blaðið - 13.05.2005, Page 12

blaðið - 13.05.2005, Page 12
12 heilsa föstudagur, 13. maí 2005 I blaðið LINDIN Landsliðsmaðurinn í körfuknattleik, Helgi Már Magnússon, er nýkominn í sumarfrí. Hann býr í Bandaríkjun- um þar sem hann leggur stund á við- skiptafræði og sálfræði við Catawba- háskóla í Norður-Karólínufylki. Hann hefur verið burðarstólpinn í körfuboltaliði skólans, sem komst alla leið í landsúrslit eftir að hafa unnið sína svæðisdeild. Helgi var val- inn maður tímabilsins í hði sínu og í fimm manna úrvalslið deildarinnar. í fyrra var hann valinn maður úrslita- keppninnar en á fyrsta ári sínu var hann valinn í úrvalslið nýliða. Helgi er nú á íslandi en tekur sér ekki ffí ffá æfingum. „Maður er alls ekki í neinni slökun þegar heim er komið,“ segir hann. „Eg fer strax á landsliðsæfingar þar sem Smáþjóða- leikamir em að hefjast og síðan eru Evrópuleikir í lok september. Þess á milli verða stífar æfingar og æfinga- leikir." Helgi ver að jafnaði fjórum klukkustundum á dag í æfingar en segist oft velta því fyrir sér hvort hann hafi tekið rétta stefnu. „Inni á milli koma tímar þar sem maður andskotast yfir þessu og óskar þess að maður hafi haldið sig heima en svo vegur maður og metur hlutina og kemst að þeirri niðurstöðu að réttast sé að vera áffam úti. Ég er búinn að vera í Catawba í rjú ár og lýk BS-gráðu á næsta ári. sumar vinn ég sem flokksstjóri í unglingavinnunni og æfi stíft.“ Helgi segir reglubundnar æfingar vera lyk- ilinn að árangri. „Maður getur setið heima eins lengi ogmaðurvill, drukk- ið orku- og heilsudrykki og úðað í sig salati en án hreyfingar næst enginn árangur. Því er mikilvægt að hver og einn finni sér íþrótt sem hann hefur gaman af ef fólk ætlar á annað borð að finna fyrir breytingum. Skemmt- anagildi hreyfingar má ekki vera fyrir borð borið - margir sem kaupa sér líkamsræktarkort hætta að mæta vegna þess að þeim drepleiðist i lík- amsræktarstöðvum." Ráðleggingar meistara Sól hækkar á himni, mildir vindar leika um landann og sumarylurinn fær margan manninn til að fækka fót- um. Það huga því margir að líkams- rækt - línurnar skulu lagaðar fyrir sólböð og svalandi sundferðir. Margir vilja grennast en jafnalgengt er með- al karlmanna að þeir vilji þyngjast og bæta á sig vöðvamassa. Einkaþjálfar- inn og íslandsmeistarinn í Form fit- ness 2003, Sif Garðarsdóttir, gefur lesendum góð ráð fyrir sumarið. Hún segir mikilvægt að hreyfa sig a.m.k. fimm klst. á viku og leggur áherslu á rétt mataræði. Hún mælir með trefja- ríkri og fjölbreyttri fæðu á tveggja til þriggja tíma ffesti, sex sinnum á dag. Þeir sem vilja léttast „Þeir sem vilja létta sig verða að leggja höfuðáherslu á brennslu," seg- ir Sif. Jjyfta skal af kappi og notast við margar endurtekningar í stað þess að lyfta sjaldan mikilli þyngd. Brennslan skiptir miklu máli ef verið er að reyna að skera niður fituforða, auk þess sem meiri vöðvamassi eykur brennsluna. Gott er að borða kolvetnisríka fæðu á morgnana en minnka kolvetnisinntökuna eftir því sem líður á daginn. Kolvetni fæst t.d. úr pasta, grænmeti, kartöflum og hrísgijónum og ávextir eru einnig kolvetnisríkir. Ég mæli ekki með því að fólk notist við tilbúna megrunar- kúra. Mikilvægara er að hver og einn finni mataræði við sitt hæfi og búi sér til nýjan lífsstíl." Þeir sem vilja þyngjast „Þeir sem vilja þyngjast verða að lyfta þungu en þó þarf að gæta þess að lyfta rétt. Þetta er mjög mikilvægt því of algengt er að sjú karlmenn lyfta of þungum lóðum með röng- um hreyfingum. Rangar hreyfingar skila mun minni árangri og leiða til meiðsla sem geta reynst alvarleg. Til að stækka vöðvana þarf að borða nóg af próteinum því þau eru næring- arefni vöðvanna. Kolvetnin þarf tU þess að nýta próteinin. Ég mæli því með hitaeiningaríkri fæðu.“ Ungur WI 1 x • r« Ijosgjafi Húsgagna Bæjarlind 14-16, Kópavogi 10.000 MÖGULEIKAR - fyrir fólk með sjálfstæðan smekk þú velur sófa þú velur stól þú velur áklæði þú velur lit þú hannar Hornsófi Áklæði frá kr 72.000 Leðurkr 134.000 Sófasett 3+1+1 Áklæði frá kr 86.000 Leður frá kr 204.000 Borðstofustólar Áklæði frá kr 7.200 Leðurkr 12.500 Sessalong Áklæði frá kr 37.000 Leður kr 81.000 Sófasett - sófar - hægindastólar - borðstofustólar - borðstofuborð - skápar magnus@vbl.is Eyjólfur Eyfells er nýkominn ffá Ha- wai þar sem hann var í þijá mánuði í sjálfboðastarfi á vegum Mahikari- samtakanna. Mahikari er lífsstefna sem miðar að andlegu og líkamlegu heilbrigði. Samtökin voru stofnuð í Japan árið 1959. Nú leggja um millj- ón manns stund á Mahikari en sam- tökin eru með höfuðstöðvar um allan heim, m.a. í Kópavogi. Orka allt í kring um okkur Á Hawai vann Eyjólfur fyrir sam- tökin við að miðla „ljósi“ til fólks. „Það er orka allt í kringum okkur sem við köllum ljós - eins konar al- heimsorka," segir hann. „Ég var í rauninni að sinna staríi á vegum sam- takanna, sem byggist á því að hjálpa fólki sem glímir við líkamleg eða and- leg mein.“ Eyjólfur hefur lært að taka við ljósinu og miðla því til annarra í hjálparskyni. „Ljósið getur læknað en það eru aukaáhrif, meginmarkmiðið er andleg iðkun - andleg vellíðan og sátt.“ Hann miðlar ljósinu með því að setja lófana um 30 sm fyrir ofan blett- inn sem ljósið á að fara á. „Fyrst fer ég með stutta bæn en síðan einbeiti ég mér að því að miðla orkunni og hugsa mér geisla frá lófunum að viðtakand- anum.“ Hann segir að flestum sem fengu ljós á Hawai hafi liðið betur á eftir og að fólk hafi verið þakklátt. „Ég miðlaði ljósi til manns sem var með mígreni. Eftir að hafa fengið ljós á höfuðið var mígrenið horfið. Hann var líka mjög slæmur í hnjánum og haltraði en eftir að hafa fengið ljós á hnén þá hætti hann að haltra. Annað dæmi er af konu sem var með þrá- láta magaverki. Eftir að hafa miðlað ljósi á magasvæðið í kortér leið henni miklu betur og að endingu hurfu verk- imir alveg. Ég stefni á að fara í Háskólann í eitt ár til að læra japönsku og fara síðan til Japans í Dos- hi-þjálfun, sem er starfsþjálfun á vegum samtakanna," segir Eyj- ólfur sem hóf þrettán ára að aldri að leggja stund á Mahikari. „Eg fór á þriggja daga nám- skeið sem maður þarf að fara á til að geta feng- ið menið sem notað er til að tengjast ljósinu. Ég gerði það árið 1996. Fyrir tveimur árum hóf ég svo að stunda djúpa iðkun.“ Reglubundnar æfingar lykillinn að árangri

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.