Bændablaðið - 01.10.2002, Síða 1

Bændablaðið - 01.10.2002, Síða 1
16. tölublað 8. árgangur Þriðjudagur 1. október 2002 ISSN 1025-5621 UlH 400 hestavega- bréfhafa veriff gefln út Bændasamtökin hafa gefið út um 400 hestavegabréf frá því ný lög tóku gildi 1. júli si. um að öilum útfluttum hrossum ætti að fylgja slíkt vegabréf. Vegabréfið inniheldur grunn- upplýsingar um hrossið, ein- stakiingsmerkingu og ætterni. Dýralæknir frá embætti Yfir- dýralæknis þarf að stimpla hvert vegabréf, m.a. til að staðfesta að um rétt hross sé að ræða. Vegabréfið á að fylgja hrossi aila ævi þess og mWT því þarf þaðaðvera vandað að allri gerð. Jón B. Lorange er forstöðu- maður tölvudeildar Bændasam- takanna, en sú deild gefur vega- bréfin út. Jón segir fram- kvæmdina hafa gengið vonum framar, þó vissulega þurfi alltaf einhvem tíma til að "fínstilla" kerfið þegar margir komi að framkvæmd þess. „Við erum það heppnir að hafa afburða starfsfólk með reynslu, sem hefur leyst úr öllum vanda- málum og samstarfið við Yfir- dýralæknisembættið og út- flytjendur hefur verið farsælt," segir Jón B. Lorange. Þess má geta að fjöldi útfluttra hrossa það sem af er árinu er 1076 en á sama tíma í fyrra höfðu verið flutt út 1331 hross. Útflutningur til flestra landa dregst saman, nema til Danmerkur og Sví- þjóðar en þangað hafa verið flutt fleiri hross en á síðasta ári. í viðtali í nýútkomnu tölublaði Freys segir Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, að hann hafi á starfstíma sínum aldrei séð „eins ískyggilega stöðu á kjöt- markaðnum og nú er uppi. Það er núna gríðarlegt offramboð á svínakjöti og það er framundan holskefla af kjúklingakjöti. Þetta er slíkt kjötmagn að það mun setja alian kjötmarkaðinn í uppnám. Hin hraða aukning t svínakjötinu hefur þrýst verði á því undir framleiðslukostnað, þannig að einhverjir fram- leiðendur munu heltast úr lestinni eða bankarnir taka við rekstrinum. Sem dæmi má nefna að í fyrra vorum við að greiða bændum 240 kr. á kg svínakjöts en núna 180 kr. á kg. I fyrra hækkuðum við verðið í kr. 255 á kg fyrir jólin en það verður engin siík jólahækkun í ár að óbreyttu. Innanlands- markaðurinn fyrir kjöt er um 22 þúsund tonn á ári. A næsta ári má vænta þess að á þann markað bætist við 1500-2000 tonn, einungis af kjúklinga- kjöti." Steinþór sagði að í ljósi þessa hefði hann áhyggjur af stöðu kindakjötsins. „Þó að menn séu óánægðir með samdrátt í sölu þess á árinu þá tel ég að síðustu ár hafí náðst þar merkilega góður árangur miðað við aðstæður, vegna þess að atlaga annarra kjöttegunda hefur verið veruleg og þessar tegundir hafa mátt sæta verðlækkun, á sama tíma og sauðfjárbændur hafa þó séð hækkun á hverju ári. Nú hefur maður hins vegar miklar áhyggjur fyrir næstu tvö misseri. Það sem hefur truflað kinda- kjötið mikið er ræktunarstefnan í sauðfjárrækt, og þá þarf að líta nokkuð aftur í tímann. Þar er ég einkurn með fituna í huga. Það var brugðistof seint við til að draga úr fitusöfnun fjárins og það er enn mikið af ám sem skiia of feitum dilkum." Freyr er fáanlegur á skrifstofu BÍ, Bændahöllinni. Síminn er 563 0300. Um nokkurt skeið hefur atvinnu- ráðningarskrifstofa í Úkraínu - World Discovery - sent ýmsum aðilum í landbúnaði tölvubréf þar sem fram kom að skrifstofan gæti annast útvegun á fólki til starfa. Sérstaklega var tiltekið að fólkið væri hámenntað í landbúnaði og gæti tjáð sig á ensku og ýmsum öðrum málum. Bændablaðinu er kunnugt um að nokkrir bændur réðu fólk til starfa frá Úkraínu og er ljóst að skrifstofan ytra hefur blekkt þá sem komu að málinu. Þannig hélt Berglind Hilmars- dóttir, bóndi á Núpi IH, að hún væri í bréfaskriftum við til- vonandi vinnumann, Yuriy Pav- lyuk, en í raun var það ráðningar- skrifstofan sem svaraði og bætti ýmsu við til að auka líkur á ráðningu. Skrifstofan tók um 85 þúsund af vinnumanni Berglindar fyrir að útvega honum vinnu á Lslandi. Berglind sagði að það hefði tekið langan tíma að ganga frá pappírum vegna ráðningar mannsins en hann kom til landsins í byijun ágúst. „Samkvæmt skriflegum upp- Ráöningirsnofa í Úkra'nu sendir lólk ól íslands d fölskuin iorsendnm lýsingum frá WD átti maðurinn að vera með háskólapróf í landbúnaðar- fræðum, geta mjólkað og unnið í heyskap. Hið rétta er að maðurinn er að læra um landbúnaðarvélar en aldrei unnið með kýr og ók dráttar- vél í fyrsta skipti eftir að hann kom hingað. Hann hafði hins vegar verið í rússneska hemum og unnið í byggingarvinnu," sagði Berglind sem vildi vara bændur landsins við fagurgala ráðningarskrifstofunnar. Hún tók fram að vinnumaðurinn væri fús til að læra og væri harð- duglegur og samviskusamur, en hann væri einfaldlega ekki eins og skrifstofan lýsti honum. Hið sama segja hinir bændumir sem réðu fólk með aðstoð ráðningarstofunnar. Yuriy reyndi að skrifa til WD í eigin nafrti til að fá svör við því sem hann hélt að væri misskilningur en fékk til baka að viðkomandi netfang væri ekki til! Berglind tók þá til þess ráðs að skrifa forsvarsmanni ráðningarskrifstofúnnar bréf og til að fá viðbrögð kvaðst hún vera með bæi á sínum snæmm sem vantaði vinnuafl. Hún fékk til baka tilboð um samvinnu þár sem Martin Luther Neugwou hjá WD lýsti sig tilbúinn til að koma til íslands og ræða málin. Úr því varð auðvitað ekki því Berg- Und svaraði með bréfi og lýsti skoðun sinni á þessum vinnu- brögðum. Auk þess að falsa bréf hennar og vinnumannsins sveik WD fé út úr umbjóðanda sínum, gaf honum rangar upplýsingar um kaup og kjör og lét síðan líta svo út í bréfum til Berglindar að Yuriy væri hæstánægður með að fá ekki fulla vinnu hér og lágt kaup, en allar upp- lýsingar um þetta hafði Berglind ítrekað tekið fram í sínum bréfum til Yuriys. Ekkert hefúr heyrst frá WD eftir þetta. Vinnumaðurinn á Núpi er kvæntur og á litla dóttur sem er að byija f skóla heima í Ukraínu. Hann hafði gert sér vonir um að koma til íslands til að afla tekna fyrir fjöl- skylduna og geta lokið námi, en meðallaun hans úti eru um 10.000 ísl. kr. Þó launin hér séu ekki há munar samt um það að geta sent þau óskert til heimalandsins, því þegar búið er að draga frá fæði og húsnæði er þó allavega eftir eitthvað á bilinu 40-50.000 krónur. Það er þó bara helmingurinn af því sem honum hafði verið lofað af WD. Berglind hefur áður ráðið til sín fólk frá öðrum löndum, sem ævinlega hefur reynst vel og bundist vináttuböndum við ijölskylduna. „Ætli svo verði ekki líka í þetta sinn, þó það muni kannski taka dálítið lengri tíma. Þetta er vænsti piltur, glaðlyndur og hress og leggur sig allan fram," sagði bóndinn á Núpi. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að ís- land er 7. ríkasta þjóð jarðar í dag og því að sjálfsögðu útsett fyrir því að óprúttnir aðilar eins og World Dis- covery reyni að koma hér ár sinni fyrir borð. Líklega er þetta bara for- smekkurinn af því sem við getum átt í vændum og við þurfum að vera á varðbergi gagnvart því," sagði Berg- lind að lokum.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.