Bændablaðið - 26.02.2002, Blaðsíða 15

Bændablaðið - 26.02.2002, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 26. febrúar 2002 BÆNDABLAÐIÐ 15 skatt vegna dieseljeppa. Eigin vinnu bónda, maka hans og bama vegna framkvæmda og byggingar útihúsa ber að telja hér til tekna. Oendurkræfa styrki til að standa straum af kostnaði við mannvirkja- gerð, véla- og tækjakaup eða endur- bætur skal færa til lækkunar á stofn- verði viðkomandi eigna. Ef fjárhæð styrksins liggur ekki fyrir á sama ári og ffamkvæmdum eða kaupum á eignum er lokið skal lækka fýming- argmnn þessara eigna á fýmingar- skýrslu þess árs sem styrkurinn er greiddur. Færa skal fjárhæð styrks- ins sem frádrátt í sérlínu í dálk 3, þ.e.a.s. til lækkunar fymingargrunni í árslok næstliðins árs, og fram- reikna þannig nýjan fymingargrunn ársins, sbr. dálk 5. Rekstrargjöld Almennt unt útfyllingu rekstrargjalda - Gjöld skal tilgreina án virðis- aukaskatts. Gjaldaliðum í þessum kafla er skipt í þijá dálka m.t.t. virð- isaukaskatts: í dálk "Vsk. 24,5%" skal færa gjaldaliði sem myndað hafa stofn til innskatts í 24,5% þrepi. í dálk "Vsk. 14%" skal færa gjalda- liði sem myndað hafa stofn til innskatts í 14% þrepi. í dálk "Ekki vsk." skal færa gjaldaliði sem ekki hafa myndað stofh til innskatts. Gjöldin skulu talin fram án virðis- aukaskatts ef innskattað er í bók- haldi, en með virðisaukaskatti að öðmm kosti. Ef innkaup em bæði vegna virðisaukaskattsskyldra nota og nota vegna starfsemi sem er und- anþegin virðisaukaskatti, ber að færa þann hluta innkaupanna sem ekki varðar hina virðisaukaskattsskyldu starfsemi í dálkinn "Ekki vsk.". Skal nú vikið að einstökum liðum. 14 Fóður. í þessa línu skal færa keypt fóður á árinu. Undir þennan lið fellur m.a. kaup á kjam- fóðri, graskögglum, fóðursalti, lýsi og heyi. _ 15 Aburður og sáðvörur. I þessa línu skal færa kaup á áburði, fræi og útsæði. 16 Búvélar og bifreiðar (aðr- ar en fólksbifreiðar). í þessa línu skal færa allan rekstrarkostnað bú- véla og bifreiða annarra en fólks- bifreiða (þ.m.t. jeppa) skal þvi færa hráolíu, bensín, smurolíur, dekkjakaup, viðgerðir og vara- hluti, tryggingar og annan kostnað sem tilheyrir rekstrarkostnaði þessara tækja. 17 Rekstrarvörur. í þessa línu skal færa kostnað vegna rekstrar- vöm. Hér undir fellur t.d. girðinga- efni, rúlluplast, bindigam, kaðlar og hreinlætisvörur í fjósi. Hér skal einnig færa kaupverð eigna og eignasamstæða sem eru undir við- miðunarmörkum skv. 41. gr. skattalaga (139.778 kr. fyrirrekstr- arárið 2001) og er því heimilt að gjaldfæra að fullu á kaupári. 18 Ýmis aðkeypt þjónusta og fjallskil. I þessa línu skal færa ýmsa aðkeypta þjónustu og fjall- skil. Undir þetta falla t.d. lyf og dýralækniskostnaður, sæðinga- kostnaður, folatollar, sláturkostn- aður, kostnaður við bókhald og lögfræðiþjónustu fyrir búrekstur- inn og önnur aðkeypt þjónusta. Einnig skal færa hér kostnað vegna fjallskila. Aðkeypta þjónustu skal gefa upp á launamiða og skila með launaframtali. 19 Flutningar og búnaðar- gjald. í þessa línu skal m.a. færa kostnað vegna flutninga á mjólk, sláturfé og rekstrarvömm og bún- aðargjald. 20 Rekstrarkostnaður hús- næðis. í þessa línu skal færa rekstr- arkostnað vegna útihúsa. Hér skal einnig færa fasteignagjöld (fast- eignaskattar, lóðarleiga, vatns- skattur). í þessa reiti skal einnig færa allan viðhaldskostnað vegna húsnæðis. Endurbætur skal hins vegar færa til hækkunar á stofnverði viðkomandi eignar. Hér skal einnig færa leigukosmað vegna húsnæðis. 21 Kaupverð lífdýra. í þessa línu skal færa kaupverð lífdýra. Ef kaupverð lífdýra á árinu 2001 fer yfir 139.778 kr. þarf að dreifa gjaldfærslu kaupverðs. Ekki er heimilt að færa til gjalda matsverð keyptra lífdýra. Sundurliða skal keypt lífdýr eftir tegund á síðu 4, og tilgreina skal kaupverð, nafn og kennitölu seljanda á bls. 3 í kaflan- um "Greinargerð um eignabreyt- ingar í búrekstri og sundurliðanir". 22 Bifreiðakostnaður skv. RSK 4.03. í þessa línu skal færa kostnað af fólksbiffeið (þ.m.t. jeppa) sem bæði er notuð í eigin þágu og vegna atvinnurekstrar. Kosmaði vegna rekstrar biffeiðar skal skipt milli einkanota og at- vinnurekstrar eftir notkun hennar í samræmi við reglur sem koma ffam á eyðublaði RSK 4.03. Hér færist því aðeins sá hluti kostnaðarins sem er vegna atvinnurekstrarins. Yfirliti yfir kosmað hverrar einstakrar fólksbiffeiðar, þ.e. eyðublaði RSK 4.03, skal skila með skattffamtali. Kostnaður tilgreindur á RSK 4.03 skal byggja á kostnaðargögnum. 23 Ymis kostnaður. í þessa línu skal færa eftirtalda kostnaðar- liði: Auglýsingakostnaður, áskrift fagtímarita um landbúnað, félags- gjöld, hundafóður og jarðarafgjald. Niðurfærsla viðskiptakrafha, papp- ír, prentun og ritföng, sími og tryggingar, aðrar en vegna útihúsa og búvéla. Tækjaleiga, tölvukostn- aður og verðskerðingargjald. 24 Annað, hvað?. 1 þessa línu fellur allur kostnaður sem ekki er sérstaklega gert ráð fyrir að færist í aðrar línur. 25 Reiknað endurgjald. í þessa línu skal færa reiknað endur- gjald vegna vinnu manns við eigin atvinnurekstur og fýrir vinnu maka og bama innan 16 ára aldurs. Nán- ari sundurliðun skal gerð á bls. 1. 26 Laun (greidd laun og hlunnindi). í þessa línu skal færa öll greidd laun. Bent skal á að skila skal launamiðum vegna þeirra og láta þá fylgja launaframtali. 27 Launatengd gjöld. 1 þessa línu skal færa útgjöld vegna launa- manna sem reiknast af launum (bæði greiddum og reiknuðum) eða á annan hátt miðast við laun. Hér á meðal em t.d. iðgjald í líf- eyrissjóð (hlutur launagreiðanda), tryggingagjald og önnur hliðstæð gjöld. 28 Fyrningar og niðurfærsla. í þessa línu skal færa fymingar og niðurfærslu eigna skv. fymingar- skýrslu sem fylgja á framtali. Samantekt og hugleiðingar um rekstrarreikning. j þessu dæmi eru tekjur 10.415.879 kr og rekstrargjöldin 9.720.658 kr. Mis- munur er 692.221 kr. Bæði tekjur og gjöld em flokkuð eftir vsk. þrepum. Með tímanum munu þess- ar tölur gefa vísbendingu um það hvemig reksturinn gengur. Hagn- aður fyrir óreglulega liði er 692.221 kr. Það mætti vera meira. Einnig er fróðlegt aö bera saman mismun á tekjum og gjöldum eftir vsk. þrepum Aðrar tekjur og gjöld 29 Vaxtatekjur. í þessa línu skal færa allar vaxtatekjur sem féllu til á rekstrarárinu. Fjárhæð þessi skal stemma við vaxtatekjur sam- tals í efnahagsreikningi á bls. 3. Vaxtatekjur og verðbætur skulu færðar án ffádráttar fjánnagnstekju- skatts. Nú er það svo að ekki ber að skattleggja vaxtatekjur tvisvar. í flestum tilfellum hefur verið tekin staðgreiðsla af vaxtatekjum og þá upphæð þarf að fá endurgreidda. Það er gert með því að færa í þessu dæmi 6.205 kr (sjá mynd 4) á per- sónuffamtal (skattffamtal) reitur 309. Sú upphæð mun koma til ffá- dráttar á áíagningarseðli á ágúst. 30 Vaxtagjöld. í þessa línu skal færa öll vaxtagjöld sem féllu til á rekstrarárinu. Hér skal færa allan fjármagnskostnað rekstrarins, þ.m.t. þjónustugjöld og innheimtu- kostnað banka. Fjárhæð þessi skal stemma við vaxtagjöld samtals í efnahagsreikningi á bls. 3. Hér er komið að þeim lið ffam- talsins sem mörgum reynist erfitt að fylla út ef um verðtryggð lán er að ræða. Best er að færa vexti og verðbætur um leið og skuldir eru færðar. Nú' er hvert lán á -sérstök- um greiðsluseðli og hér er sýnis- hom af einum slíkum. Vextir og verðbætur eru 52.341 kr. Skuld í árslok er 437.499 kr, sjá mynd 5. Ef ekki tókst að greiða allar gjaldfallnar afborganir fyrir ára- mót er einfaldast að færa vanskilin í sérlínu á framtalinu. Öll lánin skulu færð eins og hjálagt sýnis- hom. Ef lánin em mörg skal leggja saman upphæðimar. Lán tekin hjá Lífeyrissjóði bænda tilheyra í sum- um tilfellum ekki búrekstrinum, heldur skattframtali og færast þá þar en ekki á landbúnaðarframtal. Vextir af þeim lánum sem hafa verið tekin út á íbúðarhús færast á skattffamtal. Vísitöluhækkun þess- ara lána má ekki færa eftir sömu reglu og hér er lýst, heldur má ein- ungis færa greiddar vísitöluhækk- anir, sjá leiðbeiningar RSK. 31 Verðbreytingarfærsla. í þessa línu skal færa verðbreyting- arfærslu. Útreikningur á verðbreyt- ingarfærslunni er sýndur á bls. 3. Veltufjármunir em helmingur bú- stofnsmats 3.809.500/2 = 1.904750 + 464.666 + 56.465 = 2.425.881 kr. Skuldir em 10.925.222 kr. Mismunur er 8.499.341 og margfaldað með 0,0861 = 731.793 kr. Þar sem skuldir eru hærri en veltufjármunir er þetta tekjufærsla og færist einn- ig á bls. 2 í línu 31. Tekjufærslu skal færa sem plústölu en gjald- færslu sem mínustölu. 32 Birgðabreyting. í þessa línu skal færa birgðabreytingu skv. uppgjöri á bls. 4. Birgðaaukningu skal færa sem plústölu en birgða- lækkun sem mínustölu. 33 Bústofnsbreyting. í þessa línu skal færa bústofnsbreytingu skv. bls. 4. Bústofnsaukningu skal færa sem plústölu en bústofns- skerðingu sem mínustölu. I þessu dæmi er bústofnsaukning 24.600 kr. Bústofninn hefúr aukist í verð- mæti og færist því sem tekjur. 34 Söluhagnaður. í þessa linu skal færa söluhagnað af seldum eignum á árinu. Útreikningur á söluhagnaði skal sýndur á fyming- arskýrslu. Það er gert í þessu dæmi og þar reiknast söluhagnaður af seldri vél 35.121 kr. Sjá fymingar- skýrslu, mynd 1. 35 Sölutap. í þessa línu skal færa sölutap af seldum eignum á árinu. Útreikningur á sölutapi skal sýndur á fymingarskýrslu. Niðurstaða Hagnaður fyrir óreglulega liði (aðrar tekjur og gjöld) var eins og áður segir 692.221 kr. Óreglulegir liðir nema 463.580 kr. Hreinar tekjur (hagnaður) er 231.641 kr. Er þetta ekki einmitt það sem sýnir á einfaldan hátt hvemig reksturinn kemur út? Nýja iandbúnaðarframtalið verður ársreikningur búsins. Hann sýnir hvort búið er rekið með hagnaði eða tapi, þegar fjölskyldan hefur reiknað sér laun. Rekstrar- reikningurinn gefúr glögga mynd af afkomu ársins og samanburð milli ára þegar fleiri uppgjör liggja fyrir. Efnahagsreikningur (sjá mynd 4) A efnahagsreikningi skal til- greina allar eignir og skuldir sem til- heyra búrekstri. Eignir og skuldir sem ekki em í beinum tengslum við rekstur búsins og tengjast ekki at- vinnurekstri skulu ekki koma á efnahagsreikning, heldur færðar í viðeigandi liði á persónuffamtali. Á efnahagsreikningi skal færa í ffemri dálk eignir og skuldir búsins í árslok 2001 en í aftari dálk skal færa eignir og skuldir 31/12 2000. Fyrst skal færa inn á dálkinn lengst til hægri „31/12 2000" af gamla ffamtalinu á það nýja. Sú breyting hefur verið gerð á efnahagsreikningi að hann getur verið tekinn beint úr bókhald- inu. Fasteignamat útihúsa og rækt- unar er ekki fært inn á þessa síðu heldur á bls. 1 eins og áður hefúr verið vikið að. Það er þó ekki að öllu leyti rétt. Land og hlunnindi em ekki færð á fymingarskýrslu og ffamreiknuð þar. Því verður að færa inn fasteignanratið í stað bókfærðs ■ Landbúnadarskýrsla framhaldsblað trrf&n....rf:?...’} ........... cftu/fXó (yó*r7c/rjs(jf/é//t Efnahagsroikningur 31. desember 2001 4>Y'/f.37‘ 364*? 2J 3«//^ 31.1*4001 1 aiáéue. IM1U o.) unatö rmMi 2-il 2 33 V 3YÍ.9U 56.Y6S \ e 5 2 2 .. i Vlðauplakrtivr Y36 Y3ÍS 5-33 SLf Ybfí66 * Aðrar |Mni>«nawg*f ttonir S 3 foi. 5/>o q.S2S.OV3 /o. ttS.LSÍ T L»nS oq Ntanmnal 3. í oo. OÞo 3. ooo S.SSL b/o.V Í2 556 ¥66 Eignir tamta.a CI-2C&) fbl. /S. 2/3. f/9 /g. ‘/35 f33 5 I • LAftMjóður lanðbiXtedMtnt (ff. ptfi 9 rits. )7sn sns t.SStiHo 7 iíl.Wo 10 VUSakeuakuktir >s' ’ 7 /5/ //£> UY LH 353. ÍS3 11 ógr*MWu> vw6it*ukMlu>0.u> / 23Y.5L1 /425 bé6 11 AiVftr úuldir, t‘grwn» . — / 32V éVÍ XY /2.34/3 2 isr sos „ M,. KjZaéC 2 í/i. fl _ '~SEtairiímu«\v 4 3/t. 3SL) /0 2214/33 /C.S3S3.XÍ su Ö s 14 CV*«l4rM>yrtun{«>-) ^ 7. V11. SLi 15 Itegmður UVlap M rdtetrl (-) XV. bY/ 1« ft.AnMjM.ou.wMdt.. 2. /bf.bVO 1T titwk'. {-) l ImmUg (♦} MgMida * z.tn //’ '* Endunwd gg *Arar nr*yt»ns«' • Mflte»»{+>-) f ftuM O. l./LUoS E«{p0iti umttii SktiMir og fé wmlili Z/wTi 7.4/33 si/ /S. 2/2. S/t igi/OSftS Gromargcrð um eignabroylingftr « búreKstn oq gunOurUðantr Verðbreytlnoarfwrslg | KitaO: SúMootÚnmaaU oj Bi/tikjdi'Wif • 273533' 4tjv « Hooia C 4/3 4)04/ ,/ i,oaih JbnUO*/ ■ 10117 321 'fé/fti bt /tf otttrf-^yúUupó JcJug*fv te«wur M||^ ^ • g.4/11371 \ d na’TtO 014*1- / 'tífj/xo1 ali/iUa ■/,/ y/i/ooKÍ /731313) I <? (jOO.OOdk) p c(*Jns/ctf A/jléf/ j tl 44004 *r jjj/zz/xs- i Gnrinargarð um akiptlngu mllll n aamrekatur (fólagabú) «r að naða =fl^ verðs. Hækkun milli ára færist á endurmat, lína 18. Eignir 1 Sjóður, bankainnstæöur og annað reiðufé. í þessa línu skal færa handbært fé í rekstri í lok reikningsársins, þ.m.t. innstæður sem ekki em bundnar til lengri tíma en eins árs. Hér getur því verið um eftirtalda liði að ræða: Sjóð, bankainnstæður og innistæð- ur á tékkareikningum. Þessi reitur getur ekki tekið neikvætt gildi. Ef yfirdráttur er á tékkareikningi, þá skal hann færður i línu 12 eða 13. 2 Birgðir: Hér skal færa allar birgðir í lok rekstrarársins. Hér fær- ast því t.d. birgðir rekstrarvara og á fjárhæðin að stemma við fjárhæð birgða samtals í árslok 2001 á bls. 4. 3 Viðskiptakröfur: í þennan reit skal færa þær viðskiptakröfúr sem myndast hafa við sölu á vöm og þjónustu í rekstrinum, en ekki hafa fengist greiddar í árslok. Hér kæmi því til dæmis inneign hjá slát- urleyfishöfúm, mjólkurbúum og kröfur vegna sölu á greiðslúmarki. 4 Aðrar peningalegar eignir: Hér færast aðrar peningalegar eign- ir sem ekki færast í aðra reiti hér að framan og telja skal með í stofni til verðbreytingarfærslu, svo sem inneign virðisaukaskatts, bundnar bankainnstæður, langtímakröfúr, fyrirffamgreiðslur og skuldabréf. 5 Bústofn. Hér skal færa heild- armatsverð bústofns. Þessi fjárhæð á að stemma við bústofnseign í árslok á bls. 4. 6 Varanlegir rekstrarfjár- munir skv. fyrningarskýrslu. Hér skal færa samtölu bókfærðs verðs allra varanlegra rekstrarfjármuna, annarra en lands og hlunninda. Fjárhæðin á að stemma við samtölu á bókfærðu verði þessara eigna í dálki 12 á fýmingarskýrslu, sem fýlgja skal skattframtali. í þessu dæmi er bókfært verð allra eigna á fymingarskýrslu 9.523.043 kr. Fasteignir skal því ekki færa á fasteignamati. Eignarskattstofn er leiöréttur til fasteignamats á síðu 1. 7 Land og hlunnindi: Hér skal færa fasteignamat á landi og hlunn- indum. Mismunur á fasteignamati milli ára færist á endurmat. 8 Aðrar eignir, tilgreina: Hér skal færa allar aðrar eignir í rekstrin- um sem ekki falla undir neitt af of- angreindu, t.d stofnsjóð. Tilgreina skal um hvaða eignir er að ræða. Staðgreiðsla af fjármagns- tekjum. I þessa reiti er færð stað- greiðsla skatts af arði og vöxtum í rekstri á árinu 2001. Staðgreiðsla samtals er færð í tölulið 4.4 (reit 309) á persónuframtali. Skuldir og eigið fe' Skuldir í árslok 2001 skal telja á nafnverði að viðbættum verðbót- um á höfuðstól skuldarinnar í árs- lok, miðað við vísitölu í janúar 2002. Skuldir í erlendri mynt skal telja á sölugengi í árslok. Áfallna vexti frá siðasta gjalddaga til ársloka skal einnig færa til skuldar. Skuldir 9 Lánasjóður landbúnaðar- ins: Hér skal færa skuld við Lána- sjóð landbúnaðarins. Undir "Vext- ir og verðbætur" skal færa vaxta- gjöld og áfallnar verðbætur á ár- inu. (Sjá mynd 5) 10 Viðskiptaskuldir: í þessa línu skal færa allar viðskiptaskuld- ir, t.d. skuldir við kaupfélag og skuldir við flutningsaðila, þ.m.t. vexti og verðbætur af þeim. Lánasjóður 1 an db diiaða r i n a Laugavegí 120 105 Reykjavlk Tnuhi 0390-62-013692-020 7529916 Grelðandit INNHEIMTA 15.11.01 Jo n (Jon 4 iOAn Eindagi 15.12.01 viðtakandi: Kt 491079-0299 Lánasjóður landbúnaðarina Auatuivegur 10 800 öelfoats Lán 75279160 Ötgd. 15.11.1981 Unnh. kr 96.600 Fjós. Veð Tlœabil. 15.11.2000 - 15.11.2001 Atbo 20 af 030 Vaxtakjör: ST31 3.413 % Vextir VÍBÍtala.: LIúT 0003979/0004298 Kostnaður Bftirst. m/verðb. fyrír greiðslu.s Eftirst. m/verðb. ef.tir gteíðslu. : 100% Mlvtr. Vísitóluh*kkun láns..j ’/nef 5 Ef ekki er greitt fyrir eindaga reiknast dagvextir frá gjalddaga. Vanskilagjald kr 350 reiknast eítir ei aga. Greiðist 1 banka, innáborgur. er heirnil. 51.3VI .... 60.373,56 \ , \ •«MV",íTv|Vir ir.niÝ t-p', z;r\;

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.