Bændablaðið - 25.06.2002, Blaðsíða 18
18
BÆNDABLAÐIÐ
Þriðjudagur 25.júní 2002
>
Landbúnaðarráðuneytið hefur
gefíð út reglugerð um merkingar
búfjár sem miðar að því að
tryggja rekjanleika búfjárafurða
frá upprunahjörð og/eða
fæðingu viðkomandi dýrs til sölu
afurða og skapa með því grund-
völl að markvissu matvæla- og
búfjáreftirliti, skráningu
búfjársjúkdóma og meðhöndlun
þeirra.
Samkvæmt ákvæðum reglu-
gerðarinnar ber umráðamaður
búijár ábyrgð á að allt búfé sem
■* alið er á hans vegum sé merkt
innan tilskilins tíma frá fæðingu,
sbr. ákvæði fyrir einstakar bú-
fjártegundir. Ákvæði þessi eiga við
um hross, nautgripi, svín og ali-
fugla. Gera má ráð fyrir ráð fyrir
að sett verði hliðstæð ákvæði um
merkingar sauðfjár og geitfjár
þegar ákvæði um gæðastýringu í
sauðfjárrækt koma til framkvæmda
1. janúar 2004.
Helstu ákvæði um merkingar
eru eftirfarandi:
a.
■Nautgripi skal merkja með
plötumerki í eyra innan 30 daga
frá fœðingu eða áður en þeir eru
fluttir frá viðkomandi hjörð.
■Öll ásetningsfolöld skulu
einstaklingsmerkt, örmerkt eða
frostmerkt, við hlið móður fyrir 10
mánaða aldur. Folöld sem slátrað
er fyrir þann tíma skulu auðkennd
þannig að númer móður sé gefið
upp við slátrun.
■Allir grísir skulu merktir
innan 20 daga frá fœðingu með
húðflúri í eyra. Húðflúrið skal
vera sýnilegt alla œvi dýrsins.
■Alifuglahópa í útungunarstöð
skal einkenna með sérstöku
auðkennisnúmeri sem síðan fylgir
hópnum.
Gildistaka
Öll ásetningsfolöld, fædd eftir
1. janúar 2003, skulu merkt sam-
kvæmt ákvæðum þessum. Ekki er
gerð krafa um að hross sem fædd
eru fyrir þann tíma séu merkt með
þessum hætti nema sérstakar
markaðsaðstæður krefjist. Allir
kálfar, fæddir eftir 1. september
2003, skulu merktir samkvæmt
ákvæðum reglugerðarinnar, og frá
1. janúar árið 2005 skulu allir
nautgripir merktir samkvæmt
ákvæðum þessum. Fyrir alifugla
og svín taka ákvæði reglu-
gerðarinnar gildi 1. september
2003 og skulu allir alifuglar og svín
sem slátrað er frá þeim tíma merkt
samkvæmt ákvæðum reglugerðar
þessarar.
Frá bónda til borðs
Sem fyrr segir er megin mark-
mið reglugerðarinnar að tryggja
rekjanleika búfjárafurða frá upp-
runahjörð og/eða fæðingu við-
komandi dýrs til sölu afurðanna.
Afurðum sem fluttar eru frá slátur-
húsi til frekari vinnslu og sölu
(heilum skrokkum og skrokk-
hlutum) skal fylgja fram-
leiðandanúmer og/eða hópnúmer
dýrs eða eldishóps. Auk þess skal
afurðum fylgja bæjar- eða
eigandanúmer og einstaklings-
númer dýrs, eftir því sem við á.
Reglugerðin um merkingar búfjár
fjallar um þann hluta ffamleiðslu-
ferlisins sem heyrir undir land-
búnaðarráðuneytið og varðar eldi
sláturdýra, slátrun og kjötvinnslu í
sláturhúsi svo og kjötvinnsla til út-
flutnings Kjötvinnsla og sölu-
meðferð fyrir innanlandsmarkað
eftir að sláturmeðferð lýkur heyrir
hins vegar undir umhverfis-
ráðuneytið. Því er ljóst að loka-
áfanginn í rekjanleikaferli bú-
varanna er á verksviði umhverfis-
ráðuneytisins.
Byggir á þeim
merkingarkerfum sem fyrir eru
Það merkingakerfi sem nú
verður tekið upp felur í sér sam-
ræmingu á þeim merkingakerfum
sem nú eru notuð í einstökum bú-
greinum og þau aðlöguð þeim
merkinga- og skráningarkerfum
sem verið er að lögleiða í löndum
Evrópusambandsins og Noregi.
Meginbreytingin er sú að hverju
einstöku dýri eða eldishóp er gefið
einkvæmt númer (kennitala) sem
fylgir því ævilangt. Skráðar eru
upplýsingar um fæðingardag,
fæðingarstað og eiganda dýrsins
og ef um er að ræða eigendaskipti
á eldisferlinum. Skráð er hvaða
fóður dýrið hefur fengið og hvar
það hefur gengið á beit, svo og
læknismeðhöndlun, fyrirbyggjandi
aðgerðir og lyfjagjöf, ef um slíkt er
að ræða. Upplýsingar þessar má
skrá á til þess gerð eyðublöð eða í
tölvuskráningarkerfi. Slíkt
tölvuskráningarkerfi er þegar til
staðar hjá Bændasamtökum
Islands og verður það aðlagað
þörfum þessa nýja merkingakerfis
og nauðsynlegar viðbætur gerðar.
Kostnaður
Við mat á kostnaði þarf að
hafa í huga að að þegar eru um
80% nautgripa skráðir í bú-
fjárskýrsluhald Bændasamtaka
Islands. í svína- og alifugla-
framleiðslunni eru þegar í notkun
skráningarkerfi fyrir meginhluta
framleiðslunnar, en hjá hrossa-
bændum er þessi þróun skemmra
komin.
Landbúnaðarráðuneytið fól
Hagþjónustu landbúnaðarins að
áætla kostnað vegna fram-
kvæmdar á ákvæðum reglugerðar-
innar fyrir bændur í þeim bú-
greinum sem hún nær til. í skýrslu
Hagþjónustunnar er útlagður
kostnaður búgreinanna áætlaður
út frá stofnkostnaði og árlegum
kostnaði. Meginniðurstaða Hag-
þjónustunnar er sú að fyrir þátt-
takendur í búfjárskýrsluhaldi
Bændasamtakanna sé viðbótar-
kostnaður vegna tilkomu reglu-
gerðarinnar hverfandi. Því er ljóst
að stærstur hluti þess kostnaðar
sem til fellur vegna reglu-
gerðarinnar, bæði vegna reksturs
tölvukerfis og útlagðs kostnaðar
og vinnu bænda vegna skráningar
og merkingar búfjár, er þegar til
staðar.
Hver er ávinningurinn?
Ávinningur af hinu nýja
merkingakerfi er sagður marg-
víslegur. í fyrsta lagi er í því
fólgin mikilvæg neytendavernd.
Þegar ákvæði þessi koma til fram-
kvæmda geta neytendur fengið
upplýsingar um hvar varan sem
þeir kaupa hefur verið framleidd
og hvemig framleiðslunni hefur
verið hagað. Hægt verður að
rekja uppruna afurðanna frá
fæðingu viðkomandi dýra, allan
framleiðsluferilinn og þar til
varan er komin í hendur
neytandans. I öðru lagi skapar
kerfið grundvöll fyrir mun mark-
vissara matvælaeftirlit en hingað
til hefur verið. Komi upp sýking-
ar í skráðum matvælum verður á
skömmum tíma hægt að rekja
framleiðsluferilinn, komast að því
hverjar orsakimar eru og grípa til
nauðsynlegra ráðstafana. I þriðja
lagi skapar kerfið gmndvöll að
markvissri skráningu og með-
höndlun búfjársjúkdóma. Þá fæst
með þessu fyrirkomulagi glöggt
yfirlit yfir allan tilflutning dýra
milli bæja og landsvæða sem gef-
ur möguleika á markvissari við-
brögðum ef upp koma búfjár-
sjúkdómar eða ef hingað berast
áður óþekktir sjúkdómar. í fjórða
lagi er aðgangur íslenskra búvara
tryggður að mörkuðum í Evrópu-
sambandinu og Noregi, en
einungis verður heimilt að flytja
inn upprunamerktar afurðir til
þeirra landa eftir 1. janúar 2003. í
fimmta lagi leggur skráning-
arkerfið grunn að markvissri
gæðastýringu hjá bændum og
bættum búrekstri og er mikilvægt
tæki í kynbótastarfi.
Þekkt hrossaræktarjörð
í Skagafirði til sölu
Um er að ræða jörðina Hafsteinsstaði í Skagafirði, um 10 km
sunnan við Sauðárkrók. Gott íbúðarhús, 4-5 svefnherbergi. Góð
aðstaða í hesthúsi fyrir 18 hross í stíum og básum. Gerði.
Inniaðstaða til tamninga. Fjós fyrir 22 gripi. Hlaða sem rúmar um
200 rúllur. Vélakostur getur fylgt. Landstærð alls um 300 ha., þar
af ræktað land um 40 ha. Gott beitiland. Hitaveita. Skólaakstur.
Laxveiöihlunnindi og aðgangur að afrétt fyrir hross og sauðfé fylgir.
Nánari upplýsingar veitir Fasteignasalan Bústaður. Símar 453-
6012 og 893-3003
Netfang: bustadur@krokur.is
Amerísk gæða
framleiðsla
30-450
lítrar
Umbods-
menn um
land allt
RAFVORUR
ARMULI 5 • RVK • SIMI 568 6411
Bændur lá aflgang að
dönskum gagnagrunni
Búið er að ganga frá samkomu-
lagi á milli Landssambands kúa-
bænda og Landbrugets Rád-
givningscenter (ráðunauta-
þjónusta danskra bænda) um
ókeypis aðgengi fyrir íslenska
bændur að gagnagrunni Land-
brugets Rádgivningscenter
(LR). Með þessu samkomulagi
hefur íslenskum bændum nú
opnast möguleiki á að komast í
mörghundruð greinar og gagn-
legar upplýsingar, sem hingað
til hafa verið lokaðar fyrir aðra
en áskrifendur að vef LR.
I gagnagrunninum má m.a.
finna fróðleik um búfjárrækt,
fóðrun, sjúkdóma, byggingar,
tækni, ræktun og margt fleira.
Með samkomulaginu geta allir
Islendingar fengið óhindrað að-
gengi að upplýsingunum, en vefur
LR höfðar væntanlega fyrst og
fremst til bænda, ráðunauta og
dýralækna.
Unnið hefur verið að þessu
samkomulagi um nokkurt skeið og
byggir samningurinn á því að ein-
göngu er hægt að ferðast óhindrað
um vef LR með því að fara fyrst
um heimasíðu LK (www.naut.is).
„Óhætt er að fullyrða að með
þessu samkomulagi hafi verið
mörkuð tímamót í upplýsingagjöf
til íslenskra bænda og er þess
vænst að á næstu misserum verði
gengið frá samskonar sam-
komulagi við fleiri erlenda aðila,“
segir í frétt frá LK.
Frumkvöðiill í sauðljámekt
Á aðalfundi Búnaðarsambands
Norður-Þingeyinga fyrir nokkru
var skotið inn aðalfundi Sauð-
fjárbændadeildar BSNÞ. Á þeim
fundi var afbentur Þorsteins-
hrúturinn, sem er verðlauna-
gripur sem veittur er eiganda
hæst dæmda veturgamla hrútsins
á sambandssvæðinu ár hvert.
Sauðfjárræktarfélagið Þistill lét
gera þennan grip árið 1973 til
minningar um Þorstein Þórarins-
son í Holti, einn af frumkvöðlum
í íslenskri sauðfjárrækt Þorsteins-
hrúturinn er skorinn út í tré af
listamanninum Ríkarði Jóns-
. syni. Gripnum fylgir bók þar
sem saga hans er skráð og í eru
ritaðar umsagnir um þá hrúta
sem gripurinn er veittur fyrir.
Verðlaunuð fyrir sauðfjárrœkt
Að þessu sinni hlutu verð-
launin hjónin Stefán Eggertsson og
Hólmfríður Jóhannesdóttir, í
Laxárdal í Þistilfirði, fyrir hrútinn
Jafet 00-023.
Mál Jafets voru: 74-110-240-
115-37-4-4 og stigin 8,0- 9,0-9,0-
9,0-9,0-18,0-7,5-8,0-8,0= 85,5 stig.
Faðir Jafets er hinni þekkti kyn-
bótahrútur Lækur frá Lækjar-
húsum.
Hólmfríður sagði í samtali við
Bændablaðið að löng hefð væri
fyrir sauðfjárrækt í Laxárdal. Hún
sagði að þau leituðust eftir að
rækta lágfætt og holdmikið fé með
lágt fituhlutfall. Hrúturinn Jafet
væri einmitt þeirrar gerðar. Lömb
undan honum væru lágfætt, þykk
og sérlega holdmikil. Enda stóð
hann afgerandi hæstur í afkvæma-
rannsókn í Laxárdal sl. haust.
Hólmfríður segir að sauð-
fjárrækt sé almennt stunduð hjá
sauðfjárbændum í Þistilfirði. I
upphafi var sauðfjárrækt aðeins
stunduð þar á fjórum bæjum.
Stofnað var sauðfjárræktarfélag og
féð valið sérstaklega í það.
Stundum hafi ekki allar ærnar á
bænum verið í félaginu en þær sem
í félagið komust voru vigtaðar
þrisvar á ári og niðurstaðan skráð.
Hólmfríður var spurð hvort
fallþungi dilka hjá þeim í Laxárdal
væri hár eftir svona langa ræktun.
Hún sagði hann ekkert sérstaklega
háan nú seinni ár, enda hafi fé
fjölgað umtalsvert sl. ár í
Þistilfirði. Meðalþunginn hefði
verið meiri áður fyrr meðan rýmra
var á beitilöndum Þistla.
Sauðburður gekk ljómandi vel
í Þistilfirði í vor að sögn Hólm-
fríðar enda þótt maímánuður hafi
einkennst af leiðinlegu tíðarfari,
þoku og kulda svo lítið hafi séð til
sólar. „En samt sem áður lítur vel
út með gróður núna 12. júní, enda
komin ágæt tíð og menn famir að
sleppa fé til fjalla," sagði
Hólmfríður Jóhannesdóttir.