Tónlistin - 01.03.1947, Page 26

Tónlistin - 01.03.1947, Page 26
72 TÓNLISTIN menningarinnai’ hér á landi, er snýr að tónlistarmálunum, hefur tiltölu- lega við margt annað átt fáa braut- ryðjendui’, allt fram á seinasta hluta 19. aldarinnar. Afleiðingin varð J>ví, að þjóðin dróst aftur úr á því sviði. Um og eftir 1840 barst rómantíska stefnan hingað til lands og andaði suði’ænni hlýju í lögum og ljóði yfir þjóðina og vakti hana af svefni lið- inna alda. Sú stcfna féll vel inn í þjóðai’sálina og eignaðist brátt af- burða stuðningsmenn, er vörðu hæfi- leikum sínum henni til úthi’ciðslu. I’að hefur verið almenn skoðun, að umhverfið eigi ekki svo lítinn þátt í andlegum þroska einstaklingsins. Stórbrotin náttúrufegurð, víðfeðmi (hafið), lyfti huganum hærra, skapi göfugan hugsunai’hátt, að finna til með smælingjunum, jafnvel skapi þrá til að kasta steinum úr götu þeirra. I’etta styðst við rök, sem cr að finna á ýmsum sviðum sögunnar. II. Tónlistarlífið á Stokkseyri og Eyrarbakka fyrir 90 ái'um. Um og eftir 1847 verða straum- hvörf í tónlistai’lífi á Stokkseyri og Eyrarbakka, mcð konm Thorgríms- sens-fólksins að Eyrarbakka. Og enn fi’cmur er lengi’a leið inn í árin og þeir fóru að vaxa upp bræðurnir frá Syði’a-Seli, Bjarni, Jón, Isólfur og Gísli, þá komu þar nýir ki’aftar til sögunnar. Bjarni, fæddur 1857, varð boðberi hins nýja tíma, ljúfur sem vorblær. Hann var syngjandi svanur sinnar samtíðar, þar til hafaldan lokaði lians votu gi'öf 27. febrúar 1887. Sylvía Thoi'grímssen kenndi hon- um að spila á harmóníum. Hann varð organleikai’i við kirkjuna á Stokks- eyri, er hún eignaðist hljóðfæri 187G. Hann stofnaði söngféíag. Hann kenndi bi’æðrum sínum að spila og fjölda annarra, er sótti kennslu til hans. Þessi ungi tónlistarvísir á Stokkseyri og Eyrarbakka átti stei’k- an hauk í horni, þar scm Thorgi’íms- scnsfólkið var. Lífið í þorpinu gerbi’eytlist. Söng- ur og orgelspil var haft um hönd við öll mögulcg tækifæri. Kennslan var ókeypis, ekki í krónuskyni. Þar var gróandi þjóðlíf. Ctlendar tónlistarhækur voru næg- ar til heima í „húsinu“, en svo var kallað hús verzlunarstjórans. Ýmsar af bókum þessum eru cnn til og eru talandi vottur um þá tónlistarmcnn- ingu, scm átti sér stað á Stokkscyri og Eyrarbakka fyrir 90 árum. III. Jón Pálsson lærir að spila á hai’móníum. A árunum í kringum 1880 var ckki venja að Ixalda unglingunum til náms, nema til undirbúnings fermingar. Ræðst það því af sjálfu sér, hvað þarflegt l>að þótti, cr Jón Pálsson, þá unglingur, bað um að fá að læra á orgel hjá Bjarna bróður sínum. Þó tókst að fá levfið, en það var eingöngu bundið við frí- stundir, cr hann hafði frá öðrum stöi’fum. En — þar með var ekki allt fengið. — Hljóðfæri var ekkert á hcimilinu og aðeins í kirkjunni. Þangað varð Jón að hlaupa lil þess að æfa sig, en kalt hefur það verið að vetrinum í óhituðu húsi, er hann kom sveittur af hlaupunum. En ó-

x

Tónlistin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.