blaðið - 01.06.2005, Síða 10
miðvikudagur, 1. júní 2005 I blaðið
ÍUngfrú Alhéirhur ársins 2005 vai* valin í Bangkók í gær.
Sigurvegarinn var Natalie Glébova frá Kanada.
Húri sést hér ásamtriíu ára gömkim fil, Num Choke,
nafnið merkir.„sá sem færir heppni”.
Khodorkovsky
fékk níu ár
Mikhail Khodorkovsky,
stofnandi Yukos-olíufélags-
ins, var í gær dæmdur í níu
ára fangelsi fyrir skattsvik.
Pélagi hans, Platon Lebedev,
fékk sama dóm. Verjendur
segjast munu áfrýja dómun-
um. Réttarhöldin tóku 11
mánuði. Khodorkovsky var
á sínum tíma áttundi ríkasti
maður í heimi. Stuðnings-
menn hans segja að hann sé
ofsóttur vegna stuðnings við
andstæðinga Pútíns forseta
en í Kremlín segja menn rétt-
arhöldin vera þátt í herferð
gegn skipulagðri glæpastarf-
semi.
Mikhail Khodorkovsky. Fékk níu
ára dóm sem verður áfrýjað.
Styrkir til
samfélagsmála
Við viljum leggja okkar af mörkum til samfélagsins og höfum í því skyni
stofnað sérstakan sjóð, sem hlotið hefur nafnið Samfélagssjóður Alcan.
Sjóðnum er ætlað að styrkja metnaðarfull verkefni á ýmsum sviðum
sem endurspegla gildi Alcan og falla undir eftirfarandi málaflokka:
Heilsa og hreyfing, öryggismál, umhverfismál, menntamál
og menningarmál.
Úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári og nú auglýsum við eftir umsóknum.
Nánari upplýsingar um reglur sjóðsins, ásamt umsóknar-
eyðublöðum, er að finna á www.alcan.is.
Hugo Chavez. Bandaríkjastjórn
óttast að hann sé að verða nýr
Fidel Kastró.
Kólnandi
samskipti
Bandaríkjanna
og Venesúela
Bandarísk stjórnvöld líta með
sífellt meiri tortryggni til for-
seta Venesúela, Hugos Chavez.
Margar yfirlýsingar forsetans
þykja beinlínis móðgandi fyrir
Bandaríkin. Chavez kallar Bush
forseta aula sem hafi mafíósa í
ríkisstjórn sinni. í síðustu viku
hótaði Chavez síðan að gera
kjarnorkuvopnabandalag við
íran. Sú yfirlýsing hefur valdið
titringi í Washington og orðið
til þess að samband landanna
hefur versnað til muna. Banda-
ríkjastjórn óttast að Chavez sé á
góðri leið með að verða nýr Fidel
Kastró, leiðtogi vinstri sinnaðra
hópa sem beina muni spjótum
sínum gegn Bandaríkjunum.
Sögusagnir eru á kreiki um að
Chavez hafi afhent hryðjuverka-
mönnum venesúelsk vegabréf.
Ráðamenn í Washington hafa
reynt að einangra Chavez en eft-
ir heimsókn Donalds Rumsfeld
varnarmálaráðherra til Suður-
Ameríku kom forseti Brasilíu
forseta Venesúela til varnar og
sagði: „Við viðurkennum ekki
ærumeiðingar og ásakanir á
hendur vinum.“
Nurpashi Kulayev, eini hryðju-
verkamaðurinn sem lifði af átökin
í kjölfar gíslatökunnar í Beslan í
september síðastliönum, sést hér
á bak við rimla í réttarhöldum sem
nú standa yfir í rússnesku borginni
Vladikavkaz. Ásamt félögum sínum
réðst Kulayev inn í skóla í Beslan
með þeim afleiðingum að rúmlega
300 gíslar létu lífið.
Stal mat frá
hundinum
Foreldrar tíu ára þybbins
ítalsks drengs voru furðu lostn-
ir þegar hann hélt áfram að
hlaða á sig kílóum þrátt fyrir
að vera í ströngum matarkúr.
Þegar heimilishundurinn gerði
sér lítið fyrir og beit drenginn í
afturendann játaði sonurinn að
hafa hámað í sig hundamatinn.
í viðtali við bæjarblaðið í Frosin-
one sagði faðirinn að þau hjónin
hefðu velt því fyrir sér í nokkurn
tíma af hverju hundurinn væri
orðinn svo grannur.