Bændablaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 2
2. TBL. 6. ÁRG. MARS 1992 BREF TIL JONS I FJALLI ón Guðmundsson í Fjalli á Skeiðuni scndi mér stutt og gagnort bréf um daginn og þótt þetta sé einungis cinkakveðja hans til mín þá vona ég aö hann ekki fyrtist þótt ég vitni að einhvcrju leyti beint f það opinbcrlega eöa endursegi meiningu þess. Hann segir sér þykja illa aö Ölfusingum vegiö með þvf aö þröngva upp á þá fyrir- huguöu hæli að Sogni og ég bæti hér við: meö cinþykkum stjórnvaldsaögerðum og mcð því aö bcita fyrir sig mcirihlutavilja f hrcppsfélaginu, fcngnum meö skoðana- könnun, mcstan part með atkvæðum fólks niðri í Þorlákshöfn, fólks sem kcmur þvf nær aldrei upp í hina ciginlegu Ölfussveit, á við hana bókstaflega 0,00 samskipti (nema rukka skattana) og býr næstum því eins langt í burtu frá kvosarbæjunum, þar sem Sogn stendur, og frá Reykjavík. Frá Sogni til Reykjavíkur er einnig lítiö lengra en til Þorlákshafnar og gangvegir allir greiðari. Það heföi í raun og veru vcriö miklu nær fyrir Sighvat Björgvinsson og þá bræöur aö láta Félagsvfsindastofnun sækja handa sér meirihluta fyrir þvf aö troða þessari stofnun upp á okkur, til Rcykjavíkur, aö ekki sé nú talaö um Hverageröi, ef þurfti aö beita þétt- býlinu gcgn okkur f þcssu máli. I Iverageröis- búar eru þó nágrannar okkar og jafnvel að einhverju leyti vinir. En Hverageröi og Reykjavík eru önnur sveitarfélög þar sem Þorlákshöfn telst aftur á móti f svoncfndum ölfushrcppi og ER f raun og vcru Ölfus- hreppur þar eö hún myndar margfaldan meirihluta atkvæöa f hreppnum, (1400 fbúar á móti 260 f sveitinni). ^aö má þvf fullyröa aö hinir "hefö- bundnu" Ölfusingar séu löngu búnir aö tapa öllu forræöi yfir lffi sínu og örlögum, hvaö stjórnsýslu varöar, og ákvaröanir varöandi þeirra hagsmuni séu tcknar af þeim stóra hópi fólks sem á síðustu þrem áratugum hefur safnast saman f öörum endanum á þessari löngu sveit og veit ekki einu sinni (flest hvaö) hvar hinn endinn er, hvaö þá þaö láti sig varöa líöan þeirra manna, kvenna og barna sem þar þreyja sitt strfö og hafa sumir gert "kynslóö fram af kynslóð". Til samanburöar um vegalengdir og firrö þá eru 37 km frá Alviöru, efsta bæ í ölfushreppi, niður í Þorlákshöfn, einum kílómetra styttra en úr Hveragerði til Reykjavfkur. Jón í Fjalli heldur áfram: "Þella mál allt sýnir hvað það vœri varasamt fyrir sveitimar að samcina sveitarfélögin. Þama er það meiri- Itlitíavald Þorláksliafhar sem gerði þetta mögulegt. Vœri Ámessýsla orðin eitt sveitarfélag hefðu kmipstaðimir þar öll tök. Uppbygging í sveitum undanfarna áratugi segir manni að sameining gengi þvert á stefnu sem rekin heftvr verið. Hvað með félagsheimilin og skólana í hverri sveit? Það verður ekki komið með neina peninga til fólksins með sam- einingu. Mér finnsl að þú, sem ritfær maður, œttir að vekja athygli á þessu. Þegar sveitimar verða búnar að missa sína embœttismenn hlustar enginn á kvartanir þeirra. SognsmáUð er glöggt dœmi wn það. Mefi bestu kveðju Jón Guðmundsson." Þannig bréf, vafningalaust f einföldum sfmskeytastfl. aö er nú svo. Satt best aö segja þykist ég sífellt vera aö brúka "ritfærni" mfna til aö vekja athygli á þessu og einmitt þessu. En kannski hef ég aldrei sagt nákvæmlega þetta sem Jón tekur fram. Og kannski vegna þess aö mér hefur þótt þaö liggja um of f augum uppi til þess aö á þaö þyrfti aö minnast. Fýrir mér hefur lengi legiö f augum uppi aö það er veriö aö eyöa sveitunum og því Iffi sem þar er lifaö, sumpart f "ötugunarleysi" Eyvindur Erlendsson skrifar en sumpart líka vitandi vits. Þcssi staörcynd vcröur þvf erfiðari viöfangs seni hér er viö illa sjáandi meirihluta aö ciga, mcirihlula sem ekki skilur þetta líf sem um er aö ræöa og þaö scm meira cr; vill ekki skilja það. Þcssum mcirihluta kcmur t.d. atdrci íhug aö hraöbrautir gegnum svcitina ónáði þaö fólk og fénaö scm þar á hcima hcldur cinungis hiö gagnstæöa; aö svcitamaðurinn og fénaö- ur hans sé þcim sem ckur hraöbrautina til ama. Er enn óralangt f þaö aö mcnn geti skammast sín til aö bera lágmarksviröingu fyrir hcimahögum annars fólks? Hafa menn alveg tapaö allri tilfinningu fyrir þvf hvar þeir eru gestir og hvar þcir eru, aftur á móti, á heimavelli? M Lenn hafa veriö aö þvæla þetta Sogns- mál fram og aftur, út f hina ýmsustu króka og kima oröhengilsháttar og aukaatriöa. Einn reynir aö túlka þaö svo sem þaö snúist um samúö eöa ekki samúö meö fólki scm á bágt, í þessu tilfelli geöveikum afbrota- mönnum. Annar talar fjálglega um hags- muni og ekki hagsmuni auk hagsmuna scm rckast á. Þriöji cr allt í einu farinn aö tala um hvort menn séu virkilcga á móti atvinnu- uppbyggingu, jafnvel á móti þróuninni! (Ég scgi nú eins og líffræöingur cinn góöur og dáinn núna sagði varðandi Mývatnsdeiluna: "Stjórnmálamenn og bíssnisfólk ætti aö hafa smckk til aö þræta ckki við líffræöing um "þróun".) Nei, máliö hefur aldrei snúist um ncitt af þessu, cnda þótt allt þetta og miklu ficira hafi veriö brúkaö til aö þræta um, af því aðalatriöin eru svo erfið aö oröa og fá viður- kennd. Málið hefur frá upphafi snúist um heimarétt,- f víðum skilningi þess orös. Þ.e: Geta yfirvöld, þótt kosin séu af einhverjum meirihluta, einhversstaöar aö fengnum, skellt niöur hverju sem er hvar sem er án þess aö spyrja þá sem á staönum búa og ef til vill eru búnir aö eiga sfn vé þar mann fram af manni og: EIGA ÞAR HEIMA? Meðan tillitslaus meirihlutayfirgangur og stjómvaldshyggja rlkir í þessum mann- legu samskiptum er ekki viö þvf aö búast aö viösem búum í hinum dreiföari byggöunum samþykkjum nokkru sinni hvorki jöfnun at- kvæöisréttar né sameiningu sveitarfélaga. Meir en þaö: Þaö er ekki viö aö búast að nokkur sanngjarn maöur sem hefur opin augu f höföinu og siöferöiskennd ofan viö lágmark, samþykki slfkt. o( hrcint ckki á, á þcim tfma og var minn fcill. Ef til vill eru þcir á Prcssunni cinmitt réttu strákarnir, þrátt fyrir hasar- og kjaftasögu- ásjónuna scm þeir hafa valiö blaöi sínu. Sfðan hcf ég vcriö aö klöra þclla (f bakkann) bæöi í landsmálatfmaritinu Útveröi og svo núna á síöustu misscrum f þcssu blaöi. E, rg nú, kæri vin Jón f Fjalli: Hversvegna tek ég mig ekki til, ritfær maöurinn, og útskýri þetta fyrir þjóðinni, úr þvf ég kann á þvf svo glögg skil og hef kjaftinn til? í fyrsta lagi hef ég ekki upplag baráttu- manns enda þótt ég hafi stundum neyöst til aö skipta mér af pólitík, vegna þess aö nauösynjamál voru uppi og ekki uröu aörir til. Ég er "bara" listamaöur og mér liggur við aö segja; þvf miður, - sæmilega skrifandi. Ég hef því ekki viljaö koma þvf inn hjá fólki aö þaö heftti eitthvaö á mig aö treysta f þessum efnum. Þar veröa aðrir aö koma til. í ööru lagi þá hef ég, þrátt fyrir allt, verið aö tala um þessa hluti og skrifa, opinberlega og prívat, um áraraöir. Lcngi vel fiutti ég spjallþætti, fyrst um listir og svo um almenn efni í útvarpiö, sem dagskrár- stjórar sáu um, í allri kurteisi, aö væru þar í dagskrána settir sem hlustun var f lágmarki og þcgar ég kom aö kjarna málsins meö því aö tala um indíána í Amerfku og tillitslausan yfirgang evrópsku innfiytjendanna gagnvart þeim, þá var ég strax "kurteislega" látinn hætta, "til aö nleypa fieirum aö". Sföan skrifaöi ég um nokkurt skeiö pistla í Helgar- blaö Alþýöublaösins, enn um svipuö efni þótt oft væri undir yfirskini skcmmtiefnis en hvorttveggja var, aö mér fannst mitt mál ekki eiga réttan hljómgrunn meöal lesenda þess blaös og svo hitt aö því var breytt yfir í það form sem nú er Pressan og mér leist /n hversvegna ekki aö beita sér f stóru dagblööunum? ÞaÖ veröa auðvitaö allir aö gcra scm þaö gcta, á þaö trcysta og þaö scm mest cr um vert; fá þar inni. Ég cr ckki í þcim flokki. Bæöi er aö mfnar greinar eru of langar til þess aö þau blöö vilji þær og lesendur þeirra nenni aö lcsa þær og cinnig hitt aö meining- ar mfnar henta þeim ckki. Alvarleg umræöa veröur ekki viöhöfö í jafn stuttu máli og Morgunblaöiö eöa Dagblaöiö heimta. Slík blöö eru til þess eins hæf aö telja upp yfirboröslegar staöreyndatölur og snöggar fullyrðingar um "eitthvaö scm efst er á baugi". Þau voru notuö, þegar heföbundinn landbúnaöur brást, til aö sanna ágæti refa- eldis. Þau voru notuö, þegar refaeldi brást, til aö sanna ágæti laxcldis og þcgar þaö brást, til aö sanna ágæti slórvirkjana og álvers, og þegar þaö brást - sæstrengs. Þau voru, á sfnum tfma, notuð til aö sanna aö Sovétríkin væru öflugt og stórhættulegt iönaðar- og herveldi og núna eru þau notuð til að sanna aö landbúnaöurinn og jafnvel sjávarútvegurinn séu baggi á þjónustu- geiranum sem, aö manni skilst, stendur undir þjóðarframleiöslunni (fjölmiölun t.d!) Semsagt; vettvangur fyrir útbólgiö, mark- laust hjal, - sem selst í dag þótt þaö sé einskis viröi á morgun. En meginverkurinn er samt sá aö þaö er kominn upp, án þess aö þú hafir varaö þig á, margfaldur meirihluti í landinu sem ekki vill heyra þaö sem viö erum aö segja, þú og ég. Og þaö er erfitt mál. Þaö eru komnar upp heilar tvær kynslóöir sem gera ekki annað en góna á glitrandi ljósin sem þær halda aö glói í útlöndum, - aö meiri hluta til, - og kunna fátt aö segja á móöurmáli sfnu annaö en "ég bara vill og mér bara langar og akkuru má ekki allir bara hafa þaö eins og þeim vill"; og "akkuru má ég ckki eiga nóga peninga og mótorhjól og snjósleöa og stóran jeppa og keyra einsog ég vill og hvar sem mér langar?" o rg ástæðan fyrir þessu er sú aö leiö- togar þjóöarinnar, hvort heldur eru stjórnmálamenn, prófessorar, klerklcg stétt, kennarar eöa foreldrar og nú sföast sjálfir guöirnir; fjölmiölamenn, hafa varla talaö orö í fullri alvöru viö sína skjólstæðinga, nú f full þrjátfu og fimm ár. Eintómt yfirborös- kjaftæöi sem selst f dag og cr ónýtt á morg- un. Einnota viska. Nema allt f einu er Páll Skúlason heimspekiprófessor tckinn upp á þcssu, f smáum stfl og, jú, reyndar f þessum blööum sem ég ncfndi. Viö skulum svo scm ekki undanskilja Sigmund Guöbjarnason og nokkra aöra ágæta menn. En hver les, - aör- ir en þeir sem fyrirfram vissu? Svo viö erum harla illa aíkróaöir, bróöir Jón, og verjumst í hallri vörn. Og svo sem ekki aö undra þótt orövana fólki veröi þaö af og til á, í varnar- leysi sfnu og rciði, aö fara mcö ókvæöisorö, uppncfni og níövísur um valdsmcnn. Ég gæti trúaö aö þaö scm yröi ekki sfst til varnar væri þaö ef þcssir "scm fyrirfram vissu" vildu gcrast duglcgri aö tala saman og viö aöra ckki sföur, segja viöstöðulaust frá því, hvar scm maöur verður manns á vegi, scm þcir hafa hcyrt og séð og því scm þcir vita af sjálfum sér ófcimnir viö þaö þótt þcim finnist þcir ckki vcl til þcss farnir aö tungutaki og sannfæringarkrafti og ekki sífcllt teljandi sér trú um aö aörir hljóti aö vita betur, - aö aörir hljóti aö taka máliö f sfnar hendur. Þaö eru cngir aörir, trú mér til, bara viö. Er /ngu aö síöur: Ymislegt þokast. Þetta Sognsmál hcfur ckki lcitt svo fátt í Ijós. í fyrsta lagi þaö scm ég held aö hcimamenn hér f Ölfusinu hafi ckki vitaö fyrirfram og ckki hrcppsncfndin og jafnvcl ckki ráö- hcrrarnir tvcir, Sighvatur og Eiöur; aö ákvöröunarvald um þaö hvort stofnun á borö viö lokaöa meöfcröarstofnun fyrir gcö- sjúka afbrotamcnn (scm í sföustu fréttum hcitir nú allt f cinu "sambýli";) rfs aö Sogni cr EKKI í hönduni ráöhcrra og ráöuneyta. Þvf vcröur aö vísa til byggingancfndar Ölfus- hrcpps. Og valdiö cr ckki heldur þar. Þaö cr SVEITARSTJÓRN sem cndanlcga afgrciö- ir máliö. En hiö endanlcga vald er ekki hcldur hjá hcnni. llcnni bcr fyrst og frcmst aö taka tiltit til nágranna, ckki einungis siöferöilcga hcldur lfka, bcinlfnis, fslcnskum lögum samkvæmt! Þaö hcfur nefnilcga rifjast upp f sam- bandi viö þctta mál aö til er í íslenskum lögum grundvallarhugmynd scm heitir grenndarréttur. Þcssi réttur cr djúprættur f tilfinningu okkar fyrir rénlæii og fjallar um þaö aö, f raun og veru, má cnginn gcra neitt á sinni eign sem raskar tilveru nágranna og fer þvert ofan í vilja þcirra sem fyrir eru á næstu húsum, á næstu bæjum. AÖ ekki sé nú talaö um ef þaö bcinlínis skaöar þcirra hagsmuni. Viö sjáum þcnnan rétt Iftið í praxís, dagsdaglega; almenn lög og reglu- geröir eru látin koma í staöinn fyrir hann og nefndir eins og bygginganefndir aö mestu látnar um málið. Þó er þaö svo aö engum leyfist aö breyta útliti húss síns eöa lóöar í gömlu hverfi borgar eins og Reykjavíkur án þess aö fá til þess uppáskrifaö leyfi ná- granna. Bygginganefnd ein getur ekki leyft þaö, ekki einu sinni kvistglugga eöa svalakrfli aö sóla sig á. etta voru allt nokkrar fréttir sem önnur byggðarlög eiga eftir aö taka nótfs af, SVO FREMI AÐ ÞÆR FRÉTTIST. Svo fremi ekki séu allir orðnir daufir jafnt sem dumbir. Sognsmálinu er ekki lokið, alls ekki, þótt Sighvatur ráöhcrra láti krakkana sfna hjá fjölmiölunum lcsa það yfir þjóöinni f hverri viku, viku eftir viku, aö nú sé þetta alveg aö koma og byrjaö veröi á framkvæmdum f næstu viku. Þaö er búiö aö kæra meöferð oddvitans á málinu til félagsmálaráöherra og þaö er búiö aö kæra báöa ráöherrana til umboösmanns Alþingis fyrir offar f málinu og brot á stjórnsýslulögum. Og jafnvel þótt þaö allt tapist og umrætt fangelsi veröi rcist (þvf fangelsi er þaö hvaö sem þeir reyna aö kalla þaö) þá á þessi stofnun cftir aö standa þarna sem lýsandi minnismerki um óverkn- aö viö varnarlftinn minnihluta, sem fleinn f holdi jaröarinnar, Ifkt og cfnabrennsluvftiö viö Mývatn (sem oröiö er frægt um allan hcim), eiturhaugurinn á Gunnólfsvfkurfjalli, allar hinar gjaldþrota fiskeldisstöövar og refabú og fleira gott sem brallaö hefur veriö ýmist af hreinum óvitaskap eöa blindu ofurkappi, nema hvorttveggja fari saman. Megi þér vel heilsast, kæri vin, og þú veröa langlífur í landinu. Eyvindur Erlendsson

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.