Tónlistin - 01.03.1947, Síða 23
TÓNLISTIN
vera kominn á áfangastaðinn á und-
an flutningsmanninum. En sá, sem
gleymdi liæði tíma og flutnings-
manni á leiðinni, var Beethoven, og
])að var farið að skyggja, cr hann
loks, þreyttur, svangur og rykugur,
kom að íbúðinni, sem hann íiafði
leigt sér. En þar kom hann að tómu
húsi. ökumaðurinn hafði l)eðið eftir
lionum í tvær klukkustundir. Þá
fannst honum nóg komið. Hann ætl-
aði sér ekki að fórna nætursvefni
sínum fyrir sérvitring eins og mcist-
ara Beethoven. Hann affermdi vagn-
inn án frekari umsvifa, skildi allt
dótið eftir í cinni hrúgu á torginu
í Mödling og sneri heim aftur með
hest og vagn. Þannig kom Beethoven
að flutningsdóti sínu á törginu, og
varð honum, eins og nærri má geta,
heldur gramt í geði. En allt í einu
rak meistarinn upp skellihlátur,
smalaði saman öllum götustrákunum,
sem af forvitni höfðu safnazt frammi
fvrir þessari óvæntu hrúgu þarna á
miðju torgi, og fékk þá til að hjálpa
sér að bera inn allt dótið — og var
því verki, segir sögumaður, ekki lok-
ið fvrr en um það bil, er næturvörð-
urinn hoðaði miðnætti.
Mér dalt þetta oft í hug, er ég
gckk þarna um torgið í Mödling, og
gat ég þá sjaldnast varizt hrosi við
tilhugsunina um þennan flutning, er
Bcethoven og strákarnir hurðuðust
mcð nótur og annað dót í fanginu
á milli húss og torgs kvrrláta vor-
nótt fyrir rúmri öld.
Einn góðan veðurdag leitaði ég
uppi nokkur Beethovenhúsin í Hei-
ligcnstadt og öðrum útliverfum. Mér
cr það minnisstætt, er ég stóð frammi
69
fyrir einum hústað Beethovcns,
hvítu, litlu húsi á kyrrlátum stað.
Þar hafði tónskáldið ætlað að leita
sér hvíldar og hressingar, er heyrn-
arleysið var farið að þjá hann til-
finnanlega og lcggjast mjög þungt
á hann. Þar hafði hann samið nokk-
ur fegurstu verk sín, og þar hafði
hann, þá 32 ára að aldri, ritað Hei-
ligcnstadt-erfðaskrána, scm allir
kannast við, cr lesið hafa ævisögu
Bccthovens, og fæstir munu ósnortn-
ir af.
Oft stóð' eg frammi fyrir líkneski
af tónskáldinu við svonefndan Beet-
hovenstíg, þar sem sagt er, að hafi
vcrið einn uppáhaldsstaður hans.
Þar á cinn fagur kafli í Pastörale-
symfóníunni að hafa oi-ðið til. „Hér
skrifaði ég kaflann við lækinn", segir
cinn vinur Beethovens, að hann hafi
sagt við sig, er þeir voru á gangi á
þessum stað, „og fuglarnir allt í
kring kompóneruðu með mér“. —
A öðrum slað var sagt, að þcir Bcet-
hoven og Sehuhert hcfðu ol't mætzt
á skemmtigöngu, þegar hvasst var.
Hafði Beethovcn alltaf gengið á móli
vindi, en Sclmbert alltaf undan vindi.
Tónlistin var ennþá, áður en all-
ar hörmungar stríðsins dundu yfir
mjög í hávegum höfð í Vínarborg,
og ástin á hcnni virtist íbúum borg-
arinnar í blóð borin. Hausmusik,
tónlist í heimahúsum, var iðkuð af
kappi. I mörgum fjölskyldum léku
flestir á eitthvað hljóðfæri. Það voru
leikin tríó, kvartcttar, dúó, spilað
fjórhent á píanó, sungið. Unga fólk-
ið hittist viss kvöld til að leika sam-
an á hljóðfæri, og eldra lólkið gerði
það einnig. Þannig þekkti ég hóp