðalv. útflutningur 220 220 167 167 167 0 167
Vaxta- og geymslugjald 500 / 200 600 / 200 0 0 19 19 0
Álag afurðastöðvar 35 / 16 50 / 16 0 O 24 24 O
Ull kr/kg 0 0 O O 450 450 0
Tekjur kr/lamb 5.243 5.406 4.507 4.559 4.935 5.680 4.130
Kostnaður
Áburðurá há 25 25 25 25 25 25 0
Grænfóður 7 ha 528 0 395 395 395 395 0
Hey 16 kr/FEm 0 137 0 0 386 1.104 0
Kjarnf 40 kr/FEm 0 104 O O 84 240 0
Gelding 0 0 0 0 0 90 0
Ormalyf 0 0 0 0 11 30 0
Kostnaður kr/lamb 553 266 420 420 901 1.884 0
Nettótekjur kr/lamb 4.691 5.140 4.087 4.139 4.035 3.796 4.130