Bændablaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 10
VÉLAR OG ÞJÓNUSTA 2. TBL. 6. ARG. MARS 1992 Viðtal við B.L.J Buckley sölustióra hiá Bonar Polythene Films í Bretlandi: GÆÐAFÓÐUR KREFST GÆÐAFILMU Blaðið hitti sölustjóra Bonar þegar hann var á ferð hér nú nýlega. Einnig var hann á ráðstefnu um rúlluverkun, sem haldin var hérlendis s.l. haust, en Bonar í Bretlandi hefur verið leiðandi í filmutækni og rúlluverkun fóðurs á undanförnum árum. Ég heyri að þú hefur komiö oft til íslands? Já, ég hef komið hingað alloft á undanförnum 4 árum og haft mikla ánægju af að kynnast starfi þeirra á Hvanneyri svo og bænd- um, fyrir utan aö sjá ykkar fallega land. Gaman er að sjá hve rúllu- pökkun er vinsæl hér en f miðju Bretlandi þar sem ég bý er rúllu- pökkun hvað mest í heiminum, þótt þiö náiö hærri hlutfallstölu, því mér skilst að um helmingur heyfóöurs hér sé f rúllum nú. Það undirstrikar framfarasókn ís- lenskra bænda að hafa áttaö sig á kostum aðferðarinnar svo fljótt. öll rök hníga aö þvf aö rúllu- verkun og pökkun er bæði fljót- legri - gefur meiri fóðurgæöi og lægri tilkostnað en aörar aðferðir. Það nýjasta f þessu er aö menn fara í stórbagga með risabindi- vélum sem eru enn fljótlegri og lægri í tilkostnaði, sé um stór- búskap að ræða. í hverju felast tæknitök ykkar á filmunni? Við vorum frumherjar í aö framleiða svokallaöa þriggja laga filmu - polyethelene blásin þriggja laga filma gcfur betri eiginleika og jafnari styrk og viðloöun til þess að tryggja hámarks þéttleika. Þarf bóndinn ekki að gera fleiri kröfur? Jú, meöan á pökkuninni stendur þarf hann að athuga eftirfarandi: 1. Filman verður aö strekkjast jafnt. 2. Hún veröur aö þola vel strekkingu og slitna ekki. 3. Ilún rekist vel af rúllunni og loði ekki við strekkibúnaöinn. 4. Strekking sé jöfn og hæflleg (50-70%) en oftogni ekki eða veröi laus á bagganum. 5. Sjálftengibúnaöur pökkunarvéla haldi henni vel. Einnig ættu bændur að at- huga aö eftir pökkun þarf ftlman aö standast kröfur um; 1) Aö hún dragist saman eftir pökkun til að þétta. 2) Hafi stöðugleika fyrir útfjólubláum geislum sólarinnar. 3) Styrkleika til að þola högg og álag sem rúllan verður fyrir. 4) Límist vel svo hún loki þétt. Við pökkun ættu bændur aö athuga sérstaklega að ftlman leggist rétt á baggann, þ.e. ytra borö hennar leggist að heyinu og vefjist yfir miðju baggans. Hvernig fylgist þiö með fllmu- gæöum? í verksmiðjum okkar er sér- stök gæðaeftirlitsdeild með há- tæknibúnaöi. Þannig getum viö þróað framleiðsluna, auk þess sem viö erum með sffellt eftirlit með sýnishornatöku sem við sendum út til verktaka í rúllu- pökkun sem pakkar um 28000 rúllum á ári og er í gangi stóran hluta ársins. Þannig fáum við samanburð á þvf sem gerist hjá bændum og f rannsóknarstofunni. Þannig fylgist gæðadeildin með framleiðslunni. Þeim sem þekkja hámarks gæðakröfur þykir vænt um aö heyra að við fylgjum gæðatryggingu eftir stöölum BS 5750 og ISO 9002. Er eitthvað sem kemur þér spánskt fyrir sjónir hérlendis? Já, þaö væri þá kannski helst að á Spáni nota þeir nær ein- göngu svarta filmu. Það er ekkert á móti Ijósu fílmunni, en frá 1986 notum viö nær eingöngu svarta ftlmu f Bretlandi og kýrnar eru hraustar og mjólka vcl. Ég er sannfærður um að svört filma bæti árangur og auki gæöi pökk- unar viö veðurskilyrði og lofthita um daginn og sátu hátt f rútunni sáu ekkert nema svartar rúllur - sem varð til þess aö margir ætla aö prófa svarta ftlmu næsta sum- ar. Hröö þróun í rúllupökkun hér á landi sannar eins og f Bretlandi þann góða árangur sem náöst hér á landi. Aukin varmataka svörtu filmunnar vinnur meö lím- ingunni í aö gefa betri lokun. Þannig mundu menn sjá aö svarta filman heldur enn bctur saman eftir veörun. Einnig er vert að geta þcss að svarta filman er 5% ódýrari. Norskir bændur sem voru á ferö hjá okkur f Bretlandi hefur f fóöurgæöum, hagræöingu og sparnaði, og við hjá Bonar vinnum að stöðugri framþróun f samvinnu við bændur um rúllu- pökkun. f lokin viljum við geta þess aö viðtal þetta var tekiö viö sölufulltrúann þegar hann var hér nýlega f heimsókn og stóð í samningum við Vélar & þjónustu um aö gerast söluaöili á íslandi fyrir þetta magnnða fílmufyrir- tæki. MJÓLKURKVÓTA- JARÐIRNAR DÝRASTAR - "en gjörbreyting hefur orðið á eftirspurn eftir að framleiðslustjórnun var tekin upp í landbúnaði," segir Magnús Leópoldsson, fasteignasali í Reykjavík og fyrrum bóndi, en hann hefur sérhæft sig í sölu jarðeigna og húsa í dreifbýli Með framleiðslustýringunni í landbúnaöi og sam- drætti, bæði í mjólkurframleiðslu og sérstaklega sauðfjárrækt hafa orði verulegar breytingar á við- skiptum með jarðir í sveitum landsins. Færri jarðir seljast nú til heföbundins búskapar þótt alltaf sé ákveðin eftirspurn eftir jörðum með góðan fullviröis- rétt, einkum til framleiðslu mjólkur. En á sama tíma hefur önnur tegund eftirspurnar orðið til. Þéttbýiis- búar sækjast í sífellt auknum mæli eftir jörðum í sveit- um landsins og þá skiptir framleiðslukvóti og jafnvel húsakostur ekki máli. Magnús Leópoldsson, fast- eignasali hefur annast sölu margra jaröa á undanförnum árum og því fylgst nokkuö vel með þróun þessa markaðar. Magnús er heldur ekki ókunnugur landbúnaði og hefur meðal annars starfað sem bóndi. Hann segir aö sala á jöröum sé mjög frábrugðin öörum viðskipt- um meö fasteignir. Hún eigi sér bæöi lengri aödraganda og öll samskipti kaupenda og seljenda séu með örðum hætti. En hver er eftirspurn eftir jörðum sem bjóö- ast til sölu og hverjir eru það sem leita eftir jarðakaupum f dag. Hefur sala á bújörðum tekið ein- hvern kipp við aukna eftirspurn úr þéttbýlinu? Nóg af kaupendum aö ódýrum jörðum Magnús kvaðst ekki geta merkt að neinn sérstakur kippur hafi átt sér staö varöandi sölu jaröa en hún aukist samt alltaf jafnt og þétt. Ákveöin eftirspurn sé alltaf fyrir hendi en oft sé erfitt að samræma þaö verö, sem í boði sé, hugmyndum manna um hvaö þeir telja sig þurfa aö fá fyrir jaröeignir búnir að borga hvað sem er fyrir þær," sagði Magnús. Hann sagði að viö kaup á jöröum velti menn þvf oft mikiö fyrir sér hvort og hvað mikla fjármuni þeir eigi aö leggja f kaup af þessu tagi því f mörgum tilfellum sé um óaröbæra fjárfestingu að ræöa f þeim skiln- ingi aö viökomandi eignir gefi ekki raunverulegar tekjur af sér þegar um jaröir án framleiðsluréttar sé aö ræöa. "Það er til nóg af kaup- endum en það er ekki til sölu nóg af jöröum á því verði sem menn eru tilbúnir til að borga," sagöi Magnús Leópoldsson." Góðar byggingar geta torveldaö sölu "Stærsti hópur þeirra er leita eftir jöröum til kaups er þéttbýlis- fólk, sem hefur áhuga á að eignast land í hæfilegri fjarlægö frá þeim staö sem þaö býr á. Þannig kýs fólk á höfuðborgarsvæöinu helst aö Þótt þéttbýlisbúar sækist nú f aukni mæli eftir landi er einnig nokkuö jöfn eftirspurn eftir jörö- um með góöum framleiöslurétti. Þeir sem leita eftir jörðum sækjast oft eftir veiði og þá helst þar sem þeir geti veitt sjálfir án þess aö vera háðir starfandi veiðifélögum. "Að sjálfssögöu hafa menn áhuga á aö eignast alvöru veiðihlunnindi en fyrir þau verður undantekninga- laust aö borga og margir sækjast því ekkert sérstaklega eftir þeim. Þannig geta veiðihlunnindi veriö kostur viö sölu jaröa en ekki er sjálfgefið aö slík verömæti auð- veldi alltaf sölu þeirra." Magnús sagöi aö ýmis önnur hlunnindi auðvelduöu gjarnan sölu jaröa. Menn heföu áhuga fyrir dúntekju og yfirleitt væri meiri eftirspurn eftir jörðum sem ættu land aö sjó. Nokkrar jaröir seljist einnig á hverju ári yndir sumar- húsabyggö en það er mjög Iftill fjárfesta f jöröum fyrir austan fjall eöa á Vesturlandi. Þá sækist fólk úr þéttbýlinu einnig fremur eftir nokkuö landmiklum jörðum en húsakostur skiptir oft minna máli. Fólk er ekki að leita eftir fimm til sexhundruö kinda fjárhúsum eða þrjátíu til fjöritíu kúa fjósum og því er meiri eftirspurn eftir jöröum sem ekki eru mikið upp byggöar. Nýlegar byggingar hækka verð jaröa og á þann hátt geta góö húsakynni torveldað sölu þeirra Ef verðlag þeirra er innan skyn- samlegra marka er nánast hægt að selja allar jarðir sem hafa þokka- legan fullviröisrétt. Það er segja nægilegan rétt til framleiðslu scm ein fjölskylda getur lifaö almenni- legu lífi af. Erfiðast er aö sclja vel uppbyggöar jaröir sem fullvirðis- réttinum hefur verið fargað af. Ef slíkar jaröir eru auk þess langt frá þéttbýium stööum, til dæmis vestur á fjörðum eöa á Austur- landi getur veriö mjög erfitt um vik aö fmna kaupanda að þeim." Hlunnindi auðvelda oft sölu Magnús sagði aö ýmis hlunn- indi auövelduöu oft sölu jarða. hluti af almennum viöskiptum með jaröir. Nokkuð er einnig um aö bændur láti skipuleggja sumar- húsabyggð á jörðum sfnum en þá er fremur um langtíma leigusamn- inga á landinu aö ræða en eigna- skipti. Nokkur brögð eru einnig að því aö bændur vilji selja spildur af jöröum sfnum. Magnús sagöi að nokkrar slfkar sölur hefðu fariö fram en stundum gripu menn til þessa ráðs þegar f erfiöa fjárhags- stööu væri komiö, til dæmis vegna mikilla fjárfestinga. Þá gæti vcriö erfiöleikum bundiö aö leysa land- spildur undan veöböndum. Fyrirspurnir frá útlöndum "í staö bygginga og ræktunar koma nýir þættir, sem metnir eru til veröleika. Kaupendur f dag leggja jafnvel útsýniö til grund- vallar verölagningu þótt þaö skipti engu máli fyrir notagildi jaröar- innar til heföbundins búskapar og enginn hafi hugaö aö þeim þætti fyrir um tuttugu árum," sagöi Magnús aöspuröur um það hvort jarðamat heföi í raun breyst á seinni árum. Magnús kvaöst hafa fengið nokkuö af fyrirspurnum frá íslendingum, sem búsettir séu erlendis varöandi kaup á landi. í flestum tilfellum sé um eldra fólk aö ræöa sem hafi búiö lengi ytra og hafl úr rúmum fjárhag aö spila. Þetta fólk langi aö eignast land- spildu og koma sér upp aöstööu hér á landi. Magnús kvaöst einnig stundum fá sendar söluskrár og upplýsingar frá erlendum fast- cignasölum um land sem væri verið aö bjóöa til sölu erlendis. En um áhrif hins væntanlega EES samnings á þessa þróun vildi Magnús ekkert segja. VIÐTAL: ÞÓRÐUR INGIMARSSON sfnar. "Þaö vilja margir eignast þcgar um kaup þéttbýlisbúa er aö jaröir en menn eru ekki alltaf til- ræöa.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.