blaðið - 24.05.2005, Blaðsíða 22

blaðið - 24.05.2005, Blaðsíða 22
þriðjudagur, 24. maí 2005 i blaðið NBA-boltinn Úrslit Vesturdeildar NBA-körfubolt- ans eru hafin en þar mætast Pho- enix Suns og San Antonio Spurs. Phoenix er með besta árangurinn í deildinni í vetur og liðin mættust því á heimavelli Phoenix í fyrsta leik liðanna. Staðan í hálfleik var 49-55 fyrir San Antonio og þriðja leikhlut- ann unnu þeir síðan með 10 stiga mun (23-33). Fjórði leikhlutinn var svo gífurlega fjörugur en lítið var þó um varnir þar sem 75 stig voru skoruð. San Antonio skoraði 43 á móti 32 hjá Phoenix. Lokatölur urðu svo 114-121 fyrir San Antonio Spurs, sem náði þar með forystu í einvíginu og að auki að vinna fyrsta leik, sem telst gríðarlega mikilvægt. Tim Duncan skoraði 28 stig og tók 15 fráköst og Frakkinn Tony Parker var með 29 stig og sjö fráköst. Brent Barry kom sterkur inn af varamannabekknum og skoraði 21 stig og Argentínumaðurinn Manu Ginobili var með fínan leik, 20 stig, sex fráköst og fimm stoðsending- ar. Hjá Phoenix Suns voru aðeins þrír menn að vinna fyrir laununum sínum. Amare Stoudemire var með 41 stig og níu fráköst, Steve Nash var með 29 stig og 13 stoðsending- ar og Jim Jackson skoraði 20 stig og tók átta fráköst. Miami Heat og Detroit Pistons mætast í úrslitum Austurdeildar. Sigurður vel- ur fyrir smá- þjóðaleikana Sigurður Ingimundarson, landsliðs- þjálfari karla í körfuknattleik, hefur valið þá 12 leikmenn sem hann ætlar að fara með á Smáþjóða- leikana sem hefjast í Andorra um næstu mánaðamót. Að þessu sinni eru tveir nýliðar í hópnum, hinn hávaxni Egill Jónasson (214 sm), og Darrel Lewis frá Grindavík sem er nýkominn með íslenskan ríkis- borgararétt. Hópurinn er skipaður eftir- farandi leikmönnum: Friðrik Stefánsson, UMFN, 204 sm, 79 leikir Egili Jónasson, UMFN, 214 sm,0 leikir Páll A<?i Vilbergsson, UMFG, iSóvm, 50leikir Magnús f-ór Gunnarsson, KeHatfk, 184 sm, 24 leiklr Hiynur Bæringsson, Snærell, 200 sm, 15 leikir Sigur1 ^orvaidsson, Snæ'ell, 201 sm, 20 leikir Pca'«4 'J’nwlinskij Unicaja, Malagn, 200 srn, 1 leikur Darryl Lewis, UMFG, 193 sm, Oleikir Fannar Ólafsson, Ulm, 203 sm, 48 leikir Helgi Már Magnússon, Catawba College, 198 sm, 28 leikir Logi Gunnarsson Giessen, 49ers, 190 sm, 31 leikur Arnar Freyr Jónsson, Keflavík, 182 sm, 11 leikir Fyrsti ieikur íslands er gegn Lúxemborg 31. maí. Hiólað í vinnunna vbv@vbl.is Dagana 2.-13. maí stóð Fræðslu- og hvatningaráð ÍSÍ fyrir fyrirtækja- keppni sem bar heitið „Hjólað í vinn- una“. Tilgangurinn var að hvetja starfsmenn fyrirtækja í landinu til aukinnar hreyfingar og nú átti að hjóla í vinnuna. Alls tóku 254 vinnu- staðir þátt í átakinu frá 34 sveitarfé- lögum. 488 lið voru með og liðsmenn 5.076. Þetta þýðir að þátttakan tvö- faldaðist á milli ára og þau þijú ár sem verkefnið hefur farið fram hefur það tífaldast frá byijun. í gær var verðlaunaafhending í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum. Keppt var um flesta daga, kílómetra og hlutfalls- lega mestu þátttökuna miðað við flölda starfsmanna hvers fyrirtækis. Flokkamir voru sex og þijú efstu sætin í hveijum flokki voru verðlaun- uð. Ellert B.Schram, forseti ÍSÍ, og Bjami Ármannsson, forstjóri íslands- banka, veittu verðlaunin. Ferðamáti var í 56,44% tilvika á hjóli, 41,46% gangandi, 1,7% með strætó, 0,1% á línuskautum og 0,3% þátttakenda nýttu eigin orku á ann- an hátt. Sigurvegarar í keppnisgreinunum tveimur í fyrirtækjaflokkunum sex: 400 o.fl. starfsmenn 30-69 starfsmenn Flestir dagar Dagar.hlutf. Heildardagar Flestir dagar Dagar.hlutf. Heildardagar 1 Alcan á íslandi 0,78 376 1 Grunnskóli Grindavíkur 7,69 415 2 íslandsbanki 0,48 478 2 Egilsstaðaskóli 6,86 302 3 Actavis 0,42 192 3 Grunnskólinn í Þorláksh. 6,33 253 Flestir km. Km, hlutf. Heildarkm. Flestir km. Km, hlutf. Heildarkm. 1 Alcan á íslandi 10,30 4,998 1 D-vakt Norðuráls 94,39 4,720 2 Síminn hf. 3,63 4,140 2 Tölvumiðstöð Sparisjóða47,32 2,745 3 Actavis 3,58 1,645 3 Verkfræðistofnun HÍ 40,55 1,744 150-399 starfsmenn 10-29 starfsmenn Flestir dagar Dagar,hlutf. Heildardagar Flestir dagar Dagar.hlutf. Heildardagar 1 Islensk erfðagreining 2,59 828 1 Seyðisfjaröarskóli 8,10 162 2 HeilbrigðisstofnSuðumesja1,98 528 2 Hafnarskóli 7,73 170 3 Landsvirkjun 1,41 315 3 Leikskólinn Flúðir 7,70 154 3 Rafmagnsv.ríkisins 1,41 304 Flestir km. Km, hlutf. Heildarkm. Flestir km. Km, hlutf. Heildarkm. 1 íslensk erfðagreining 36,10 11,553 1 Lögregluskóli ríkisins 83,26 833 2 Landsvirkjun 16,56 3,708 2 ÍAV, Herjólfsgata 36-40 82,00 820 3 lcelandair 10,42 2,397 3 Gáski - sjúkraþjálfun 80,50 966 70-149 starfsmenn 3-9 starfsmenn Flestir dagar Dagar.hlutf. Heildardagar Flestir dagar Dagar.hlutf. Heildardagar 1 Síðuskóli 6,17 500 1 Þýðingar og textaráðgjöf 10,00 30 2 Heilbrigðisstofn.Siglufirði 4,74 332 2 Ferðaskrifstofa Ak. 9,00 27 3 Medcare ehf. 4,71 330 2 Halldór G. Halldórs ehf. 9,00 45 Flestir km. Km, hlutf. Heildarkm. Flestir km. Km, hlutf. Heildarkm. 1 Medcareehf. 42,48 2,973 1 Markið 198,56 1,787 2 Öskjuhlíðarskóli 28,10 2,108 2 Sjúkraþjálfun Kristness 183,14 1,282 3 Héðinn 27,08 2,166 3 Þýðingar og textaráðgjöf 158,33 475 aut % jlysin igar i @vbl.is blaöiði ívar búinn að velja kvennalandsliðið ívar Ásgrímsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfuknattleik, hefur valið þá leikmenn sem hann ætlar að fara með á Smáþjóðaleikana í Andorra. Liðið verður skipað eftir- töidum leikmönnum: Alda Leif Jónsdóttir, ÍS _ Signý Hermannsdóttir, ÍS Þórunn Bjamadóttir, ÍS Birna Valgarðsdóttir, Keflavík Rannveig Randversdóttir, Keflavík Bryndís Guðmundsdóttir, Keflavík María Ben Eríingsdóttir, Keflavík Ingibjörg Vilbergsdóttir, Njarðvík Helga Jónasdóttir, Njarðvík Pátína Gunnlaugsdóttir, Haukar Helena Sverrísdóttir, Haukar Helga Þorvaldsdóttir, KR Hildur Sigurðardóttir Jamtland Fyrsti leikur íslands verður gegn Andorra þriðjudaginn 31. maí. Tímatök- um breytt í Formúlunni FIA, Alþjóða aksturíþróttasamband- ið, hefur ákveðið að breyta tímatök- unum í Formúlu 1 kappakstrinum. Til þessa hafa verið tvær tímatökur. Ein á laugardagsmorgni og hin seinni á sunnudagsmorgni. Þetta hefur mælst illa fyrir hjá mörgum °g Þá (r~í ekki sé minnst á margar stórar sjónvarps- stöðvar sem vildu hafa aðeins eina tímatöku fyrir hverja keppni. Þetta er gengið í gegn og í þeim 13 mót- um sem eftir eru verður því aðeins ein tímataka fyrir hverja keppni. Breytingin tekur gildi strax og því verður Formúlan með nýju sniði um næstu helgi þegar keppt verður í Nurburgring í Þýskalandi.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.