Bændablaðið - 25.06.2002, Page 10
10
BÆNDABLAÐIÐ
Þriðjudagur 25. júní2002
FÉIagsstarf ungs
fúlks í landbúnaOi
Eitt þeirra málefna er Búnaðarþing ályktaði um síðastliðinn
vetur var nýliðun og ættliðaskipti í bændastétt. í
ályktuninni er því beint til stjórnar BÍ að afla gagna um
hvernig staðið er að nýliðun í bændastétt í nágrannalöndunum og í
framhaldi af því að leita nýrra leiða í samvinnu við Lánasjóð land-
búnaðarins og ríkisvaldið sem miði að því að auðvelda nýliðun í land-
búnaði. I greinargerð með ályktuninni er bent á ýmis vandamál er
tengjast fjármögnun jarða-, framleiðsluréttar- og bústofnskaupa sem
hindrandi þætti nýliðunar.
Vissulega eru hár íjárfestinga-
kostnaður og erfiðleikar tengdir
fjármögnun stærstu inngöngu-
hindranirnar fyrir nýliða í bænda-
stétt á Islandi. Því má þó ekki
gleyma að þegar litið er á sjálfa
ákvörðunina um að hefja búskap
eru einnig fleiri þættir sem spila
inn í. Hver sá sem veltir fyrir sér
þeirri ákvörðun hlýtur einnig að
velta fyrir sér hvort hann/hún sé
tilbúin að lifa og starfa í því um-
hverfi sem íslenskur landbúnaður
býr við í dag. Hér er ekki einungis
átt við faglegt umhverfi land-
búnaðar heldur einnig félagslegt
umhverfi íslensks dreifbýlis. Þegar
talað er um að auðvelda nýliðun í
landbúnaði má því einnig velta
fyrir sér hvernig megi gera þetta
félagslega umhverfi meira spenn-
andi fyrir ungt fólk. Lykilatriði í
því samhengi er að menn hafi fé-
lagsskap. Með félagsskap er hér átt
við samneyti við jafningja sem
hafa sömu áhugamál og sömu
grundvallarsjónarmið að leiðar-
ljósi.
Víða á Vesturlöndum eru starf-
rækt félög ungs fólks í landbúnaði.
Sum þessara félaga skilgreina sig
reyndar víðar og eru ætluð ungu
fólki í dreifbýli. Hlutverk þessara
félaga er í flestum tilfellum að
skapa tækifæri fyrir ungt fólk til að
hittast, þjálfast í félagsstörfum,
skemmta sér saman og beita sér
fyrir uppbyggjandi verkefnum.
Dæmi um slíkt félag er the Junior
farmers' association of Ontario,
hér eftir nefnt Félag ungra bænda í
Ontario, sem eins og nafnið bendir
til, er starfrækt í Ontariofylki í
Kanada. Hér á eftir verður greint
nánar frá uppbyggingu og starf-
semi þessa félags.
Uppbygging félagsins
Félag ungra bænda í Ontario,
rekur sögu sína aftur til ársins
1914. Félagsskapurinn varð upp-
haflega til í tengslum við fræðslu-
starf sem skipulagt var af land-
búnaðarráðuneyti fylkisins. Það
var þó ekki fyrr en 1944 sem
félagið hóf formlega starfsemi í
líkri mynd og það starfar í dag.
I dag má skilgreina félagið sem
frjáls félagasamtök, opin öllum
þeim sem tilheyra aldurshópnum
15-29 ára og hafa áhuga á land-
búnaði og lífi og starft í dreifbýli.
Undanfarið hefur félagið í auknum
mæli beint kröftum sínum að
Frekari upplýsingar
Fyrir þá sem vilja kynna sér nánar
samtök ungs fólks í landbúnaöi víös
vegar í heiminum er bent á eftirfarandi
vefsíður:
Junior Farmers Association of Ontario
http://www.jfao.on.ca/
Young Farmers New-Zealand
http://www.yfc.co.nz/
Danmarks Landboungdom
http://www.landboungdom.dk/
MACRA Macra na Feirme (iriand)
http://www.macra.ie/
Scottish Association of Young Farmers
Clubs
http://www.sayfc.org/
Young Farmers UK
http://www.gallagher-group.co.Uk/5-
bar/start.html
Future Farmers of America
http://www.ffa.org/about_ffa/basics/gene
ralinfo.html
dreifbýlismálefnum í víðu sam-
hengi fremur en eingöngu að
landbúnaði, þó upphaflega hafi
áherslan fyrst og fremst verið á
viðfangsefni tengd landbúnaði.
Félagið er byggt upp af
landshlutadeildum sem hver um
sig hefur sína eigin stjórn. Stjórnir
landshlutadeildanna heyra síðan
undir miðstjóm. Öll stjómunar-
störf í landshlutunum og á lands-
vísu em unnin í sjálfboðavinnu.
Félagið hefur aðgang að skrif-
stofuaðstöðu og skrifstofustarfs-
krafti á vegum landbúnaðarráðu-
neytis Ontario.
Frá árinu 1944 til ársins 2001
fékk félagið árlegt fjárframlag
frá landbúnaðarráðuneyti Ontario.
Gegnum tíðina stóð það framlag,
ásamt félagsgjöldum félagsmanna,
undir kostnaði við starfsemi fé-
lagsins. Framlög frá ýmsum
öðmm félagasamtökum og aðilum
í landbúnaðargeiranum hafa undan-
farin ár þó staðið undir vaxandi
hluta starfseminnar og á árinu
2002 verður félagsskapurinn ein-
göngu fjármagnaður með slíkum
fjárframlögum og félagsgjöldum
þar sem framlag landbúnaðarráðu-
neytisins hefur verið lagt niður.
Helstu þœttir starfseminnar
Meginmarkmið Félags ungra
bænda í Ontario er að þjálfa fram-
tíðarleiðtoga fyrir dreifbýli Ontario
í gegnum uppbyggjandi verkefni
fyrir einstaklinga og samfélög.
Félagið leggur áherslu á að þjálfa
ungt fólk í stjórnunarstörfum, efla
skipulagshæfni, samstöðu og áræðni.
Deildir félagsins vinna að marg-
víslegum verkefnum. Sum eru í
beina þágu félagsmanna sjálfra,
svo sem félagsmálanámskeið, ýmis
konar samkeppnir og skemmtana-
hald. Önnur verkefni snúa að því
að efla dreifbýlissamfélög og
þekkingu almennings á landbúnaði
og lífi og starfi í dreifbýli. Dæmi
um slík verkefni eru heimsóknir í
grunnskóla, hreinsunar- og tiltektar-
átök í sveitum, ræktunarstörf og
gróðursetning, aðild að bænda-
hátíðum og skemmtanahaldi þar
sem almenningi er boðin þáttaka
og svo mætti lengi telja.
Tengsl við önnur félagasamtök
I gegnum tíðina hafa margir
meðlima Félags ungra bænda í
Ontario síðar orðið virkir þátt-
takendur í almennu félagsstarfi
bænda í fylkinu. Má því segja að í
mörgum tilfellum hafi störf innan
félagsins verið eins konar undir-
búningur undir frekari félagsstörf á
fullorðinsárum.
Tengsl Félags ungra bænda í
Ontario við bændasamtök fylkisins
(the Ontario federation of agri-
culture) hafa jafnan verið mikil.
Bændasamtökin styrkja félagið
með fjárframlögum og Félag ungra
bænda í Ontario sendir einnig
fulltrúa á árlegt þing Bændasam-
takanna.
Niðurlag
Halda má fram að efling
félagslegs umhverfis dreifbýlis sé
líkleg til að styrkja aðdráttarafl
dreifbýlishéraða. Félagasamtök á
borð við þau sem greint hefur
verið frá í þessari grein geta verið
öflugt tæki til að styrkja samstöðu
ungs fólks í dreifbýli og ímynd
dreifbýlislífs.
Að sumu leyti má segja að
Félag ungra bænda í Ontario byggi
á svipuðum grundvallarþáttum og
starf ungmennafélaganna á Islandi.
I dag er þó starf ungmenna-
félaganna sjaldnast í nánum
tengslum við einstakar atvinnu-
greinar. Það má því velta því fyrir
sér hvort búnaðaifélög og/eða
búnaðarsambönd á íslandi gætu í
samstarfi við ungmennafélögin
komið af stað starfi á svipuðum
nótum og starf Félags ungra
bænda í Ontario. Öflugt starf á
slíkum nótum gæti án vafa aukið
aðdráttarafl sveitanna, verið
hvetjandi þáttur þegar litið er til
nýliðunar í í landbúnaði og einnig
þegar litið er til nýliðunar í
stjómunar- og félagsstörfum sem
tengjast greininni.
Þegar horft er til landsins í
heild má einnig velta því fyrir sér
hvort nemendafélög búnaðar-
skólanna á íslandi gætu átt ein-
hvers konar aðild að slíku starfi.
Einnig má sjá fyrir sér að það væri
Bændasamtökum íslands hags-
munamál að efla félagsmálaþjálf-
un, og félagsvitund ungra bænda
og annarra þeirra er áhuga hafa á
lífi og starfi í sveitum landsins.
Ekki væri því óeðlilegt að samtökin
kæmu með einhverjum hætti að
slíku starfi.
Elín Aradóttir,
Kanada.
Víða í Norður-Ameríku hafa unglingar mikilvægu hlutverki að gegna á
ýmis konar uppákomum og samkomum sem tengjast landbúnaði. Myndin
er frá nautgripakynbótasýningu í Madison, Wisconsin þar sem unglingar
sýndu gripi sem þeir hafa hirt.
Sturtu-
vagnar og
stálgrinda-
hús frá
WECKMAN
Sturtuvagnar.
Flatvagnar á tilboði!
Einnig þak- Margar gerðir,
og veggstál hagstætt
verð.
H. Hauksson ehf.
Suðurlandsbraut 48
Sími: 588-1130. Fax: 588-1131.
Heimasími: 567-1880.
LANDSTÓLPI1W
- Fjós eru okkar fag -
• Weelink fóðrunarkerfi
• Innréttingar og básadýnur
- ath! bæði í legubásafjós og básafiós.
• Steinrimlar og flórsköfukerfi í gripahús
• Veitum aðstoð og ráðgjöf við hönnun fjósa
- hafið samband, við mætum á staðinn
• Loftræstingar
- í nýjar og eldri byggingar
Lárus Arnar Bjarni
s: 437 0023 / 869 4275 s: 486 5656 / 898 9190