Tónlistin - 01.03.1947, Side 7
TÓNLISTIN
af mikið til endurómur af tónmenn-
ingu annarra landa. Danir, Norð-
menn og Svíar liöfðu tapað samhengi
við sinn þjóðlega uppruna. Eitt lítið
dæmi: — Þingvellir eru öllum Islend-
ingum lieilagir og enginn mun hika
við að kalla þá helgasta staðinn í
öllu landinu. — Hins vegar eru haug-
ar forfeðra vorra í gömlu Uppsölum
í Svíþjóð enn í dag „börnum og
hröfnum að Ieik“, — eru ekki liclgi-
dómur þar í landi, — heldur jafnvel
frekar skringilegur hlutur, sem tek-
inn er tæplega alvarlega. — Frænd-
þjóðir vorar töpuðu sem kunnugt er
lungu sinni og þekkja naumast forn-
bókmenntir vorar, ncma að nafni til.
Uppsuða úr þeim er geí'in út sem
gamansaga og mikið lesin nú sem
stendur.
Nordraak og Grieg sjá, að Noreg-
ur þarf að eignast þjóðlega tónlist.
Hvorugur þeirra þekkir þó forn-
mcnningu vora, sem er frumlegasti
menningararfur þeirra eigin forfeðra.
Nordraak er frumherjinn. Vér sjá-
um myndir af honum á vegg sýn-
ingarinnar, finnum að þar birtist
djörfung og skapfesta. Nordraak
deyr, en Grieg framkvæmir stefnu
hans, — fyrstu tilraunir, — fyrstu
drög að æðri tónskáldskap þjóðlcg-
um á Norðurlöndum. Hann tók sér
þjóðlögin til fyrirmyndar, —j skril'-
aði þau jafnvel stundum aðeins upp,
— án þess að vinna úr þeim eða
bæta miklu við frá sjálfum sér. Hann
var heilsuveill alla ævi og varð af-
kastalítill. Ekki losnaði hann heldur
alveg undan áhrifum frá Schumann
og öðrum tónskáldum meginlands-
ins, en Gncg varð upphaf hinnar
ciginlegu norrænu tónlistar í æðra
skilningi.
Norðmenn áttu þjóðlög. — Nú bið
ég menn að gera mikinn og greini-
legan mun á þjóðlögum og alþýðulög-
um. Þjóðernið skapar þjóðlögin; þau
eru nokkurs konar öræfagróður. Ilins
vegar cru alþýðulögin ræktuð í
vermireitum alþjóðlegrar siðmcnn-
ingar. Finnlendingar eiga líka þjóð-
lög. Hið sama verður ekki sagt eins
ákvcðið um Dani og Svía. Mikið al'
því, sem hjá þeim kallast þjóðlög,
eru ekki þjóðlög, heldur alþýðu-
söngvar af stundum mjög tvíræðum
uppruna. — Danska tónskáldið Carl
Nielsen reisir t. d. list sína svo að
segja eingöngu á undirstöðu alþjóð-
legrar tónmenningar. Andinn gctur
ef til vill kallazt danskur eða fjónsk-
ur. Eins má segja um ýms tónskáld
Svíþjóðar, að ekki sé mikið sænskt
eða norrænt í verkum þeirra, —
nema einhver dulinn blær, sem þó
cr stundum mjög torfundinn.
Islenzku þjóðlögin mega teljast
meiri öræfagróður en þjóðlög ann-
arra landa. Vér höfum varðveitt
l'immundarsönginn, — tvísönginn, —
í þúsund ár, cn lúðrarnir frá eiröld
munu vera Upphaf hans. Vor stór-
kostlega ljóðlist með stuðlum, böf-
uðstöfum og alls konar millirími
hefur skapað aðra tegund þjóðlaga,
fjölbreytt og áherzlumikil taktskipt-
ingalög; það eru rímnalögin. Grcini-
leg siðmenningaráhrif í tónmennt
koma til Islands frá Danmörku á
19. öld og eru í eðli sínu andstæð
íslenzkum þjóðlögum. Stefnuhvörf
verða ekki fyrr en um seinustu alda-
mót og enn má heita, að vor þjóð-