blaðið - 01.06.2005, Qupperneq 13
blaðið I miðvikudagur, 1. júní 2005
TILBOÐSDAGAR
Kalacknikov
endurgerður
Hinn heimsfrægi hönnuður, Philip
Starck, hefur endurhannað Kal-
acknikov-riffilinn og segir hann í
viðtali við designboom.com að herra
Kalachnikov, sá sem
hannaði upprunalegariff-
ilinn, hafi aldrei fengið
nein verðlaun eða viður-
kenningu fyrir hönnun
sína og því hafí hann
ákveðið að deila ágóð-
anum að hönnun Kal-
achnikov-lampans með
þessum gleymda snill-
ingi. Starck segir einnig
að hann fylgist ekki með
fréttmn af heimsmál-
unum og að hann lesi
einungis vísindatímarit.
Mesti ótti hans er hnm
siðvæðingarinnar sem
hann hefur lagt
svo mikið til.
Á fyrri hluta
SÍðustu Tölvumús sem Starck
aldar hannaði fyrir Micro-
Starckerfædd- s°h árið 2004.
ur árið 1949
og strax í æsku var hann örvaður af
sköpunum fóður síns sem var flug-
vélahönnuður. Undir vinnuborðum
fóður síns sat drengurinn Philippe og
teiknaði, sagaði, límdi, pússaði, setti
saman og tók í sundur hina ýmsu
hluti. Starck
Kalachnikov-lampinn.
setti á stofn sitt fyrsta fyrirtæki árið
1968 oghóf þá framleiðslu á uppblásn-
um hlutum. Á áttunda áratugnum
hannaði hann fræga skemmtistaði
í París og í kjölfarið bað Mitterand
Frakklandsforseti hann um að endur-
hanna eitt af herbergjum Elysée-hall-
arinnar í París.
Hannar hvað sem er
Síðan heíur Starck náð ótrúlegum
frama en hann er einn helsti og þekkt-
asti hönnuður heims og á að baki
verk á eins ólíkum sviðum og innrétt-
ingum hótela, umbúðum matvara og
íbúðarhúsnæðis. Dyrahúnar, lampar,
mótorhjól, vasar, klukkur, skór, kló-
sett, tannburstar... listinn er enda-
laus og varðar allt sem viðkemur lífi
nútímamannsins.
W.W. stóllinn sem Starck hannaði árið
1990. Hann ætlaði stólinn upphaflega
fyrir kvikmyndaleikstjórann Wim Wen-
ders.
Taklufyrir .
sioast
Því miður urðu mistök við grein um
hönnunarhópinn Takk fyrir síðast
sem birtist 19. maí. Hér birtist hún
leiðrétt:
Hönnunarhópurinn Takk fyrir síð-
ast kom nýverið frá Mflanó-borg þar
sem hann tók
þátt í hönnun-
arsýningunni
Designers
Block. „Við
vorum þama
að sýna innan
vébanda „De-
signers Block“
sem er á veg-
um Breta. Við
sóttum um hjá
þeim og vomm
meðal 40 hópa
sem voru valdir og fengu að sýna,“
segir Guðrún Edda Einarsdóttir, ein
úr hópnum. Takk fyrir síðast sam-
anstendur af hönnuðum sem útskrif-
uðust frá Listaháskólanum 2004 úr
þrívíðri hönnun og grafískri hönnun.
Hópurinn hefur áður farið á sýning-
una í Mflanó og var árið 2003 með
sýninguna „Hönnuður í einn dag.“
í ár hét sýningin „Sigurvegari dags-
ins.“ „Hugmyndin snýst um að fagna
hversdagslegum hlutum eins og að
ryksuga eða hreinsa bflinn. Við erum
með þessu að reyna að fá fólk til þess
að líta bjartari augum á hin daglegu
störf. Það em mörg atriði í lífinu sem
ervertaðhalda
upp á.“
Einnig má
geta þess að
glös sem hóp-
urinn hannaði
eru komin í
sölu í hönn-
unarbúðinni
MINT í Lond-
on. Einnig er
leitast eftir
fleiri stöðum til
að selja glösin.
Þeir sem stóðu að verkefninu em
Guðrún Edda Einarsdóttir, Lóa Auð-
unsdóttir, Ragnheiður Tryggvadótt-
ir, Brynhildur Pálsdóttir, Sighvatur
Ómar Kristinsson, Guðfinna Mjöll
Magnúsdóttir og Phoehe Jenkins. ■
AFSIATTUR
STEARNS & FOSTER
Frá Yves Delorme, einu virtasta tískuhúsi Frakklands:
Rúmteppi, rúmfatnaður (lök, pífur, sængurverasett),
baðhandklæði, baðmottur, baðsloppar (dömu/herra),
borðdúkar, ilmsápur,-krem,-kerti o.m.fl.
Rúmin frá Stears & Foster eru hönnuð fyrir fólk
sem vill aðeins það besta. Þau veita réttan stuðning
og tryggja vellíðan á hverri nóttu með sérhönnuðu
gormakerfi, bólsturslögum og einstökum frágangi.
rumco
Langholtsvegi 111 • 104 Reykjavík • Slmi 568 7900