Bændablaðið - 25.06.2002, Qupperneq 6

Bændablaðið - 25.06.2002, Qupperneq 6
6 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 25.júní 2002 Bændablaðið er málgagn íslenskra bænda Staða Byggðastofnunar Frá örófí alda hafa landbúnaður og landsbyggð verið samþætt og svo er enn, þrátt fyrir að góðu heilli sé nú orðin fjölþættari öflug atvinnustarfsemi víða á landsbyggðinni. Landbúnaðinum er eigi að síður mikilvægt að lands- byggðin eflist og haldi sínum hlut í atvinnutækifærum, tekjum og hvers kyns þjónustu við íbúana. Jafnvægi í byggð landsins er þó ekki einkamál landbúnaðarins heldur sameiginleg stefna þjóðarinnar staðfest á Alþingi, m.a. með lögum um Byggðastofnun. Þau lög fá stofnuninni það mikilvæga hlutverk að vinna að eflingu byggðar og atvinnulífs á landsbyggðinni og skal stofnunin m.a. vinna að undirbúningi, skipulagi og fjármögnun verkefna og veitingu lána til eflingar atvinnu og nýsköpunar. Stofnunin skal einnig skipuleggja og vinna að atvinnuráðgjöf og fylgjast með þróun byggðar. í þeim fólksflótta af landsbyggðinni og samþjöppun folks, fjármagns og valds á suðvesturhominu sem við blasir er starf Byggðastofnunar því afar mikilvægt og brýnt að um það sé sátt og eining. Ekki skal hér lagður dómur á störf stofnunarinnar en mörgum mikilvægum verkefnum hefur hún lagt lið og má m.a. nefna að ábyrgð hennar á afurðalánum sauðfjár gerði hefðbundna slátmn sauðfjár á liðnu hausti mögulega. Vegna mikilvægis Byggðastofnunar er afar dapurlegt og raunar óþolandi fyrir landsbyggðina hvemig til hefur tekist um stjómun stofnunarinnar á liðnum mánuðum. Ætla má að deilur stjómenda hafi hamlað störfum og rýrt traust á stofnuninni og getu hennar til góðra verka. Því virðist skynsamleg sú ákvörðun stjómar- formanns og forstjóra að draga sig í hlé og gefa öðmm kost á að skapa stofnunninni þann sess sem henni er ætlaður lögum samkvæmt. Breytingar í yfirstjóm em þó engin trygging fyrir að stofnunin ræki sitt hlutverk með sóma. Þar þarf margt fleira að koma til. Stofnunin þarf aukið fjármagn og trausta fjármögnun til nokkurs tíma. Þá er hæft og ánægt starfsfólk lykill að árangri þessarar stofnunar sem annarra og fjárhagsleg og stjómskipuleg festa eðlileg krafa starfs- fólksins. í lögum um Byggðastofnun er gert ráð fyrir atvinnuráðgjöf í samstarfi við atvinnuþróunarfélög, sveitarfélög og aðra. Þannig gerir löggjafinn sér grein fyrir að samstarf við heimaaðila á hverjum stað er lykill að staðbundnum árangri og á því hljóta nýir stjómendur stofnunarinnar að taka fullt mark. Síðast en ekki síst verður stjórnunarfyrirkomulag stofnunarinnar að vera skýrt, en af fréttum síðustu vikna að dæma er óljóst hvort stjóm stofnunarinnar eða iðnaðarráðherra raunverulega tekur mikilvægustu ákvarðanir. Slík óvissa er enn varasamari vegna þess að við flutning stofnunarinnar út á land skapast aukin hætta á togstreitu milli iðnaðarráðuneytis og Byggðastofnunar um verkefni og völd. Byggðastofnun hefur augljóslega mikilvægu og vaxandi hlutverki að gegna. Það er á ábyrgð stjómvalda og þá ekki síst iðnaðar- ráðherra að skapa stofnuninni þau starfsskilyrði að henni sé kleift að gegna hlutverki sínu með meiri sóma en verið hefur síðustu mánuði. AT Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 4.200 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.000. Sími: 563 0300 - Fax: 552 3855 - Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason, blaðamaður: Sigurdór Sigurdórsson Netfang blaðsins er bbl@bondi.is Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Nr. 156 Blaðinu er dreift i 6.400 eintökum. Dreifing: íslandspóstur. ISSN 1025-5621 Landsmót hestamanna hefst á Yindheimameium föstudaginn 2. júlí og stefnir í að verða eitt umfangsmesta landsmótið til þessa. Fullyrða má að enginn einn viðburður hér á landi dragi að sér annan eins fjölda útlendinga og Landsmót hestamanna. Þúsundir erlendra áhugamanna um íslenska hestinn koma á landsmótið, sumir bara til að horfa á sér til ánægju, og aðrir til að kaupa hesta og fylgjast með framþróun í hrossarækt á Islandi. Um leið er mótið fjölskylduhátíð hestamannsins. Eins og gefur að skilja er landsmótið mikið fyrirtæki og tekur undirbúningur þess mörg misseri. Því til sönnunar má nefna að undirbúningur lands- mótsins sem haldið verður á Hellu eftir tvö ár er hafinn fyrir nokkru. Ómetanleg kynning Lárus Dagur PáJsson er ffarn- kvæmdastjóri Landsmóts hesta- manna á Vindheimamelum. Hann segir að landsmótin séu stærsta aug- lýsingin sem íslenski hesturinn fær. Til mótanna kemur fjöldi útlendinga og er þar um að ræða fólk sem eltir alla viðburði í kringum íslenska hestinn. Hér á landi fái þetta fólk að sjá íslenska hestinn eins og hann gerist bestur og fallegastur í sínum heimkynnum. Þetta fólk er líklegt til að kaupa hesta eða ferðast um náttúm landsins á hestbaki. „Þess vegna er það mjög mildlvægt að halda áfram að halda landsmótin annað hvert ár en ekki íjórða hvert eins og áður var. Ef við hugsum um allt það sem liggur undir í ferðaþjónustu varðandi landsmótið, í greininni sjálfti og öllum þeim iðnaði og þeirri verslun sem á sér stað varðandi hestamennskuna, þá er það lykilatriði að menn nái að setja upp þessi mót með þeim hætti að þau beri sig tekjulega. Það gerist með aðgangseyri fyrst og ffemst. Hveiju móti fylgir fjárhagslega áhætta vegna þess að veður og vindar geta ráðið miklu um hver aðsóknin verður. Ef veður er gott koma þúsundir manna á mótið en ef það er rigning og rok koma færri íslenskir gestir. Utlendingamir sem ætla á mótið em komnir til landsins og munu því mæta hvemig sem viðrar. með vaming eins og reiðtygi, fatnað og annað sem viðkemur hestamennskunni." Gífurleg undirbúningsvinna -Eru margir í fullu starji við undirbúninginn ? „Noklcur hluti vinnunnar er sjálf- boðavinna. Framkvæmdanefndin vinnur mikið starf en ég er sá eini sem hef verið í fullu starfi við undir- búninginn. En nú á síðustu vikunum em það tugir manna sem vinna baki -Hvenær hófst undirbúningurinn fyrir landsmótið í sumar? „ Eg kom til starfa í febrúar síðastliðnum en ffamkvæmdanefnd skipuð fúlltrúum ffá nokkmm hesta- mannafélögum á Norðurlandi tók til starfa í miðjum júní í fyrra og hefúr lagt helstu línur. Fyrir þann tíma var stofnað félagið Landsmót hesta- manna ehf. (Lm ehf.) sem er í eigu Bændasamtaka Islands og Lands- sambands hestamannafélaga. Því félagi er ætlað að reka landsmótin í ffamtíðinni. I stjóm þess félags em þeir Sveinbjöm Sveinbjömsson, Sigurgeir Þorgeirsson og Pétur J. Eiríksson. LM ehf. gerði samning við Vindheimamela sf. um að reka þetta landsmót á Vindheimamelum í ár. Verkefnisstjóm Vindheimamela hefur borið hitann og þungann af verklegum framkvæmdum á staðnum ásamt hestamannafélögum í Skagafirði. Það þurfti að endurgera vellina, stækka áhorfendasvæðið og lagfæra byggingar. Þama var lagt stórt og mikið torg sem á verður þjónustusvæði fyrir veitingar og skemmtanir. Veitinga- og skemmti- tjöld verða í tæplega 1200 fermetmm og eins og útlitið er í dag má búast við að þama verði ýmsar verslanir LANDSMÓT 2002 brotnu við að klára dæmið. Svo em það auðvitað hrossaræktendur sem em með aðalsýninguna á mótinu sem em kynbótasýningamar. Þar kemur ffam sú mikla breidd og allt það besta sem úl er í íslenskri hrossa- rækt. Þeir em búnir að standa í undirbúningi mánuðum saman úl þess að geta komjð með viðkomandi hest ffam á réttu augnabliki. Fróðir menn telja að sjaldan eða aldrei hafi komið fram jafti stór hópur afburða hrossa og nú. Það er því erfitt að segja til um hve margir komi að undirbúningi mótsins. Eg geri ráð fyrir að starfsmenn á móúnu sjálfu verði um eða yfir tvö hundmð þegar allt er talið. -Liggur fyrir hvað mótshaldið kostar? „Að sjálfsögðu liggur fyrir fjár- hagsáætíun fyrir mótið. Við miðum fjárhagsáæúunina við að mótsgestir verði ekki færri en 6 þúsund, þó við viljum að sjálfsögðu sjá mun fleiri. Þá emm við með öfluga styrktaraðila sem em Flugleiðir, Islandsbanki, Toyota, Vífilfell og Eimskip. Að- gangseyrir er 7.500 krónur fyrir fullorðna og þá emm við að tala um alla mótsdaga. Síðan lækkar hann í 6 þúsund krónur kl. 23.00 á föstu- dagskvöld og í 3.500 krónur á laugardagskvöldinu. Fyrir unglinga er aðgangseyrir aðeins 1.500 krónur en ffítt fyrir 12 ára og yngri. Þess vegna er landsmóúð afar fjölskyldu- væn skemmtun. Sem dæmi má nefna að ekkert gjald er tekið fyrir tjaldstæði. Hin ýmsu hestamanna- félög æúa að slá upp tjaldbúðum fyrir sína félaga og svo em góð tjald- stæði fyrir almenning." Fjölskylduhátíð -Þið óttist ekki unglingafár eins og stundum verðurá útihátíðum? „Við emm ekki að markaðssetja móúð sem útihátíð. Við leggjum mikið upp úr því að vera með fjöl- breytta skemmtidagskrá. Þama verða tónlistarmennimir KK og Magnús á fimmtudagskvöld, Stuð- menn á föstudagskvöldið og Papar á laugardagskvöld. Að auki verður mjög fjölbreytt skemmúdagskrá á svæðinu, en þar má t.d. nefna Karla- kórinn Heimi og Álffagerðisbræður. Einnig verður leikvöllur á staðnum og boðið upp á bamapössun og óvæntar uppákomur sem munu vekja athygli. Þetta er fjölskyldu- hátíð hestamannsins." -Er þetta landsmót viðameira og glœsilegra en nokkru sinnifyrr? „Eg þori ekkert að segja um það. Hins vegar höfúm við og munum leggja okkur alla ffam um að hafa þjónustu fyrir mótsgesú sem allra besta. Láta þá dagskrá sem tengist hestum ganga upp og vera á úma. Bjóða upp á fjölbreytt og menningar- leg skemmúatriði. Að móúnu loknu verða aðrir að dæma um það hvort á Vindheimamelum hafi farið ffam glæsilegasta Landsmót hestamanna úl þessa." Um þúsund hross -Við höfum verið að tala um mannfólkið. Snúum okkur aðeins að þeim sem allt snýst um, hestunum. Verða þeir fleiri á þessu móti en áður hefur verið? „Það kæmi mér ekki á óvart, án þess þó að ég vilji fullyrða nokkuð um það. Við reiknuðum það saman einhvem úmann að það gætu orðið í kringum eitt þúsund hross sem fram koma á móúnu. Lágmörkin úl að komast á móúð hafa að vísu verið hækkuð í ýmsum greinum, eins og skeiði og tölú. Sömuleiðis þurfa kynbótahross hærri einkunnir til að komast inn en áður hefur verið. Þetta gæti orðið til einhverrar fækkunar hrossa. En það má heldur ekki gleyma því að ffamfarir í hrossarækt hin allra síðustu ár eru miklar og koma þama á móti og því er alveg eins líklegt að kynbótahross á þessu landsmóti verði fleiri en á síðasta móú. Láms Dagur segist í lokin vilja skora á fólk að koma í Skagafjörðinn og mæta á landsmótið. Fjölskyldu- fólk sem hefur áhuga á hestum fær ekki aðra daga betri en landsmótið. Stemningin á landsmótum er einstök og fyrir henni er rík hefð og hann segist ekki hafa ástæðu úl að æúa annað en að svo verði áffam.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.