Bændablaðið - 25.06.2002, Qupperneq 1

Bændablaðið - 25.06.2002, Qupperneq 1
ISSN 1025-5621 12. tölublað 8. árgangur Minkar og refir Styttri tfmi i súttkvi er ein ei forsendum hegkvæmni i loðdýrarækt Á einangrunarbúinu á Teigi í Vopnafirði, sem Samband ís- lenskra loðdýrabænda rekur, eru rúmtega 100 minkahögnar og 46 refir í sóttkví. Markmið innflutnings á kynbótadýrum er sá að veita nýju blóði í stofnana og hatda skyldleikarækt í skefjum. Innflutningnum er einnig ætlað að auka gæði og frjósemi og ná fram stærri dýrum. Dýrin á búinu eru í einkaeign margra bænda. Samkvæmt núgildandi reglum eiga refir að vera 12 mánuði í sóttkví en minkar í 16. Nú er unnið að endurskoðun reglu- gerðar um innflutning á kynbóta- dýrum og standa vonir til að sá tími sem þau þurfa að vera í sóttkví styttist verulega. Þetta er ein af forsendum þess að unnt sé að efla loðdýrarækt hér á landi, en áhættan er lítil þar sem kyn- bótadýr koma nú aðeins af svæðum sem eru laus við hættu- lega sjúkdóma. Minkamir hafa verið notaðir einu sinni í Danmörku. Þetta er í annað skipti sem þannig er staðið að innflutningi og að sögn Björns Halldórssonar, formanns SÍL, hefur þetta gefið góða raun. „Það er hægt að hafa gríðarleg áhrif á stofn með því að nota reynda högna. Á búinu eru ellefu mis- munandi Iitarafbrigði í mink og þrjú þeirra voru ekki til á landinu. Umrædd afbrigði seljast á mjög góðu verði á mörkuðum ytra. Aðeins eru 30 ár síðan eitt þeirra, Finn Jaguar, kom fram í Finn- landi, sagði Bjöm. Eins og fyrr segir em líka „reyndir“ refir á einangrunarbúinu. Þetta eru blá- refur og Shadow sem voru fluttir inn frá Finnlandi. Björn sagði að refimir væru afar stórir og miklar vonir væru bundnar við þá. Bjöm sagði nauðsynlegt að stytta dvalartíma dýranna í sóttkví enda hefðu aðstæður breyst frá því að núgildandi reglugerð var sett. Of langur - og ónauðsynlegur - tími í sóttkví drægi verulega úr því gagni sem bændur hefðu af dýrunum. „Það er vilji fyrir því að endurskoða innflutningsreglurnar þannig að þær nálgist okkar óskir. Ég á von á því að það geti gerst í haust,“ sagði Björn og hann gat þess að í Danmörku þyrftu minkar að vera þrjá mánuði í sóttkví samanborið við 16 mánuði hér. Bændur hafa nefnt sex mánuði sem heppilega lengd í sóttkví. „Á þann hátt er hægt að hámarka nýt- ingu dýranna án þess að veruleg áhætta sé tekin,“ sagði Bjöm. „Þessi breyting er ein af forsend- um þess að loðdýrarækt á Islandi geti keppt við nágrannalöndin." Síðasta blað fyrir sumarleyfi kemur út 9. júlí. Þriðjudagur 25. júní 2002 Björn Halldórsson með einn minkanna í einangrunarbúinu. Bændur á Vestfjörðum og flutningskostnaðurinn: Hutningskostnaður fúðupbætis iietur hækkað um 100% Bændur verða ekki hvað síst fyrir barðinu á hinum mikla flutningskostnaði á vörum, hvort heldur sem er sjóleiðina eða landleiðina. Og þeir sem búa fjærst höfuðborgarsvæðinu, eins og bændur á Vestfjörðum, flnna mest fyrir flutningskostnaðinum. Slœmt að missa Ríkisskip „Ég get nefnt þér dæmi af flutningskostnaði á fóðurbæti sem hefur hækkað um 100% á tveimur til þremur árum. Annar flutningur hefur ef til vill hækkað álíka mikið. Síðan er lagður virðisauka- skattur á allan flutning, svo sem heimilisvöru og aðra einkaneyslu. Sá virðisauki (áður söluskattur) er sérstakur landsbyggðaskattur sem meirihluti þingmanna virðist telja vera við hæfi. Við teljum okkur því ekki skulda rikinu mikið," sagði Birkir Friðbertsson, bóndi í Birkihlíð í Súgandafirði. Hann segir að um leið og rekstur Ríkisskipa lagðist af hafi skipaferðir strjálast og skip komið á færri hafnir, þótt stjómvöld hafi haldið öðru fram þegar fyrirtækið var lagt niður. Flutningskostnaður hafi líka hækkað í kjölfarið vegna þess að þá var farið að flytja vöruna landleiðina, sem er miklu dýrara flutningsmáti. Hann segir að mest alla þungavöra ætti að flytja sjóleiðina þó ferðir þar séu strjálari. Vörur eins og fóðurbæti sé hægt að panta með löngum fyrirvara og þörfin sé ekki mjög sveiflukennd. Birkir var spurður hvort bændur Það er dýrt að flytja vörur á milli landshluta. Myndin var tekin á Egilsstöðum. Bændablaðið/Baldur. á hans svæði hefðu kannað þann möguleika að flytja sjálfir inn fóðurbæti. Hann taldi að þann möguleika ætti að kanna en heildar- notkun á fóðurbæti sé ekki veruleg og því erfiðara um vik að ná fram Velpgni í súlu mjúlkur og mjúlkur- vara! Nú hefur verið gefin út „Reglugerð um greiðslumark mjólkur á lögbýlum og beingreiðslur til bænda verðlagsárið 2002-2003”. Þar kemur fram að greiðslumark mjólkur hækkar úr 104 milljónum lítra á yfir- standandi verðlagsári, í 106 milljónir lítra á því næsta. „Þetta er í fyrsta skipti sem greiðslumarkið vex um tvær milljónir lítra milli ára og það er að sjálfsögðu mjög ánægjuleg” sagði Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambands kúabænda í viðtali við Bændablaðið. „Mjólkin er sú hreinasta í heiminum, val á vöru- tegundum hefur tekist vel og markaðsstarflð hefur greini- lega skilað góðum árangri. Það er ástæða til að nefna sérstaklega ostinn og skyrið sem vörutegundir sem hafa verið í mjög góðri sókn, en al- mennt má segja að markaðs- setningin hafl gengið vel á liðnu verðlagsári.” Sjá nánar um reglugerðina á bls. 8. hagstæðum samningum. Ef af því yrði kæmi til greina að flytja inn laust kom, eða í stórsekkjum. Dýrari en betri þjónusta Ámi Brynjólfsson, bóndi að Vöðlum í Onundarfirði, segir að það hafi vissulega tekið í þegar flutningskostnaðurinn á fóðurbæti hækkaði um 100% enda þótt hann hafi ekki hækkað í takt við margt annað mánuðina á undan. „Ég held að það sé ekki spurning að flutningskostnaðurinn hækkaði þegar Ríkisskip voru lögð niður. En á móti kemur að þjónustan er betri. Nú getur maður pantað hlut og ef tekst að fá hann afgreiddan fyrir klukkan 17.00 og koma honum á vöruflutningastöð, þá er hann kominn vestur til okkar næsta dag. Áður varð maður að hugsa viku til hálfan mánuð fram í tímann," segir Ámi. Hann var líka spurður um hvort hann teldi mögulegt að bændur flyttu sjálfir inn sinn fóðurbæti. „Við höfum kastað þessu fram héma en höfum ekki kannað hvemig það kæmi út. Við höfum fylgst nokkuð með kaup- félaginu á Sauðárkróki sem flytur inn þann fóðurbæti og áburð sem það selur. Ég tel að það sé vel þess virði fyrir okkur hér á Vestfjörðum að kanna málið," sagði Ámi Brynjólfsson.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.