blaðið - 06.05.2005, Síða 18

blaðið - 06.05.2005, Síða 18
Rósir Ekki bara fallegar - Blóm eru hluti af daglegu mataræði víða um heim. Austurlenskir réttir skarta margir litríkum blómum eins og rósum og þær einkenndu glæsileg veisluhöld Rómveija til foma. Rósir hafa verið nýttar til matar í þúsund- ir ára, ekki síst vegna næringargildis, en rósir eru sérstaklega C-vítamínrík- ar og bragðgóðar. Rósir hafa einnig þótt góðar til lækninga um aldir og hafa dugað vel til að slá á kvilla eins og harðlífi og minnisleysi. Þá er sagt að hermenn Napóleons hafi lagt rósablöð, sem soðin voru í hvítvíni, á skotsár til að draga úr líkum á blý- líka bragðgóðar eitrun. Fjöldi tyrkneskra eftirrétta skartar rósablöðum, rósavatni eða rósasírópi en rósavatn nýtur sér- stakra vinsælda í matargerð nútím- ans. Rósablöðin er einfalt að nálgast og nota en þau em sérstaklega góð í salat, fara vel með hnetum og þau má einnig nota í pestó. Þau er einna helst að finna í sérverslunum eins og í Heilsuhúsinu og Sælkerabúðinni á Suðurlandsbraut en samkvæmt laus- legri könnun Blaðsins er erfiðara að finna rósasíróp. Fyrir þá sem vilja útbúa það sjálfir er bent á íjölda upp- skrifta á netinu. Rósasalat: Handíylli pistasíu-hnetur Handfylli pekan-hnetur Lambhagasalathöfuð 1-2 rauð rósahöfuð Saxið hnetumar, rífið niður sal- atið og blandið saman í skál. Tínið rósablöðin af stilkinum og snyrtið af hvítu endana. Klippið rósablöðin í strimla og blandið saman við salatið eftir smekk. Skiljið nokkur blöð eftir og notið til skreytingar. Salatsósa: Hálfur bolli sítrónusafi Hálfur bolli hunang Einn bolli ólífuolía Einn bolli myntulauf Klípa af salti Blandið öllu nema ólífuolíunni saman í matarvinnsluvél og hrær- ið þar til blandan er vel þétt. Bæt- ið þá ólífuolíunni varlega saman við í samfelldri bunu. Saltið eftir smekk. LTAPSTELPUf stöðvar VlV I C K L A N D SPA & PITNESS WWW.ISF.IS SÍMl 561 5100 DAGS. NÁMSKEIÐA: 9.MAÍ - 3.JÚNÍ... 6.JÚNÍ - l.JUU 8cP |ji Bp m HjKBB föstudagur 6. maí 2005 I blaðið Blaðið kynnir: Besta Shiraz vínið í Kaliforníu, fjorða arið i roð Delicato fiölskyldan er einn af elstu vínframleiðendum í Kailifomíu. Sikileyingurinn Gasparé Indelicato stofnaði fyrirtækið Delicato í Kalifomíu árið 1935. Undir stjórn þriggja sona hans, Tony, Frank og Vince, hefur íyrirtækið tekið stórstígum framfómm og vakið verðskuldaða athygli fyrir framleiðslu sína undanfarin ár. Fyrirtækinu hlotnaðist sá heiður að vera kosið vínframleiðandi ársins 2003 í Kalifomíu. Þetta er sérstakur heiður, þar sem framleiðendur Kalifomíu kjósa hann úr sínum röðum. Hinn virti vínrýnir, Robert Parker, hefur séð ástæðu til að taka sérstaklega fram að Delicato vínin væm góð viðbót við gæðavínflóm Kalifomíu. Delicato Shiraz er dumbrautt, með angan af grænum pipar og lakkrís. Afar góð fylling. Það er með kraftmiklu bragði með keim af leðri og í löngu eftirbragðinu kemur fram bragð af blábeijum og vanillu. Margverðlaunað vín. Vínið er kjörið með grillmat og piparsósa á einstaklega vel með. Vínið er einnig afar gott með þroskuðum ostum. Viitu borða það SðlTia alla ársins hring? Það er ævintýri líkast að ganga inn í grænmetis- og ávaxtadeildir matvöruversl- ana og sjá breiður af litríkum innfluttum matvælum frá öllum heimsins hornum. Fyrir nútíma íslending er ekki nóg með að norðlæg lega landsins skipti litlu máli lengur, heldur virðast árstíðirnar einnig hafa runnið saman í eina. Jarðar- ber í desember, nýjar kartöflur í júní og gulrætur í maí - ekkert er ómögulegt. Náttúran virðist hafa lotið í lægra haldi fyrir uppfinningasömum manninum. Þó eru fjöldamargar ástæður til þess að stilla innkaupin saman við árstíða- bundna uppskeru. Nokkrar góðar ástæður til að borða árstíðabundin matvæli: ...bragðast betur í réttri árstíð Maturinn er bragðmeiri og fyllri, enda getur frost í jörð eða sterk- ir sólargeislar síðsumarsins haft mikið að segja um næringargildi. ...er hollari í réttri árstíð Betra er að borða léttan mat á sumrin þegar sólin gefur aukna orku og feitari á veturna þegar sól- ar nýtur ekki. ...er umhverfisvænni Árstíðabundinn matur í stórmark- aðnum er venjulega ræktaður í næsta nágrenni og því fylgir minni flutningskostnaður og minni mengun. Að sama skapi þarfnast árstíðabundin uppskera mun minni aukaefna í ræktun. ...er ódýrari Mikið framboð af sömu vörunni dregur úr verði og árstíðabund- inn matur er venjulega í miklu magni á uppskerutíma. Af hveiju að kaupa öskju af blábeijum á 500 krónur í febrúar þegar þau má fá ókeypis í fótufyllum í ágúst? ...styður við innlendan markað Árstíðabundinn matur kemur oft- ast í miklu magni úr nánasta um- hverfi. Aukin eftirspurn styrkir innlenda markaðinn. ...dregur úr sóun Mikið magn af vöru, eins og t.d. beijum á góðu verði eða ókeypis úr skauti náttúrunnar, hvetur til hugmyndaflugs um geymslu- aðferðir. Uppskeruna má borða ferska, sultaða, saftaða, frysta og þurrkaða, og geyma til vetrarins. ...eykur fjölbreytni í matargerð Þegar leitað er eftir þeim mat sem er ferskur hverju sinni hvetur það til fjölbreytni í matargerð og sam- setningu þar sem hver uppskeru- tími býður upp á nýjar uppskriftir og ferskt bragð.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.