Bændablaðið - 25.06.2002, Síða 20
20
BÆNDABLAÐIÐ
Þriðjudagur 25. júní 2002
Karl S. Björnsson, formaöur
Búnaðarsambands Norður-Þingeyinga:
Sauðfjðrbændum fækhar
mjög lídð hér um slúðir
Karl S. Björnsson, bóndi í Hafrafellstungu í Öxarfirði, var fyrir skömmu endur-
kjörinn formaður Búnaðarsambands Norður-Þingeyinga en hann var fyrst kjörinn
formaður árið 1989.1 viðtali við Bændablaðið sagði hann að formennskan væri orðin
minna starf en hún var meðan BSNÞ var með starfsfólk í forfallaþjónustu og kúa-
sæðingum, sem nú er hvort tveggja aflagt, og sá alfarið um leiðbeiningaþjónustuna á
svæðinu. Nú hefur Búnaðarsamband Eyjafjarðar tekið að sér að reka leiðbeiningar-
þjónustuna á norðausturhorninu og BSNÞ er því ekki með neinn starfsmann á
launaskrá.
Stjórnarformenn beggja búnaðarsambandanna í Þingeyjarsýslum sitja í stjórn
leiðbeiningaþjónustunnar ásamt stjórn BSE. Þeir fylgjast því jafnnáið með starfinu og
áður og taka þátt í að skipuleggja það.
Þegar Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, var á ferð um Norður-Þingeyjarsýslu fyrir
skömmu heimsótti hann Silfurstjörnuna. Karl var einn þeirra sem tóku á móti
landbúnaðarráðherra. F.v. Benedikt Kristjánsson, framkvæmdastjóri, Guðni Ágústsson og
Karl S. Björnsson.
Engin mjólkurframleiðsla
Karl segir að nú sé svo komið að engin
mjólkurframleiðsla sé í Norður-Þingeyjar-
sýslu lengur. Sauðfjárbúskapur er því
undirstaða búskaparins.
Norður-Þingeyingar hafa manna best
haldið bókhald um sinn sauðfjárbúskap og
standa því án vafa best að vígi að fara inn í
gæðastýringu í sauðfjárrækt sem ákveðið
hefur verið að taka upp, en nokkuð hefur
verið deilt um síðustu mánuði. Karl var
spurður hvort það fylgi því mikil vinna fyrir
bændur að fara inn í gæðastýringuna.
,,Að taka upp gæðastýringu er ekki
mikil viðbótarvinna fyrir þá sem hafa verið
með skýrsluhald og bókhald yfir sinn
búskap. Flestir bændur skrá niður hvaða dag
þeir bera á og halda áburðarbók og upp-
skerubók fyrir túnspildurnar sínar líka.
Síðan er það orðin skylda vegna reglna um
dýralækna að skrá nákvæmlega alla
lyfjagjöf. Viðbótarvinnan við gæða-
stýringuna er tiltölulega lítil fyrir þá sem
hafa haldið bókhald. Hins vegar er það
mikil viðbótarvinna fyrir þá sem ekki hafa
verið með skýrsluhald eða bókhald um sinn
fjárstofn að fara inn í gæðastýringuna," segir
Karl.
Best borgaði tíminn
Hann segir að með því að vera með
skýrsluhald og bókhald eigi menn
auðveldara með að sjá hvað sé að hjá þeim í
búskapnum. Sömuleiðis vekur það menn til
meiri umhugsunar um hvað þeir geti gert
betur. Hann sagði að margir bændur teldu
> þann tíma sem færi í skýrslugerð og
bókhald vera þann tíma sem þeir fá best
borgaðan vegna þess árangurs sem það
gefur.
-Telurþú það satt sem oft er sagt, að
sauðfjárbœndur séu ein launalœgsta stétt í
landinu?
„Tekjur okkar eru litlar, það er rétt. En
að vísu eru aðstæður manna misjafnar. Það
liggur ljóst fyrir að það er ekki fjárhagslegur
grundvöllur til að helja sauðljárbúskap eins
og er, en þeir sem eru búnir að vera í
sauðfjárbúskap nokkurn tíma og skulda ekki
mikið eru í skemmtilegri atvinnugrein og
geta lifað af henni. Ungt fólk sem áhuga
hefur og langar til að fara út í sauðfjár-
búskap þarf auk fjárfestinga í jörð, bústofni
og vélum að kaupa sér greiðslumark, sem ég
hef sagt að sé ekkert annað en atvinnu-
réttindi f búgreininni.Þessi atvinnuréttindi
kosta álíka mikið og sæmilega hýst jörð og
íbúðarhúsið með. Því sagði ég áðan að ekki
væri hægt að hefja sauðfjárbúskap, en sem
betur fer velja margir eldri bændur sem eru
að hætta búskap afhenda nýjum bændum,
oftast afkomendum, þessi atvinnuréttindi.
Þetta háa verð á atvinnuréttindum, sem eru
kaup á greiðslumarki til að fá sambærilegar
beingreiðslur og þeir sem fyrir eru í
greininni, stuðlar ákveðið og markvisst að
fækkun sauðfjárbænda.Verði engar
breytingar á því umhverfi sem við nú búum
við má okkur öllum vera ljóst hvert stefnir.'
-Hafa bœndur í Norður-Þingeyjasýslu
ekkifarið út í aðrar búgreinar en
sauðfjárbúskap, svo sem bœndagistingu?
„Aðeins er það að menn hafi farið út í
bændagistingu en ef til vill er það óþarflega
lítið. Það eru nokkrir bæir með hana og
fáeinir þó nokkuð mikið. Eftir því sem ég
best veit er nokkuð góð aðsókn hjá þeim og
reksturinn gengur vel. Hjónin á Ytra-
Alandi munu vera stærst í því hér um slóðir
og hafa byggt vel upp og bera sig vel.
Sennilega samræmist bændagistingin vel
okkar búskap. Hingað komu hjón frá
Suðurlandi og hófu hér lífræna ræktun á
gulrótum sem gengur vel, enda duglegt fólk
með dýrmæta reynslu. Þar liggur vafalaust
einn af möguleikum þessarar byggðar að
nýta jarðhitann til garðyrkju, en hér er
jarðhitasvæði fyrir botni Öxaríjarðar sem
við þurfum að nýta meira en gert hefur
verið.
-Hvað með loðdýrarœkt?
„Loðdýrarækt var mikið stunduð í
Norður-Þingeyjasýslu þegar hún byrjaði hér
á landi. En á því mikla erllðleikatímabili
sem kom upp í loðdýraræktinni hættu allir
og þótt nú blási þar ferskir vindar hafa menn
ekki byrjað aftur."
Fiskeldið okkar stóriðja
-Það hefur verið rekið myndarlegt
fiskeldi í Öxarftrði, hefur það ekki gefið
sauðfjárbœndum mögulegt að vinna utan
búsins?
„Fiskeldið er okkar stóriðja og hefur ef
til vill orðið til þess að halda byggðinni við í
Kelduhverfi og Öxarfirði eftir þann
samdrátt sem varð í sauðfjárrækt upp úr
1980, því það er rétt að sauðfjárbændur og
þeirra heimafólk vinna mikið við fiskeldið.
Það er algengt hér í sveitunum að bændur
vinni utan bús við ýmis störf.
-Fækkar bœndum í Norður-
Þingeyjarsýslu ?
„Nei, ég get ekki sagt að þeim hafi
fækkað umtalsvert hin allra síðustu ár, en sé
litið lengra aftur er fækkunin mikil. A árum
áður voru hér nokkur kúabú en þau hafa
verið lögð niður sem og loðdýrabúin sem ég
nefndi áðan.“
Vorhret
-Hvernig gekk sauðburður hjá ykkur í
vor?
„Hann gekk almennt vel. Þó fengum við
vorhret í byrjun maí, töluverðan snjó og
leiðindaveður. Það rættist þó úr og ég hygg
að þetta verði að teljast frekar hagstætt vor."
-Er ekki nokkuð langt í slátt hjá ykkur?
(spurt 12. jútií)
„Jú, enda erum við duglegir við það
sauðfjárbændur að halda grasinu niðri með
því að beita sauðfénu á túnin á vorin og
snemmsumars. Tún komu vel undan vetri
og eru óskemmd. Síðan sauðfé fækkaði hér
um slóðir er það ekki vandamál að afla
heyja í venjulegu árferði þar sem túnin eru
sniðin að stærri búum en nú eru," sagði Karl
S. Björnsson.
Sigurjón Bjarnason, framkvæmda-
stjóri Sláturfélags Austurlands:
HarOur slagur á
kjOtsOlumarkaflnum
Eins og komið hefur fram í
fréttum hefur nýstofnað félag,
Sláturfélag Austurlands sem er
samvinnufélag bænda á Austur-
landi, keypt tvö sláturhús sem
Kaupfélag Héraðsbúa átti á Foss-
völlum og í Breiðdal. Auk þess
hefur félagið tekið á leigu slátur-
hús K.H.B. á Egilsstöðum, en það
er sérhæft sem stórgripa- og
svínasláturhús. Sigurjón Bjarna-
son hefur verið ráðinn fram-
> kvæmdastjóri félagsins. Hann var
spurður hvort sláturhúsamálin
væru þar með komin í viðunandi
horf eystra.
Að komast á beina braut
„Ég vona að nú séum við komin
á beinu brautina. Hins vegar erum
M við á upphafspunkti að mörgu leyti.
Það stendur til að starfrækja þessi
sláturhús í haust og vonandi í fram-
tíðinni. Á næstu mánuðum verður
stjóm félagsins að móta tillögur um
framtíðarskipan búfjárslátrunar í
fjórðungnum. Verði það ekki gert
með hagkvæmasta hætti er ekki
sjálfgefið að slátrun á Austurlandi
eigi langa framtíð fyrir sér, þar sem
mikil samþjöppunartilhneiging ríkir
meðal samkeppnisaðila okkar sem
reka stór sláturhús, sumir í tengslum
við eigin kjötvinnslu en slíkt býður
upp á hagræðingu og styrkir
markaðsstöðu. Það er ekki hægt að
bjóða bændum að greiða niður
óhagkvæman rekstur í eigin héraði,
ef þeir eiga kost á betri kjörum í
öðrum fjórðungum. Hins vegar
getur verið réttlætanlegt að þeir
leggi fram stofnfé til reksturs sem
fyrirsjáanlega getur staðið undir sér
og skilað tekjuafgangi til eigenda
sinna. Það veltur því mikið á
samstöðu framleiðenda um slátrun á
Austurlandi og rekstur sláturhúsa á
svæðinu," segir Sigurjón.
50-60 þúsund fjár
Hann segir að á svæðinu sé
slátrað á milli 50 og 60 þúsund fjár
og sagðist hann vona að þeirri tölu
verði haldið í ár. Hann var spurður
út í markaðsmálin og sagði hann
slaginn vera harðan á kjöt-
markaðnum. Það kostaði mikla
vinnu og dugnað til að ná í gegn.
„Við verðum eflaust að vera í
samstarfi við aðra í þeim efnum og
höfum raunar nú þegar hafið
viðræður við ákveðna aðila þar um.
En mér heyrist á mönnum að þessa
dagana sé góð hreyfing í sölu á
kindakjöti. Hér fyrir austan hafa
verið allmiklar birgðir af kjöti en
um leið og grilltíminn kom jókst
sala á kindakjöti umtalsvert, þannig
að útlitið er gott eins og er," sagði
Sigurjón Bjamason.
Margir bíða leylis
að mega virkja
Landssamband raforkubænda
heldur málþing og aðalfund sinn á
Egilsstöðum þann 28. júní næst-
komandi, í samvinnu við raforku-
bændur á Austurlandi. Formaður
sambandsins, Ólafur Eggertsson á
Þorvaldseyri, segir að þetta sé í
þriðja sinn sem sambandið gengst
fyrir málþingi á borð við þetta.
Starfsreglur að verða til
„Við erum að vinna með
ráðuneytinu við að útbúa starfs-
reglur. Sömuleiðis erum við að
vinna með RARIK og vatna-
mælingasviði Orkustofnunar.
Aðkoma bænda að þessu er ekki
alveg á hreinu ennþá en unnið er að
því að fullgera það umhverfi sem
bændur vinna síðan í. Á málþinginu
verður kynnt áfangaskýrsla um
þessi atriði," segir Ólafur.
Hann segir að sérstakur
stýrihópur hafi unnið að þessum
málum sl. tvö ár og sé að skila
skýrslu um þessar mundir.
„Samkvæmt henni sýnist mér
að skammt sé í það að þeir bændur
sem hafa áhuga á því að koma sér
upp rafstöð geti hafist handa. Ég er
alveg sannfærður um að þegar
öllum formsatriðum er lokið verður
það stór hópur bænda sem mun fara
út í að virkja hjá sér. Nú þegar em
10 til 15 bændur tilbúnir til að
hefjast handa en eru bara að bíða
efdr að fá leyfi til að byija."
Á annað hundrað virkjanir
Ólafur segir að það sé mikill
ferill sem þeir sem vilja virkja þurfi
að fara í gegnum. Það þarf að gera
frumathugun, kanna vatnið,
fallhæðina og hvort það borgar sig
fyrir viðkomandi að virkja.
„Mönnum verður ekki leyft að
hefjast handa nema það liggi ljóst
fyrir að hagur verði af virkjuninni.
Þess vegna þarf að meta hveija
virkjun fyrir sig og hér erum við að
ræða um bæði heimavirkjanir og
eins virkjanir sem geta selt
afgangsrafmagn út á landskerfið.
Nú þegar eru á annað hundrað
svona virkjanir í landinu,” sagði
Ólafur Eggertsson.
I____________