blaðið - 13.05.2005, Síða 30
föstudagur, 13. maí 2005 I blaðið
hver og
hæfileikalaus?
Trúbadúrinn vinsæli, Brian
McFadden, segir Madonnu hæfi-
leikalausa í sönglistinni og
finnst honum of mikið gert úr
tónlist hennar. „Fólk segir að
Madonna búi til æðislega tón-
list en það er algjört bull! Hún
er með lélega rödd og hún
er leiðinleg. Það er bara
af því hún heitir Mad-
onna sem fólk held-
ur að hún sé snill-
ingur og æðisleg.
Ég held hún hafi
aldrei verið góður
tónlistarmaður,"
sagði söngvarinn
nýverið og er ekkert
að spara stóru orðin í
þessu samhengi. g
Culkin stendur
með Jackson
Leikarinn Macaulay Culkin hefur
tekið upp hanskann fyrir Micha-
el Jackson og þvertekur fyrir að
söngvarinn gæti hafa misnotað unga
drengi. Culkin, sem nú er 24 ára, var
ó árum áður reglulegur næturgest-
ur í höll Jacksons. Hann segir það
algjöra fásinnu að halda að maður-
inn gæti brotið svona af sér. „Hann
myndi aldrei misnota böm. Ég hef
verið hjá honum og myndi vita ef eitt-
hvað slíkt gæti hafa átt sér stað,“ seg-
ir Culkin en hann hefur ákveðið að
standa þétt við hlið vinar síns í réttar-
höldunum sem nú standa yfir. Vitni
sækjanda hafa reynt að halda því
fram að Jackson hafi snert leikarann
unga á óveiðeigandi hátt órið 1991,
en þá var Culkin 10 ára. Sjálfur segir
Culkin þetta ekki eiga sér neina stoð
í raunveruleikanum.
D A N S L E I K I R
um helgina
Föstudags- og
laugardagskvöld
13. & 14. maí
KLÚBBU RMM
við Gullinbrú
Sjá nánari upplýsingar á www.klubburinn.is eða i síma 567 3100
kyssir annan
mann
Undur og stórmerki gerast enn og
greinilegt er að Cameron Diaz er
ekki eins þakklát og ætla mætti fyr-
ir að eiga þann kærasta sem hún á.
Margar konur myndu gefa gull fyrir
mannsefni af þessu tagi, en að því
er virðist er hún ekkert að taka sam-
band sitt of hátíðlega. Hún sást kyssa
sjónvarpsframleiðandann Shane
Nickerson ó dögunum en þau hafa
unnið saman að undanfómu fyrir
MTV. Mikið veður hefur verið gert
úr athæfinu en talsmaður Diaz segir
ekkert á milli þeirra - þau séu bara
vinir. Þó er bara að vona að kærast-
inn og kvennagullið, Justin Timber-
lake, sé ekki í annað skiptið særður
á þennan hátt því fregnir herma að
hann hafi lent í slíku óður...
Tveggja bama móðirin og leikkonan
Nicole Kidman hefur lýst því yfir
að hún myndi vilja verða ólétt ef það
þýddi að hún fengi stærri brjóst. Seg-
ist hún vilja fá meiri línur en hún hef-
ur alltaf átt erfitt með að bæta á sig
á holdi. „Ég myndi vilja líta út eins
og Marilyn Monroe. Ef ég yrði ólétt
kæmi að minnsta kosti eitt gott út úr
því - ég fengi stærri brjóst," sagði Kid-
man en greinilegt er að hún er komin
með nóg af því að vera of grönn og vill
fara að bæta aðeins á sig.
— f
Pemi neitar að hafa
sagt Kutcher
„fljótan" í rúminu
Leikkonan Demi Moore fékk nú
heldur betur að finna fyrir því eftir
að hafa lýst því yfir við hönnuðinn
Cyntiu Rowley að kærasti hennar,
Ashton Kutcher, væri óvenju fljót-
ur að ljúka sér af í rúminu. Cynthia
brást heldur betur trausti Demi og
sagði New York Daily News hvað
þeim fór á milli. Það kom svo sannar-
lega illa út fyrir leikkonuna íðilfögm
og neitar hún núna að gangast við
þessu. Hún segist aldrei myndu tala
um svona hluti við þá sem ekki væm
mjög nánir henni.
Britney Spears
gerir aðra tiíraun í kvikmyndunum
jár*,.
Söngkonan unga mun leika í mynd
sem snýst um bíla og kappakstur.
Stúlkan sjálf ætlar að framkalla og
leika í myndinni sem mun bera heit-
ið Trading Paint. Myndin snýst um
tvo aksturskappa sem bóðir lifðu
af lífshættuleg slys. Þeir em aftur
komnir til keppni og munu mætast
fyrir tilstilli ungrar konu, sem Spe-
ars kemur til með að leika. Þetta er
önnur tilraun dívunnar í kvikmynda-
bransanum en hún lék í myndinni
Crossroads árið 2002. Fékk hún afar
slæma dóma fyrir þá frammistöðu
svo það er vonandi að henni takist
betur til í þetta skiptið.
Réttarstaða dóttur
Sigmundar Ernis
verði könnuð
Bára Guðjónsdóttir,
bamsmóðir og fyrmm /
kona Sigmundar Ernis I
Rúnarssonar, segir í / .......
forsíðuviðtali við Mann- / .......
líf að hún telji eðlilegt / p
að réttarstaða Eydís- / ........
ar dóttur þeirra verði / ,..
könnuð vegna skrifa ‘------
Sigmundar Emis í
metsölubókinni Barn að eilífu.
Bára telur að með skrifunum hafi
verið brotið gegn friðhelgi einkalífs
stúlkunnar, að hún hafi verið niður-
lægð og mannorð hennar skaðað með
lýsingum sem ekki eigi við stúlkuna.
I viðtalinu gagnrýnir Bára að Þroska-
hjálp og önnur samtök hafi ekki risið
gegn þessum skrifum um fatlaðan
einstakling.
Leikkonan Sharon Stone er búin
að eignast sitt annað bam en fyrir á
hún fimm ára dreng, Roan Joseph,
sem hún ættleiddi árið 2000. Mörg-
?um þykir þetta undarlegt í ljósi
þess að ekkert hefur sést á henni,
en hún mun hafa fengið leigumóð-
ur til að ganga með barnið sem
kom í heiminn síðastliðinn þriðju-
dag. Stone er á leið til Texas til að
sækja bamið en ung stúlka þaðan
tók að sér meðgönguna fyrir
ágætis upphæð. Ekki
er vitað hvort um dreng
eða stúlku er að ræða. j
Annars er Stone að A
hefja tökur á framhaldi Æ
Ógnareðlis í London
en hún gerði garðinn
frægan hér um árið
fyrir góða og vægast
sagt djarfa framkomu
í fyrstu myndinni.
Sharon Stone
móðir
á ný