blaðið

Ulloq

blaðið - 06.05.2005, Qupperneq 31

blaðið - 06.05.2005, Qupperneq 31
blaðid I föstudagur 6. maí 2005 mm vbv@vbl.is Luis Garcia, leikmaðurinn knái í liði Liverpool, sem skoraði markið dýr- mæta gegn Chelsea í Meistaradeild- inni á þriðjudag, er handviss um að markið hafi verið gott og gilt. Garcia skoraði á 4. mínútu og er þess fullviss að William Gallas hafi ekki náð að sparka boltanum í burtu áður en sá hnöttótti fór yfir marklínu Chelsea. „Þegar Milan Baros var felldur af Petr Chech þá hélt ég bara áfram og náði að lyfta boltanum í átt að markinu,” sagði Garcia á heimasíðu Liverpool. „Mér fannst að boltinn hafi farið inn fyrir línuna og ég er mjög hamingju- samur núna. Þetta var mikilvægur sigur og fyrir mig var þetta mjög mik- ilvægt mark.” Svo virðist sem Luis Garcia hafi reynst Liverpool dýrmætur leikmaður í vetur en það var einmitt þessi 24 ára Spánveiji sem skoraði sigurmarkið gegn Juventus á Anfield í 8 liða úrslit- um Meistaradeild- arinnar. Garcia er mjög ánægður í Liverpool en hann kom frá Spáni fyr- ir yfirstandandi leiktíð ásamt nokkrum öðrum Spánveijum sem prýða leikmanna- hóp rauða hersins. „Þegar við komum síðastliðið sumar var markmiðið að vinna einhveija bikara í vetur. Okkur dreymdi þó ekki um að ná þettalangtíMeist- aradeildinni á fyrstu leiktíð okkar með Liverpool,” sagði Garcia. „Þessi sigur var ekki bara mér að þakka, allir á vellinum áttu frábæran leik. Þegar við sáum að sex mínútum var bætt við seinni hálfleikinn hélt ég að það yrði okkar banabiti en fyrir okkur að kom- ast í úrslitaleikinn fer fram úr okkar Mér fannst að boltinn hafi farið inn fyrir línuna og ég er mjög hamingju- samur núna. Liverpool - Chelsea Luis Garcia er viss um að boltinn fór yfir línuna Markið umdeilda i leik Liverpool og Chelsea. Var boltinn inni eða ekki? björtustu vonum,” sagði Luis Garcia í viðtali á heimasíðu Liverpool. Frakkinn Djibril Cisse kom inn á sem varamaður í liði Liverpool en hann er enn að ná fullum bata eftir að hann tvífótbrotnaði fyrr á leiktíðinni. Hann hrósaði stuðningsmönnum Liverpool í hástert eftir leikinn, sem og allir leikmenn liðsins, en stemmn- ingin á Anfield var engu lík. „Þetta er yndisleg stund, það mikilvægasta var að komast áfram og þó svo að ég hafi átt möguleika á að skora en ekki tek- ist það í þessum leik þá hef ég ekki áhyggjur af því,” sagði Djibril Cisse Mynd frá Reuters í viðtali við L’Equipe. „Stemmningin var ólýsanleg, og ótrúlegt að áhan- gendur liðsins hafi náð að vera svona háværir í 90 mínútur.” Tjalli hjáVal Valsmenn eru enn með Englendinginn Joel Pilkington í skoðun en hann hefur verið hjá Val síðan á laugardag. Pilking- ton þessi kemur frá Burnley og er miðju- maður. Hann er 22 ára og þykir nokkuð góður en hann fær reynsluleik á morgun með Val gegn Þór á Akureyri. Leikurinn, sem hefst klukkan 13, er minningarleik- ur um Guðmund Sigurbjörnsson, fyrrum formann Þórs, sem lést um aldur fram árið 1998. Ballack til United Sir Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Manchester United, er sagður ætla að bjóða í Michael Ballack, leikmann þýsku meistaranna í Bayern Munchen, fyrir næstu leiktíð. Þetta kemur fram í The Daily Star í gær. Ballack á eitt ár eftir af samningi sínum við Bayern og sir Alex hugsar Þjóðverjann snjalla sem arftaka Roys Keanes, sem er á síðustu bensín- dropunum. Gilardino til Milan AC Milan er sagt líklegasta liðið til að ná í framherjann efnilega, Alberto Gilardino, sem leikur með Parma. Umboðsmaður Gilardino, Benne Bonetto, sagði í viðtali við ítalska fjölmiðla að það væri nánast öruggt að Gilardino færi ekki til útlanda og var þá að tala um Real Madrid eða Arsenal sem hafa verið á höttunum eftir pilti. Bonetto sagði að það væri svo til frágengið að Alberto Gilardino kæmi til með að flytja til Mílanó-borgar á næstu leiktíð og var í því sambandi að tala um AC Milan. Meistarar meistaranna í kvennaflokki mætast íslandsmeistarar Vals og bikarmeistarar ÍBV. Leikur þeirra liða fer fram næstkomandi þriðjudag en leikstaður hafði ekki enn verið ákveðinn þegar Blaðið fór í prentun. PSV-Milan Milan heppið að komast áfram vbv@vbl.is Það má segja að stórlið AC Milan hafi verið stálheppið að komast áfram í úrslitaleikinn í Istanbúl 25. maí nk. Hollensku meistaramir í PSV Eindho- ven, undir stjórn Guus Hiddink, voru miklu betri í báðum leikjum liðanna en andartaks einbeitingarskortur á sama tímapunkti í báðum leikjunum varð þeim að falli. Milan skoraði í fyrri leiknum eftir 90 mínútur og 10 sekúndur og hið sama gerðist í seinni leik liðanna. Fyrri leikurinn fór 2- 0 fyrir Milan og sá seinni 3-1 fyrir PSV og þar með fara þeir rauðsvörtu áfram á marki skoruðu á útivelli. PSV var 61% tímans með boltann í seinni leik liðanna, sem segir ým- islegt. Þeir áttu 15 marktilraunir á móti 8 hjá ítölunum. AC Milan mæt- ir því Liverpool í úrslitaleik Meistara- deildarinnar í Istanbúl 25. maí. Félög- in eru sigursælustu lið sinna landa í Evrópukeppninni. Milan hefur sex sinnum sigrað í keppninni en Liverpo- ol á fjóra titla að baki. AC Milan varð fyrir áfalli í leiknum við PSV þar sem fyrirliði þeirra, Paulo Maldini, meidd- ist eftir höfuðhögg. Ekki er búist við að hann leiki með sínum mönnum í stórleiknum gegn Juventus á sunnu- dag þegar liðin mætast á Guiseppe Meazza í Mílanó. Leikur AC Milan og Juventus verður sýndur beint á Sýn á sunnudag og hefst leikurinn klukkan 13. AC Milan var stálheppiö að komast áfram í úrslit Meistaradeildarinnar í ár. Þú færð allt í boltann hjá okkur! Gervigrasskór Takkaskór /fyóttafé/öo . ö fya okkUr XXS - S kr. 3.990. S-M kr 4.490.- mttr© W keppnisbolti Tílboðsverð í maí kr. 7.500.- “ Mitre Turbo MMS TafcRaskór á kr 2000.- Tilboðsverð meðan birgðir endast Bakpokar og töskur á góðu verði Mitre fótbolti á aðeins kr. 990.- knattspyrnuverslun Ármúla 36 108 Reykjavík s. 588 1560 www.joiutherji.is Kr. 8.990.-/11.990.- Kr. 5.490.- Kr. 8.990.-/11-990'

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.