Tónlistin - 01.03.1947, Qupperneq 32
7X
TÓNLISTIN
hljóðfæri og um leið útlendar nótna-
bækur og söngkennslubækur og varð
þá hreint og beint kapp milli ung-
linganna að leika á fiðlu og flautu,
svo dalurinn hér kvað við af flautu-
spili smalanna, sem kváðust á. En
nú komust „villtu lögin“ i fyrirlitn-
ingu og burfu alveg fyrir Bellman
og danslögum Lumbyes o. 11., sem
þá streymdi bér inn og gagntók
menn. Þrátt fyrir ummæli Péturs
Guðjohnsens reyndi ég að halda
uppi heiðri langspilsins sem þjóðlegs
hljóðfæris, við fundum upp nýtt lag
á langspilið, með öskju, svipað guit-
ar. Ég las eðlisfræði Fischers og út-
lendar bækur um bljóðfræði og féklc
réttan skilning á strengnum og
sveiflum hans. Fundum við Sigtrygg-
ur á Hallbjarnarstöðum út óbrigð-
ula reglu fyrir réttri nótusetningu
langspils, og mældum út einskonar
stiku til að nótusetja eftir, og á ég
hana enn í dag; en allt var til einsk-
is, sem máske liefur einu gilt; lang-
spilið datt úr sögunni og með því
„viltu lögin“. Samt held ég ekkert
geti fljótar komið barni í skilning um
raddstiga og tónbil, en hinni sýni-
legi og áþreifanlegi stigi á langspil-
inu, sem við settum alla hálftónana
' u
il •
Enn er í bók Próf. Bjarna kafli
úr bréfi frá Finni Jónssyni á Kjörs-
eyri. Þar stcndur: „Það cr auðsætt,
að menn bafa haft mikla óbeit á
langspilinu vegna misbrúkunar þeirr-
ar, sem svo oft átti sér stað með það
hljóðfæri; því ekki er liægt að neita
því, að slíkt átti sér oft stað. Þannig
sá ég t. d. einstöku mcnn í ungdæmi
minu, er spiluðu þannig á langspil,
að þeir létu fingurinn leika fram og
aftur á hverri nótu, er þeir studdu á,
og kölluðu þeir það „að láta hljóð-
ið dilla“. Af þessu leiddi að söngur-
inn hjá þessum mönnum varð lítið
annað en smáringir og trillur. Svo
hafa einnig mörg langspil, sem liinir
og þessir lítt æfðir menn smíðuðu,
verið skakkt nótusett og flest án
hálftóna.“
I ferðabók Englendingsins Mack-
enzie: Travels in Iceland 1810, er
mynd af íslenzku langspili, er hann
féklc. að gjöf frá dóttur Magnúsar
Stephensens á Innra-Hólmi. Var
hann þar gestkomandi ásamt félaga
sínum. Þeir sitja að snæðingi. Frá
sögn hans er á þessa leið:
„Að eyrum okkar bárust allt í
einu fagrir hljómar. Við hættum að
eta og horfðum glaðir og undrandi
hvor á annan. Við höfðum enn enga
tónlist heyrt á Islandi að undan-
skildu mjög lélegu fiðluspili á dans-
leik í Reykjavík. Þetta var því ó-
vænt ánægja að heyra þcssa hljóm-
þýðu tóna, sem bárust til okkar ofan
af loftinu. Við béldum það vera
píanóleik, en okkur var sag't, að það
væri íslenzkt hljóðfæri, sem héti
langspil. Það voru dóttir og sonur
Magnúsar Stophensens, sem bæði í
senn léku á langspil. Hljóðfæri þetta
er 3 fet á lengd og bungar út öðrum
megin að neðanverðu; þar er og
bljómop. Á því eru þrír látúnsstreng-
ir stilltir í sama tón, en sá síðasti
áttund lægra. Fremsta strcngnum er
ýtt niður með þumalfingri og leikur
hann lagið sjálft, upp og niður tón-
bilin, og um leið er boginn dreginn
yfír alla strengina. Efafa hinir streng-