Tónlistin - 01.03.1947, Qupperneq 11
TÓNLISTIN
57
„danslegir" sem skyldi, þeii' voru
þyngri í vöfunum; og nú mun hljóð-
fallið hafa farið að láta meira til sín
taka, því að dansinn varð að dynja
eflir föstum áherzlum og þjálum
samstöfufjölda. Hinir erlendu dansar
fidlnægðu þó ekki rímhneigðinni,
sem þjóðinni var í merg smogin, og
þess vegna hafa menn larið að yrkja
rímur, sem sóru sig í ætl við hið
útlenda dansform, en héldu þó fast
við fornar, norrænar hragreglur. Lík-
legt er, að rímurnar hafi útrýmt hin-
um fyrstu fornu dönsum eftir að
farið var að dansa eftir rímum.
Rímnakveðskapurinn var eins kon-
ar tónrænn lestur, sönglestur. Með
góðri kveðandi kom hreimfall kvæð-
isins betur í Ijós, og tilbreyting á-
herzlnanna varð margvíslegri held-
ur en um venjulegan upplestur hefði
vcrið að ræða. Rímnakveðskapurinn
var iðkaður til skemmtunar alveg
eins og sönglesturinn. Oft voru sög-
urnar ortar um og voru þá kveðnar.
í stað sögulesturs kom þá sönglest-
ur. Enn á vorum dögum stunda
menn kvæðaskap, og í Kvæðamanna-
félaginu Iðunn í Reykjavík munu
vera um 100 félagsmenn, sem flestir
kunna eitthvað af kvæðalögum. Er
það í sjálfu sér gleðilcgt, að enn
skuli svo margir unna þessum þjóð-
lega sið og leggja rækt við hann,
því að liann hefur siðsögulegt og
þjóðernislegt gildi fyrst og fremst.
Hið listræna gildi verður ekki metið
á sama hátt. Að vísu eru stemmurn-
ar „músik“, en þær lúta öðrym lög-
málum cn það, sem vér í daglegu tali
gefum skýringarheitið tónlist.
Kvæðalögin eru lík nýgræðingi, sem
skotið hefur rótum í hrjúfum jarð-
vcgi og verður að láta sér nægja
þá næringu, sem fyrir hendi cr, án
þess að honum berist nýtt gróður-
magn. Gróðurmagnið hefur livorki
rýrnað né vaxið. Það hefur haldizt
svo að segja óbreytt l'rá árdögum.
Það hefur hjarað í lífrænni kyrr-
stöðu við kolu horfinnar menningar
og brugðið ljósi yfir þjáningarsögu
þjóðarinnar. Eftir margar harðar á-
rásir á rímnakveðskapinn af hálfu
ýmissa menntamanna, rís Einar
skáld Benediktsson upp 1913 og
hyggir traustan varnarvegg gegn at-
lögum nítjándu aldarinnar. Hann
mótmælir dómi fræðslustefnunnar
og rómantísku stefnunnar skorinort
og lætur rímnalögin að fullu njóta
sannmælis, Jæssi óskabörn söng-
hneigðrar og bragunnandi þjóðar.
Bjarni Þorsteinsson hefur átt sinn
drjúga þátt í því, að rímnalögin fóru
að draga að sér vaxandi athygli á
fyrsta fjórðungi þessarar aldar. Hann
lcggur hyrningarsteininn að Jjjóð-
legri tónlist með söfnunarstarfi sínu
um tuttugu og fimm ára skeið, og
árangur J)css birtir liann í verki sínu
1909, Islenzk J)jóðlög, sem Carlsberg-
sjóðurinn í Kaupmannahöfn gaf út
mcð tilstyrk Hins íslenzka bók-
menntafélags. Fékk félagið fimm
hundruð eintök af þessu eitl þúsund
blaðsíðna riti til útbýtingar meðal
félagsmanna sinna fyrir eina sjötíu
og fimm aura eintakið, og muii fátt
annað hafa borizt til landsins af þess-
ari merku bók, sem nú er metin ríf-
lega hundraðföldu verði og er lílt
fáanleg. Jón Leifs varð fyrstur til
að taka upp merki fyrsta þjóðlaga-