Bændablaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 12
Kreistu fast og kyrktu þjof! kúgun Norðurlands... - Af kraftaskáldum fyrri tíðar í Egils sögu Skallagrímssonar segir frá því er fjandskapur alger veröur meö Agli og Eiríki blóðöx vegna arfs eftir Björn höld, tengdaföður Egils. Nær Egill ekki rétti sfnum fyrir ríki konungs og eggjan Gunn- hildar drottningar hans. Kveður Egill þá vísu þessa: Svo skyldi goð gjalda -gram reki bönd af löndum, reið séu rögn og Oðinn- rán mínsféar hánum. Fólkmýgi látflýja, Freyr og Njörðr, af jörðum, leiðist lofða stríði landás, þann er vé grandar. grafgötur um aö það er a. m. k. að nokkru leyti vegna fjölkynngi Egils og kveðskapar hans. Kemur hér ágæta vel fram sú trú að yfir- náttúrulegur kraftur geti verið Tvö kraftaskóld: Hallgrímur Pétursson, Bólu Hjálmar. Vísnaþáttur Umsjón: Kristján Eiríksson Mundi vfsan útleggjast á lausamáli einhvern veginn svona: "Goðin reki konung af löndum. Svo skyldu þau gjalda honum rán fjár míns. Goðin og Óðinn séu (honum) reið. Freyr og Njörður, látið kúgarann flýja af jörðum (landi sínu). Landás (Þór, eða landvættur) verði gramur harö- stjóranum, þeim sem spillir þing- helginni." Scinna reisir svo Egill Eirfki konungi og Gunnhildi nfðstöng og fer svo að lokum að þau hrekjast af Noregi. Fara lesendur tæpast í fólginn á skáldskap séu skáldin nægilega andheit eða búi mikið í hug er þau kveða. Ekki var þó álitið að öll skáld væru ákvæöa- skáld. Slík gáfa var aðeins fáum gefin. Meö þekktustu kraftaskáldum eru Hallgrímur Pétursson, Látra- Björg, Jón Þorláksson og Bólu- Hjálmar cn vissulega mætti telja fleiri. Alkunn er þjóðsagan um þaö er Hallgrími varð litiö út um glugga kirkjunnar f miðri predikun og sér hvar dýrbítur er kominn heim undir bæ. Rann honum þá í skap og kvað vísu þessa: Þtí sem bftur bœndafé, bölvuð íþér augun sé, stattu eins ogstofn af tré, stirð og datið á jörðunne. Tófan varð bráðdauð en sagan segir að Hallgrímur hafi misst skáldgáfuna fyrir að láta bræðina grípa sig í miðri guðsþjónustunni. Liðu nú stundir fram uns hann einhvern tíma var aö hengja upp kjöt í reyk ásamt vinnumanni sfnum. Rétti Hallgrímur upp krof- in en vinnumaöur tók á móti og kom þeim fyrir. Segir vinnumaður þá eitt sinn er honum þótti Hall- grímur ekki rétta nógu hátt: "Upp, upp." Kom þá skáldgáfan aftur yfir Hallgrím og hélt hann áfram og kvað: Ágústa segir einnig að nútím- inn spyrji ekki lengur hversu mikiö konan geti spunnið, ofið eða alið - eða hve mikið hún eigi í búrinu. Heldur sé nú spurt hvaö hún geti fengiö í laun og þar með sé komið að tilvistarkreppu margra nútfma- kvenna í landbúnaöi. Eðli starfsins sem umönnunarstarfsmaður, að- stoðarmaður við búskap eða nafn- laus matvælaframleiöandi gefi fá- um nútímakonum viðunandi svar við þessum spurningum. Þær sjái ekki að arður af vinnuframlagi þeirra komi neinsstaðar fram og sumum hvcrjum finnist þær aðeins vera bærilegur matvinnungur. Þær finnist einnig tæpast á opinberum vettvangi nema á framfæri eigin- mannsins. Ágústa segir að brjóta verði upp aldagamla verkaskipt- ingu án þess þó að missa sjónar af arfleifö okkar - bændamenning- unni. Til að slíkt takist verði hugar- farsbreyting að koma til og svifta verði hulu nafnleysis af allt að 40% bændastéttarinnar í landinu sem séu konur. Bók þcssari er þannig ætlað að styrkja sjálfsímynd kvcnna, ekki aðeins kvenna í dreifbýli, heldur jafnframt allra þeirra kvcnna scm eiga erfitt með aö sjá stcrka sjálfs- ímynd f spcgli nútfmans. Henni sé ætlað að efla þeim þor til þess að velja sér atvinnu og lífsmögulcika hvar sem er á landinu. Hún segir að víða f sveitum og þorpum lands- ins bíði ónýttir möguleikar þeirra kvenna, sem þo. i að viðurkenna kosti og galla drcifbýlis og meti kostina meira. Ágústa segir að nú færist í vöxt að konur á svcitabæj- um vinni utan heimilis - cinkum eigi þaö við þar sem bújarðir séu í nálægð við þéttbýli. í afskekktari sveitum er vart um þaö að ræða. Með aukinni tækni í landbúnaði og einnig vegna samdráttar séu konur nú síður bundnar við störf á sjálfu búinu en áður var og opni það meöal annars aukna mögu- leika á annarri þátttöku þeirra f atvinnulífinu. Bókin "Við þorum, viljum, get- um," er fáanleg hjá búnaðarsam- böndum um land allt. ÞI Upp, upp mín sál og allt mitt geð, upp mitt lijarta ogrómur með, hugur og tunga lijálpi til, heirans pínu egminnast vil. Ilélt hann svo áfram að kveða um historíu pínunnar uns lokið var öllum Passíusálmunum. Björg Einarsdóttir frá Látrum á Látraströnd cða Látra-Björg eins og hún er tíöast ncfnd var sér- kennileg kona og fór ekki troðnar slóðir. Hún réri á sjó og þótti þar í engu óvaskari hraustum körlum og var því viö brugðið hvcrsu fiskin hún var. Sagt er að eitt sinn f fiski- leysi hafi Björg hvatt til þess að róið yrði með haukalóð og var svo gert að ácggjan hennar. Um leið og lagt var merkti Björg sér einn öngulinn og kvað um leiö: Sendi drottinn mildur mér minn á öngid valinn flyðni þá sem falleg er, fyrir sporðinn alin. Þegar skipverjar svo drógu lóð- ina var firnastór lúða á öngli Bjarg- ar en aðrir voru berir. Sagt cr að Björg hafi skipt feng sfnum með áhöfninni. í annaö sinn er Björg var á sjó gaf allmikið á bátinn. Báðu skip- verjar hana nú að taka til listar sinnar og lægja sjóinn. Kvað Björg slíkt myndi Iftt stoða en mælti þó af munni fram þessa vísu: Bið eg liöddur blóðugar, þótt bregði upp faldi sínum, Ránardœtur reisugar rassi að vœgja mínum. Leið þá ckki á löngu þar til veöriö tók að lægja. Sú sögn er lil um Jón Þorláks- son á Bægisá að hann hafi citt sinn verið staddur á Akureyri, þá orö- inn gamall og haltur. Sá hann þá hvar maður einn apaöi cflir hon- um heltina og henti gaman aö. Varö Jóni þá hermt við og kvað: VIÐ ÞORUM - VILJUM - GETUM Ágústa Þorkelsdóttir á Refstað í Vopnafirði hefur gefið út bók um atvinnu- og jafnréttismál fyrir konur í dreif-, býli. Bókin nefnist á frummálinu "Tenke, ville, satse" og hefur Ágústa þýtt bókina úr norsku og staðfært að íslenskum aðstæðum. í inngangi bókarinnar birtir Ágústa kvæði Guðmundar Friðjónssonar á Sandi - Ekkjan við ána- en megintexti bókarinnar er byggður á hinum norska texta auk þess sem hún tilfærir dæmi af innlendum vettvangi. Bókin skiptist í fjóra kafla. Fyrsti kaflinn fjallar um kynn- ingarstarf á meðal kvenna í land- búnaði, sjálfstraust þeirra og ímynd. Annar kaflinn fjallar -um stöðu konunnar í lífinu, um hlut- verk kynjanna og um konur í drcif- býli. Þriðji kafiinn fjallar um eigin þroska og þróun byggöar auk þess að fjalla um styrk- og lánamögu- leika kvenna og hverskonar hjálpar þær æskja. í fjórða kaflanum er síðan fjallað um á hvern hátt sé unnt að yfirstíga hindranir og aö þróa rekstrarhugmyndir vegna at- vinnurekstrar kvenna í dreifbýli. Ágústa sagði f samtali við BÆNDABLAÐIÐ að bókinni sé ætlað að hvetja til nýrrar hugsunar og framkvæmda og auka kjark til nýsköpunar auk þess að hjálpa ungu bændafólki, körlum sem konum, viö að gera málin upp á jafnréttisgrundvelli og gera vinnu- framlag kvenna í landbúnaði sýni- legt og virt til jafns við vinnu- framlag karla. Við samningu bókarinnar sé horft nokkuð til baka og sjónum beint aö hefð- bundinni verkaskiptingu í bænda- samfélagi fyrri tfma þar sem gífurleg þýðing umönnunarstarfa kvenna tryggðu framgang lífsins og gerðu harða lífsbaráttu bærilega. Þetta hafi átt sér stað á meðan hefðbundin verkaskipting hafi vart leyft körlum að ganga f þessi störf I fjarveru kvenna. Skammaryrði á borð við dula eöa dáölaus hafi oft dunið á þeim mönnum sem ekki töldu eftir sér að ganga í hefö- bundin kvennastörf þegar með þurfti. "Ó, væri ég bara dráttarvél..." í bókinni "Við þorum, viljum, getum” er að finna ýmsar tilvitnanir í textahöfunda. Hér gefur að líta hugleiðingar þrítugrar bóndakonnu á norsku nýbýli. Maðurinn minn er alltaf að vinna næstum alla daga og nœtur alltént langt fram á kvöld. Ég vinn líka mikið við búið að auki eru börnin ungogsmá ogsvo húshaldið. Oft ketnur það fyrir um miðnœturbil þegar ég hefloíáð við að lína saman i húsinu og liengja upp síðasta þvottinn að ég cr kw'ppgejin að mig skortir orð til að lýsa líðan minni. Enda hverju breyttiþað þótt orðin fyndust maður verður að standa sig. Égbíð eftirþví að bóndi minn komi inn frá nýrœktinni sem hann er að brjóta. En hann liefur nóg á sinni könnu svo það hjálpar lítið að hellayfir liann kveinstöfum. Stundum óska égþess að ég vœri dráttarvél þá gœti égfegnið smá mótorstopp skít í olíuna eða leka í vökvakerjið þá mundi égfá þjónustu það vœri sjáilfsagt Karlarnir á kmipfélagsverkstœðinu mundu standa hringinn íki ingum mig og verkstjórinn ekki gefast upp fyrr enn allt vœri komið í lag. En ég er ekki dráttarvél ég er bara kerling í sveit og verð að duga eða drepast. Þar að auki enginn krefst þess afdráttarvél að hún brosi meðan hún dregur plóg á móti brekku. (Birt með leyfi úlgefanda.)

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.