Bændablaðið - 26.02.2002, Blaðsíða 8
8
BÆNDABLAÐIÐ
Þriðjudagur 26. febrúar 2002
GaÉBtýring í sauOQárrækt gagnrýnd
Hópur sauðfjárbœnda á Suðurlandi heldur uppi andófi
gegn gœðastýringu í sauðfiárrœkt og kom Ketill
Gíslason, bóndi í Meiri-Tungu í Holtum í
Rangárvallasýslu, fram í sjónvarpi fyrir þeirra hönd á
dögunum og lagðist fast gegn gæðastýringunni. Það
sem honum þótti helst að varðandi hana er að
landnýtingarþátturinn liggi ekki fyrir og að alltof
mikið skrifræði fylgi henni.
r
Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka Islands, segir
nauðsynlegt að fara yfir forsögu
gœðastýringarmáIsins þegar gagnrýni á borð við
þessa kemur fram.
Tók langan tíma
„Ég vil minna á að samningagerðin
varðandi gæðastýringuna tók langan tírna og
það var ekki auðvelt að ná samkomulagi vió
ríkisvaldið um aukna fjármuni til
sauðfjárræktar. Það korn strax fram hjá
ríkisvaldinu að forsendan fyrir auknum
fjármunum til sauðfjárræktarinnar væri að
einhver framþróun ætti sér stað varðandi
atvinnuhætti og hugsunarhátt i greininni.
Við veltum vöngum yfir þessu á allmörgum
fundum og völdum síðan leið
gæðastýringar. Við völdum hana vegna þess
að hún er að ryðja sér til rúms, bæði í
atvinnurekstri í þjóðfélaginu hér á landi og í
löndunum í kringum okkur, sem tæki til
þess að fá menn til að vinna betur úr því
sem þeir hafa. Einnig til að ná betri árangri í
rekstri og þar með auka tekjumar og um leið
að vera með öruggari vöru," segir Ari.
Hann segir að það gæðastýringarkerfi
sem valið var sé þróað í Noregi og hafi
verið þar í notkun í hartnær fímm ár. Um sé
að ræða íslenska útfærslu á norska
gæðastýringarkerfinu, sem orðin er góð sátt
um þar i landi.
777 styrktar á tnarkaði
„Vió vitum að það er mikil harka á
íslenskum kjötmarkaði. Þess vegna er það
mikilvægt fyrir landbúnaöinn, og ekki síst
sauðfjárræktina, að geta sýnt fram á hvernig
framleiósluferilinn er. Við stefnum að þvi
að gæðastýringin verði til að styrkja
dilkakjötið á markaði á næstu árum þegar
kerfið verður komið í framkvæmd. Það er
því ekkert óeðlilegt við það að eitthvað af
þeim fjármunum sent ríkisvaldið setur í
stuðning við sauðfjárræktina, sé tengt því að
í gangi séu framfarir og ekki sjálfgefið að
greiða eftir sama kerfi og um var samið
1995. Sá samningur var til ákveðins tíma og
þessi samningur raunar líka. Það er mikill
misskilningur þegar talað er um að með því
að leggja áherslu á gæðastýringuna sé verið
að taka frá þeim sem ekki eru með í henni.
Staðreyndin er sú að ef gæðastýringin, eða
önnur sambærileg aðferðarfræði við að þróa
greinina, hefði ekki komið til þá hefðu
fjármunir í samningnum orðið minni."
Ari segir að sér komi í sjálfu sér ekki á
óvart sú andstaða gegn gæðastýringunni,
sem nú er uppi á Suðurlandi, því að nánast
þriðji hver sauðfjárbóndi á landinu greiddi
atkvæði gegn samningnum í almennri
atkvæðagreiðslu á sínum tíma.
Landnýtingarþátturinn
Sunnlendingar segja í andófi sínu gegn
gæðastýringunni að ekki sé búið að ganga
frá landnýtingarþættinum í samkomulaginu.
Ari var spurður um þessa gagnrýni.
„Við bændur höfum verið skammaðir
fyrir landnýtingu í tengslum við sauðfjár-
rækt í áratugi. Okkur var legið á hálsi fyrir
að ekkert tiliit skyldi tekið til landnýtingar í
samningnum 1995. Ég er viss um að þetta
hafói neikvæð áhrif á markaðsstöðu kinda-
kjötsins. Við urðum sammála unt þaö í
samninganefndinni nú að eðlilegt væri að
þeir sem í raun væru að spilla landi fengju
ekki sama stuðning til frantleiðslu sinnar og
hinir sent ekki spilla landi. Það var því gert í
góðu samkomulagi að taka landnýtingar-
þáttinn inn í samninginn. Þá var reynt að
hafa í huga, og var skjalfest í vilja-
yfirlýsingu með samningnum, og raunar að
hluta í samningnum sjálfum lika, að þeir
bændur sem hafa beit fyrir sitt búfé án þess
að spilla landi komist inn í gæðastýringuna.
Við höfum haldið því fram undanfarin ár að
sárafáir bændur séu í raun að spilla landi.
Það er til að mynda fram komið að
meirihluti afrétta Sunnlendinga cr í framför.
Við höfum frá því að samningurinn var
gerður verið að vinna að útfærslu á mati á
landi og mati á úrbótum. Ég trúi því að
langflestir sunnlenskir sauðfjárbændur fái
annað hvort viðurkennt að þeir séu með
næga beit ellegar að samkomulag verði um
það hvemig hægt er að bæta land þeirra og
skipuleggja beit þannig að hún verði í góðu
lagi. Þess vegna tel ég að þegar upp verður
staðið verði mjög fáir bændur á Suðurlandi
sem fái ekki vottun landnýtingarinnar
vegna."
Skrifrœði í gœðastýringu
Sunnlenskir bændur benda líka á í sinni
gagnrýni að mikil bókhaldsvinna fylgi
gæðastýringunni.
„Það er rétt að það er þónokkur skráning
í gæðastýringu, enda byggist hún á því að
menn skrái niður það sem þeir em að gera.
Bæði er það til að geta sýnt fram á fram-
leiðsluferilinn og líka til að geta lært af því
á næsta ári. í yfirferð á gæðahandbókinni
sem kynnt var á síðasta ári hefur verið
ákveðið að draga ofurlítið úr skráningu og
gera hana eins einfalda og mögulegt er
þannig að hún á ekki að vera ofviða
nokkrum manni og hún tekur ekki marga
klukkutíma á ári. Þar fyrir utan fer nokkur
tími í að rnerkja og halda bókhald um
sauðfé. Hluti af trúverðugleika í búvöm-
framleiðslu er skynsamleg notkun lyfja.
Lyfjagjöf verður ekki skráð og sannreynd
nema menn geti skráð hana á einstaka gripi
og þá verða þeir að vera merktir. Þess vegna
er útilokað að komast hjá því í framtíðinni
að bændur merki sitt fé."
Ari segist von að landbúnaðarráðuneytið,
Alþingi og bændur í sameiningu fínni lausn
á þessu máli sem allir geti unaó við.
„Hitt veróa menn að athuga að það tekst
aldrei að ná fullri samstöðu urn
kjarasamning, alveg sama hvernig hann er,
og því hlýtur meirihlutinn að verða að ráða,"
segir Ari Teitsson.
Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra:
Neytendur vilja hekkja
Guðni Ágústsson landbúnaðar-
ráðherra segir í upphafi að þetta
sé fyrsti samningur um fram-
leiðslu sauðfjárafurða sem
gerður hefur verið sem farið
hefur í almenna atkvæðagreiðslu
meðal sauðfjárbænda. Lýðræðið
hafi fengið að ráða því hvort
menn samþykktu samninginn
eða ekki. Tveir þriðjuhlutar
sauðfjárbænda samþykktu
samninginn, sem er afgerandi
meirihluti.
„í raun fylgir þessum sauð-
fjársamningi mikil breyting á bú-
skapnum. Það er krafa um ræktunar-
búskap, ákveöin skilyrði og allt
hefur þetta mikil áhrif til að skapa
samstöðu. Við þekkjum það að
neytendur hér á landi, og ekki
síður annars staðar í veröldinni,
spyrja eftir vörum sem þeir geta
treyst. Neytendur vilja góða vöru
þar sem framleiðsluferillinn er
þekktur. Vottaðar vörur, hvort sem
þær eru lífrænar eða vistvænar, ná
allt öðmm árangri á markaðnum
og fá rniklu hærra verð en hinar.
Gæðastýringarsamningurinn snýst
því um að sauðfjárræktin fari inn á
nýtt skeið framfara."
Guðni segir þaó rnjög eðlilegt
að fram komi gagnrýni frá þeim
hluta sauðfjárbænda sem ekki
samþykktu, enda hræðist menn oft
hið óþekkta. Hins vegar er hann
sannfærður um að samningurinn
skipti sköpum fyrir sauðfjár-
ræktina bæði hvað varðar fjármagn
og nýja möguleika.
Gagnrýnin
„Nú gagnrýna menn tvö eða
þrjú atriði samningsins sem ég vil
gjaman fara yfir. Ég hef rætt við
bændur í Norður-Þingeyjarsýslu
sem em að fást við að þróa skrif-
finnskuna, sem kölluð er. Bændur
em almennt vel gefnir menn sem
kunna með skýrsluhald að fara.
Þeir bændur sem ég hef rætt þar
við segja mér að þetta sé ekki erfítt
verk. Þeir benda á að menn verði
að gera sér grein fyrir því hvað
rnenn þurfi að gera og hvað menn
geta gert. Á þessu segja þeir að sé
mikill munur. Það sem menn þurfa
að gera sé létt verk en benda á að
ekkert sé betri kaupauki fyrir
sauðfjárbændur en að taka þátt i
skýrsluhaldi. Merkja æmar sínar
og vita hvað þær heita, rnerkja
lömbin og fylgjast með þeim og
vita hvað hver ær gefur af sér. Þá
verða bændur að halda utan um
alla efnanotkun. Þar vega þyngst
áburður og lyf. Neytendur morgun-
dagsins vilja fá þessar upplýsingar.
Þess vegna verður þelta allt að
vera inni, segir Guðni."
Hann segir eðlilegt að þeim,
sem aldrei hafa merkt æmar sínar
eða lömbin að vori, vaxi verkefnið
í augum. Það sé hins vegar ljóst að
þeir sem ætla að vera með í gæða-
stýringunni verði að fara í þessi
verk. Guðni segir að það hafi
komið í ljós við rannsókn að þeir
sauðfjárbændur sem hafa stundað
skýrsluhaldi fá einu kílói meira í
meðalvigt á lamb heldur en þeir
sem ekki hafa fylgst með í gegnum
skýrsluhald. Þeir hafí líka fengið
að meðaltali hálfu lambi meira á
hverja á. „Þessa þróun viljum við
sjá almennt hjá sauðQárbændum.
Áð þeir nái meiri arði af sinum
búum en verið hefúr. Menn verða
því að taka þátt í skýrsluhaldinu ef
þeir vilja vera með í gæða-
stýringunni, jafnvel þótt það vaxi
þeim i augum."
Hvati til framþróunar
Guðni segir að þegar gæða-
stýringin byrjar að virka árið 2003
fái þeir bændur sem eru með í og
standast gæðastýringuna viðbótar-
greiðslur. Sumum þyki þetta órétt-
látt og segi peninga færða frá
einum bónda til annars. Þaö sé
hins vegar alrangt því þessir
peningar væru ekki þarna nenta
vegna gæðastýringarinnar. Það er
ekkert fært á milli heldur er þetta
greiðsla til þeirra sem taka þátt í
gæðastýrðu framleiðsluferli. Þetta
geti orðið til þess að sá sent er með
í gæðastýringunni til enda
samningsins fái um 20% meira en
sá sem ekki er með. Því megi hins
vegar ekki gleyma að hann leggi á
sig meiri vinnu eins og fyrr er
nefnt. Guðni segir að þetta sé ekki
ólíkt því bónuskerfi sem gildir í
fiskvinnslu. I gæðastýringar-
samningnum eru ákvæði um að
bændum bjóðist að fara á nám-
skeið og það muni skila þeint meiri
tekjum. Og hann bendir líka á að
þær auknu tekjur sem menn eru að
fá fyrir að taka þátt í gæða-
stýringunni hefðu aldrei komið inn
i samninginn ef hún hefði ekki
verið í honum.
Greiðslumarkið
„Viðskipti bænda með
greiðslumark komu inn á lokastigum
samningsins og eru þannig að
þegar 45 þúsund ærgildi hafa verið
keypt upp byijar frelsi með
greiðslumark. Enn vantar 1500
ærgildi til þess að þetta ákvæði
taki gildi en ég veit að það gerist
um næstu áramót. Eitt atriði sem
hefúr komið mér nokkuð á óvart er
andstaða við þá yfirlýsingu ríkis-
stjómarinnar að verja peningum
sem nemur 7.500 ærgildum til
þeirra svæða á landinu sem eiga
sér litla aðra atvinnumöguleika en
sauðfjárrækt. Þetta snýr ekki beint
að sauðljársamningnum en er
byggðastyrkur sem ríkisvaldið
hefur ákveðið að veita inn á
ákveðin sauðQárræktarsvæði. Þetta
eru fyrst og fremst peningar til
fólks, sem býr við takmarkaða
möguleika. Þetta verður ekki
söluvara heldur byggðastuðningur."
Landnýtingarþátturinn
Guðni segir að ekkert sé jafn
mikilvægt í dag og að ná sátt um
landnot. Hann segir það skipta mál
fyrir innanlandsmarkað og miklu
máli ef fótfesta næst með lamba-
kjöt á erlendum mörkuðum, að
lambið korni af landi sem sé í
jafnvægi eða framför og hægt sé
að sýna frani á að ekki sé verið að
níðast á landi. Hann fullyrðir að
bændur almennt vilji fara vel með
landið, hvort heldur eru heimalönd
eða afrétti.
„Þess vegna var það mikilvægt
í sambandi við sauðfjársamninginn
að sátt næðist um landnýtinguna.
Á síðustu árum hefur Landgræösla
ríkisins lagt mikið upp úr því að
vinna með bændum og fela þeim
framkvæmdarverkefni. Bændur
eru 550 í átaksverkefninu Bændur
græða landið. Sumir gagnrýna
Nytjaland hjá RALA. Það tel ég
vera rangt því Nytjaland er bara
upplýsingabanki sem segir fólki til
um hvemig landið er. Þar er bara
um staðreyndir að ræða. Ég tel
nauðsynlegt að þeir sem afréttina
nýta fari í samstarf við Land-
græðsluna um mörg atriði. Það
getur verið um hvenær fé fer á
afrétt, hvenær það er tekið af af-
réttinum. Það getur verið um
ákveðin svæði að ræða sem nauð-
synlegt er að girða af eða loka. í
þessu eru langar aðgerðaráætlanir
sem menn geta tekið þátt í. Mér
sýnist því að menn þurfi ekkert að
kvíða samstarfi við Land-
græðsluna um þessi atriði. Það
getur vel verið að einhver afréttur
verði ekki nýttur um alla framtíð
en það hefði líka orðið þannig
hvort sem samningurinn hefði
verið gerður eða ekki. Aðalatriðið
er að tengja starfið á milli
bændanna og Landgræðslunnar
sterkum böndum og inn í það sé
tengt að bændur fái vottun um
landnotin, skýrsluhaldið og annað
sem skiptir máli. Þetta á ekki að
vera flókið og ég vil hafa það sem
einfaldast og að innra eftirlitið
verði sem mest. Það þýðir ekkert
fyrir ntenn að segja nú til dags að
þeir vilji hafa skýrsluhald fyrir sig,
það komi engum öðrum við.
Neytendur heimsins spyrja eftir
framleiðsluferli vörunnar og munu
í framtíðinni velja vönt frá
bændum sem eru með í þróun eins
og þeirri sem hér er byrjuð," segir
Guðni Ágústsson.