blaðið

Ulloq

blaðið - 01.06.2005, Qupperneq 6

blaðið - 01.06.2005, Qupperneq 6
miðvikudagur, 1. júní 2005 I blaðið Dagblaðaútgáfa á íslandi: Minnkaði um fjórðung á fimm árum Dagblaðaútgáfa dróst saman um 4,7% á íslandi árið 2004 en undan- farin fimm ár hefur hún minnkað um fjórðung hér á landi, þrátt fyrir tilkomu öflugs miðils eins og Frétta- blaðsins á tímabilinu. Þetta kemur fram í ársskýrslu alþjóðlegra dag- blaðasamtaka, sem birt var í gær. Út- gáfa Blaðsins er ekki inni í þessum tölum, en að ári er þess að vænta að útgáfa þess rétti hlut íslendinga hvað þetta áhrærir. ísland er einnig í hópi þeirra landa þar sem dagblaðaauglýsingar jukust árið 2004 og er það í samræmi við þró- unina undanfarin ár. Almennt hef- ur sala auglýsinga í dagblöð aukist nokkuð á liðnu ári en þrátt íyrir vöxt dagblaðaútgáfu í heiminum öllum er hún enn að dragast saman í Evrópu. Samdrátturinn í álfunni nam þó ekki nema 0,7% á árinu, sem er nánast sjö sinnum minna en gerðist hér á landi samkvæmt skýrslunni. Fríblöðin ryðja sér til rúms Ein helsta breytingin á dagblaða- markaði undanfarinna ára er til- koma fríblaða á borð við Blaðið og Fréttablaðið. Á Spáni er hún mest, með 40% markaðarins, en í Dan- mörku um 27%. Að óbreyttu munu íslendingar skjóta öðr- um þjóðum ref fyrir rass í þessum efnum með um 70% dagblaðamarkaðarins í frí- dreifingu. Alþjóðleg samtök dag- blaða, World Association of Newspapers, kynntu í gær ár- lega skýrslu sína um ástand og horfur í blaðaheiminum. Þar kom fram að dagblaða- sala á heimsvísu hefur aukist um 2,1% á árinu og um leið hefði auglýsingasala aukist talsvert. Athygli vekur að þessi vöxtur er ekki einung- is í þróunarlöndunum líkt og verið hefur undanfarin ár heldur er líka hlaupin gróska í marga hefðbundna dagblaða- markaði. Talið er að þetta sé til marks um að dagblöð hafi náð að fóta sig á harðnandi markaði en vefútgáfur, ljósvakamiðl- ar og aðrir nýmiðlar hafa gert nokkra hríð að dagblöðum undanfarin ár. Að meðaltali seljast 395 milljónir eintaka af dagblöðum í heiminum en undanfarið ár hefur útgáfum fjölgað um 2% og eins hefur auglýsingasala ekki verið meiri í fjögur ár. Könnunin tekur til 215 landa og landsvæða og er talið að dagblaðalesendur í heimin- um séu um einn milljarður. Stafrænt sjónvarp: Tilboð opnuð í gær Tilboð í UHF-rásir fyrir stafrænt sjónvarp á landsvísu voru opnuð hjá Póst- og garskiptastofnun í gær. Ríkisútvarpið og 365 ljósvakamiðlar ehf. voru þeir aðilar sem sóttu um. Ríkisútvarpið bauð í þrjár rásir til að dreifa sjö sjónvarpsdagskrám, þar af er ætlunin að nýta eina rásina fyrir svokallað háskerpusjónvarp. 365 ljósvakamiðlar ehf. bauð í tvær sjónvarpsrásir til að dreifa 7-15 sjón- varpsdagskrám. Nær til landsins alls Stafrænt sjónvarp um UHF virkar á þann hátt að hægt er að senda út nokkrar dagskrár á einni og sömu rásinni. Með því að bjóða út UHF- rásir er stefnt að því að sem flestir landsmenn eigi innan tveggja ára kost á að taka á móti stafræn- um sjónvarpssending- um. Báðir tilboðsaðilar stefna að því að 98% landsmanna nái staf- rænum útsendingum þeirra árið 2007. 365 ljósvakamiðlar ehf. fyrir byrj un maí og Rík- isútvarpið fyrir byrjun október þess árs en í útboði voru gerðar þær kröfur að dreifmet bjóðenda næðu að lágmarki til 40 sveitarfélaga innan árs frá úthlutun réttinda og til 98% heimila í landinu innan tveggja ára. Ekki verður krafist gjalds fyrir rétt- indi til að nota UHF-rásirnar heldur munu aðrir þættir ráða vali á milli bjóðenda, s.s. útbreiðsla sendinga og þjónusta við notendur. ■ Myndatökur í dómhúsum verði bannaðar: Rugl segir Róbert í blaði Lögmannafélagsins, sem þessu," sagði hann í samtali kemur út á næstu dögum, segir Helgi Jónsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, að ábendingum um nauðsyn þess að setja eigi bann við myndatökum af sakbomingum og fleirum í og við dómhús hér á landi hafi verið komið á framfæri. Dóms- málaráðuneytið og Réttarfarsnefnd skoða nú málið sem hluta af heild- arendurskoðun laga um meðferð opinberra mála. Ritstjóri Lögmanna- blaðsins, Guðrún Birgisdóttir, telur slíka lagasetningu nauðsynlega í hosi breyttra vinnubragða fjölmiðla. I hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í gær sagði hún að tvímælalaust hafi aðgangsharkan aukist. „Það virðist ekki skipta neinu máli um hvers kon- ar mál er að ræða,“ sagði Guðrún. Ekki meiri aðgangsharka Róberti Marshall, formanni Blaða- mannafélags íslands, líst ekki vel á þetta. „Það er alveg klárt mál, og stjómarskráin gerir ráð fyrir því, að dómþing skuli vera háð í heyranda hljóði nema dómari ákveði annað og ég sé enga ástæðu til að breyta við Blaðið. Róbert segist ekki sammála því að fréttamenn sýni meiri aðgangshörku í þess- um efnum en áður. „Áratugum saman höfum við tekið myndir af sakborningum þegar þeir em leiddir fyrir dómara og ekk- ert hefur breyst í þeim efnum. Stundum skýla menn andliti sínu og stundum ekki. Allir miðlar hafa sett sér ákveðnar reglur um hvenær greint er frá nöfnum og myndir sýndar og ég sé enga ástæðu til að takmarka þann sjálfsagða rétt ritstjórna að ákveða það sjálfar. Ef menn ákveða að takmarka þetta þá er verið að takmarka tjáningar- frelsið í landinu og þar með að höggva að rótum lýðræðisins." Nauðsynleg miðlun upp- lýsinga. Róbert segir ekki hægt að una því að almenningi sé ekki gerð grein fyrir dómsmálum, með- ferð þeirra og niðurstöðu. Fjölmiðlar gegni mjög mikilvægu hlutverki þeg- ar kemur að því að segja frá málun- um og í nútímasamfélagi gangi frétta- flutningur að miklu leyti út á það að fréttum fylgi myndefni. Heimsókn Indlandsforseta: Loftferðasamningur í gær var undirrituð bókun um að samkómulag hafi náðst milli íslands og Indlands um efni loftferðasamn- ings að viðstöddum dr. A.P. J. Abduls Kalam, forseta Indlands, og Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra. Samningurinn felur m.a. í sér heimild fyrir tilnefnd flugfélög til að fljúga allt að 14 ferðir í viku á milli landanna. Þá er staðfest í bókuninni heimild til að stunda fragtflug eft- ir þörfum, svo og víðtæk heimild til að fljúga svokallaðar pakkaferðir. Segir forsætisráðuneytið að þetta sé einn hagkvæmasti loftferðasamning- ur sem gerður hafi verið af íslands hálfu. ■ WM “ FO57Z2420 Franski sirkusinn Cirque sýnir um helgina söguna um Gústa trúð á fjórum sýning- um. Sýningin fer fram í skrautlegu sirkustjaldi á hafnarbakkanum í Reykjavík og er í samstarfi við Hátíð hafsins. I tengslum við komu Cirque til landsins verður sirkusskóli fyrir 9-14 ára börn starfræktur í dag og föstudag. Skráning í hann og nánari upplýs- ingar má fá hjá miðasölu Listahátíðar. Mesti verðmunur 1450 prósent Krónunnar var ósamræmi í 17 tilvikum. Við samanburð á milli verslana ber að athuga að hér er um mjög margar mismunandi verslanir að ræða, allt frá litlum verslunum sem þjóna neytendum í dreifbýli til stórra keðjuverslana. í könnuninni er einungis um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði Gríðarlegur munur er á hæsta og lægsta verði á kílói af gulrótum, eða rúmlega 1450%. samkvæmt nýrri verðkönnun ASÍ. í könnuninni var kannað verð í 63 verslunum um land allt. Meira en 100% munur var á hæsta og lægsta verði alls varnings í könnuninni og yfir 200% munur var á 13 vörutegundum af þeim 20 sem kannaðar voru. Sama keðja með mismunandi verð Ósamræmi í verði milli verslana innan sömu keðju á mismunandi stöðum á landinu var mest í verslunum Samkaup-Úrval en þar var ósamræmi í verði milli verslana í 18 tilvikum af 20. í verslunum

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.