Bændablaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 6
FRÁ BÚNAÐARÞINGI - FRÁ BÚNAÐARÞINGI - FRÁ BÚNAÐARÞINGI - FRÁ BÚNAÐARÞINGI - FRÁ BÚNÁÐARÞINGI - FRÁ BÚNAÐj -----------------------------------------------------------------------------------------------------1 BÓKHALD & ÖFLUGRI LEIÐBEININGAÞJÓNUSTU Aðalmál Búnaðarþings að þessu sinni voru málefni leiðbeiningaþjónustu landbúnaðarins í Ijósi þeirra nýju viðhorfa sem skapast hafa vegna búvöru- samningsins og hugsanlegra niðurstaðna í GATT- viðræðunum. Jón Helgason, formaður Búnaðarfélags íslands, sagði í samtali við Bændablaðið að loknu Búnaðarþingi að stefna yrði að því að Búnaðarfélagið verði öflugt tæki í þeirri leiðbeiningaþjónustu sem nauðsynleg sé í framtíðinni. Mikil áhersla veröi lögð á aö bændur taki upp bókhald og hefur Búnaöarfélagiö látiö vinna bók- haldsforrit fyrir búrekstur f því sambandi. Jón sagöi að um 200 bændur notuðu forritiö nú þegar sjálfir og búnaðarsambönd víðs- vegar um landið önnuöust bók- haldsstörf fyrir um 600 bændur til viðbótar. Jón Ilelgason sagði aö haldin niðurstöður samninganna og áhrif þeirra á landbúnaöinn. l>á vcröi upplýst um opinberan stuöning viö landbúnaö í nálægum löndum og staöa landbúnaöar á íslandi metin og kynnt í framhaldi af því. Búnaðarþing leggur einnig til aö úttekt verði gerð á öllu ræktunarlandi og skipuleg áætlun vcröi gerð um úrbætur þar scm þcirra er þörf miðað viö hag- kvæma búskaparhætti á hverri jörö. Jafnframt því verði leitað leiða til að auka gæöi upp- skcrunnar og tryggja aröbæra notkun hennar meðal annars til þess aö komast hjá notkun á inn- fluttu fóöri. Þá er lagt til aö Búnaöarfélag íslands bcini kröft- um sfnum í auknum mæli aö land- bótastörfum og hafi um þaö sam- vinnu viö búnaöarsamböndin á hvcrjum staö. Búnaöarþing leggur cinnig til aö bændasmtökin gerist virkir aöilar aö undirbúningi þcirrar áætlunar um byggöamál sem er aö hefjast á grundvelli nýrra laga um Byggöastofnun og meö þvf starfi veröi tryggt aö viöhorf og hagsmunir hinna dreiföu byggða verði virt og leitað lciöa til scm efia atvinnulíf í drcifbýli. Jón llclgason sagöi aö hinn nýi búvörusamningur knýi á unt aukna samstööu bænda og hann lagði mikla áherslu á aö aöilar f land- búnaöi nái aö sýna samstööu á þeim brcytingatfmum scm séu í vændum. I>I Halldór Blöndal: NEYTENDUR GREIÐA 2,5 TIL 3,5 MINNA UM ALDAMÓT "Við megum ekki falla í þá gryfju að meta framtíðar- stöðu landbúnaðar og dreifbýlis einungis út frá vaxtar- möguleikum í mjólkur- og kindakjötsframleiðslu. Þvert á móíi má færa fyrir því gild rök, að þessar framleiðslugreinar hafí verið of fyrirferðarmiklar hér á landi þannig að aðrir tekjumöguleikar hafí ekki nýst bændastéttinni sem skyldi," sagði Halldór Blöndal, landbúnaðarráðherra, í niðurlagi ræðu sinnar við setn- ingu Búnaðarþings í byrjun marsmánaðar. hafi veriö námskeið fyrir bændur og áætlað sé aö fiestir þeirra veröi búnir aö koma sér upp búnaði til þess að færa bókhald innan fimm ára. Hann kvaöst telja aö bændur ættu aö annast þennan þátt sem mest sjálfir í framtföinni en búnaöarsamböndin aö veita ráð- gjöf og aðstoða þá á sem víö- tækastan hátt þótt sjálf bók- haldsfærslan fari fram á sveita- bæjunum sjálfum. Þá er lagt til aö komið veröi á auknum tengslum milli Búnaöarfélags fslands og búnaðarsambandanna og í ályktun Búnaðarþings um þaö mál segir meðal annars að hraðað veröi, svo sem kostur sé, frekari tengingu á tölvubúnaöi búnaðarsambandanna og Búnaðarfélags íslands. f sérstakri áiyktun Búnaöar- þings um leiöbeiningamálin er mælt fyrir um að Búnaðarfélag ís- lands taki mið af þessum breyttu aðstæöum og hafi forgöngu um aö samtök bænda og aðrir aðilar sem tengjast landbúnaði hafi samráð um skýr markmið til að mæta nýj- um tímum. Þá er lagt til aö Bún- aðarfélag íslands taki upp skipu- lagt starf til aö fylgjast sem gleggst með framvindu þeirra alþjóða- samninga sem nú eiga sér stað með viðskipti með landbúnaöar- vörur og bændum verði kynntar Halldór hóf ræðu sfna á aö segja aö engir gerðu sér betur Ijóst en bændur sjálfir að þær breyt- ingar sem nú eiga sér staö í landbúnaði hljóti óneitanlega að valda straumhvörfum f þróun íslensks landbúnaöar. Hin nýja stefnumörkun geri strangar arð- semiskröfur til búrekstrar og hljóti aö hafa áhrif á þróun byggðar f landinu. Það lýsi aðeins skammsýni aö draga þá ályktun af hinu breytta rekstrarumhverfi, aö staöa land- búnaöarins hljóli sjálfkrafa aö veikjast samanbt.riö við aðrar at- vinnugreinar í landinu. Þvert á móti megi færa aö því gild rök aö landbúnaöurinn var kominn í sjálf- heldu. Síöan sagöi Halldór aö meö búvörusamningnum hafi verið slegiö striki undir þá framleiöslu- stefnu er verið hafi viö lýöi. Skils- munurinn sé sá að ábyrgöin af framleiðslunni færist nú á herðar bænda sjálfra. Halldór Blöndal ræddi um sauöfjárræktina og sagöi meðal annars aö sala á dilkakjöti hafi dregist saman um 500 tonn á síð- astliönu ári. Meö búvörusamn- ingnum hafi þaö markmið veriö sett aö fækka sauöfé um 55 þús- und á síöasta hausti. Fækkunin hafi hinsvegar aöeins orðiö urn 44 þúsund fjár. Fyrir vikið blasi nú við stærri vandi cn annars hcföi orðiö og sé hann fyrst og fremst fólginn f því aö koma í veg fyrir offram- leiðslu kindakjöts á næsta ári. Halldór benti á aö mikill full- viröisréttur sé aö leysast úr læöingi og á þessari stundu sé útilokaö aö skilgreina nákvæmlega hvaö veröi þörf á miklum flötum niöurskuröi á næsta hausti en hann veröi þó tilfinnanlegur. Halldór Blöndal sagöi aö vakiö heföi undrun sína og athygli aö í opinberri umræöu heföi hver tekiö upp eftir öörum aö hlutur bænda hafi legið eftir í þeim þrengingum sem þjóöarbúið standi frammi fyrir eins og þeir hafi ekki tekið á sig sinn hluta af þeim byröum. Meö fjárlögum hafi veriö ákveöiö aö tvær síðustu greiöslur samkvæmt búvörusamningi færðust yfir á tvo fyrstu mánuöi næsta árs, þvert SUMARBÚSTAÐAEIGENDUR SILUNGSVEH9IMENN VATNABÆNDUR TERHI 385 - Verð kr. 109.000.- SUZUKI utanborðsmótorar RAÐGREIÐSLUR Vélar & Tæki hf. Tryggvagata 18-121 Reykjavík Simi: 91-21460 - Fax: 623437 TERHI MICRO FUN Verð kr. 110.000.- TERHI 440 - Verð kr. 155.800.- TERHI VATNABÁTAR Raunverulega ósökkvandi! Tvöfaldur skrokkur með polyurethan á milli. Viðurkenndir af Siglingamálastofnun. g[| ofan í ákvæöi sjálfs búvöru- samningsins. Meö samþykkt þessa ákvæöis fjárlaga hafi vcrið gcngiö á hlut bænda og þeir þar meö tek- iö á sig sinn hluta til þess að unnt veröi aö ná því markmiði aö greiösluhalli á fjárlögum veröi innan viö fjóra milljaröa króna. Þá ræddi HaMdór um störf Sjö- mannanefndar sem nú sé ætlaö að setja fram tillögur urn stefnu- mörkun er rniöi aö þvf aö innlend búvöruframleiösla veröi hag- kvæmari og kostnaöur lækki á öllum stigurn framleiöslunnar. Hann benti á að ályktanir aðal- fundar Landsambands kúabænda beri þaö mcö sér aö þcir hafi áhyggjur af offramleiöslu og óhagkvæmni í vinnslu mjólkur- afurða. Landsambandið leggi áhcrslu á aö hagsniunir mjólkur- franileiðenda séu órjúfanlega tengdir því aö mjólkuriönaöurinn mæti kröfum markaðarins á hvcrj- um tíma. Halldór Blöndal tók f ræöu sinni undir hugmyndir kúa- bænda urn aö hcppilegasta leiðin til aö draga úr offramleiðslu sé að greiða fyrir ónotaöan fullviröisrétt á næsta verölagsári cins og nú sé til urnræöu í framkvæmdanefnd bú- vörusamninga. Varöandi GATT-samningana benti Halldór Blöndal á aö Þjóðhagsstofnun vinni nú aö athugun á áhrifum samnings- draganna á landbúnaöinn og fslenskan þjóðarbúskap. Hann sagöi aö þótt niðurstööur liggi ekki fyrir megi þó greina vissa megindrætti í líklegum áhrifum hugsanlegs GATT-samkomulags. Hann sagöi að í lok aðlögunar- tfrnans vcrði aðgangur erlcndra vara aö niarkaöi hér á landi að lágmarki 5%. Ff til vill megi telja raunhæft aö stefna aö þvf að landbúnaður landsmanna hafi um 90% af innlenda markaönum um næstu aldamót. Hann sagöi einnig aö teknu tilliti til þess hvernig líklegt sé taliö aö verölag þróist á heimsmarkaöi megi ætla aö bú- vöruvcrö lækki hér um 10 til 15% á aölögunartíma nýs GATT-sam- komulags, scm þýöi aö fslenskir neytendur muni greiöa 2,5 til 3,5 milljöröum króna rninna fyrir sama magn af búvörum um aldamótin m.v. árið 1990. 1*1

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.