Bændablaðið - 25.06.2002, Qupperneq 7

Bændablaðið - 25.06.2002, Qupperneq 7
BÆNDABLAÐIÐ 7 Þriðjudagur 25.júní 2002 Konur lœra að stjórna hundum sambjóða hagagæðum á sumrin. 4. Lömb skulu hafa svo mikla mjólk sem þau geta torgað framan af stekkjartímanum. 5. Snemma skal lömbum stía á kvöldum og hleypa snemma til á morgnum. 6. Eld skal í stekk bera. 7. Krær skulu vera kaldar og rúmgóðar og þurrar. 8. Allar ær skulu heim að stekknum rekast, þó ei borið hafi eða hafi nýborið. 9. Lýsi skal í lömb bera, jafnvel þó öngva lús hafi. 10. Til brundsauða skulu veljast, þau vænstu og félegustu einht lömb, sem eru undan þrifagóðum, ullar- góðum ám, þrevetrum og íjögra- vetra, þeim sem vel mjólka og vel ganga á vetur og eru af happagóðu undaneldiskyni. Hrafnkell Lárusson. Leifshátíö 2002 Fjölskylduhátíðin að Leifs- stöðum verður nú haldin í þriðja sinn á völlunum við Eiríksstaði í Haukadal í Dalasýslu. Hún hefst föstudaginn 12. júlí. Meðal efnis- atriða á dagskrá eru: Víkinga- búðir, handverksmarkaður, íþróttakappleikar og heyskapur að gömlum hætti þar sem allir fá að taka þátt í vinnu. Þá mun vinnu- fólk ungt sem aldið fá sendan viðurgjörning út á engjar, t.d. kakódrykk í flösku sem sett hefur verið í ullarsokk.Tónlist og sagna- stundir. Dansleikur bæði föstudags- og laugardagskvöld. Viðar Jónsson og Anna Vilhjálms sjá um dans- tónlist. Innanlærisvöðvinn Frá því var skýrt í fréttum að hjúkrunarkona hefði rekið fótinn í skemil og meitt sig. Hún fór í mál við Landsspítala Háskólasjúkrahús og fékk 8 milljónir króna í bætur. Hjálmari Freysteinssyni varð að orði: Hún af öðrum hjúkkum bar um heildarverðið enginn spyr, en innanlærisvöðvinn var virtur á átta milljónir. Eins og undanfarin ár hefur Gunnar Einarsson, bóndi á Daðastöðum í Öxarfirði, farið um landið og haldið hundahlýðni- námskeið en hann er talinn einn snjallasti hundatamningamaður landsins. Svo vildi tii á Suðurlandi í vor að einungis konur mættu með hunda sína á námskeiðið. Jóna Sigþórsdóttir, bóndi á Skíðbakka II í A-Landeyjum, var ein þeirra sem fór með hund á námskeiðið. Hún sagði í samtali við Bændablaðið að hér hefði bæði verið um að ræða námskeið fyrir smalahunda og venjulegt hlýðninámskeið. Hún segir að Gunnar sé greinilega afar snjall hundatamningamaður og að þetta eina námskeið, sem stóð yfir helgi, hafi skilað miklu. Smalahundar tóku miklum framförum en sjálf sagðist hún hafa verið með sinn heimilishund sem sé dekurdýr en enginn smala- hundur og að hann hafi lært að hlýða á námskeiðinu. Gunnar kenndi konunum hvernig fara á að við að láta hundana hlýða og þeir sem voru með Border Collie smalahunda hafi lært hvernig á að stjórna þeim við smölun. Svona námskeið er samt bara byrjunin. Fólk verður að halda áfram að æfa hundana ef námskeiðið á að koma að gagni. A myndinni eru frá vinstri talið: Bertha í Miðhjáleigu, Guðbjörg á Skíðbakka, Sólveig á Kanastöðum, Gunnar kennari frá Daðastöðum, Elísabet frá Langholti, Guðfinna frá Selfossi, Guðbjörg frá Laugavatni, Regula frá Alviðruholti ásamt dóttur sinni og Kolbrún frá Hvammi. BBL/Mynd:Jóna Sigþórsdóttir. Fyrir tíma stálgrinda og örmerkja I. hluti Gamla myndin Gestir í síðdegiskaffi á Dagverðareyri við Eyjafjörð um miðja síðustu öld. Á bakhlið Ijósmyndar sem var í myndasafni BÍ segir að þarna séu meðal annarra Gunnar Kristjánsson bóndi, í dökkum samfestingi, og Elías gjaldkeri útibús Búnaðarbankans á Akureyri. „Þunnhærður maður t.h. í dökkri skyrtu“, eins og segir á bakhliðinni. Nú spyr Bændablaðið: Hvaða fólk er þetta og hvenær var myndin tekin? Oft hefur því verið haldið fram að sauðkindin hafi verið það sem hélt lífinu í íslensku þjóðinni í gegnum aldimar og gerði Is- lendingum kleift að lifa af hamfarir, drepsóttir og hungur. Hvort sem þessi fullyrðing er sönn eða ekki er ljóst að viðgangur sauðfjárins hafði mikil áhrif á lífskjör íslensku þjóðarinnar á öldum áður, þó að ýmislegt annað hafi einnig komið tíl. Hvemig svo sem í pottinn var búið er ekki meiningin að rekja það frekar hér. Það er hins vegar engum vafa undirorpið að búskaparhættir á Islandi og aðbúnaður manna og sauðfjár hafa breyst mikið í gegnum tíðina og aldrei hraðar en á 20. öldinni. Staðan í búskapnum við lok 20. aldar var mjög frábmgðin því sem hún virðist hafa verið á 18. öld. Þá var uppi maður að nafni Magnús Ketilsson. Hann var sýslumaður í Dala- sýslu árin 1754-1803 og mikill ffamfarasinni og áhugamaður um sauðfjárbúskap. Árið 1778 kom frá Magnúsi rit sem var nokkurs konar kennslurit í sauðfjárhirðingu og nefndist það Undirvísun um þá íslensku sauðfjár- hirðingu. Rit þetta er í nokkm kennslu- bókarformi og aftast í því setur Magnús fram 60 reglur um hirðingu sauðfjár sem hann telur gott að hafa hliðsjón af en allar vísa reglumar til kafla í bókinni þar sem menn geta glöggvað sig betur á því sem um er að ræða. Hér á eftir birtast tíu af reglum Magnúsar. Kaflatilvísunum er sleppt hér, en reglumar em eftírfarandi (ritaðar orð- rétt með nútíma stafsetningu): 1. Þar skal fé bera snemma þar sem því verður vel gjört, en seint þar sem því er miður gjört. 2. Sauðabragð verður eftir því, sem sauðnum er gjört ungum. 3. Eldið á vetrinum á að Mælt af munni fram Misfangir fætur Konráð Konráðsson dýralæknir sagði mér eftirfarandi sögu: „Egfékk tölvupóst um daginn með mynd affœreyskrí kind þar sem hliðstœðir hœgrifœtur voru styttrí en þeir vinstrí. Þetta er til þess að œmar geti staðið beinar í hlíðum Fœreyja og gengið ávallt réttsœlis um eyjamar. Svo er annar stofii sem er með hliðstœða vinstri fœtur styttri en þá hœgri en sá gengur alltaf rangsœlis um eyjamar. Mikilvœgt er að blanda ekki þessum tveimur stofhum saman, því þá fer illa!" I framhaldi af þessu sendi svo Sigurður Sigurðarson dýralæknir eftirfarandi: „Efþessi lýsing á fœreyskum fjárkynjum er sannleikanum samkvœm þá gætu menn eins trúað lýsingum á sköpulagi Mjófirðinga sem er sagt hliðstœtt, samanber vísur þessar:" Ef legg ég mat á mannkosti í Mjóafirði, ekkert telst þar einskis virði. Ganga menn þar gæflyndir með geði þekku, mislangir í brattri brekku. Fæddir em í firði, sem er flestum þrengri með annan fótinn aðeins lengri. Vísumar em eftír Hákon Aðalsteinsson, skáld og skógarbónda að Húsum, og ortar um Stefán Vilhjálmsson líffræðing og kjötmeistara. ,,Getur þú ekki skrifað"________ Séra Pétur Þórarinsson, prestur í Laufási, segir þessa sögu af sjálfum sér og Ara Teitssyni: „Þegar ég vígðist til prests var ég aðeins 25 ára og ekki mjög „þroskaður" í útlití. Hafði ég reynt að safna skeggi síðasta árið í Háskólanum og þegar ég flutti nývígður að Hálsi í Fnjóskadal máttí sjá ef grannt var skoðað smá ló á efri vör og höku. Á þriðja degi eftir að ég kom að Hálsi var haldin hrútasýning í sveitinni og dreif ég mig þangað, enda mikill áhugamaður um rollur. Fáir þekktu nýja prestínn, rétt svona einstaka bóndi. Ari Teitsson, núverandi formaður Bændasamtakanna, var ráðu- nautur héraðsins á þeim tíma og yfirdómari sýningarinnar. Þegar hrútasýningin hófst leit ráðu- nauturinn í kringum sig eftir hæfum manni til ritarastarfa. Kom hann þá auga á „ókunna manninn" og sagði stinningshátt: „Heyrðu strákur, getur þú ekki skrifað?" Eftir þetta var ég fastur ritari á hrútasýningum hjá Ara." Margfoldun Séra Hallgrímur Jósefsson messaði í Raufarhafnarkirkju og lagði út af orðum frelsarans þar sem hann sagði: „Þér skulið ekki fyrirgefa sjö sinnum heldur sjötíu sinnum sjö." Síðan bœtti prestur við: „Það er fjögurhundruð og níutíu Umsjón Sigurdór Sigurdorsson. Netfang: ss@bondi.is

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.