blaðið

Ulloq

blaðið - 24.05.2005, Qupperneq 6

blaðið - 24.05.2005, Qupperneq 6
6 innlent T,afc— þriðjudagur, 24. maí 2005 ! blaðið Styst allra Lengst allra Minnst ráðherra Sjaldnast allra Mest allra Mest ráðherra Hverjir töluðu mest - og hverjir töluðu minnst? Úttekt á orðagjálfri þingmanna Það eru fáar stéttir sem vinna við að tala - en þingmenn eru klárlega ein þeirra. Það má því segja að það hversu oft og hversu mikið hver þing- maður talar gefi örlitla vísbendingu um hversu ötull og vinnusamur við- komandi þingmaður er. Blaðið gerði óformlega úttekt á ræðuíjölda og ræðulengd þingmanna á nýafstöðnu þingi. Það skal sérstaklega tekið fram að engin leið er að meta innihald orða þingmanna eða hversu mikið vit er í því hvað þeir segja - þetta er aðeins grófur mælikvarði á orðaíjölda. Töluðu minnst Guðrún Ögmundsdóttir, Samfylking- unni, fær þann vafasama heiður að hafa talað allra þingmanna minnst á 131. löggjafaþingi. Hún steig aðeins 11 sinnum í pontu og talaði í samtals 52 mínútur. Einar Oddur Kristjáns- son, Sjálfstæðisflokki, steig jafn„oft“ í pontu, en þar sem hann talaði yf- irleitt mun lengur er hann nr. tvö í röðinni, talaði í samtals 122 mínútur. Númer þrjú kemur síðan Bryndís Hlöðversdóttir, Samfylkingunni, 23 skipti, og nr. fjögur Guðjón Hjörleifs- son, Sjálfstæðisflokki, 24 skipti. Þeir töluðu mest Það kemur líklega ekki á óvart að Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri grænum, var allra manna dugleg- astur að fara í pontu Alþingis á ný- yfirstöðnu þingi. Þann ágæta stað heimsótti hann 189 sinnum og talaði samtals í tæpar 25 klst. Jón Bjarna- son, flokksbróðir Steingríms J., fór 174 sinnum í pontu og talaði í sam- tals tæpar 24,5 klst. Töluðu styst - og lengst Bjarna Benediktssyni, Sjálfstæðis- flokki, lá minnst á hjarta er hann fór í pontu en þar dvaldi hann að meðal- tali aðeins í 1,3 mínútur í hvert sinn. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, var einnig skammorður en hann talaði næststyst, í tvær mínútur að meðal- tali. Einari Má Sigurðarsyni, Samfylk- ingunni, lá greinilega mikið á hjarta í hvert sinn er hann fór í pontu því hann dvaldi þar í tæpar 14 mínútur að meðaltali í hvert þeirra 33ja skipta sem hann talaði. Sigurður Kári Krist- jánsson, Sjálfstæðisflokki, kom þar næstur í röðinni en hann eyddi að meðaltali 12 mínútum í pontu í þau 31 skipti sem hann tók til máls. Ráðherrar Ef bara ráðherrar eru skoðaðir kem- ur í ljós að Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra talaði allra ráðherra mest. Hún fór 124 sinnum í pontu og talaði samtals í rúmar átta klukku- stundir. Minnst talaði Guðni Ágústs- son landbúnaðarráðherra en hann fór aðeins 47 sinnum í pontu og talaði samtals í rúmar þrjár klst. Líklega þarf að eyða meiri orku í að kynna all- ar fyrirhugaðar stóriðjuframkvæmdir fyrir þingheimi en SS-pylsur og aðrar landbúnaðarafurðir. Nýr forstjóri Heklu Knútur G. Hauksson, núverandi for- stjóri Samskipa, kemur inn í eigenda- hóp Heklu um næstu mánaðamót og tekur um leið við forstjórastöðu af Tryggva Jónssyni, sem þó verður áfram starfandi stjórnarformaður. Knútur G. Hauksson í fréttatilkynningu frá Heklu seg- ir Knútur meðal annars: „Hekla er virkilega spennandi fyrirtæki með gott starfsfólk og öflug umboð sem gefa mikla möguleika. Þá líst mér vel á þann eigendahóp sem ég kem inn í. Þetta hafa verið frábær fjögur ár hjá Samskipum og ég hef verið lánsam- ur að fá að taka þátt í þeirri miklu uppbyggingu sem þar fer fram. Nú er komið að tímamótum sem eru afar spennandi fyrir mig.“ Vanur maður Tryggvi Jónsson, fráfarandi forstjóri, segir í fréttatilkynningunni að mikið breytingarferli hafi átt sér stað inn- an Heklu að undanfórnu og er það að komast á lokastig. .Árangurinn hefur verið góður og reksturinn tekið stakkaskiptum. Með því að fá Knút inn í hópinn erum við að styrkja okk- ur enn frekar. Hann hefur mikla reynslu og hefur náð góðum árangri í fyrri störfum." Knútur G. Hauksson hefur starf- að sem annar tveggja forstjóra Sam- skipa undanfarin tvö ár og þar áður sem aðstoðarforstjóri í rúm tvö ár. Þar á undan var hann framkvæmda- stjóri Olíudreifingar og einnig hefur hann unnið m.a. hjá Olíufélaginu, Eimskip, Álafoss og Slippfélaginu. Öðruvísi myndlistarsýning Skartgripir fjallkonunnar Er Guðni Ágústsson? Enginn má missa af þessu Café Presto Hlíðarsmara 15, Kóp Bjór og pítsur að launum fyrir atkvæðin Foreldrar höfðu samband við Blaðið í kjölfar frétta þess í gær af óvenjulegri meðferð kjörgagna á landsfundi Sam- fylkingarinnar um helgina. Kváðu þeir smölun hafa átt sér stað í fram- haldsskólum með símhringingum og SMS-skilaboðum, þar sem bjór og pítsum var heitið að launum fyrir lið- veislu við Ágúst Ólaf í varaformanns- kjörinu á laugardag. Enn hefur ekki tekist að fá botn í ásakanir þess efnis að maðkur hafi verið í mysunni í varaformannskosn- ingu Samfylkingarinnar á laugar- dag. Fjölmargir landsfundarfulltrúar og áhrifamenn í flokknum hafa bor- ið að ungir jafnaðarmenn á vegum Ágústs Ólafs Ágústssonar hafi skráð fjölda fulltrúa á fundinn, greitt fyrir á fundargjöld og leyst út kjörgögn. einhveijum tilvikum hafi menn svo kosið fyrir fjarstadda fulltrúa en slík vinnubrögð eru vitaskuld með öllu óheimil samkvæmt reglum flokksins. Skrifstofa Samfylkingarinnar var lokuð í gær en starfsmenn fengu þá hvíldardag eftir annasama helgi á landsfundi. Því reyndist ekki unnt að fá staðfest með hvaða hætti skrán- ingu og greiðslu fulltrúa ungra jafnað- armanna var háttað. Ekki hefur enn náðst í Ágúst Ólaf Ágústsson, nýkjörinn varaformann Samfylkingarinnar, þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir og skilaboð á skrifstofu hans. Stóriðjuframkvæmdir að lækka laun? Launastefna stærstu fyrirtækjanna við stórframkvæmdir á Austurlandi gæti orðið til þess að lækka laun á íslenskum vinnumarkaði. Þetta segir Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands íslands. „Það liggur fyrir að tvö stærstu fyr- irtækin við stóriðjuframkvæmdir á Austurlandi eru að greiða taxtalaun í stað markaðslauna.“ Þau tvö fyrirtæki sem um ræðir er annars vegar Bechtel, sem bygg- ir álver á Reyðarfirði, og hins vegar Impregilo, sem er aðalverktaki við Kárahnjúkavirkjun. Rótgróið heið- ursmannasamkomulag hefur ríkt á íslandi undanfarin ár, en það byggist á að samið hefur verið um lágmarks- taxta sem oft eru nokkuð lágir. Með- allaun í ákveðnum geirum, m.a. bygg- ingageiranum, hafa verið mun hærri en laun á umræddum lágmarkstaxta vegna aðstæðna á markaði. Ástæðan er að vegna lítils atvinnuleysis hafa einstaka starfsmenn verið í góðri stöðu til að semja um hærri laun en lágmarkstaxtar segja til um. „Þessi fyrirtæki, þ.e. Bechtel og Impregilo, flytja inn erlent vinnuafl í stað þess að hækka laun til að lokka til sín innlenda starfsmenn. Slíkt breytir aðstæðum á vinnumarkaðn- um.“ Með því má segja að búið sé að brjóta heiðursmannasamkomulagið sem ríkt hefur á íslenskum vinnu- markaði. ÚLFLJÓTSVATNI Upplýsingar og skráning á netinu: www.ulfljotsvatn.is Spark leikir - Frumbyggjastörf - Ædol - Útilíf - Kassabílaakstur - Sund _ ------ - ■ - j (^12 ~ ~ | Einstök krakkanámskeið ára Almenn námskeið Útilíf 09 œvintýri! | j Vinir, fjör 09 hépefli! [ INNRITUN ER HAFIN - Opið virka daga kl. 10-16 - sími 550 9800 - sumarbudir@ulfljotsvatn.is (

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.