Tónlistin - 01.03.1947, Qupperneq 30

Tónlistin - 01.03.1947, Qupperneq 30
76 TÓNLISTIX mcð beinsprota, en á Islandi með boga. I Danmörku livarf langspilið í'vrst úr sögunni, síðan hjá okkur á seinni bluta 19. aldar, en í Noregi hefur [)að haldizt við lengst. A einstöku stöðum má enn licyra hina hæversku og hljómþýðu tóna norska langspils- ins (Langeleiksins), aðallega i Vald- res og Hallingdal. Langspilið hefur auðsjáanlega verið vinsælla í Danmörku og Noregi hcld- ur en hér á landi. Þó að það sc fall- ið í gleymsku í Danmörku, er ýmis- legt scm bendir til, að það hafi ver- ið í cftirlæti sem alþýðlegt heimilis- hljóðfæri. Málfræðingurinn og þjóð- minjafræðingurinn Peder Syv (1631 -1702) gctur um samtal milli tveggja hænda, þar sem annar þeirra segir eitthvað á þá leið: „Á langspilið ég leik um köld, löng og niðdimm vctrarkvöld; með leiknum raula’ ég lítinn óð um líf mitt, örlög vond og góð.“ Þctta og annað fleira her vitni um, að það voru ckki eingöngu alþýðu- lög þess tíma, sem leikin voru, menn léku jafnframt frá eigin hrjósti, túlk- uðu í tónum sín örlagaljóð. Langspilin, hið norska og hið is- lenzka, eru svipuð að útliti. Þó eru til svolítið mismunandi gerðir. Það cr langur og mjór kassi með eða án botns, stundum tré holað innan. Á norska langspilinu cru 7—8 strengir, cn íslenzká langspilið hefur færri strcngi. Undir fremsta strengnum eru tónbilabönd, og á liann er leikið lagið sjálft, en hinir eru stilltir til samhljóms á mismunándi hátt eins og tíðkaðist mcð svo mörg miðalda- liljóðfæri. Má þar ncfna humlu, líru, lyklahörpu, sekkjahörpu o. fl. Mjög fáir núlifandi menn munu hafa hcyrt spilað á langsþilið ís- lenzka, a. m. k. ekki af list né lcikni, og ótrúlega litlar upplýsingar cr Iiægt að fá um það, hvernig á það skuli leikið cða hvernig cigi að stilla það. Að vísu er til hók, sem kom út 1855, cftir Ara Sæmundsson um- lioðsmann á Akureyri: „Leiðarvísir til að læra á langspil og til að læra sálmalög eftir nótum“. llann gcfur annars góðar upplýsingar um hvern- ig smíða skuli langspil, en hann scg- ir t. d. „... langspilið cr einungis ætlað lil að leiðheina manni til að syngja sérhvert sálmalag eftir gefn- um nótum .. .“ Ef svo er, þá nægir auðvitað hljóðfæri með einum streng, eins og það oft virðist liafa verið. Svo segir hann: „Ég hef heyrt marga spila á langspil, sem hafa gjört það yl'rið lipurt, cn tónarnir hafa j)ó ein- att verið ógreinilegir og oft eins og rétl utan við lagið, svo það hafi varla orðið þekkt, og þetta jafnvel þó lang- spilið hafi verið nokkurnveginn rélt nótusett og verið á því sæti fyrir hálftóna; hefur skortur á nótnaþekk- ingunni valdið skjátlun þeirri.“ Til fróðleiks og skemmtunar vil ég hæta hérna við svolítilli grein úr hók Ara, sem mun vera í fárra hönd- um, þó að hún sé ekki um langspil- ið, heldur leiðbeining um, live hratt skuli syngja sálmalög. Hún cr þann- ig: „Ég treysti mér ekki til að ákvcða, livað seint syngja skuli sálmalag eða hvað lengi halda eigi tónunum á hverri Vi» V2 cða heilnótu vegna þess

x

Tónlistin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.