blaðið

Ulloq

blaðið - 13.05.2005, Qupperneq 2

blaðið - 13.05.2005, Qupperneq 2
2 innlent föstudagur, 13. maí 2005 I blaðið Tilraun til íslandsmets í blindskák Henrik Danielsen stórmeistari hóf blindskákarfj öltefli við 18 efnilega og upprennandi íslenska skákmenn í höfuðstöðvmn íslandsbanka í gær- dag. Aldrei fyrr hefur blindskák ver- ið tefld við svo marga andstæðinga hér á landi, en eldra metið var blind- skák Helga Áss Grétarssonar við 11 manns. íslandsbanki og Hrókurinn stóðu sameiginlega fyrir flölteflinu sem ætlað er að innsigla samstarf félaganna, en íslandsbanki er aðal- styrktaraðili Hróksins. Af því tilefni færði Hrafn Jökulsson, forseti Hróks- ins, Einari Sveinssyni, stjórnarfor- manni íslandsbanka, þakklætisvott fyrir samstarfið; útskorið tafl frá Afr- íku en Hróksmenn eru nýkomnir það- an þar sem skákin var kynnt bömum í Namibíu. 600 gervifætur til íraks íslensk stjórnvöld styrkja uppbyggingu í írak með 92 milljóna samningi við Össur hf. Utanríkisráðuneytið samdi fyrir skömmu við Össur hf. um fram- kvæmd 92 milljóna króna stoðtækja- verkefnis í írak, en markmið þess er að 600 manns fái gervifætur neðan hnés. Verkefnið verður unnið í sam- starfi viðsænsktog írakskt stoðtækj a- verkstæði á 12-18 mánaða tímabili og er það þáttur í framlagi ríkisstjórnar- innar til uppbyggingarstarfs í írak. www.Milljon.com Einföld netviðskipti fyrir alla. Gríðarlegir tekjumöguleikar. Skoðaðu afar góða kynning- armynd á www.Milljon.com Össur hf. mun hafa yfirumsjón með verkinu, sem verður unnið af sænsk- um og írökskum aðilum í írak. Felst það í ásetningu gervifótanna 600, þjálfun þarlendra stoðtækjafræðinga og eftirfylgni sjúklinga. Aðdragandi málsins er sá að um nokkurt skeið hefur verið til skoðun- ar hjá ráðvmeytinu þátttaka í stoð- tækjaverkefni með Össuri hf. í írak, eða frá því að ríkisstjómin samþykkti 8. apríl 2003 að veita allt að 300 millj- ónum króna til neyðar- og mannúðar- aðstoðar, sem og uppbyggingarstarfs í írak. Framlagið nú er það sem enn var óráðstafað af þeirri fjárveitingu. Utanríkisráðuneytið hefur áður komið að aðstoð við stríðshrjáð svæði með þessum hætti. Á sínum tíma gáfu Islendingar um 1.000 gervifæt- ur ffá Össuri til Bo- sníu-Herzegóvínu eftir stríðið í fyrrum Júgó- slavíu og var verðmæti þeirra um 70 milljónir króna. Innifalið í þeim samningum var þjálfun starfsmanna stoðtækja- verkstæða víðs vegar um landið. Athygli vekur að kostnaðurinn við verk- efnið í írak er um helm- ingi hærri en í Bosm'u- Herzegóvínu. Þar nam kostnaður við hvern sjúkling um 70.000 krónum en í írak er hann rúmar 150.000 krónur. Mynd: Reuters Gunnar Örlygsson sagði sig úr Frjálslynda flokknum Flokkurinn á villigötum Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að í fyrrakvöld fékk Sjálfstæðisflokkurinn óvæntan liðsauka þegar Gunnar Örlygs- son sagði sig úr Frjálslynda flokknum og gekk til liðs við þá. Gunnar segir ástæðurnar fyrir þessu vera málefnalegan ágreining milli sín og þingflokks- ins, auk samstarfsörðugleika við Magnús Þór Hafsteinsson, varaformann flokksins. Magn- ús segir lítið hæft í þessum fullyrðingum og segir þetta verstgagnvartkjósendumþing- flokksins. Réttast að segja af sér „Þingmenn bera fyrst og fremst ábyrgð gagnvart sínum kjósendum. Gunnar þarf nátt- úrlega að eiga þetta við sína kjósendur, hann þarf að gefa þeim einhverjar skýringar. Fólk- ið sem kaus Gunnar Orn kaus hann ekki til setu í Sjálfstæð- isflokknum til að berjast fyrir þeirra málefnum heldur til þess að berjast fyrir þeim málefn- um sem Frjálslyndi flokkurinn hefur sett á sína stefnuskrá og barist fyrir. Hann hefði átt að sjá sóma sinn í því að segja af sér þingmennsku og hleypa varamanni Frjálslynda flokks- ins að," sagði Magnús. Er hægri maður Gunnar svarar þessu með því að segjast hafa metnað til áfram- haldandi starfa í stjórnmálum. Hans mat er að Frjálslyndi flokkurinn hafi farið á sveig við kjósendur sína á síðustu tveim- ur árum. „Hann var í upphafi skilgreindur sem mildur hægri flokkur. Það má kannski frekar segja að Frjálslyndi flokkurinn hafi yfirgefið sína kjósendur en ég hafi ákveðið að fylgja þeim eftir." Austurver Opiö alla daga ársins til kl. 24 Mán.-fös. kl. 8-24 Helgar og alm. frídaga 10-24 JL-húsið Mán.-fös. kl. 9-21 Helgar 10-21 Kringlan 1. hæð Mán.-mið. kl. 10-18:30, fim. 10-21, fös. 10-19, lau.10-18, sun. 13-17 f^Lyf&heilsa Opið lengur o Heiðskírt (3 Lóttskýjað ^ Skýjað ^ Alskýjað / ✓ Rigning, lítilsháttar Rlgning Súld sjc ^ Snjókoma * * v Slydda v Snjóél Amsterdam 15 Barcelona 20 Berlín 15 Chicago 18 Frankfurt 18 Hamborg 15 Helsinki 15 Kaupmannahöfn 14 London 14 Madrid 17 Mallorka 24 Montreal 6 NewYork 8 Orlando 22 Osló 13 Paris 14 Stokkhólmur 13 Þórshöfn 7 Vín 15 Algarve 18 Dublin 11 Glasgow 12 /V Veðurhorfur í dag Veðursíminn Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.