Tónlistin - 01.03.1947, Qupperneq 4
50
TÓNLISTIN
„íslenzk tónlást á sér mikla framtíð, ef
þjóðin sjálf á
Ræða Brynjólfs Bjarnasonav
menntamálaráðherra við opn-
un tónlistarsýningar í Reykja-
vík 21. janúar 1947.
Snautt og ömurlegt er líf þeirrar
þjóðar, sem ekki gerir aðrar kröfur
en þær, að hafa í sig og á. Lágkúru-
legt og dapurt er hlutskipti þess
manns, sem aldrei hefur átt þess
kost að njóta hins dýpsta unaðar,
scm listin ein getur veitt.
Tónlistin hefur sérstöðu meðal
allra annarra listgreina. Hún á sér
alþjóðlegt tungumál, sem allir skilja,
scm eyrú hala að heyra, hvar sem
er á þessari jörð'. Hitt er þó aðall
hennar, að hún býr yfir töfravaldi,
sem er máttugra en öll tungumál
veraldarinnar samanlögð. Þó að lón-.
listarmaður kynni mál allra þjóð-
flokka á jörðinni, gæti hann ekki
túlkað það með orðum, sem hann
getur tjáð með tónum. Með hvíta-
galdri sínum getur tónlistin veitt oss
innsýn í veruleika, sem engin orð
fá lýst. öll list, sem á skilið að heita
því nafni, keppir raunar að' þessu
marki. Því segjum vér um kvæði,
slcáldsögu cð’a málverk, er oss þykir
lullkomið í list sinni: Þetta er eins
og tónlist. Lengra verður ekki lil
jafnað.
Hver cr þá þessi veruleiki hand-
an við' allt hið sýnilega og skýran-
lega, sem veitir oss slíkan unað, að'
alll liið’ hvgrsdagslega verður eins og
sér framtíð“.
fánýtt hjóm, sem sannar oss, að’
mannleg tilvera er dásamlegri en oss
grunar í önnum dagsins — vekur
oss grun um æðri markmið og fjar-
lægari leiðarenda mannlegrar full-
komnunar en vér fáum eygt?
Það væri fávíslegt að ætla sér þá
dul að' lýsa hinni andlegu reynslu
tónlistarinnar með orðum. Það lief-
ur engum lekizt. Þótt þú lesir allar
bækur vitringanna, sem glíint hafa
við jretla viðfangsefni, ertu jafnnær.
Enda eru bollaleggingar þeirra oft
meira í ætt við skáldskap en vísindi.
Schopenhauer sagði t. d., að i t'ón-
listinni kæmumst við í snertingu við
tilveruna sjálfa, hinn innsta kjarna
hennar, án ytri tákna. Gleði og fögn-
uður tónlistarinnar væri fögnuður-
inn og gleðin sjálf. Sorg og þjáning
tónlistarinnar væri þjáningin og
sorgin sjálf. Ef svo er, þá er glcðin
himnesk og jjjáningin og sorgin un-
aðsleg. En sleppum heimspekinni og
öfugmælum hennar. Sannleikurinn
er sá, að’ allt lúð’ hverfula í lífi mann-
anna, í sæld J)ess og þrautum, þolc-
ar fyrir hinu óræða, sem tónarnir
túlka. Tjáning sorgarinnar vekur
oss ekki síður djúpan unað en leikur
gleðinnar. Þetta er eitt af undrum
veraldar. Margir vitrir menn hafa
árangurslaust glímt við þá gátu um
aldaraðir. Sennilega þurfum vér ao
komast á æðra þróunarstig til ])ess
að' verð’a nokkru nær um lausn lienn-
ar. En undrið er veruleiki, og það'