Tónlistin - 01.03.1947, Síða 5
TÓNLISTIN
51
er hin dýpsta iiamingja mannlegs
lífs.
Oi't hefur tónlistinni verið líkt við
andblæ frá öðrum og betra heimi.
Mér virðist lnin flytja oss þann boð-
skap, að tilveran, sem vér erum sjálf-
ir hluti af, sé af æðri uppruna en
allir þeir himnar, sem mannlegt
ímyndunarafl hefur skapað. Tónlist-
in og öll sú list, sem er í ætt við
hana, er fagnaðarerindi þessa heims.
Hún hefur máttinn lil að veita öll-
um þeim, sem erfiði og þunga eru
hlaðnir, ekki aðeins hvíld, heldur og
þrek í hinum mestu mannraunum
lífsins. Það er fullyrt, að hin mikla
hljómkviða Sjostakovits hafi átt
drjúgan þátt í því að leysa Lenin-
grad og þar með allt mannkyn úr
greipum villimennskunnar.
Islenzkir tónlistarmenn og samtök
þeirra hafa leyst af hendi mikið
menningarhlutverk með þjóð sinni.
Með Jiessai'i sýningu hefur félag
þeirra tekið hið alþjóðlega tungumál
tónlistarinnar í þjónustu sína til þess
að kynna umheiminum íslenzka
menningu og Islendingum hið hezta
í menuingu annarra þjóða. Það er
gott og gagnlegt verk, sem ég vona
að eigi eftir að skila miklum árangri.
Kg vil færa Tónskáldafélaginu hinar
innilegustu þakkir ríkisstjórnarinn-
ar fyrir þetta framtak. Eg hýð liina
erlendu fulltrúa velkomna, þakka
þeim fyrir komuna hingað og vona,
að þessi sýning megi stuðla að ])ví
að lengja þau vináttuhönd þjóðar
vorrar við þjóðir þeirra, sem bezt
munu duga, bönd hins almcnnt
mannlega, bönd listarinnar.
Islenzk tónlist á sér að vísu djúp-
ar rætur með þjóð vorri langt aftur
í aldir. En til þess að skapa tónlist-
armenningu þarf ákveðin efnahags-
leg skilyrði. Þau skilyrði hafa ekki
skapazt fyrr en á allra síðustu tím-
um hér á landi, og þess vegna er ís-
lenzk tónlist cnnþá á bernskuskeiði.
En fyrstu spor hennar sanna ])að, að
hún á sér mikla framtíð. Það eru
hinar sömu efnahagslegu ástæður,
sem valda því, að íslenzkur almenn-
ingur hefur ekki átt þess kost fyrr
en nú, að njóta-hins hezta í tónlist
annarra þjóða.
Tónlistin getur ekki dafnað nema
íslenzka þjóðin hafi efni á því að
lifa menningarlífi. Þess vegna bregð-
ast listamennirnir skyldu sinni, ef
þeir láta sig stjórnmálin og hajgs-
munabaráttu alþýðunnar engu
skipta. En hvaða gagn væri að því
fyrir íslenzku þjóðina að eignast öll
gæði heimsins, ef hún l)iði tjón á
sálu sinni? Þess vegna l)regðast
stjórnmálamennirnir skyldu sinni, ef
þeir láta sig listmenningu hennar
engu skipta.
I (tag Jiefur menntamálaráðuneytið
gefið úr reglugerð um flutningsrétt
á ritverkum og tónsmíðum, sam-
kvæmt lögum frá 1943 um rithöf-
undarétt og prenírétt, og koma þau
lög lil framkvæmda með staðfest-
ingu þessarar reglugerðar. Um reglu-
gerð þessa hefur orðið alger eining
milli þeirra, sem lilut eiga að máli.
Þetta er í fyrsta skipli, sem íslenzk-
ir tónlistarmenn og rithöfundar fá
nauðsynlega lagavernd fyrir verk sín.
Eg vona, að þessi nýju réttindi megi
verða til þcss að bæta áðstöðu þeirra
til þess að þjóna list sinni.