blaðið - 06.05.2005, Side 8

blaðið - 06.05.2005, Side 8
föstudagur 6. maí 2005 I blaðið 8 neytendi M Ætla má að meðal íslendingur hendi um 53.100 krónum í ruslið í formi ónýtra matvæla ef neysluvenjur okkar eru sambærilegar við það sem þekkist í Englandi. Samkvæmt nýjustu rann- sókn Sorpu, sem gerð var í nóvember á síðasta ári, eru 26% þeirra 44.470 tonna af blönduðu heimilissorpi á höf- uðborgarsvæðinu ónýtt matvæli. „íbúar höfuðborgarsvæðisins henda samkvæmt þessu 11.000 tonn- um af matvælum í ruslatunnumar á hverju ári,“ segir Gyða S. Bjöms- dóttir, kynningar- og fræðslufulltrúi hjá Sorpu. Það eru um það bil 90 kg af matvælum á hvern einstakling. Nú er verið að gera könnun á því hversu miklum peningum er eytt í matvæli sem enda í tunnunni og má búast við að niðurstöður hennar komi fram með haustinu. Kveikjan að könnuninni er rannsókn sem gerð var í Bretlandi árið 2004 þar sem 1.000 neytendur voru spurðir að því hversu miklu þeir sóuðu í daglega neyslu sem endaði í tunnunum. Niðurstöð- urnar komu mönnum í opna skjöldu, en sem dæmi má nefna að 7% launa dæmigerðs neytanda í Englandi fara í ónýttan mat, ónýttar neysluvörur og klúbbáskriftir, en matvaran er þar í stórum meirihluta. Á heimasíðu Sorp- stöðvar Suðurlands kemur fram að hver einstaklingur í Englandi hendi að meðaltali 53.100 íslenskum krón- um í ruslið í formi ónýttra matvæla á hveiju ári. Því mætti gróflega álykta að íbúar höfuðborgarsvæðisins hendi tæplega sexoghálfum milljarði í tunn- una á ári. „Líklegt er að við hendum í það mynda svipuðu og Englendingarn- ir,“ segir Gyða að lokum. að versla í Madrid Madrid er hagkvæmasta verslunarborg Evrópu, sam- kvæmt nýjustu verðkönnun Evrópsku neytendamiðstöðvar- innar, sem sjá má á heimasíðu Neyt- endasamtakanna. í könnuninni var borið saman verð á ýmsum þekktum vörutegundum í 11 borgum Evrópu. Sem dæmi um verðmuninn má nefna að í Madrid kostar 20 gígabæta iPod 299 evrur en 369 evrur í Dublin. í Ma- drid er einnig hægt að gera hagstæð kaup á fatnaði en gallabuxur úr versl- uninni Zara kosta 36 evrur í Madrid, samanborið við 50 evrur í London og Stokkhólmi. Rautt Ijós á Offita almennings sökum óholls mataræðis færist sífellt í vöxt og er orðin eitt helsta heilsufarsvandamál sem vestræn ríki þurfa að glíma við. Mikil umræða hefur verið um vanda- málið í Bretlandi og í framhaldinu hafa stjórnvöld þar í landi lagt til að sett séu nokkurs konar umferðarljós á matvæli til þess að hjálpa almenn- ingi við matarinnkaupin. Þessar nýju merkingar eru ætlaðar til einfóldunar því það getur reynst erfitt að velja í innkaupakörfuna ef mataræðið á að vera heilsusamlegt. Grænt ljós myndi þá merkja heilsu- samlega vöru, gult ljós vöru sem á að borða í hófi og rautt ljós vöru sem ætti að neyta í litlu magni. Þá myndu til dæmis frosnar baunir fá grænt ljós, smurostur fá gult ljós en gosdrykkir fengju rautt ljós. „Fyrir venjulegan neytanda er oft erfitt að átta sig á innihaldi vörunnar sem hann er að kaupa,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, og bætir við að þetta væri mjög góð lausn til að meta hollustu hverrar vöru fyrir sig og yrði til þess að bæta heilsufar fólks verulega. „Stjómmála- menn í Evrópu hafa velt fyrir sér vandanum og beijast nú, með stuðn- ingi neytendasamtaka, fyrir betri merkingum á matvælum. Verið er að ræða hvort slíkar merkingar eigi að vera gerðar að skyldu eða vali hvers matvælaframleiðenda fyrir sig,“ seg- ir Jóhannes sem telur merkingarnar þó verða að vera skyldu fyrir alla, því að annars myndu eingöngu hollar vörar vera merktar. Þetta á þó eflir að verða harður slagur þar sem mat- vælaframleiðendumir sjálfir eru ekki jafnhrifnir af hugmyndinni. „Þeir eru alfarið á móti þessu og því er spurn- ingin aðeins sú hver hefiir meiri áhrif þegar upp er staðið,“ bætir Jóhannes við að lokum. www.toscana.ls HÚSGÖGN TIL FRAMTÍÐAR Eldhússtólar og borð mikið úrval. Svefnsófar í miklu úrvali Dæmi: Gry kr. 69.000- Rafstillanleg rúm Verð frá kr. 66.000 80 x 200cm kr. 7.500- B:221cm Svefnpláss 195x143cm S M t Ð J U VJ húsgögmn fÁst. I 2, KÓP S : 5 8 7 6090 IIG IHÚSOAGNAVAL, HÖFN 8: 476 f I I I 1 f 1

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.