Bændablaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 3

Bændablaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 3
2. TBL. 6. ÁRG. MARS 1992 Ljósm: Gunnar Sigurgeirsson. ÚR LANDSBYGGÐINNI 1010 HÖRMulEq TÍðÍNdi oq iLL: UNGLINGAVANDAMÁL Á BJARGI Þau hörmulegu tíðendi hafa oss borist úr Húnaþingi vestur með förukonum óljúgfróðum að Ás- mundur bóndi á Bjargi í Mið- firði eigi son á táningsaldri og sé til mikilla vandræða á heimilinu. Son þennan segja förukonur aldrei nefndan öðru nafni þar á bænum en Grettir og segja þær nafngift þessa þannig til komna að þá gretti unglingur- inn sig ákaflega í framan er á hann er yrt. Svo segja oss förukonur að margoft hafi ung- tingur þessi rekið út úr sér tunguna framan í Ásmund bónda og er fáheyrt ef satt er en förukonur sem oss báru tíðindi eru óljúgfróðar mjög. Svo segja þær oss að vera kunni að barni þessu hafi í æsku verið nafn gefið en það sé nú öllum gleymt. Svo segja oss förukonur að Ásmundur bóndi hafi á liðnum vetri hugað syni sínum starf, sem títt er í sveitum, og vi Idi láta ha.m Gretti gæta heimagása sinna og fylgdu þeim kjúktingar. Er oss svo frá sagt að Grettir þessi sé draumóraungtingur og hafi heiltast mjög af lygisögum þeim er konur segja gjarna börnum af hetjudáðum og víga- fertum fornra kappa. Fylgir það með sögu þessari að Grett- ir rændi búrknífi möður sinnar og hóf vigaferti við gæsirnar en þó hetst kjúktingana því honum þótti þeir með öltu jafn vígalegir. Lauk svo að Grettir banaði flestum kjúklingunum og þremur gæsum. Segja oss svo förukonur að hann hafi hælst um við móður sína að hann hefði einn af þeim öllum LANDSBYGGÐIN í 1100 ÁR Umsjón: Jón Daníelsson Þótt ekki lwfi það veríð á margra vitorði er blaðið LANDSDYGGD- IN elsta blað setti gcjið er út hérlendis. Það var stofnað af fyrsta landnáinsmanninum, Náttfara, ein- hvern tíma íhingwn 870 oggefið út handshij'að í einu eintaki af afkomendum Náttfara þar til karl- leggur lians dó út snemma árs 1988. Vom þá hinir vösht BÆNDASYNIR fengnir til að taka við. Hérfyrir neðan birtwn við merk tíðindi úr eldri árgöngwn LANDSDYGGDARINNAR. sigurorð borið en hitt muni þó sönnu nær að hann hafi eigi þorað að vega að fleiri kjúktingum en einum í einu. Fteiri störf munu Gretti hafa verið ætluð þótt vér rekjum eigi hér en svo segja oss förukonur að Grettir hafi í baðstofu laumast aftan að Ásmundi bónda, föður sínum, með uttarkamb og rifið niður eftir endilöngu baki hans í hefndarskyni er Ásmundur hafði ávítað hann fyrir gæsadrápið. Varð það altmikið sár oq seaia undir BÍLASALA S: 674949 BÍLALEIGA S: 674949 Þrennt sama þaki BÍLAHÖLLIN H/F. BÍLDSHÖFÐA 5 BÆNDABLAÐIÐ & LANDSBYGGÐIN BÆNDABLAÐIÐ & LANDS6YGGÐIN Útgefandi: Ritstj. & ábm.: Blaðamenn: Prófarkir: Póstfang: Sími: Fax: Auglýsingar: Sími auglýsinga: Prentun Félagið Bændasynir hf. Bjarni Harðarson. Þórður Ingim.Sig.B.Sævarss., Stef.Ásgr.jÁrni Gunnarss. ofl. Elín Gunnlaugsdóttir. Einarshöfn, 820 Eyrarbakki. 98 - 31376. 98 - 23084. Örn Bjarnas., Skúlag. 26, 4.h. Rv. 91 - 622098 Frjáls fjölmiðlun. VARAÐ VIÐ MIÐSTYRINGU LANDBÚNAÐARINS Að undanförnu hafa margir orðið til að gagnrýna | mjólkuriðnaðinn og bent á að þar hefur kostnaður aukist á sama tíma og bændur hafa dregið úr kostnaði og skilaverð til þeirra lækkað. Komið hafa upp kröfur um að sú samtrygging og einokun sem nú er í mjólkuriðnaði verði rofin og kostnaði náð niður með samkeppni. Svar bændaforystunnar og forsvarsmanna í mjólkur- iðnaði er skýrt - þar vilja menn ekki lenda í ævintýri líku því sem kartöflubændur lentu í eftir að einokun með kartöflusölu var afnumin. Því hef- ur verið tekin sú stefna að treysta á samvinnu og samstöðu í stað blóðugrar samkeppni. Þó má fullyrða að hvorugur kosturinn er góður, - hvorki sú einokunarleið sem farin hefur verið í| mjólkuriðnaðinum né heldur samkeppnisæði líkt | því sem var í kartöflugeiranum. Fyrrnefnda leiðin stuðlar að óhagkvæmni og fyrirtækin vantar það aðhald sem ekki verður til nema samkeppni sé til staðar. Þá er hætta á að stórfyrirtæki sem búa við litla samkeppni fjarlægist markaðinn og gefi sjónarmiðum neytenda ekki nægilegan gaum. Staða mjólkuriðnaðarins gagnvart markaðinum mætti í þessum efnum vera sterkari nú þegar vaxandi líkur eru á að innlenda framleiðslan keppi við einhvern innflutning innan fárra ára. Blóðug samkeppni gæti þó í þessum efnum gert út af við samkeppnisstöðu mjólkuriðnaðar- ins. Besti kosturinn í þessu efni er heiðarleg og meðvituð samkeppni,- eða samkeppni þar sem allir virða það sjónarmið að samkeppni skuli ríkja. Einokunarhugsunin hefur blundað svo í land- búnaðargeiranum að þegar til samkeppni hefur | komið hefur hún ævinlega verið því marki brennd að einn aðili hefur "ætlað" sér að ná aftur ein-1 okunarstöðu á markaðinum og verið tilbúinn til að færa í þeim efnum allar fórnir sem vera má. Svo var í kartöflusamkeppninni og það sama má segja um þá lítilsháttar samkeppni sem er í mjólkuriðnaðinum í dag,- þar skortir á að menn virði tilverurétt samkeppnisaðilanna. HANDBÓK BÆNDA 1992 er komin út FjöLbREyTTUR FRÓðlEÍkuR. NAuðsyNlEQ hvERJUM bÓN(ÍA Fæst hjá Búnaðarfélagi íslands. Sími 91 - 19200

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.